Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 62
34 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÝJU JÓLASVEINARNIR LÁRÉTT 2. mælieining, 6. samþykki, 8. framkoma, 9. rjúka, 11. skóli, 12. neðst, 14. bátur, 16. í röð, 17. fornafn, 18. ennþá, 20. þessi, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. dekk, 3. hvort, 4. alls, 5. kæla, 7. áleitinn, 10. siða, 13. tala, 15. klúryrði, 16. húðpoki, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. desí, 6. já, 8. fas, 9. ósa, 11. ma, 12. lægst, 14. kajak, 16. hi, 17. öll, 18. enn, 20. sá, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. hjól, 3. ef, 4. samtals, 5. ísa, 7. ásækinn, 10. aga, 13. sjö, 15. klám, 16. hes, 19. nú. Sá sjötti, Nonni Ásgeir, var alveg dæmalaus. Út úr rassi Bónusgríssins rak sinn síðhærða haus. Er fólkið fyllti pokana af billegum baunum og tólg hann keypti upp hálfa Evrópu og fór í partí með ÓRG. Tónlistarkonan Lay Low er á lista iTunes í Bandaríkjunum yfir tíu bestu nýliðana í flokki þjóðlaga- tónlistar. Þetta kemur fram á heimasíðu þessarar vinsælustu tónlistarveitu heims, þar sem fólk er jafnframt hvatt til að kaupa hennar nýjustu plötu, Farewell Good Night´s Sleep. „Þetta er alveg frábært og gefur góð fyrirheit fyrir árið 2009,“ segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Lay Low. „Það er tíu manna teymi hjá iTunes sem velur þessa árslista og það þykja víst ekki slæmar tvíbökur að lenda á þeim, enda fara 85 prósent af allri sölu á netinu í gegnum iTunes.“ Um sérlega góða kynningu er að ræða fyrir Lay Low sem hyggur á mikið tónleikahald erlendis á næsta ári til að fylgja plötunni eftir. Nýverið náði hún samkomu- lagi við Nettwerk Music Group um þriggja platna samning og mun hróður hennar því væntan- lega aukast stórlega á næstunni. Auk þess að hita upp fyrir Emilí- önu Torrini á tónleikaferð um Evrópu á næsta ári hefur Lay Low ákveðið að spila í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn sjötta mars. Að auki hefur hljómsveit hennar, Benny Crespo´s Gang, verið boðið að spila á South By Southwest-hátíð- inni í Texas á næsta ári. - fb Í hópi bestu nýliða á iTunes LAY LOW Söngkonan knáa er á lista iTunes í Bandaríkjunum yfir tíu bestu nýliðana í flokki þjóðlagatónlistar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta er voðalega gaman. Mynd- irnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistar- maður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerk- ur. Kristín Ragna hélt í september sýningu í Þjóðminjasafninu á myndverkum sem eru í bókinni Örlögum guðanna sem er eftir Kristínu við texta Ingunnar Ásdísardóttur. Daninn Ib Hessov rambaði þar inn, hreifst svo mjög af myndunum að heim kominn setti hann sig í samband við Krist- ínu. Kom þá á daginn að hann er innkaupastjóri fyrir virt lista- verkasafn í eigu spítala í Árósum – Kunstudvalget v/ Århus Syge- hus. Safnið einbeitir sér að nútímalist og er virt í sinni sveit. Hann hafði engar vöflur á og keypti alla sýninguna. „Já, þetta var sölusýning,“ segir Krisín Ragna sem fagnar því að myndirnar fái að fylgjast að. Um er að ræða 21 mynd af um 60 myndum sem prýða bókina Örlög guðanna sem hlaut á dög- unum tilnefningu til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna. Kristín sérvaldi myndirnar á sýn- inguna þannig að þær mynda eina heild. „Ég eyddi miklum tíma í að velja myndirnar saman og texti Ingunnar, sem nú er verið að þýða yfir á dönsku, lýsir stemningum þeirra. Þær byggja á sögum úr norrænni goðafræði, fjalla um sköpunina, þegar svo heimurinn hefur tortímst og vonin vaknar á ný.“ Myndirnar, sem hver um sig er 63x39 og leggja því undir sig góðan vegg saman, hafa verið sendar til Danmerkur og er verið að taka þær upp þar. Kristín segir að gaman væri að fara út til að vera við opnunina en veit ekki hvað verður í kreppunni. Hún svarar ábendingu blaðamanns um að ekki ætti að vera mikið mál fyrir danskinn að standa undir kostnaði vegna þess í ljósi gengis- mála hlær Kristín og segir: „Já, við erum víst á útsölu.“ Og ekki er hægt að segja að þessi gullfallegu myndverk hafi verið dýr en Kristín verðlagði þær hverja um sig á 24 þúsund krónur. „Með það fyrir augum að fólk gæti eignast myndirnar,“ segir hún. En þetta þýðir að Ib Hessov hefur greitt fyrir verkin rúma hálfa milljón. En líklega leggst einhver kostnaður þar á. jakob@frettabladid.is KRISTÍN RAGNA GUNNARSDÓTTIR: VIÐ ERUM Á ÚTSÖLU Seldi myndlistarsýningu í heilu lagi til Danmerkur KRISTÍN RAGNA Seldi heila sýningu til Danmerkur og fagnar því að verkin fái að fylgjast að. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég fékk að hitta bæði liðin og spjallaði aðeins við fyrirliðann Paul Pierce,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari. Velgengni hans sem Trölli virðist engan endi ætla að taka en leikarinn var sérstakur heiðursgestur á leik Boston Celtics og Utah Jazz á mánudaginn í Bank- north Garden, heimavelli Boston. Stefán atti kappi við lukkutröll liðsins sem hefur í fimm ár reynt að hitta ofan í körfuna fyrir aftan bak frá miðju. Stefán gerði sér lítið fyrir og hitti í fyrstu tilraun. „Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af byggingunni,“ segir Stefán en Banknorth Garden tekur 35 þúsund manns í sæti. Stefán hafði sitthvað upp úr krafsinu. Fékk meðal annars áritaða treyju frá Pierce og var einmitt að horfa á hana þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þá varð hann þess heiðurs aðnjótandi að máta meistarahring sem meistarar NBA-deildarinnnar fá fyrir sigur sinn. „Hann var ansi þungur, skreyttur með demöntum og gimsteinum,“ segir Stefán. Hann verður í tvær vikur til viðbótar í Boston en síðan liggur leiðin til Los Angeles. Og þótt Stefán vilji ekki meina að framtíðin liggi í lukkutrölla-bransanum þá neitar hann því ekki að óneitanlega yrði skemmtilegt að endurtaka leikinn hjá Los Angeles Lakers en stórleikarinn Jack Nicholson er einn heitasti aðdáandi liðsins. „Það væri ekkert leiðinlegt að rekast á hann,“ segir Stefán. Stefán Karl tryllti Boston-aðdáendur MEÐ GOÐSÖGNINNI HEINSOHN Stefán heilsaði upp á Tommy Heinsohn, sem er goðsögn í Boston og var í gullaldarliði liðsins á árunum 1959 til 1966. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Guðmundur Steingrímsson og félagar hans í hljómsveitinni Ske eru að leggja lokahönd á nýja plötu. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa farið sér í engu óðslega við gerð plötunnar, ferlið spannar yfir tvö ár, og hafa engan áhuga á að blanda sér í jólaplötuflóðið. Þess í stað áforma þeir að platan komi út um miðjan janúar og eftir það verður blásið til tónleikahalds. Reyndar verður Ske svo óstarf- hæf í kjölfarið þegar tveir meðlimanna eiga von á barni en eftir það ætlar þessi rólega hljómsveit að láta sverfa til stáls. STEF dreifði ávísunum í síðustu viku til tónsmiða og textahöfunda fyrir afrek þeirra á árinu 2007. Einn þeirra sem brosir breitt þessa dagana er hinn ástsæli lagahöf- undur Örlygur Smári en tékkinn frá STEF bjargar jólunum hjá honum og mörgum tónlistarmanninum öðrum. Einkum eru það lögin sem gull- hænan Páll Óskar söng: Allt fyrir ástina, International og Betra líf sem eru að gera sig fyrir Örlyg en þau tröllriðu öllu á árinu 2007. Reyndar, sé litið til lista sem Óli Palli og félagar á Rás 2, sem telja sig útverði íslenskrar nýgildrar tónlistar, birta á síðu sinni yfir mest spiluðu lögin ársins 2007 þá tróna Sprengjuhallarmenn þar efst á blaði með lagið „Verum í sam- bandi“. Þannig að þeir eiga fyrir jólagjöfum til vina sinna, Snorri Helgason og félagar, eftir tékkann góða frá STEF. Árangur þeirra er sérlega eftirtektarverður því þá komu þeir fyrst fram á sjónar- sviðið. - hdm, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Söngvar um lífið. 2 Reynir Traustason. 3 Burnley.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.