Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 6 jULÍ 1982. Mikil verðlækk un á grænmeti — mest á papriku og tómötum ■ Mikil vcrðlækkunhefurveriðundan- fama daga á grænmeti. Einkum eru það tómatar og paprika, sem hafa lækkað, og er þvf tUvalið að nota sér það og matreiða eitthvað skemmtilegt úr græn- metinu. Sölufélag garðyrkjumanna hefur gefið út bækling, sem nefnist „Grænmeti er góðmeti", og eru þar margar góðar uppskriftir að grænmetisréttum. Einnig eru þar upplýsingar um vitamin-inni- hald grænmetis og næringargildi. Við birtum hér uppskrift að tómatrétti og paprikurétti, þar sem þessar tegundir eru nú á sérstaklega lágu verði. Réttirnir heita: Fylltir tómatar og Paprikuréttur sælkerans. Verð á tómötum út úr búð var fyrir lækkunina 63.00, en hefur lækkað í 36.40 kílóið, og sama verð er á paprikunni. Agúrkur em á smásöluverði á 49.00 kílóið. I Blómavali fengum við þær upplýsing- ar, að kilóið af tómötum kostaði nú 33.00 þar (vom á 45.00), en paprikan kostar þar 35.00 kílóið, og agúrkur eru á 47.00 kg. I. fl. en II. fl. af agúrkum á 31.05. Ekki var íslenskt blómkál enn komið til þeirra i Blómavali, en það er væntanlegt um miðjan júlí. Lítið er enn komið af radisum, og íslenskar gulrætur em aðeins að byrja að koma á markaðinn. HUSRAÐ GÓÐ Að stjórna krökkunum... ■ Eru mörg böm á heimilinu, sem þurfa öll að fara i bað - og enginn vill verða fyrstur i baðið? Þá er gott að segja sem svo - að sá siðasti verði að hreinsa baðkerið. Ef einhver i bamahópnum hefur fyrir vana að hrópa alltaf: „Gef mér fyrst!“ þá xtti það að vera regla, að gefa þeim hinum sama siðast, þangað til þessi frekju-ávani er úr sögunni. Ef þú vilt að bömin byrji á að Ixra að hjálpa til á heimilinu og t.d. að leggja á borð, bera fram mat, eða taka af borðinu, þá kemur leikurinn „Þjónar og viðskiptavinir" sér ágxtlega. Þá era foreldramir viðskiptavinir, en bömin reyna eftir bestu getu að gera þeim til geðs. Smá-kaup, eða drykkjupeninga, xttu þau að fá, ef þau standa sig vel í leiknum. Er súpan of heit? Krökkum er mjög illa við ef maturinn er of heitur. Gott ráð er að setja ísmola út í súpudiskinn (eða kakó-glasið) og segja baminu að hræra varlega í þar til ísmolinn sé bráðnaður, þá er maturinn mátulega heitur. Er einhver lasinn? Auðvitað er sjálfsagt að stjana svolítið við þann, sem er svo óheppinn að þurfa að liggja í rúminu lasinn, en varast skal að gera það svo skemmtilegt, að það tefji fyrir bata! Gott er að hafa litla bjöllu við rúmið, svo sjúklingurinn geti hringt ef hann þarfnast einhvers, en þurfi ekki að kalla og berja í rúmstokkinn. Afmælisterta - handa fullorðnuni Það eru margir, sem hafa gaman af að fá afmælistertu á afmælinu sínu, en kæra sig ekkert um að láta minna sig á hvað árin eru orðin mörg. Skreyta má þó afmælistertuna með kertum, en raða einungis nokkmm kertum - þannig, að þau myndi spurningarmerki ofan á kökunni. Sérðu alls staðar ryk? Sólin skín inn um gluggann og allt í einu finnst þér allt svo óhreint; skáphurðir i eldhúsinu, ryk á hillum o.s.frv.. Besta ráðið þá, er að taka af sér gleraugun, ef maður notar gleraugu - eða ef þú notar ekki gleraugu, - settu þá á þig sólgleraugu. ■ Litla telpan er lasin, og afi er að lesa sögu fyrir hana til að hressa upp á skapið. Sumarlegur drykkur Efni i drykkinn: (fyrir fjóra) jarðarber 2 sítrónusneiðar 4 matskeiðar sherry 1 flaska hvítvin ísmolar Setjið nokkur jarðarber í há glös og leggið 1/2 sitrónusneið með berjunum. Á þetta á að hella eins og einni matskeið af sherry (þurra eða sætu eftir smekk). Látið standa á köldum stað í 2-3 tima, en rétt áður en bera skal glösin fram er hvítvíninu hellt yfir og nokkrir ísmolar settir í hvert glas. Ávextimir era skrautlegir í glösunum og drykkurinn svalandi, vel kxldur með ismolum út I. ■ Fylltar paprikur má bera fram heilar, eða sneiða þxr um leið og borið er á borð. Fylltar paprikur Efni í „FYLLTAR PAPRIKUR“: 4 paprikur 2 laukar, meðalstórir 100 gr sveppir 2 matsk. smjörlíki 300 gr nautahakk 1-2 dl soðin hrisgrjón 2 matsk. fínskorin steinselja 2 matsk. chilisósa salt - pipar basilkum og cayennepipar Skenð kollinn af paprikunni og takið kjarnann úr. Snöggsjóðið paprikuna í 3-5 mínútur og látið vatnið renna af. Fínsaxið lauk og sveppi. Hitið smjörlíki á pönnu, þar til það er orðið ljósbrúnt og gljáandi. Setjið þá laukinn, sveppina og kjöthakkið á pönnuna og brúnið vel. Hrærið stöðugt í á meðan, svo að allt brúnist jafnt. Bætið hrísgrjónunum út í. Bragðbætið með steinselju, chilisósu og kryddi. Varist að setja of mikið af kryddi i réttinn í einu (gætið einkum að Cayennepipamum - hann er eldsterkur) þvi að hægara er að bæta við en taka af. Setjið fyllinguna í paprikumar. Látið þær í smurt eldfast mót, þannig að sá endi, sem er opinn snúi niður í mótinu. Látið lok eða málmpappír yfir mótið. Bakið í ofni við 200 gráðu hita (C) í 20 mínútur. Bera má paprikurnar fram heilar eða skera þær um leið og borið er á borð. ■ Fylltir tómatar með túnfisksalati. Fylltir tómatar TÓMATAR, fylltir með túnfisksalati 8-10 stórir, þroskaðir tómatar Túnfisksalatið: 200 gr agúrka 1 dós túnfiskur (165 gr) 2 matsk. kapers 150-200 gr olíusósa (mayonnaise) 1 tsk. sinnepsduft 1 tsk. franskt sinnep 2-3 matsk. smásaxað dill salt og pipar sítrónusafi dill - til skrauts. Skerið sneið ofan af tómötunum, þar sem stilkurinn hefur setið. Holið tómatana með teskeið og látið vökvann renna úr þeim. Afhýðið agúrkuna, skerið hana eftir endilöngu og skafið kjamann úr. Skerið agúrkuna í litla teninga. Hrærið út i olíusósuna sinnepi, söxuðu dilli, salti, pipar og sítrónusafa. Blandið ennfremur saman við agúrku- teningunum, túnfiskbitum og kapers. Setjið nú salatið i tómatana. Leggið dillgrein á hvem tómat til skrauts. í staðinn fyrir túnfisksalat má nota ýmis önnur saiöt, t.d. rækju-, kræklinga- og humarsalat, ávaxta- og grænmetissalat, eða fisk-, kjöt- og kjúklingasalat.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.