Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 4
4 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 13° 7° 3° 5° 5° 5° 4° 3° 5° 6° 19° 16° 7° 27° 1° 5° 10° 4° Á MORGUN 3-10 m/s -2 FÖSTUDAGUR 5-10 m/s v-til annars 3-8 m/s -2 -4 -5 -4 -4 -2 0 0 -4 3 4 4 3 3 5 3 3 4 4 0 -2 -6 -8 -11 2 2 SVIPAÐ VEÐUR ÁFRAM Það verður keimlíkt veður á landinu næstu daga. Yfi rleitt hægur vindur og frost, síst þó með strönd- um. Éljaloft verður viðloðandi sunnan og vestanvert landið fram á laugardag en þá léttir til syðra og má búast við éljum norð- austan til. Á sunnudag verður svo éljaloft við suðurströndina á nýjan leik. Áfram frost. 3 -1 -6 -8 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur ÁLFTANES Kristján Sveinbjörnsson sagði af sér embætti forseta bæjarstjórnar Álftaness í gær og dró sig í hlé sem bæjarfulltrúi. Í yfirlýsingu hans er vísað í persónuleg mál. „Með afsögn minni vonast ég til að friður skapist um starfsemi bæjarstjórnar Álftaness og það góða starf sem þar er unnið undir stjórn Álftaneshreyfingarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég ætla ekki að gefa út yfirlýsingu um eitt eða neitt í bili, það koma tímar. Ég vísa á Sigurð G. Guðjónsson lögmann. Hann er minn ráðgjafi,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið. - kóp Forseti bæjarstjórnar hættir: Kristján segir af sér embætti SEGIR AF SÉR Kristján vísar í lögmann spurður um afsögn sína sem forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi. DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að setja gúmmíbolta í leggöng stúlku. Einnig fyrir að hóta tveimur lögreglumönnum lífláti. Hann var ákærður fyrir að stofna lífi eða heilsu stúlkunnar í augljósan háska, er hann í kynmökum við hana setti boltann, sem hún taldi vera kynlífsleikfang, upp í leggöng hennar. Boltann skildi maðurinn eftir án vitneskju hennar. Þrem vikum síðar þegar í ljós kom að boltinn var enn í leggöngum var stúlkan komin með bólgur og alvarlega sýkingu í leggöng. Þurfti að fjarlægja boltann með skurðaðgerð. - jss Dæmdur til refsingar: Setti gúmmí- bolta í leggöng EFNAHAGSMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, neitar því að Alf Skjeset, blaðamaður norska dag- blaðsins Klasse- kampen, hafi haft rangt eftir sér í viðtali, eins og skilja mátti af fréttum í fyrrakvöld. Þetta kom fram í viðtali Vísis.is við Þorgerði í gær. Þorgerður segir þýðingu Ríkisútvarpsins á frétt Klasse- kampen, þar sem því var haldið fram að hún teldi einu lausnina í okkar málum almennt séð vera innganga í Evrópusambandið, ekki vera rétta. Það sem snúi að peningamálastefnunni, að evra þýði inngöngu í ESB, hafi hins vegar verið haft rétt eftir sér. - kg Þorgerður Katrín: Evra þýðir inn- göngu í ESB SVEITASTJÓRNIR „Þeir eru að kalla eftir endurkosningu á þeirri sem fór fram um deiliskipulagið 2007,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem í gær tók við undirskriftum 5.014 íbúa sem vilja láta kjósa að nýju um stækkun álversins í Straumsvík. Lúðvík segir að í samþykktum bæjarstjórnar séu skýr ákvæði um að annars vegar geti bæjarstjórn sent mál til kosningar meðal íbúa og hins vegar að undirskriftir fjórð- ungs kjósenda þurfi til að efna verði til íbúakosningar um tiltekin mál. Skriður hafi komist á söfnun undir- skrifta vegna álversstækkunarinn- ar eftir að kreppan hófst í haust. Bæjarráðið hefur nú falið bæjar- lögmanni að yfirfara undirskrifta- listana með nöfnunum 5.014. Um 4.700 manns duga að sögn Lúðvíks til að knýja fram kosningarnar. Áður en ákvörðun verður tekin um þær muni bæjaryfirvöld þó kanna hvort Rio Tinto Alcan hafi enn hug á stækkuninni sem felld var naum- lega í íbúakosningu vorið 2007. Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan segir fyrirtækið hins vegar líta svo á að íbúakosningin sé nú þegar í höndum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði eftir að tilskilinn fjöldi undirskrifta hefur borist. Fyrirtæk- ið muni ekki eiga frumkvæði í mál- inu að þessu sinni. „Eftir að stækkuninni var hafnað tók fyrirtækið annan kúrs. Við getum ekki lagt í það átak að kanna hvort skynsamlegt sé að fara aftur inn í þennan fasa nema þá að það liggi fyrir að það muni ekki aftur stoppa – að þetta sé ekki bara blind- gata númer tvö. Fyrirtækið vill hafa það á hreinu að þetta sé vilji bæjar- búa áður en það leggur út í allt ferl- ið.“ Nú er verið að undirbúa aukningu á framleiðslugetu álversins í Straumsvík úr 185 þúsund tonnum í 225 þúsund. Það er gert með tækni- legum breytingum en ekki beinni stækkun. Að sögn Ólafs Teits myndi framleiðslan hins vegar aukast margfalt meira, eða upp í 460 þús- und tonn gengju fyrri áform um stækkunina eftir. Aðspurður kveðst Lúðvík Geirs- son ekki vilja svara til um það á þessu stigi hvort hann myndi styðja eða hafna stækkun álversins. „Ég svara því þegar þar að kemur. Það á eftir að koma í ljós hvort verður kosið eða ekki,“ segir bæjarstjór- inn. gar@frettabladid.is Ný íbúakosning um álverið í Straumsvík Safnað hefur verið nægum fjölda undirskrifta til að kosið verði öðru sinni um stækkun álversins í Straumsvík. Bærinn vill viðbrögð Rio Tinto Alcan en fyrir- tækið vill ekki lenda í annarri blindgötu og vill niðurstöðu íbúakosningar fyrst. ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Deiliskipulag fyrir stækkun álversins í Straumsvík upp í 460 þúsunda tonna framleiðslugetu var fellt í íbúakosningu vorið 2007. HJÁLPARSTARF Lokafrestur til að sækja um jólaaðstoð frá Fjöl- skylduhjálp Íslands er fimmtu- dagurinn 18. desember frá klukkan 13.00 til 16.00. Tekið er við umsóknum hjá Fjölskyldu- hjálp Íslands að Eskihlíð 2 til 4. Fjölskylduhjálp Íslands er líknarfélag sem var stofnað í september 2003. Félagið aðstoðar fólk af öllu landinu, óháð kyni og aldri. Markmiðið er að hjálpa og létta undir með einstaklingum og fjölskyldum sem eiga í tíma- bundnum erfiðleikum. Allt starf félagsins er unnið í sjálfboða- vinnu. - kg Fjölskylduhjálp Íslands: Lokafrestur fyr- ir jólaaðstoð LÖGREGLUMÁL Átján ára Pólverji var í gær úrskurðaður í gæslu- varðhald til 22. desember vegna rannsóknar á smygli á þúsundum e-taflna. Fjórir landar piltsins voru úrskurðaðir í farbann í mismunandi langan tíma, lengst í fjórar vikur. Það var í lok síðustu viku sem tollgæslan tók póstsend- ingu frá Póllandi sem innihélt efnin. Fjórir piltar og ein stúlka, voru handtekin samtímis í gær á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið er um tvítugt.Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki liggur fyrir hvort þessi hópur tengist fleiri fíkniefnasendingum. - jss Fimm ungir Pólverjar: Grunaðir um e-töflusmygl STÓRIÐJA Ljóst er að samningar á milli Norðuráls og orkufyrir- tækja, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, eru brostn- ir. Þær kröfur, sem samkvæmt þeim átti að uppfylla fyrir áramót um fjármögnun, munu ekki nást, hvorki hjá orkufyrirtækjunum né Norðuráli. Því þarf annaðhvort að breyta samningunum eða gera nýja. Ágúst Hafberg, tengiliður hjá Norðuráli, segir að verið sé að vinna að fjármögnun álversins með nokkrum erlendum bönkum. Sú vinna taki nokkra mánuði í viðbót. „Það er fyrst og fremst fjármögnunin sem er tímafrek. Þegar henni er lokið fer allt á fullt.“ Norðurál hefur kynnt hugmynd- ir um 360 þúsund tonna álver, í stað 250 þúsund tonna, í fjórum 90 þúsund tonna áföngum. Ágúst segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Ljóst er að nýtt umhverfismat þarf fyrir slíka framkvæmd. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitu Reykjavík- ur, segir að fyrir slíka framkvæmd þurfi þriðja orkufyrirtækið, Landsvirkjun, að koma að orkuöfl- un. Verið sé að vinna að fjármögn- un verkefnisins. „Fjármögnunin er almennt í frosti nú, en við von- umst til að það ástand batni með hækkandi sól. Menn eru að ræða saman um hvort samningum verð- ur breytt eða nýir gerðir.“ - kóp Unnið að fjármögnun við álver í Helguvík og orkuöflun: Samningar um orku brostnir HELGUVÍK Nýtt umhverfismat þarf ef álverið verður stækkað í 360 þúsund tonn og Landsvirkjun þarf þá að koma að orkuöflun. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR GENGIÐ 16.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 202,9084 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,37 114,91 174 174,84 156 156,88 20,936 21,058 16,483 16,581 14,265 14,349 1,2681 1,2755 175,23 176,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.