Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 17. desember 2008 — 345. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG HARALDUR INGI HARALDSSON Á handklæðinu í afr- ísku eldhúsi í Tallinn • ferðir • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Haraldur Ingi Haraldsson, rit-stjóri nettímaritsins Nausttímarit. is, uppgötvaði skemmtilegan veit- ingastað í Tallinn í Eistlandi fyrir nokkrum árum og hefur síðfarið þa ð alls kyns afrískri list og þar er óskaplega góður matseðill með ýmiss konar afrískum réttum. Þarer hægt að pa t því að rekast á stað sem þennan í Eistlandi. „Það er ein Í gufu á milli afrískra rétta Í jaðri gamla borgarhlutans í Tallinn hnaut Haraldur Ingi Haraldsson um óvenjulegan veitingastað. Þar gæðir fólk sér á afrískum mat á handklæðinu einu fata á milli þess sem það stingur sér inn í gufubað. Haraldur ásamt ferðalöngum fyrir framan þinghúsið í Tallin. MYND/ÚR EINKASAFNI JÓLABÓKAUPPLESTUR verður á ylströndinni í Nauthólsvík klukkan 17.30 í dag. Auður Jónsdóttir les upp úr bók sinni Vetrarsól og Yrsa Sigurðardóttir úr Auðninni. Áheyrendur geta komið sér vel fyrir í heita pottinum og boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur. Á boxinu með Buffer Guðjón Val- ur sat með stjörnunum á boxbardaga Klitschko og Rahmans. ÍÞRÓTTIR 30 dagar til jóla Opið til 22 7 FRÁBÆR TILBOÐ! I SÉRBLAÐ FYLGIRJólagjafahandbók 1928 fylgir fréttablaðinu í dag www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 8 -2 2 1 8 Börnin fara að hlakka til Eru jóla- sendingarnar farnar í póst? SAMGÖNGUR Lagt er til að Keflavíkurflugvöllur ohf. yfirtaki eignir sem mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins (NATO) greiddi fyrir, til að leysa úr fjárhagsvanda félagsins. Stofnefnahagsreikningur félagsins er í uppnámi vegna slæmrar eiginfjárstöðu. Keflavíkurflugvöllur ohf. var stofnað síðastliðið sumar og mun það taka við rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Flugmála- stjórnar flugvallarins um áramót. Unnið er að því að bæta stöðu félagsins við undirbúning stofnefnahagsreiknings þess. Í minnisblaði frá samgönguráðuneytinu kemur fram að staða félagsins sé gjörbreytt frá því sem var við stofnun þess. Eigið fé sé neikvætt um 530 milljónir króna, og ljóst að vart verði farið af stað með stofnefnahags- reikning sem þannig sé útlítandi. Kristján L. Möller samgönguráðherra segir þessa stöðu hafa komið til vegna gengishruns krónunnar. Sökum styrkingar gengis krónunn- ar sé ástandið nú skárra og eigið fé orðið jákvætt. Í minnisblaði samgönguráðuneytisins eru tvær leiðir nefndar til að losa félagið úr fjárhagsvanda. Annars vegar geti ríkið lagt félaginu til aukið hlutafé. Það útilokar Kristján með öllu, staða ríkisins bjóði ekki upp á það. Hins vegar kemur til greina að leggja félaginu til eignir að andvirði allt að fimm milljarða króna, segir í minnisblaðinu. Lagt er til að eignir sem eru á mannvirkja- skrá NATO, og verða í umsjá félagsins, verði færðar á efnahagsreikning félagsins sem stofnframlag ríkisins. Verðmæti eignanna hefur hingað til ekki verið metið en þær hafa verið á ábyrgð Varnarmálastofnunar. Kristján vildi ekki tjá sig nánar um útfærslu á þessum kosti, en staðfesti að þetta verði meðal þeirra úrræða sem hefðu verið rædd. Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnar- málastofnunar, segir þetta afar erfitt í framkvæmd. Þörf íslenska ríkisins fyrir þessi mannvirki út frá varnarsjónarmiðum hafi ekki verið metin, og heppilegra væri að ljúka þeirri vinnu áður en ákveðið sé hvernig eignum verði ráðstafað. Mannvirkjasjóður NATO greiddi fyrir mannvirkin, en segja má að íslenska ríkið og NATO eigi þau sameiginlega. Hægt er að afskrá eignir af mannvirkjaskránni en slíkt tekur að lágmarki eitt ár. Mannvirkjasjóðurinn fær verðmæti eignanna, ef eitthvert er, endurgreitt við afskráningu. Ekki náðist í Björn Óla Hauksson, forstjóra Keflavíkurflugvallar ohf., í gær. - bj Vilja yfirtaka eignir NATO Staða opinbers hlutafélags sem taka á við rekstri Keflavíkurflugvallar er erfið sökum slæmrar stöðu krón- unnar. Í minnisblaði samgönguráðuneytis er lagt til að mannvirki sem NATO greiddi fyrir verði yfirtekin. Álög á sólóplötu Kristinn Gunnar Blön- dal hefur verið tíu ár að gera sólóplötu. Hún reyndist gölluð þegar hún kom út. FÓLK 26 LOVÍSA ELÍSABET Gefur góð fyrirheit fyrir næsta ár Lay Low í flokki bestu nýliða hjá iTunes FÓLK 34 DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar Íslands dómi Héraðsdóms Suður- lands í máli séra Gunnars Björns- sonar. Með dóminum var Gunnar sýkn- aður af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur stúlkum. Dómurinn taldi sannað, með framburði ákærða og stúlknanna, að ákærði hefði átt þau samskipti við stúlkurnar sem í ákæru greindi og fólust meðal annars í faðmlög- um, strokum og kossum. Hins vegar var tiltekin háttsemi sem ákært var fyrir og talin falla undir kynferðis- lega áreitni talin ósönnuð. Það athæfi ákærða sem talið var sannað þótti að mati dómsins hvorki falla undir skilgreiningu almennra hegningarlaga um kynferðislega áreitni né heldur undir ósiðlegt athæfi, særandi eða móðgandi í skilningi barnaverndarlaga. Ríkissaksóknari telur að sú hátt- semi sem dómurinn telur sannaða falli, eins og á stóð, undir bæði til- greind lagaákvæði. Af hálfu ákæru- valdsins er málinu áfrýjað til að fá niðurstöðu héraðsdóms um það atriði hnekkt. - jss Ríkissaksóknari áfrýjar dómi Héraðsdóms Suðurlands: Séra Gunnar fyrir Hæstarétt RÓLEGT Í dag verður hæg suðlæg eða breytileg átt. Él sunnan til og vestan og um tíma við austur- ströndina. Annars úrkomulítið og bjart með köflum. Frost yfirleitt á bilinu 0-8 stig. VEÐUR 4 -2 -5 -4 -2 0 Jákvæð samvera Fyrsta samverustund fyrir ekkla og ekkjur verður haldin í Ráðgjaf- arstöð Krabbameins- félagsins í kvöld. TÍMAMÓT 20 IÐNAÐUR Nægur fjöldi undirskrifta til að kalla fram endurkosningu íbúa í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík var afhentur Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra í gær. Lúðvík segir bæinn munu leita eftir viðhorfum Rio Tinto Alcan áður en efnt er til nýrrar íbúa- kosningar. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafull- trúi Alcan, segir að fyrirtækið hafi breytt um stefnu eftir að stækkunin var felld í fyrra og að vilji Hafnfirðinga verði að liggja fyrir áður en stækkunar- áformin verða tekin til skoðunar að nýju. Menn vilji ekki lenda í sams konar blindgötu og síðast. „Fyrir- tækið vill hafa það á hreinu að þetta sé vilji bæjarbúa áður en það leggur út í allt ferlið,“ segir upplýsingafulltrúinn. - gar / sjá síðu 4 Fimm þúsund Hafnfirðingar: Kosið aftur um stækkun álvers LÚÐVÍK GEIRSSON MÓTMÆLI VIÐ RÁÐHERRABÚSTAÐ Stimpingar urðu milli lögreglu og mótmælenda utan við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu áður en ríkisstjórnarfundur hófst þar í gærmorgun. Krafist var afsagnar ríkisstjórnarinnar. Flestir ráðherranna brugðu á það ráð að nota bakdyr til að komast óáreittir til fundar í húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Atvinnubætur „Evrópusambandið er hreint afbragð til að koma í veg fyrir atvinnuleysi stjórnmálamanna“, skrifar Einar Már. UMRÆÐAN 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.