Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 6.JÚLÍ 1982. ■ Rachel Ward hefur skotið skyndilega upp á stjörnuhimin- inn í Hollywood. Hún er ensk og af aðalsættum, jarlinn af Dudley er frændi hennar, en faðir hennar erblaðamaðurinn Peter Ward. Eftir öUum venjum hefði Rachel átt að „koma fram“ i samkvæmislifið i Englandi i stórri veislu og siðan að stunda selskapsUf fina fólksins, þar tU hún giftist einhverjum lordin- um. En henni líkaði ekki þessi áætlun. „Ég þekkti engan skemtUegan lord, sem ég gat hugsað mér að giftast", sagði hún. Næstu árin fór hún í módel- skóla og fékk brátt vinnu við það að sitja fyrir, en Rachel segist aUtaf hafa hugsað sér að vinna sjálf fyrir sér, en aUs ekki að vera einhver dekurdúkka. Hún „stal senurmi” frá Burt Reynolds í nýju myndinni hans, Sharkey’s Machine ■ Rachel, enska stúlkan af aðalsættum, sem sló i gegn i Hollywood. „Hún hefur sérstakan sjarma eins og Jackie Bisset hafði hér áður, og röddin er flauelsmjúk“, segir aðaUeikarinn og leikstjórinn, Burt Reynolds. ■ „Margar konur hafa eflaust öfundað mig af ástaratriðunum með Burt, en svei mér þá - þau voru erfiðust!“ sagði Rachel, sem aldrei vUdi fækka fötum i myndinni. Rachel Ward ný stjarna í Hollywood Brátt voru myndir af Rachel Ward farnar að sjást á forsíð- um dýrra timarita, eins og Vogue, Harpers & Queen og í stórum auglýsingum frá snyrti- vörufyrirtækjum. (Revlon kallaði hana „prakkara-stelp- una“ i auglýsingum sínum). Rachel hafði aUtaf haft áhuga á að reyna að leika, og meira að segja sótti um inngöngu í RADA og annan leikskóla, en gafst upp. Hún sagðist ekki hafa haft kjark tU að brjótast áfram á þeirri leið. En að siðustu fór henni að leiðast fyrirsætustörTin, og þá fór hún til Bandarikjanna, tU að vita hvemig henni gengi þar. Hún vildi losna við breska framburðinn, og fór því á raddæfingar hjá sérfræðingum þar vestra. Eftir þann lærdóm varð niðurstaðan, að Rachel þykir hafa alveg sérstakan „mið-Atlantshafs„framburð“ og röddin er dimm og mjúk. Burt Reynolds var að leita að stúlku i mynd, sem hann stjórnaði sjálfur, en stúlkan átti að„ vera símavændiskona, en þó svo falleg og saklaus í sér, að það væri hægt að imynda sér, að vel gefinn og háttsettur stjórnmálamaður yrði alvarlega ástfanginn af henni. Burt sagðist hafa verið búinn að prófa margar stúlkur í hlutverkið, en aUtaf hefði eitthvað vantað. Byrjað var að taka sum atriði myndarinnar, en aðalleikkonuna vantaði! „Þetta var eins og að kvik- mynda „Ókindina“ - án þess að hafa hákarlinn, eða Bamba- myndina án dádýrskálfsins“, sagði Burt. En Rachel Ward féll alveg í hlutverkið og farið var að æfa af kappi. í aðalkarl-hlutverkið ætlaði Burt að hafa CUnt Eastwood (einhvem með rúnum rist andUt), en þegar tU kom var Clint bundinn við annað verk, svo það endaði með þvi að leikstjórinn varð lika aðal- leikarinn. Burt spáir Rachel bjartri framtíð sem leikkonu. „Hún hefur allt tíl þess að bera, fagurt og Ufandi andUt, fagran vöxt, og dásamlega dimma rödd, hálfgerða „viski-rödd“, en þegar ég hlusta á hana sé ég helst fyrir mér eins og rjóma sé heUt á silkiflauel. - Nei, við Burt emm ekki ástfangin, segir Rachel, en hann er góður stjómandi og indæll meðleikari. Astarsen- urnar okkar voru einna erfið- astar i myndinni, það var sko ekki neinn rósabeður eða rómantik, - og engin nektar- atriði, en þó tókst þetta vel held ég. Rachel hlær að öllum sögunum sem ganga nu um hana i HoUywood. hún á að vera með þessum eða hinum, sgja blöðin. Mikið var skrifað um samband hennar við Jack Nicholson, - en aumbigja maðurinn þekkir mig ekki, segir hún sjálf. Henni finnst lifið í Hollywood frjálslegt og þægUegt. Hún segist ekki vera i neinni samkvæmisklíku, það hafi hreinlega ekki verið timi tU þess. - Ég get gengið i gaUabuxum og gömlum strig- askóm og farið um allt og enginn þekkir mig, segir leikkonan, en hvað lengi ætli að það gangi nú, þegar frægðin hefur fallið henni i skaut? Raquel er með börnin sín ■ Raquel Welch er nú komin á fimmtugsaldurinn og er að eigin sögn ekkert óánægð með það. - Það er ekki bara ég, sem eldist, segir hún. - Ég get rcyndar varla séð, hvemig ég ætti að eiga uppkomin börn, ef ég væri ekki orðin svona fullorðin sjálf. Raquel á 2 böm, son og dóttur, sem nú era 21 og 19 ára gömul. Hún er mjög stolt af þeim og segist hafa ákaflega gott samband við þau. - Þau Ekkert úr málmi er öruggt fyrir henni - hún gleypir allt ■ Kona nokkur í Englandi leggur sitt af mörgum tU að em bæði ágæt og ég veit að ég get treyst þeim algerlega. Ég er handviss um að þau eiga eftir að ná langt i lifinu, segir hún. ■ Það fer vel á með Raquel og börnunum hennar. Hér er hún með syni sínum, Damon. tryggja skurðlæknum þar i landi næg verkefni. A undan- fömum ámm hefur hún marg- oft verið skorin upp og úr kviðarholi hennar hreinsuð ó- kjör af öryggisnælum, nálum, hárspennum og plast- og málmskeiðum. Við einn upp- skurðinn fundust i maga henn- ar 5 skeiðar merktar öðra sjúkrahúsi. Og einn læknirinn varð fyrir þvi óláni að standa svo nærri konunni, að hún sá sér færi á að gleypa hlustunar- tækið hans! Sér grefur gröf þótt grafi ■ Búðareigandi einn i Tel Aviv í ísrael var búinn að fá sig fullsaddan af tiðum innbrot- um í búðina hans, þegar þau vora orðin 10 á aðeins fjórum viku. Hann tók sig þvi til og útbjó gildru til að veiða næsta þjóf, sem ætlaði að heimsækja hann. Sömu nótt heyrði hann einhvera hávaða úr búðinni. Hann fór að gá, hvað væri um að vera. Kom í Ijós, að hávaðanum olli heimilisköttur-, inn, sem var að koma heim af næturrölti sínu. Búðareigand- inn tók köttinn upp, en hatði nú steingleymt gUdranni góðu. Það fór því svo, að sá, sem i gUdranni lenti, var enginn annar en hann sjálfur og varð hann að láta sig hafa það að liggja næstu vikur á sjúkrahúsi með báða fætur í gifsi. Konan setti tölvuna úr jafn- ■ Mánuðum saman gUmdu visindamenn i tölvumiðstöð í Novosibirsk í Síberiu við að leysa erfiða gátu. Hveraig gat staðið á því, að flókin og vönduð tölva gegndi starfi sinu með sóma, þegar aðeins voru karlar i nánd við hana, en fór alveg úr jafnvægi og gerði tómar vitleysur, þegar kona nálgaðist hana? MáUð leystist seint og um siðir. í Ijós kom, að tölvan þoldi ekki ákveðið gerviefni, sem var i nærfötum konunnar! Nú hefur konum, sem vinna á staðnum, verið fyrirskipað að klæðast siðsamlegum uUaraær- fatnaði og þá bregður svo við, að tölvan lætur návist þeirra ekkert á sig fá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.