Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 2
2 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Diddy.is Faxafeni 14 • s: 588 8400 Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari ÚTSALAN ER HA FIN Þorvaldur, þarftu ekki að hafa þykkan skráp fyrir þetta hlutverk? „Öllu heldur þykkan Láp.“ Ólafur S.K. Þorvaldz fer með hlutverk Láps í leikritinu Lápur, Skrápur og jóla- skapið. Ólafur reif liðþófa og lætur sig hafa það að fara sárþjáður á svið. STJÓRNMÁL Margir ráðherrar rík- isstjórnarinnar hættu við að fara úr bílum sínum við Ráðherrabú- staðinn við Tjarnargötu í gær- morgun. Bústaðurinn var nærri umkringdur mótmælendum og ráðherrarnir brugðu á það ráð, samkvæmt tilmælum lögreglu, að láta aka sér í næstu götu fyrir ofan, Suðurgötu. Þaðan klöngruð- ust stjórnvöld niður hlíðina í snjónum og í gegnum garð ráð- herrabústaðarins. Umhverfisráð- herra gekk þó Tjarnargötuna og mátti þola ókvæðisorð. Mótmælendur, sem voru um 100 talsins þegar mest var, öskruðu að ríkisstjórninni að hún væri van- hæf og ópin heyrðust allt niður í Vonarstræti. Lögreglumenn voru um allar trissur, minnst 50 tals- ins. Þegar ráðherrar höfðu gengið í hús og fundur staðið í nokkurn tíma fækkaði í hópi mótmælenda og voru um 60 eftir. Stúlka ein gerði sér þá lítið fyrir og braust í gegnum gulan lögregluborða og áleiðis niður Tjarnargötuna. Hún vildi fara heim til sín sagði hún; lögreglan gæti ekki komið í veg fyrir það. En það gerði lögreglan víst og bar þá fleiri að, stúlkunni til aðstoðar. Hópurinn krafðist þess að fá að ganga niður Tjarnargötu og kom til átaka þegar hann reyndi loks að ganga í gegnum fylkingu lög- reglumanna. En lögreglan stöðv- aði framgönguna og virtist gæta þess að fólk meiddist ekki. Að lokum var samið um að mótmæl- endur fengju að ganga framhjá bústaðnum og í burtu. Enginn var handtekinn. „Hér verður áramóta- brenna,“ hrópaði mótmælandi að lokum, um leið og hann steytti hnefa að bústaðnum og gekk á braut. klemens@frettabladid.is Ráðherrarnir fara á fund bakdyramegin Margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar máttu klöngrast frá Suðurgötu og í gegnum garð ráðherrabústaðarins í gær til að forðast mótmælendur sem voru fleiri en á síðasta ríkisstjórnarfundi. Til átaka kom en þau leystust með samningum. FLESTALLAR LÖGGUR KALLAÐAR TIL Hópurinn var stærri en búist var við, að sögn Arnars Rúnars Marteinssonar aðalvarðstjóra. Hann vonar að þetta verði ekki fastur liður í starfi lögreglunn- ar. Flestallir lögreglumenn af stöðinni hafi verið kallaðir að bústaðnum og ekki hefðu margir getað brugðist við því ef fleiri stór útköll hefðu orðið. „Það var enginn handtekinn en fólk ætlaði að ryðjast í gegnum lokanir lögreglu og við líðum það ekki; þegar við erum búin að gera lokanir þá eiga þær að halda. En svo náðist samkomulag um að fólkið gengi í gegn og við treystum því.“ Samkomulagið hafi verið gert til að koma í veg fyrir ryskingar og af sömu sökum hafi ráðherrum verið beint að koma frá Suðurgötunni. EFNAHAGSMÁL „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, um kröfuhafa gamla bankans og vísar til neyðarlag- anna svonefndu. Hugmyndir eru um að þeir sem eiga kröfur í gömlu bankana gætu fengið hlut í þeim nýju. Árni segir óvíst að þeir vilji borga með sér. Nýju bankarnir eiga að fá 385 milljarða króna. Ekki hefur komið skýrt fram hvaðan féð á að koma. - ikh / sjá Markaðinn Kröfuhafar gömlu bankanna: Kröfuhafarnir gætu farið í mál VIÐSKIPTI Í lok þarnæsta árs verður heildarvirði félaga sem hér verða skráð í Kauphöll komið í 1.000 milljarða króna, gangi eftir áætlanir forstjóra hennar. Markaðsvirði skráðra félaga er nú undir 250 milljörðum að því er fram kemur í grein sem Þórður Friðjónsson skrifar í Markaðinn í dag. Fyrir fall bankans voru skráð félög 1.500 milljarða króna virði. Þórður segir að gangi eftir áætlanir um endurreisn efna- hagslífsins nái skuldabréfamark- aður hér sér að fullu á næsta ári og hlutabréfamarkaður verði kominn í ásættanlegt horf fyrir lok árs 2010. - óká / Sjá Markaðinn Upprisa Kauphallar í spilunum: Er 16 prósent af stærð fyrir hrun STJÓRNMÁL Aðeins 25 af 63 þingmönnum svara spurningum Fréttablaðsins um það hverjir hafi styrkt þá í prófkjörsbaráttu þeirra fyrir síðustu kosningar. Allir þingmanna Vinstri grænna svöruðu en einungis tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Bæði stjórnarliðar og stjórnar- andstæðingar hafa talað fyrir því að almenningi verði veittar sem mestar upplýsingar til þess að sporna við tortryggni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur til dæmis talað fyrir því að bankaleynd verði afnumin. - jse/ sjá síðu 12 Útgjöld vegna prófkjörs: Meirihluti vill ekki upplýsa SAMFÉLAGSMÁL Niðjar Sigurgeirs heitins Ólafssonar í Vestmanna- eyjum, hafa sótt um það hjá mannanafnanefnd að fá nafnið Vídó viðurkennt en án árangurs. Sigurgeir var þekktur undir nafninu Sigurgeir Vídó eftir að hann varði vítaspyrnu sem markmaður í drengjaliði Þórs fyrir seinna stríð en hann var einnig frá Víðivöllum og þótti viðurnefnið því vel við hæfi. Nafnið festist einnig á eiginkonu hans, Erlu Vídó, og svo á öllum niðjum þeirra að sögn Kjartans Vídó, barnabarni Sigurgeirs. Reyndar segir hann eina undan- tekningu á því en einn Sigurgeirs- sonurinn gengur undir nafninu Hestur. Ástæðan fyrir höfnun manna- nafnanefndar er sú að Vídó beygist ekki samkvæmt íslenskri málhefð. En nafnið er svo gott sem orðið að ættarnafni. - jse/sjá síðu 16 Vídófjölskyldan í Eyjum: Sama gælunafn í þrjá ættliði ÍRAK Íraski blaðamaðurinn Muntadar al-Zaidi er sagður illa farinn eftir meðferð annaðhvort öryggisvarða eða fangavarða. Fréttastofa breska útvarpsins BBC hefur þetta eftir bróður hans. Zaidi er sagður bæði rifbeins- og handleggsbrotinn, með innvortis blæðingar og meiðsl á auga. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Zaidi fleygði, sem frægt er orðið, skóm sínum að George W. Bush Bandaríkjaforseta á blaðamanna- fundi í Bagdad á þriðjudag. Zaidi hrópaði á Bush: „Þetta er kveðju- kossinn til þín, hundurinn þinn.“ - gb Skókastarinn í Írak: Sagður særður VAKTI ATHYGLI Skókastið vakti mikla athygli í Mið-Austurlöndum og víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi gerði meinta spill- ingu og fyrirgreiðslupólitík meiri- hlutaflokkanna að umræðuefni á borgarstjórnarfundi í gær. Ólafur mælt- ist til þess að upplýsingar um fjárframlög vegna prófkjöra borgarfulltrúa yrðu lagðar fram. Óviðun- andi væri að fulltrúarnir upplýstu ekki um „framlög verktaka og auðmanna“. Hann hefði mætt „feiknarlegri andstöðu“ sjálfstæðismanna við að gera aðgengilegri upplýsingar um Orkuveitu Reykjavíkur. Þar teldi hann að spilling hefði verið „mjög alvarleg“ í áraraðir. „Það er ekki líðandi að það sé legið á upplýsingum sem varða alla borgarbúa,“ sagði hann. Einnig lagði Ólafur til að fallið yrði frá áformum um byggingu Listaháskóla við Laugaveg og spurði hvort afstaða sjálfstæðis- manna skýrðist með þrýstingi frá auðmönnum. Júlíus Vífill Ingvarsson, for- maður skipulagsráðs, rifjaði þá upp gömul ummæli Ólafs um að hann væri alls ekki mótfallinn byggingunni. Hann væri hins vegar orðinn hallur undir popúl- isma, „skæting og skítkast“. Afstöðu flestra borgarfulltrúa til Reykjavíkurflugvallar telur Ólafur dæmi um takmarkalitla „þjónkun við byggingarverktaka, ýmsa fjárfesta og auðmenn“. - kóþ Ólafur F. Magnússon gerði gegnsæi og þjónkun við auðmenn að umræðuefni: Telur meirihlutann spilltan ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði flokksræði að umræðu- efni í tengslum við drög að siðareglum borgarfulltrúa, sem hann annars fagnaði, á fundinum í gær. Í drögunum stendur að fulltrúarnir skuli bundnir að sannfæringu sinni. „Ég held að borgarfulltrúar þekki það flestir að hafa greitt atkvæði sem er í bága við eigin sannfæringu,“ sagði Kjartan og vísaði til þess að stundum þyrfti að standa með samherjum og fara eftir „flokkssannfæringu“. FLOKKSSANNFÆRING BORGARMÁL „Við í minnihlutanum vorum talsvert hissa á að fulltrúar meirihlutans væru tilbúnir að leggja fram þessa bókun og þrýsta á aðgerðarhópinn að koma þessum málum inn í fjárhagsáætlunina. Ef það gengur eftir er það sigur full- trúa meirihlutans í ráðinu. Ef ekki þá lítur þetta dálítið vandræðalega út. Þeir hafa sex daga til umráða,“ segir Marsibil Sæmundardóttir, fulltrúi óháðra í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Sá fátíði atburður átti sér stað á fundi í gær að fulltrúar meirihluta og minni- hluta ráðsins lögðu fram sameigin- lega bókun. Í henni er beint tilmæl- um til þverpólitísks aðgerðarhóps vegna efnahagsástandsins, um þau þrjú mál sem ráðið telur mest knýj- andi að verði innifalin í fjárhags- áætlun aðgerðarhópsins. Sú áætlun verður kynnt mánudaginn 22. desember næstkomandi. Í bókuninni er því meðal annars beint til aðgerðarhópsins að grunn- fjárhæð fjárhagsaðstoðar og heim- ildargreiðslur vegna barna verði hækkaðar. Marsibil segir áhuga- vert að atriðin sem bókuð voru í gær hafi ekki enn verið sett inn í fjárhagsáætlun hópsins. Ef atriðin fari ekki inn fyrir mánudaginn sé meirihlutinn í borginni klárlega klofinn. Jórunn Frímannsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðiflokks og formaður vel- ferðarráðs, segist treysta því að atriðin nái inn í áætlunina. „Ég get ekki lofað því, en rökin verða að vera ansi sterk fyrir því að atriðin fari ekki inn. Það er mjög mikil- vægt að samstaða náist um hækkun fjárhagsaðstoðar,“ segir Jórunn. - kg Meirihluti og minnihluti í velferðarráði þrýsta sameiginlega á aðgerðarhóp: Hópurinn hefur sex daga FULLTRÚI ÓHÁÐRA Marsibil segist hafa orðið talsvert hissa á því að meirihlutinn hafi tekið þátt í sam- eiginlegri bókun. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.