Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 3
 ÞRIÐJUDAGUR 6.JÚLÍ 1982. 3 fréttir HÆSTlRtTTUR ÞRÍKLOFINN I HðFUNDARÉTTARDEIUI MEST SELDU REIÐSTICVEL í HEIMI VÍÐA UM LANÐ BARNA-, KVEN-OG HERRASTÆRÐIR ÞRJÁR BOLVÍDDIR ■ Frá útiskákmótinu á Lækjartorgi í gær, en þar kepptu 30 skákmenn. Tímamynd: Ari. Firmakeppni í skákmóti Þjódviljinn sigurvegari ■ Skáksamband íslands gekkst fyrir útiskákmóti á Lækjartorgi í gær, og tóku þátt í því 30 skákmenn, sem kepptu hver fyrir ákveðið fyrirtæki. Tefldar voru sjö umferðir, og bar Þjóðviljinn sigur úr býtum, og hlaut hann þar með bikar sem Tíminn gaf i þessu skyni. Keppandi Þjóðviljans var Helgi Ólafsson, og vann hann allar sínar skákir. í öðru sæti var Búnaðarbankinn, keppandi Jón Hjartarson, hlaut hann fimm og hálfan vinning af sjö möguleg- um, og i þriðja sæti var Morgunblaðið, sem Friðrik Ólafsson keppti fyrir, með fimm vinninga. -SV Bílaþjófunum snerist hugur ■ Lögreglan á Sauðárkróki handtók króki og héldu áleiðis til Akureyrar. Á þrjá bílþjófa, ölvaða og ökuréttinda- leiðinni snerist þeim hugur og þegar lausa, aðfaranótt laugardagsins s.l. lögreglan náði þeim voru þeir á leiðinni Tóku þeir bíl traustataki á Sauðár- til Sauðárkróks aftur. - Sjó. ■ Hæstiréttur íslands þriklofnaði þeg- ar kveðinn var upp dómur i höfundarétt- armáli, sem Landmælingar íslands höfðuðu gegn: Braga Guðmundssyni, Jóni Emst Ingólfssyni, Dagnýju Guð- mundsdóttur, Guðrúnu Rikharðsdóttur og Myndkort s.f. í máli þessu er deilt um höfundarétt vegna útgáfu korts af íslandi fyrir ferðamenn, sem kom út árið 1977 og kallast „Welcome til Iceland 77“. Á kortið er skráð: „Copyright Myndkort s.f. LTD“ (Myndkort s.f. er sameignar- félag Dagnýjar Guðmundsdóttur og Guðrúnar Ríkharðsdóttur.) Byggja Landmælingar kröfu sína á því, að stefndu hafi með ólögmætum hætti notað tvö landabréf, sem þær eigi höfundsrétt að. Þá telja Landmælingar, að stefndu hafi brotið gegn rétti stofnunarinnar yfir korti, sem Krákur s.f., sameignarfélag Braga Guðmundssonar og Jóns Emst Ingólfssonar gaf út árið 1976. í héraði vom stefndu, öll, sýknuð af kröfum Landmælinga. En í dómi Hæstaréttar var þeim Jóni Ernst Ingólfs- syni . jog Braga Guðundssyni gert að greiða Landmælingum fébætur vegna útgáfunnar. Sem fyrr " segir, var Hæstiréttur þríklofinn í máli þessu. í sératkvæði Hæstaréttardómaranna Sigurgeirs Jónssonar og Magnúsar Thor- oddsen segir m.a. „Landmælingar ís- lands hafa ekki einkarétt til útgáfu landakorta að íslenskum lögum ... Landmæhngar hafa ekki sannað höf- unda rétt sinn að hinu umdeilda korti er Myndkort s.f. gáfu út árið 1977.“ Vildu þeir því sýkna stefndu af öllum kröfum. í sératkvæði Hæstaréttardómarans Magnúsar Þ. Torfasonar er niðurstaðan sú, að dæma beri alla stefndu til greiðslu fébóta fyrir brot á höfundaréttarlögum. Hæstaréttardómaramir, Þór Vil- hjálmsson og Björn Sveinbjörnsson komust að þeirri niðurstöðu, að dæma beri þá Jón Ernst og Braga til að greiða Landmælingum fébætur. Dómsorðið var byggt á niðurstöðu þeirra og sératkvæði Magnúsar Þ. Torfasonar. Lögmaður stefnanda í máli þessu var Jónas Aðalsteinsson, en lögmaður stefndu Skarphéðinn Þórisson. - Sjó. VÖRUAFGREIÐSLAINNANLANDSFLUGS 27933 Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.