Fréttablaðið - 16.12.2008, Síða 59

Fréttablaðið - 16.12.2008, Síða 59
ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 2008 FÓTBOLTI Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, neitar að afskrifa Real Madrid úr titilbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Börsungar séu nú með tólf stiga forskot á erkifjendur sína úr höfuðborginni eftir 2-0 sigurinn í El clasico á Nývangi um síðustu helgi. „Tólf stiga forskotið er vissulega ánægjulegt en það má ekki afskrifa Real Madrid því Madrídingar munu aldrei gefast upp,“ segir Puyol og minnir á að Börsungar séu ekki búnir að vinna neitt enn þá. - óþ Carles Puyol, Barcelona: Ekki afskrifa Real Madrid FÓTBOLTI Fernando Gomez, vara forseti Valencia, lét hafa eftir sér í gær að stjörnuleik- mennirnir David Villa og David Silva væru ekki á förum frá spænska félaginu þegar félags- skiptaglugginn verður opnaður í janúar. Aðrir leikmenn gætu þó verið seldir ef rétt upphæð yrði borguð en Valencia eða „Los Che“ eins og það er gjarnan kallað er sagt vera í miklum fjárhags- kröggum þessa dagana, eins og reyndar mörg önnur félög. „Hvorki Villa né Silva munu fara frá okkur þar sem þeir eru lykilmenn hjá Valencia. Mögu- leiki er hins vegar fyrir hendi að leikmenn eins og Nikola Zigic og Hugo Viana séu á förum enda hafa þeir ekki náð að festa sig almennilega í sessi á þessari leiktíð,“ er haft eftir Gomez í El Confidencial í gær. Villa hafði verið sterklega orðaður við Man. City og Silva var til að mynda orðaður við Man. Utd síðasta sumar. - óþ Fernando Gomez, Valencia: Villa og Silva ekki á förum EKKI Á FÖRUM Valencia vill halda David Silva áfram á Mestalla-leikvanginum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son átti sannkallaðan stórleik í 3-2 sigri Burnley á Southampton um helgina þar sem hann skoraði tvö mörk en sigurinn styrkir stöðu Burnley í toppbaráttu Champion- ship-deildarinnar á Englandi. Í viðtali við staðarblaðið The Citizen í Burnley kvaðst Jóhannes Karl vera bjartsýnn á áframhaldandi frábært tímabil hjá félaginu og hvetur bestu leikmenn félagsins að vera áfram á Turf Moor. „Ef heldur sem horfir þá stefnir í að við eigum eftir að uppskera veglega í lok yfirstandandi keppn- istímabils. Það er því afar mikil- vægt að Burnley nái að halda í sína bestu leikmenn þegar félaga- skiptaglugginn verður opnaður í janúar. Leikmenn og þjálfarateymi Burnley ná mjög vel saman og allir njóta þess að vinna sína vinnu á hverjum degi og í rauninni sé ég ekki ástæðu fyrir því að menn ættu að vilja fara frá félaginu. Nema kannski ef Manchester United bankaði á dyrnar,“ segir Jóhannes Karl en bæði Chris Eagles og Chris McCann eru taldir vera undir smásjá félaga í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að nýlega var tilkynnt um tæplega tveggja milljón punda tap á rekstri félagsins er talið ólíklegt að knattspyrnustjórinn Owen Coyle fái pening til þess að styrkja leikmannahópinn í janúarglugg- anum en Jóhannes Karl telur núverandi leikmannahóp alveg nógu sterkan til þess að ná árangri. „Við erum að mínu mati með mjög góðan leikmannahóp og allir þekkja sitt hlutverk í liðinu vel. Það skiptir engu máli hvað Burn- ley fær mikinn pening á leik- mannamarkaðnum, þetta snýst bara um að við leikmennirnir verðum að halda áfram á sama striki og gera það sem knatt- spyrnustjórinn leggur upp með. Við erum búnir að setja okkur markmið um að vera í sæti í úrslitakeppninni og eins og við erum að spila í augnablikinu þá held ég að við getum vel náð því með núverandi mannskap,“ segir Jóhannes Karl vongóður. - óþ Jóhannes Karl hefur fulla trú á að Burnley haldi nú áfram á beinu brautinni: Allir þekkja sitt hlutverk vel JÓHANNES KARL Ánægður með spilamennsku Burnley upp á síðkastið og vonast til þess að félagið haldi áfram á sömu braut. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar hafa látið gamminn geisa síðan Roy Keane sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Sunderland og listi „mögulegra“ eftirmanna hans í starfi er orðinn ansi langur. Síðasta nafnið til þess að bætast á þann lista er enginn annar en Brasilíumaðurinn Carlos Alberto Parreira. Hinn 65 ára gamli Parreira er best þekktur fyrir að hafa stýrt Brasilíu til sigurs á heimsmeist- aramótinu í Bandaríkjunum árið 2004 en hann hefur komið víða við á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri og landsliðs- þjálfari. Meðal félagsliða sem Parreira hefur verið knattspyrnu- stjóri hjá eru Fluminesnse, Sao Paulo og Corinthians í Brasilíu, Valencia á Spáni, Fenerbahce í Tyrklandi og MetroStars í Banda- ríkjunum. Parreira hefur alls verið lands- liðsþjálfari fjögurra þjóða en hann sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari Suður-Afríku í apríl á þessu ári. Hann er annar aðeins tveggja landsliðsþjálfara sem hafa afrekað að koma fjórum þjóðum á lokakeppni heims- meistara mótsins en því náði hann með Kúveit (1982), Sameinuðu arabísku furstadæmunum (1990), Brasilíu (1994 og 2006) og Suður- Afríku (1998). Í gær bættist Parreira í hóp þeirra knattspyrnustjóra sem hafa verið orðaðir við starfið hjá Sunderland en nafn hans bar á góma í mörgum ensku dagblað- anna í gærmorgun. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunn- ar í þessu samhengi eru engin smá nöfn í knattspyrnuheiminum, Roberto Mancini, fyrrum stjóri Inter, Bernd Schuster, fyrrum stjóri Real Madrid, og Frank Rij- kaard, fyrrum stjóri Barcelona. Áður höfðu Steve McClaren hjá FC Twente, Peter Reid, landsliðs- þjálfari Taílands, Phil Brown, stjóri Hull, og Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool og núver- andi ráðgjafi franska knattspyrnu- sambandsins, lýst því yfir að þeir hefðu ekki áhuga á starfinu. Ricky Sbragia tók tímabundið við stjórastöðunni hjá Sunder- land eftir að Keane hætti og félagið byrjaði þá á því að tapa naumlega gegn Englandsmeist- urum Man. Utd en um helgina vanst svo 4-0 sigur gegn WBA og nokkur bresku dagblaðanna vilja meina að Sbragia sé nú einnig með í kapphlaupinu. - óþ Listi mögulegra eftirmanna Roys Keane lengist: Parreira nú sagður efstur á óskalista EFTIRMAÐUR KEANES FUNDINN? Brasilíumaðurinn Carlos Alberto Parreira er óvænt kominn í kapphlaupið um stjórastöðuna hjá Sunderland. NORDIC PHOTOS/AFP P IP A R • S ÍA • 8 2 7 1 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.