Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6.JÚLÍ 1982. á vettvangi dagsins Pólitísk hentistefna Morgunbladsins — eftir Tómas Árnason, viðskiptaráðherra „Mikil tíðindi og góð“ sagði Bjami Benediktsson um mjög stóran viðskiptasamning við Sovétríkin árið 1953. „Vil ekki byggja utanrikis- verslun okkar á pólitískri henti- stefnu“. ■ Þetta sagði Morgunblaðið í forystu- grein 6. ágúst 1953, þegar blaðið varð að verja viðskiptasamninga milli Sovét- ríkjanna og íslands, sem Bjarni Bene- diktsson hafði forgöngu um að gerðir væru. Laugardaginn 1. ágúst 1953 var undirritaður í Moskvu viðskiptasamn- ingur milii íslands og Ráðstjórnarrikj- anna til tveggja ára. Samkvæmt honum keyptu Sovétríkin mikið magn sjávaraf- urða, en íslendingar oliu, kornvörur og byggingarefni. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra flutti ræðu i útvarpinu daginn eftir samningsgerðina og sagði m.a. „Þetta eru mikil tíðindi og góð, því að engin þjóð er jafnháð utanrikisversl- un um afkomu sína og við Islendingar. Með samningum þeim, sem nú hafa náðst, hefir verið seldur 1/3 freðfisk- framleiðslu landsins á þessu ári og svipaður hluti af væntanlegri framleiðslu næsta árs. Einnig hefir selst 1/3 hluti af áætluðu saltsildarmagni Norður- og Austurlands i sumar, og að minnsta kosti helmingur af væntanlegu salt- sildarmagni Suð-Vesturlands í sumar og haust og verulegt magn af freðsild þaðan. í staðinn fyrir þessar afurðir fáum við nauðsynjavörur svo sem brennsluolíur, bensin, komvörur, sement og járnvörur. Mega þetta teljast hagstæð skipti. Með samningum þessum fæst ekki aðeins aukinn útflutningur heldur einnig sú trygging, sem er í þvi að selja framleiðslu okkar til sem flestra landa. Það hefur ætið verið skoðun min, sem ég hefi marglýst og stöðugt fylgt í framkvæmd, að fyrir land, sem hefur jafn einhæfa framleiðslu og ísland sé nauðsynlegt að tryggja markaði sem víðast, svo að það verði engum einum aðilja um of háð i viðskiptum. Mikið hefur áunnist i þá átt hin síðari ár og er besta sönnun þess sú staðreynd að islensk togaraútgerð hefur ekki þurft að stöðvast, þrátt fyrir lokun breska markaðsins, sem hefði verið henni reiðarslag fyrir nokkurm árum“. Þetta sagði Bjami Benediktsson um þá nýju stefnu árið 1953 að taka upp stórfelld viðskipti við Sovétríkin. Bjami var vitur maður og afstaða hans stingur mjög i stúf við þá afstöðu Morgunblaðs- ins nú að viíja torvelda sem mest viðskipti við Sovétrikin. Pólitísk henti- stefna Morgunblaðsins Nú vill Morgunblaðið versla sem minnst við Sovét og rangtúlkar og skrökvar upp innihaldi samnings um efnahagssamvinnu, sem undirritaður var s.l. föstudag. En 6. ágúst 1953 sagði Morgunblaðið í forystugrein: „Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors, sem farið hafa með utanríkismál íslendinga síðan lýðveldi var stofnsett hér á landi hafa fylgt hinni frjálslyndu og hagnýtu stefnu í viðskiptamálum. Þeir hafa ekki viljað byggja utanríkis- verslun okkar á pólitískri hentistefnu. Þeim hefur aldrei dottið í hug að viðskiptavinir okkar ættu að fá sannfær- ingu íslensku þjóðarinnar i kaupbæti með afurðum hennar. Þess vegna hafa þeir ekki viljað neita samvinnu við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir, enda þótt Rússar hafi ekki viljað kaupa afurðir okkar.“ Ég er sammála þeim Bjama Bene- diktssyni og Ólafi Thors að vilja ekki byggja utanrikisverslun okkar á póli- tiskri hentistefnu. Nú blandar Morgun- blaðið saman utanríkisverslun fslend- inga og pólitiskrí hentistefnu innan- lands. Fleiri samningar við Sovétríkin Árið 1961 gerði rikisstjórn Sjálf- stæðisflokksins samning við Sovétríkin um menningar- vísinda- og tækni- samvinnu. Árið 1968, þegar innrás Sovétríkj- anna i Tékkóslóvakíu stóð sem hæst, stóð rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins i samningum við Sovétmenn um viðskipti. Árið 1977 gerði Matthias Bjarnason þáverandi sjávarútvegsráðherra Sjálf- stæðisflokksins samning við Sovétríkin um visinda- og tæknisamvinnu og samráð á sviði sjávarútvegs og rann- sókna á lifandi auðæfum hafsins. Samkvæmt þeim samningi er ákveðið: „Til að vinna að markmiðum þessa samnings skulu samningsaðilar setja á fót samstarfsnefnd. Eftir að samningur þessi hefur gengið í gildi1 mun hvor aðili um sig tilnefna fulltrúa og varafulltrúa í nefnd þessa og tilkynna hinum aðilanum nöfn þeirra. Stefnt skal að þvi, að nefndin komi saman eigi sjaldnar en einu sinni á ári“. í formáia samningsins er formleg viðurkenning Sovétríkjanna á 200 mílna útfærslu landhelginnar, en sú afstaða þeirra lá raunar alltaf fyrir. Ennfremur segir, að þeir Matthias og ís kov f.h ríkistjómanna skuli hafa að leiðarljósi að efla og styrkja vináttu- tengsl milli íslands og Sovétrikjanna. Árið 1977 fór Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra i opinbera heimsókn til Sovétrikjanna. Er það eini islenski forsætisráðherrann, sem það hefir gert bæði fyrr og siðar. Núverandi samningur Samningurinn milli Sovétríkjanna og íslands um efnahagssamvinnu, sem Morgunblaðið gagnrýnir nú, felur alls ekki i sér frekari skuldbindingar en hinir eldri samningar. Norðurlandaþjóðimar og margar fleiri þjóðir V-Evrópu hafa gert efna- hagssamvinnusamninga, sem ganga miklu lengra en þessi samningur. Efni samningsins fjallar almennt um efna- hagssamvinnu og um að skapa skilyrði fyrir þróun slíkrar samvinnu. Samn- ingurinn er raunvemlega viðbót við viðskiptasamning landanna, sem hugs- anlega gæti opnað leið fyrir meiri viðskipti og treyst þau viðskipti sem fyrir em. Hvers vegna er samningurinn gerður Frá því Bjarni Benediktsson og þáverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir viðskiptum við Sovétríkin hafa allar rikisstjórnir og allir ráðherrar sem hafa fjallað um þessi mál verið sammála um, að viðskiptin við Sovétríkin væm æskileg og hefðu mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Með samningunum er verið að tryggja áframhald þessara viðskipta. Árið 1980 var gerður viðskiptasamn- ingur við Sovétrikin til 5 ára. Sam- kvæmt þeim samningi hafa viðskipti gengið vel. Sala saltsildar til Sovétrikj- anna hefir þrefaldast og var 150 þús. tunnur s.l. ár. Sala á frystum fiskflökum, einkum karfaflökum, hefir tvöfaldast. Sala á lagmeti hefir aukist, en ekki að sama skapi sala á ullarvörum og málningu. Þessi viðskipti viljum við tryggja áfram og höfum komist á þá skoðun að Umboðsmenn Tímans Suðurnes Staftur:: Nafn og'heimili: .Shni: Grindavfk: ólina Hagnarsdóttir, Asabraut 7 •2-8207 Sandgerfti: Kristján Kristmannsson, Suburgötu 18 92,7455 .Keflavlk: Éygló Kristjánsdóttir,’ Dvergasteini Erla Gnftmundsdóttir, Greniteig 45 •2-1458 %2-1165 Ytri-Njarftvlk: Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Brekkustlg 29 92-3424 Hafnarfjörftur: Hulda Sigurftardóttir, Klettshrauni 4 j91-50981 Garbabær: Helena Jónasdóttir, Holtsbúft 12 91-44584 hætta væri á að meðan við einir flestra þjóða i Vestur-Evrópu, þ.á.m. allra Norðurlanda, viljum ekki gera efna- hagssamvinnusamning gæti það tor- veldað viðskipti við Sovétrikin. Sovéskir embættismenn, sem annast viðskipti við Vesturlönd halda þvi fram, að það myndi gera þeim léttara fyrir innan sovéska kerfisins að fá fjárveitingar fyrir kaupum á islenskum vörum, ef svona samningur væri gerður. Samningurinn er sem sagt gerður til að greiða fyrir sölu íslenskra sjávarvara, sem erfitt er að selja annars staðar, en til Sovétríkj- anna. Árið 1981 nam útflutningur til Sovétríkjanna 6.2% af heildarútflutn- ingi íslendinga. Þetta hlutfall var 18.4% árið 1955 og 10.6% árið 1975. Álit útflutningssamtaka í yfirlýsingu, sem fulltrúar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, Síldarút- vegsnefndar, Sjávarafurðadeildar SÍS, Norðurstjörnunnar h.f., Álafoss h.f., Iðnaðardeildar Sambandsins o.fl. gáfu út 27. júni s.l. segir að þeir hafi setið fundi, þar sem viðskiptasamvinnusamn- ingurinn við Sovétríkin var til umræðu. Telja þeir að í uppkastinu sé ekki að fínna skuldbindingar, sem íþyngjandi séu fyrir íslendinga. Telja þeir samninginn mjög í samræmi við þá samninga um efnahagssamvinnu, sem hinar Norðurlandaþjóðirnar og flest Vestur-Evrópuriki hafa gert við Sovét- ríkin og engum áhyggjum hafi valdið. Þá telja þeir að samkvæmt samningnum sé það á valdi Islendinga sjálfra, hversu langt þeir vilji ganga i samningum við Sovétrikin. Það er og mat þessara aðila að samningurinn muni auðvelda og treysta viðskipti okkar við Sovétrikin og mæla þvi eindregið með því að hann verði gerður. Röksemdir Morgunblaðsins hraktar Samkvæmt samningnum þurfa Is- lendingar ekki að hlýta neinum utan- stefnum, nema þeir sjálfir samþykki. Engin sérstök samstarfsnefnd er sett á fót samkvæmt samningnum. Samningar sem þessi þurfa ekki að leggjast fyrir Alþingi skv. 21. gr. stjómarskrárinnar. Þar með em rök- semdir Morgunblaðsins gegn þessum samningi hraktar og eftir standa raka- lausir og þröngsýnir stjórnmálamenn, sem virðast ekki vera i tengslum við atvinnulífið í landinu og þarfir þess. Árásir Morgunblaðsins hraktar Þó kastar fyrst tólfunum, þegar Morgunblaðið ræðst meðfólsku á Þórhall Ásgeirsson, ráðuneytisstjóra. Þórhallur er óvenju dugmikill og hæfur embættis- maður. Hann leggur sig allan í starf sitt og engin fyrirhöfn er of mikil. Hann býr yfir mikilli reynslu í alþjóðaviðskiptum eftir 35 ára starf. Allir útflytjendur, sem með honum hafa starfað, em sammála um dugnað hans og hæfni. Þórhallur er í fremstu röð embættismanna og hefur unnið landi sínu með miklum ágætum. Það kemur þvi úr hörðustu átt, þegar að honum er vegið eins og Morgunblaðið hefir gert. Viðskipti og stjórnmál Við Óíafur Jóhannesson og rikis- stjómin í heild berum fulla ábyrgð á gerð efnahagssamvinnusamningsins. Við erum þeirrar skoðunar, að ekki eigi að blanda saman viðskiptum og stjóm- málum eins og Morgunblaðið gerir. f utanrikismálum viljum við vest ræna samvinnu, en að viðskipti fari eftir því sem hentar íslenskum atvinnuvegum og þjóðarhagsmunum. 'XliHett HÁÞRÝSTI- ÞVOTTATÆKI Rafknúin 1. og 3ja fasa eða fyrir úrtak dráttarvélar. Allt að 150 kg. þrýstingur. Útbúnaður fyrir sandþvottl Dönsk gæðavara Guðbjörn Guðjónsson helldversiun Kornagarði 5 Simi 85677 Léttar handhægar steypu hrærivélar Verð aðeins kr. 3.955.- Skeljungsbúðin4 SíÖumúla33 simar 81722 og 38125 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN (^ddc íí HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SIMI 45000 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.