Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6.JÚLÍ1982. 7 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ Kennedy að ræða við Harriman á landsfundinum. Smíði kjarnavopna verdi hætt strax Söguleg ályktun þings demókrata FLOKKUR demókrata í Bandarikj- unum hélt einhvem sögulegasta lands- fund sinn i Philadelphia dagana 25.-27. júni. Þar var samþykkt samhljóða yfirlýsing um stefnu flokksins, sem byggt verður á i kosningabaráttunni, sem nú er framundan. Langsamlega sögulegasti og athyglis- verðasti þáttur þessarar stefnuyfirlýs- ingar fjallar um kjamavopnin. t>ar segir, að ekkert verkefni sé nú mikilvægara en að stöðva kjamavopnavígbúnaðinn. í framhaldi af þvi er lagt til, að Bandaríkin beiti sér fyrir því í viðræðum við Sovétríkin að þessi riki hætti strax framleiðslu hvers konar kjamavopna og tilraunum með þau, og komið verði á ströngu eftirliti með þvi, að slíku banni verði framfylgt. Jafnhliða verði svo hafnar viðræður um takmörkun og niðurskurð þeirra kjamavopna, sem risaveldin ráða yfir nú. Áður en landsfundurinn hófst lét aldinn leiðtogi demókrata, Averell Harriman, til sin heyra og kvaðst vona að slík tillaga yrði samþykkt samhljóða á fundinum. Við þurfum ekkert að óttast slíka frystingu, sagði Harriman, en ég trúi þvi, að Rússar vilji ekki siður en við forðast þá tortímingu, sem hlytist af kjamorkustyrjöld. Harriman var um skeið sendiherra Bandaríkjanna i Moskvu og er einn fárra núlifandi manna, sem vom á Yaltafundi þeirra Roosevelts, Church- ills og Stalins. Síðar varð hann ríkisstjóri i New York. Hann er i hópi þeirra bandarískra stjómmálamanna, sem not- ið hafa mest álits á þessari öld. HARRIMAN varð að þeirri ósk sinni, að landsfundurinn samþykkti þessa ályktun samhljóða. Allir þeir menn, sem þegar hafa verið nefndir sem hugsanleg forsetaefni demókrata i næstu forsetakosningum, lýstu fylgi sínu við hana, eða þeir Edward Kennedy, Walter Mondale, Alan Cranston, Gary Hart, John Glenn og Emest Hollings. Hinir fjórir siðastnefndu eiga allir sæti i öldungadeild Bandarikjaþings ásamt Kennedy. Tillagan um frystingu kjamavopna hefur þegar hlotið mikið fylgi í Bandarikjunum. Menn hafa takmark- aða trú á þeim viðræðum, sem nú fara fram í Genf, bæði um takmörkun langfleygra og meðaldrægra eldflauga. Mjög er óttazt, að þær geti lent i þrætum um kjamavopnastyrkleika risaveldanna nú. Þess vegna verði eitthvað nýtt að koma til sögu strax í upphafi viðræðn- anna og þá komi helzt til ihugunar að stöðva framleiðsluna og koma þannig i veg fyrir að vígbúnaðarkapphlaupið haldi áfram meðan viðræðumar fara fram. Harðlega er mótmælt þeim fullyrð- ingum, að þetta sé ekki hægt sökum yfirburða Sovétmanna á sviði kjama- ■ Walter Mondale. ■ Edward Kennedy. vopnanna. Þetta var m.a. gert nýlega í grein eftir færasta hemaðarsérfræðing New York Times, Leslie H. Gelb. Gelb segir það rétt, að Rússar hafi yfirburði á sviði eldflauga, sem staðsett- ar eru á landi. Bandarikin hafi hins vegar yfirburði á öllum öðrum sviðum kjarna- vopnanna, eins og i sambandi við kafbáta, flugvélar og stýriflaugar. Þá ráði Bandaríkin yfir miklu fullkomnara kerfi til að finna kafbáta en Sovétríkin. Þegar allt sé tekið með í reikninginn sé ótrúlegt að nokkur hernaðarsérfræðing- ur vildi skipta á kjarnavopnabúnaði Bandaríkjanna og Sovétrikjanna. ÞÓTT kjarnavopnabúnaðurinn væri mest til umræðu á þingi demókrata, bar að sjálfsögðu mörg önnur mál á góma og þó fyrst og fremst efnahagsmálin. Harðlega var deilt á efnahagsstefnu Reagans og hvernig óheppilegar af- leiðingar hennar bitnuðu mest á þeim, sem lakast væru settir. Lögð var mikil áherzla á að efla atvinnuvegina að nýju og útrýma atvinnuleysinu á þann hátt. Helztu úrræðin, sem bent var á, voru lækkun vaxta og minni halli á ríkis- rekstrinum. John Glenn benti á, að Reagan hefði fyrir síðustu forsetakosningar gagnrýnt 40 milljarða halla á fjárlögum. Á næsta fjárlagaári væri hallinn áætlaður þrisvar sinnum meiri. Allar horfur væru á, að á kjörtímabili Reagans yrði hallinn eins mikill og hann varð samanlagt næstu fjögur kjörtimabilin á undan. Þá var harðlega deilt á afstöðu Reagans i jafnréttismálum kvenna. Sá háttur var hafður á, að þeir, sem hugsuðu til þess, að keppa um framboð fyrir demókrata í næstu forsetakosn- ingum, gætu látið til sín heyra. Kennedy þykir þeirra snjallastur sem ræðumaður og vildu keppinautar hans þvi komast hjá þvi, að tala sama dag og hann. Niðurstaðan varð sú, að fimm þeirra fluttu ræður fyrsta fundardaginn, eða þeir Cranston, Hart, Mondale, Glenn og Hollings. Mondale fékk bestar undirtektir þessara fimm og þykir sjaldan eða aldrei hafa tekizt betur. Þessi framganga hans þykir hafa bætt stöðu hans. En Kennedy átti eftir að tala. Hann flutti aðalræðuna síðasta fundardaginn. Rauði þráðurinn i ræðu hans var sú spuming, sem Reagan varpaði fram i einviginu við Carter: Hafið þið það betra nú en fyrir fjórum árum? Kennedy taldi upp ýmsa hópa og stéttir og spurði síðan: Hafið þið það betra en fyrir tveimur árum? Þetta fékk góðar undir- tektir. Það kvað við næstum stöðugt lófaklapp meðan hann var að flytja ræðu sína og við lok hennar ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna. Eins og nú standa sakir, þykir líklegast að aðalkeppnin verði milli þeirra Kennedys og Mondales, þótt málefnalega séu þeir i stórum dráttum sammála. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ísraelsmenn þrengja að vestur Beirút ■ ísraelsmenn héldu áfram i gær að þrengja að vestur hluta Beirut borgar bæði hernaðarlega og efna- hagslega, þar sem þúsundir PLO— hermanna eru i herkví. í gærmorgun kom til bardaga milli ísraelsmanna og PLO-hermanna þrátt fyrir vopnahléið og var þeim lýst sem hörðustu bardögum sem átt hafa sér stað undanfarna viku. Dró úr þessum bardögum siðdegis. ísraelsmenn beindu skothríð sinni að nágrenni flugvallarins en PLO— menn svöruðu með eldflaugum og sprengjuvörpum. Lif óbreyttra borgara í Beirut verður æ erfiðara þar sem varla nokkuð af mat og lyfjum kemst í gegnum línur ísraelsmanna. Vatn og rafmagn hefur verið tekið af og simalínur skornar. ísraelska útvarpið sagði i gær að varnarmálaráðherra landsins Sharon hefði átt fund i Beirut með Philip Habib sérlegum sendifulltrúa Banda- ríkjanna. Útvarpið sagði að viðræð- ur þeirra hefðu snúist um brottför PLO-manna frá Beirut en greindi ekki að öðru leyti frá þeim. Sendinefnd Arabarikjanna sem nú er stödd i Moskvu hefur átt samræður við Gromyko utanrikis- ráðherra Sovétríkjanna. Fréttastof- an TASS sagði að Gromyko hefði sagt að Sovétríkin beittu sér nú fyrir því að koma i veg fyrir meiriháttar blóðbað í Beirut, og að tryggja það að herlið ísraelsmanna yfirgæfi Líbanon. Óeirðir f gullnámum í Suður-Afríku ■ Til óeirða kom í gullnámum í Suður-Afriku i gær er 12 þúsund blökkumenn lögðu niður vinnu og hófu að rifa niður byggingar og hús við námurnar en þessi atburður átti sér stað í smábæ í um 30 km. fjarlægð suðvestur af Jóhannesarbore. Talsmaður stjórnarinnar sagði að sveit óeirðalögreglu hefði verið send á staðinn og hefði hún notað táragas til að dreifa úr mannfjöldanum. Talsmaðurinn sagði ennfremur að tekist hefði að stöðva óeirðirnar og væri allt með kyrrum kjörum nú. Þessar óeirðir fylgja í kjölfar óeirða í þremur öðrum gullnámum í Suður-Afríku sl. föstudag þar sem 8 blökkumenn létu lifið, en þessar óeirðir hafa brotist út vegna ó- ■ ánægju blökkumannanna með laun dómararnir voru myrtir en forseti landsins Jerry Rawlings sagði að óvinir landsins hefðu svarið það að koma núverandi stjórn frá völdum og hneppa Ghanabúa i þrældóm. Þrír dómarar drepnir í Ghana ■ Þrír hæstaréttardómarar í Ghana, sem vopnaðir menn rændu af heimilum þeirra, hafa fundist myrtir. Líkamar þeirra fundust i um 60 km. fjarlægð frá höfuðborginni og voru þeir þaktir skotsárum. Enn- fremur fannst lík herforingja sem látið hafði af störfum. Ekki er enn vitað hversvegna ■ Geimfarar Colombiu í Ijórðu ferðinni þeir Thomas Mattingly og Henry Hartsfield. Geimskutlan lenti á þjóð- hátíðardaginn ■ Colombia geimskutla Banda- rikjamanna lenti heilu og höldnu á þjóðhátiðardag Bandaríkjanna 4. júlí eftir fjórða og siðasta tilrauna- flug sitt. Um það bil hálf milljón manna fylgdist með lendingu geimskutlunn- ar þar á meðal Reagan forseti. Geimfararnir i þessari ferð, Thom- as Mattingly og Henry Hartsfield unnu að ýmsum rannsóknum i ferðinni m.a. á sviði læknisfræði og hernaðar. Pólland: Þjóðartekjur minnka um 13% ■ Á pólska þinginu hefur verið lögð fram „svört skýrsla“ af for- manni nefndar fyrir áætlunar- og fjárhagsgerð. Meðal þess sem kemur fram i skýrslunni er að þjóðartekjur í Póllandi minnkuðu um 13% á siðasta ári. í skýrslunni kemur ennfremur fram að þessi þróun hefði ekki verið stöðvuð i ár þrátt fyrir tilraunir ráðamanna. Þá kemur fram að vaxtaskuldir Póllands eru meir en helmingi hærri en sem nemur tekjum af útflutningi landsins og hafa refsiaðgerðir Vest- urlandanna komið í veg fyrir að hægt sé að leysa úr því vandamáli. ■ Dóminiska lýðveldið: Forseti Dóminíska lýðveldisins Antonio Guzman lést um helgina eftir að hafa orðið fyrir skoti úr eigin byssu. Atburðurinn átti sér stað á heimili Guzman og mun hann hafa verið i baðherberginu er hann missti byssuna með fyrrgreindum afleiðingum. Guzman átti að láta af embætti 16. ágúst n.k. ■ El Salvador: Tilkynnt hefur verið i E1 Salvador að Jóhannes Páll páfi muni koma þar í opinbera heimsókn á næsta ári. Auk E1 Salvador mun páfinn heimsækja önnur Mið-Amerikuriki eins og t.d. Gutemala og Nicaragua. ■ Bandaríkin: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ályktað um Libanon deiluna og í ályktuninni er m.a. fordæmt allt ofbeldi gegn íbúum landsins. Athyglisvert er að i ályktuninn er ekki niinnst á ísraelsmenn eða Palestinumenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.