Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 6
6 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Ný r Or ku lyk ill NÝ JU NG 5 kr. afsláttur þegar þú notar Orkulykilinn í fyrsta sinn! Alltaf 2 kr. afsláttur af dæluverði Bensínorkunnar sem kannanir sýna að er lægra en hjá öðrum! www.orkan.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A fyrirMatvinnsluvél MCM21B1, 450 W. Jólaverð: 19.900 kr. stgr. Töfrasproti MSM62PE, 750 W. Jólaverð: 12.900 kr. stgr. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is DIPLÓMANÁM Í FERÐAMÁLAFRÆÐUM Framtíð og ferðaþjónusta Námið gefur 36 ECTS einingar á háskólastigi. Nánari upplýsingar og skráning á www.opnihaskolinn.is Janúar - desember 2009 FJÖLMIÐLAR „Ég sendi frá mér yfir- lýsingu á eftir og mun ekki tjá mig um þetta að öðru leyti,“ segir Reyn- ir Traustason, ritstjóri DV. Yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér á mánu- dag, ásamt Jóni Trausta Reynissyni meðritstjóra, ber ekki saman við upptöku af samtali Reynis við Jón Bjarka Magnússon, fyrrverandi blaðamann. Í yfirlýsingunni segir: „Jón Bjarki segir að stórir aðilar hafi stöðvað frétt DV. Það er alrangt og óskiljanlegt hvernig hann hefur öðlast þann skilning.“ Í upptökunni kemur fram að Reynir segir: „Við stóðum bara and- spænis, þú veist þessum hroðalegu örlögum að keyra á þessu eða þurfa þess vegna að pakka saman. “ Í yfirlýsingu rit- stjóranna er Jón Bjarki sagður vera í herferð gegn DV, vera með til- hæfulausar ásakanir og ýjað er að því að hann hafi ekki unnið þau verk sem hann átti að vinna. Arna Schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, segist setja spurningarmerki við að taka við- talið upp án vitneskju Reynis og birta það í Kastljósi. „Í þessu máli og í ljósi þessa bréfs sem báðir rit- stjórar DV voru búnir að senda og gengust ekki við því sem Jón Bjarki sagði var honum nauðugur einn kostur, að birta samtalið.“ Arna segir málið alvarlegt. „Þetta er mjög slæmt, svo vægt sé til orða tekið. Ritstjóri á að standa í lapp- irnar gagnvart hvers konar utanað- komandi þrýstingi. Þetta er mikið prinsippmál. Ritstjórn á að ráða því hvað birtist í blaði og á ekki að láta undan þrýstingi að utan. Í þessu til- viki hefði ritstjórinn ekkert átt að blanda blaðamanninum í málið heldur taka slaginn. Þá skiptir engu hvort fréttin var stór eða lítil; þetta er grundvallaratriði.“ Björgólfur Guðmundsson sagð- ist í gær ekki hafa komið í veg fyrir að upprunalega fréttin yrði birt, en Reynir segir það á upptökunni. Það sama segir Landsbankinn. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að óánægja sé á meðal blaðamanna DV með málið. Í gær sagði einn þeirra, Valur Grettisson, af sér. „Ástæðan er sú að upp er komið umhverfi sem ég hvorki get, né vil, starfa við,“ segir í yfirlýsingu hans. Ekki náðist í Jón Trausta við vinnslu fréttarinnar. Í yfirlýsingu Reynis frá í gær segir að fyrstu viðbrögð hans hafi verið ónákvæm. Hann biður „samstarfsmenn mína og alla hlutaðeigandi afsökunar en tel að sú yfirsjón sé ekki af þeirri stærðargráðu að réttlæti uppsögn af minni hálfu“. Reynir segist njóta trausts framkvæmdastjórnar Birt- ings sem ritstjóri. kolbeinn@frettabladid.is Ritstjóri DV í mót- sögn við sjálfan sig Yfirlýsing ritstjóra DV um samtal við blaðamann er í ósamræmi við upptökur af því. Reynir vill ekki tjá sig um málið og vísar í yfirlýsingu. Formaður Blaða- mannafélagsins segir málið vera mjög slæmt. Blaðamenn á DV óánægðir. FJÖLMIÐLAR Páll Magnússon útvarpsstjóri segir þá ákvörðun að birta samtalið margumrædda hafa verið hárrétta og hann styðji hana. „Þarna voru nokkur samfélags- leg mál í húfi. Í fyrsta lagi snerist þetta mál um það hvort viðskipta- hagsmunir eigenda fjölmiðla hafi áhrif á hvað er sagt og ekki sagt í fjölmiðlum. Varðandi Fréttablaðið þá sannaðist um daginn svo ekki verður um villst að þeir hafa áhrif og núna einnig með DV svo ekki verður um villst. Í öðru lagi er mjög mikilvægt að sjá hvort ritstjórar láta undan þrýstingi út frá viðskiptahags- munum eigenda sinna. Það sann- aðist í þessu máli að svo var. Í þriðja lagi var brýnt að fá úr því skorið hvort ritstjórar blaðs- ins, í sameigin- legri yfirlýs- ingu, lugu að almenningi. Birtingin á viðtalinu sýndi að þeir gerðu það.“ Í 9. grein reglna um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisút- varpinu segir: „ Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi.“ Páll segir að birtingin stangist ekki á við þessa grein. „Þessi regla lýtur að samskiptum Ríkisút- varpsins við viðmælendur sína og hefur ekkert að gera með upptök- ur frá þriðja aðila úti í bæ. Það verður að taka afstöðu til slíkra upptakna út frá þeim forsendum hvort það hafi samfélagslega mikla þýðingu að birta þetta.“ - kóp Útvarpsstjóri segir samfélagsleg mál hafa verið í húfi með birtingu samtals: Segir ritstjórana hafa logið PÁLL MAGNÚSSON RITSTJÓRAR Yfirlýsing ritstjóranna frá því á mánudag stangast í grundvallaratriðum á við upptöku af samtali Reynis Traustasonar við Jón Bjarka. Reynir vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Jón Trausta. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ARNA SCHRAM STJÓRNMÁL Löng umræða var um bandorminn svokallaða, frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjár- málum, sem Geir H. Haarde for- sætisráðherra lagði fram. Áður en umræða fór fram þurfti að greiða atkvæði um afbrigði, þar sem frumvarpið var ekki lagt fram fyrr en í fyrrakvöld. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að hún hefði fengið svo stuttan tíma til að kynna sér band- orminn og greiddi því atkvæði gegn því að frumvarpið væri tekið til umræðu. Meðal þess sem helst var gagn- rýnt var annars vegar breytingar á búvörusamningi og hins vegar væntanleg gjaldtaka fyrir innlögn á sjúkrahúsum. Geir H. Haarde sagði gjaldtöku fyrir innlögn vera samræmingu, þar sem þegar væri rukkað fyrir þjónustu á göngudeildum. Með þessari gjaldtöku væri því verið að koma í veg fyrir óeðlilega stýringu í ókeypis þjónustu. Sjúkrahúsin muni fá um 300 milljónir á ári vegna þessara gjaldtöku. Ögmundur Jónasson sagði að hægt væri að ná þessu samræmi með því að afnema gjaldtöku af göngudeildinni. Eðlilegra sé að fullfrískt og starfandi fólk greiði, en ekki sé byrjað að rukka þegar fólk er orðið veikt. - ss Löng umræða um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum: Bandormur afgreiddur með afbrigðum GEIR H. HAARDE Sagði rukkun fyrir innlögn á sjúkrahús vera samræmingu í gjaldtöku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vilt þú breytingar á skipan ráðherra í ríkisstjórn Íslands? Já 91,1% Nei 8,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Verða rjúpur á borðum hjá þér um jólin? Segðu skoðun þína á Vísir.is ORKUMÁL Kristinn H. Þorsteinsson, fyrrverandi yfirmaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segist, í yfirlýsingu, engum nema sjálfum sér geta um kennt hvernig hafi farið. Hann sagði upp eftir að upp komst að hann hefði samþykkt reikninga upp á tíu milljónir króna við fyrirtæki sem hann var sjálfur í forsvari fyrir. Í yfirlýsingunni segist hann „ítreka að ég hef á engan hátt skarað eld að eigin köku“. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi OR, segir málið í rann- sókn. Sú rannsókn beinist meðal annars að því hversu langt aftur í tímann reikningarnir ná. - kg Yfirmaður OR segir upp: Samþykkti eig- in reikninga KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.