Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 6JÚLÍ 1982. fréttiri ■ Hópurinn á fullri ferð. Eflir fyrsta spölinn hætta menn að teyma og lausu hestamir fylgja með án þess að skapa teljandi snúninga. ■ í svona ferðum fylgir bðl með fúðkomið eldhús og menn setjast niður á áningarstöðum oe snæða htiia rétti af diski með hnif og gaffli. Hér er formaður Harðar, Hreinn Olafsson bónd: i Helgadal að næra sig. Sá háttur að reiða með sér nesti á trússhesti og stifa það úr hnefa með vasahnifnum er ekki með öðu aUagður og þykir sumum ferðamönnum það mest sport. Aleið r A LANDSMÓT Ekki er annað að sjá en að þessi tvö séu ánægð. Hvemig á líka annað að vera? ■ Landsmót hestamanna hefst í dag með því að gæðingar B-flokks verða viljaprófaðir. Á morgun hefst keppnin svo fyrir alvöru, þá starfa dómnefndir kynbótahrossa og gæðinga allan daginn. Páll Dagbjartsson, einn fram- kvæmdastjóra mótsins sagði Tímanum í gær að á mótssvæðið væru komnir 300 manns. Veður var þá bjart og hlýnandi og mikil ró yfir mönnum og hestum. Hann taldi að mikið af þeim, sem komnir væru, mundu vera keppendur og notuðu þeir tím- ann til að undirbúa hesta sina fyrir keppnina. Páll sagði að undirbúningi undir mótið væri að mestu lokið og staður og starfsmenn væru tilbúnir að taka á móti gestum. Hann bætti þvi við að búið væri að biðja um gott veður og þar sem ekkert svar hefði enn borist, væri talið víst að beiðnin væri veitt, þar sem þögn er sama og samþykki, ef marka má gömul fræði. Þeir eru semsagt i ágætu skapi fyrir norðan og gera að gamni sinu og veðurguðimir hafa ekki synjað um gott veður, svo að tæpast er hægt að hugsa sér að betra verði að vera annars staðar á landinu en á Vindheimamelum fram yfir næstu helgi. Hópar ríðandi manna stefna nú að Vindheimamelum frá öllum landshorn- um og fara menn byggðir eða fjöll eftir atvikum. Enda er það einhver besta afþreying frá amstri hversdagsins að ferðast um landið i félagi með ágætum vinum sinum, mönnum og hestum, og gleyma bensínverðinu, gjaldföllnum skuldum og öðru þrasi, sem menn standa i, i hinu daglega lífi. Hestamenn úr Mosfellssveit, félagar úr hestamannafélaginu Herði, eru nú á leið norður Kjöl. Þeir hófu ferð sina á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Fyrstu tvo daga fararinnar var riðið að Geysi í Haukadal og á þeirri leið voru myndim- ar teknar, sem hér fylgja með. Ljósmyndarinn er G.T.K., sem þar er með í ferðum. SV Skuttogarirm Einar Benediktsson: Gott skip ■ „Skipið er sérstaklega gott, ég held að ég hafi ekki stigið um borð i betra skip.“ Þetta var svar Níelsar Ársæls- sonar útgerðarmanns og skipstjóra á Einari Benediktssyni BA-377, við spumingu Tímans um hvemig honum félli skipið, sem hann er nú búinn að fara í tvær veiðiferðir á. f fyni ferðinni bilaði spil, eftir að búið var að veiða 43 tonn á þrem dögum, og munaði minnstu að trollið tapaðist, en bjargaðist fyrir snarræði þeirra sem við það unnu, að sögn Níelsar. Eftir viðgerðina var farið í aðra veiðiferðina. Sú tók níu daga og veiddust 94 tonn, sem var að mestu þorskur, en um 19 tonn af ýsu fylgdu með. Fyrir stuttu var ákveðið af réttum yfirvöldum að Einar Bene- diktsson, ásamt nokkmm öðmm nýinnfluttum fiskiskipum, skuli teljast skuttogari og lúta lögum og reglum sem um slfk skip gilda. Níels var spurður hvernig honum litist á það. „Það kemur ekkert illa við okkur, ef við fáum að halda þessari mannatölu um borð.“ Hann var spurður hvort harin byggist við að það yrði leyft og svaraði að það ætlaði hann að vona. Hann sagði að skipið væri minna en aðrir togarar og byði ekki upp á möguleika á að hafa svo marga um borð, sem kvcðið er á um f samningum, enda afkastaði það ekki eins miklu. Samkvæmt samningunum eiga að vera 14 menn um borð í minni skuttogurunum, en i Einari Bene- diktssyni eru aðeins íbúðir fyrir tíu. Nfels sagðist ekki hafa sótt um undanþágu frá samningunum og hyggst ekki hafa frumkvæði að umræðum um það. Steindór Andersen netamaður á skipinu tók f sama streng og Níels, sagði skipið gott og það standi vel fyrir sfnu. „Það var slæmur sjór alla fyrstu veiðiferðina og þá sýndi sig að það var hægt að fiska vel, þrátt fyrir það,“ sagði Steindór. „íbúðimar eru ágætar og áhöfnin er einhuga um að lika vel þarna um borð,“ bætti hann við. SV flugtilZUrich ■ Fyrsta áætlunartlug Amarflug til Zurich í Sviss var sl. sunnudag og lenti fyrsta vélin þá á Kloten flugveUi í góðu veðri. Með f förinni var 30 manna hópur forystumanna í flugmáium, þar á meðal Steingrímur Hermannsson samgöngumálaráðherra, auk fulltrúa fjölmiðla. Við komuna til Zurich var sérstök móttökuathöfn þar sem forystumenn ferðamála í Zúrich Jýstu yfir ánægju sinni með að komið skyldi á beint samband á milli íslands og Sviss og kváðust þeir vænta þess að þetta mundi auka ferðamannastrauminn á milli landanna. Steingrímur Hermannsson hélt stutt ávarp og i máli hans kom hið sama fram. Hópurinn fer í dag til Amsterdam í Hollandi en þangað hefst áætlunarflug Amarflugs á morgun. -FRI/E.SJ. Fararstjórinn er Guðmundur Jónsson á Reykjum. A langri leið þarf oft að hafa hestaskipti og hér er hann að leggja á. Reglur um kartöflur ■ Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- ið hefur gefið út reglugerð um hvað mest má vera af tiabendasól í kartöflum, sem seldar eru. Ráðuneyt- ið styðst þar við lög nr, 85/1968 og 50/1981. Á nýjum lista um skrá um eiturefni og hættuleg efni til nota í landbúnaði og garðyrkju er tilgreint útrýmingar- efni TECTO L, er inniheldur hið virka efni tíabendasól og ætlað er til vamar sveppasýkingar í kartöflum í geymslu. Reglugcrðin öðlastgildi 1. ágúst n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.