Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2008, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 16.12.2008, Qupperneq 59
ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 2008 FÓTBOLTI Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, neitar að afskrifa Real Madrid úr titilbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að Börsungar séu nú með tólf stiga forskot á erkifjendur sína úr höfuðborginni eftir 2-0 sigurinn í El clasico á Nývangi um síðustu helgi. „Tólf stiga forskotið er vissulega ánægjulegt en það má ekki afskrifa Real Madrid því Madrídingar munu aldrei gefast upp,“ segir Puyol og minnir á að Börsungar séu ekki búnir að vinna neitt enn þá. - óþ Carles Puyol, Barcelona: Ekki afskrifa Real Madrid FÓTBOLTI Fernando Gomez, vara forseti Valencia, lét hafa eftir sér í gær að stjörnuleik- mennirnir David Villa og David Silva væru ekki á förum frá spænska félaginu þegar félags- skiptaglugginn verður opnaður í janúar. Aðrir leikmenn gætu þó verið seldir ef rétt upphæð yrði borguð en Valencia eða „Los Che“ eins og það er gjarnan kallað er sagt vera í miklum fjárhags- kröggum þessa dagana, eins og reyndar mörg önnur félög. „Hvorki Villa né Silva munu fara frá okkur þar sem þeir eru lykilmenn hjá Valencia. Mögu- leiki er hins vegar fyrir hendi að leikmenn eins og Nikola Zigic og Hugo Viana séu á förum enda hafa þeir ekki náð að festa sig almennilega í sessi á þessari leiktíð,“ er haft eftir Gomez í El Confidencial í gær. Villa hafði verið sterklega orðaður við Man. City og Silva var til að mynda orðaður við Man. Utd síðasta sumar. - óþ Fernando Gomez, Valencia: Villa og Silva ekki á förum EKKI Á FÖRUM Valencia vill halda David Silva áfram á Mestalla-leikvanginum. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son átti sannkallaðan stórleik í 3-2 sigri Burnley á Southampton um helgina þar sem hann skoraði tvö mörk en sigurinn styrkir stöðu Burnley í toppbaráttu Champion- ship-deildarinnar á Englandi. Í viðtali við staðarblaðið The Citizen í Burnley kvaðst Jóhannes Karl vera bjartsýnn á áframhaldandi frábært tímabil hjá félaginu og hvetur bestu leikmenn félagsins að vera áfram á Turf Moor. „Ef heldur sem horfir þá stefnir í að við eigum eftir að uppskera veglega í lok yfirstandandi keppn- istímabils. Það er því afar mikil- vægt að Burnley nái að halda í sína bestu leikmenn þegar félaga- skiptaglugginn verður opnaður í janúar. Leikmenn og þjálfarateymi Burnley ná mjög vel saman og allir njóta þess að vinna sína vinnu á hverjum degi og í rauninni sé ég ekki ástæðu fyrir því að menn ættu að vilja fara frá félaginu. Nema kannski ef Manchester United bankaði á dyrnar,“ segir Jóhannes Karl en bæði Chris Eagles og Chris McCann eru taldir vera undir smásjá félaga í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að nýlega var tilkynnt um tæplega tveggja milljón punda tap á rekstri félagsins er talið ólíklegt að knattspyrnustjórinn Owen Coyle fái pening til þess að styrkja leikmannahópinn í janúarglugg- anum en Jóhannes Karl telur núverandi leikmannahóp alveg nógu sterkan til þess að ná árangri. „Við erum að mínu mati með mjög góðan leikmannahóp og allir þekkja sitt hlutverk í liðinu vel. Það skiptir engu máli hvað Burn- ley fær mikinn pening á leik- mannamarkaðnum, þetta snýst bara um að við leikmennirnir verðum að halda áfram á sama striki og gera það sem knatt- spyrnustjórinn leggur upp með. Við erum búnir að setja okkur markmið um að vera í sæti í úrslitakeppninni og eins og við erum að spila í augnablikinu þá held ég að við getum vel náð því með núverandi mannskap,“ segir Jóhannes Karl vongóður. - óþ Jóhannes Karl hefur fulla trú á að Burnley haldi nú áfram á beinu brautinni: Allir þekkja sitt hlutverk vel JÓHANNES KARL Ánægður með spilamennsku Burnley upp á síðkastið og vonast til þess að félagið haldi áfram á sömu braut. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar hafa látið gamminn geisa síðan Roy Keane sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Sunderland og listi „mögulegra“ eftirmanna hans í starfi er orðinn ansi langur. Síðasta nafnið til þess að bætast á þann lista er enginn annar en Brasilíumaðurinn Carlos Alberto Parreira. Hinn 65 ára gamli Parreira er best þekktur fyrir að hafa stýrt Brasilíu til sigurs á heimsmeist- aramótinu í Bandaríkjunum árið 2004 en hann hefur komið víða við á löngum ferli sínum sem knattspyrnustjóri og landsliðs- þjálfari. Meðal félagsliða sem Parreira hefur verið knattspyrnu- stjóri hjá eru Fluminesnse, Sao Paulo og Corinthians í Brasilíu, Valencia á Spáni, Fenerbahce í Tyrklandi og MetroStars í Banda- ríkjunum. Parreira hefur alls verið lands- liðsþjálfari fjögurra þjóða en hann sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari Suður-Afríku í apríl á þessu ári. Hann er annar aðeins tveggja landsliðsþjálfara sem hafa afrekað að koma fjórum þjóðum á lokakeppni heims- meistara mótsins en því náði hann með Kúveit (1982), Sameinuðu arabísku furstadæmunum (1990), Brasilíu (1994 og 2006) og Suður- Afríku (1998). Í gær bættist Parreira í hóp þeirra knattspyrnustjóra sem hafa verið orðaðir við starfið hjá Sunderland en nafn hans bar á góma í mörgum ensku dagblað- anna í gærmorgun. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunn- ar í þessu samhengi eru engin smá nöfn í knattspyrnuheiminum, Roberto Mancini, fyrrum stjóri Inter, Bernd Schuster, fyrrum stjóri Real Madrid, og Frank Rij- kaard, fyrrum stjóri Barcelona. Áður höfðu Steve McClaren hjá FC Twente, Peter Reid, landsliðs- þjálfari Taílands, Phil Brown, stjóri Hull, og Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool og núver- andi ráðgjafi franska knattspyrnu- sambandsins, lýst því yfir að þeir hefðu ekki áhuga á starfinu. Ricky Sbragia tók tímabundið við stjórastöðunni hjá Sunder- land eftir að Keane hætti og félagið byrjaði þá á því að tapa naumlega gegn Englandsmeist- urum Man. Utd en um helgina vanst svo 4-0 sigur gegn WBA og nokkur bresku dagblaðanna vilja meina að Sbragia sé nú einnig með í kapphlaupinu. - óþ Listi mögulegra eftirmanna Roys Keane lengist: Parreira nú sagður efstur á óskalista EFTIRMAÐUR KEANES FUNDINN? Brasilíumaðurinn Carlos Alberto Parreira er óvænt kominn í kapphlaupið um stjórastöðuna hjá Sunderland. NORDIC PHOTOS/AFP P IP A R • S ÍA • 8 2 7 1 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.