Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 8
8 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR SVARTFJALLALAND Þegar Svartfell- ingar hófu notkun evrunnar árið 2002 voru aðeins tvö ár liðin síðan þeir skiptu endanlega út júgóslav- neska dínarnum fyrir þýska mark- ið. Þegar Þjóðverjar hættu að nota markið og tóku upp evruna áttu Svartfellingar varla aðra kosti en að gera slíkt hið sama. Á mánudaginn tók Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambands- ins, því fagnandi þegar Milan Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, sótti fyrir hönd þjóðar sinnar formlega um aðild að Evrópusambandinu, og gerði enga athugasemd við að Svartfellingar hefðu einhliða tekið upp evruna fyrir nærri sjö árum. Staða Svartfjallalands þá var hins vegar engan veginn sambæri- leg við stöðu Íslands nú, því Svart- fellingar höfðu hvorki sjálfstæða mynt né eigin seðlabanka, enda höfðu þeir í ríflega hálfa öld verið hluti af Júgóslavíu og notað júgó- slavneska dínarinn eins og aðrar þjóðir í því landi. Þetta fór að breytast á síðasta áratug tuttugustu aldar, þegar smám saman var algengara að Svartfellingar notuðu þýska mark- ið meðfram dínarnum. Undir lok áratugarins ákváðu Svartfellingar síðan að leggja niður dínarinn þannig að þýska markið yrði eina gjaldgenga myntin í land- inu. Þetta var beinlínis gert til þess að draga úr áhrifum Serba, en rúm- leg hálfum áratug síðar sögðu Svartfellingar síðan endanlega skilið við Serbíu og stofnuðu sjálf- stætt ríki. Bæði Kosovo og Andorra brugð- ust eins við þegar evran hóf göngu sína í ársbyrjun 2002. Kosovobúar höfðu eins og Svartfellingar notað þýska markið frekar en serbneska dínarinn, en Andorrabúar höfðu jöfnum höndum notast við franska frankann og spænska pesetann. Hvorir tveggja stóðu því uppi án myntar og áttu varla annan kost en að taka upp evruna, og höfðu ekki fyrir því að spyrja Evrópusam- bandið um leyfi. Auk þessara þriggja ríkja hafa þrjú örríki einnig notað evruna án aðildar að Evrópusambandinu, en að vísu með sérstöku samþykki frá Evrópusambandinu. Þetta eru Monakó, sem hafði notað eigin útgáfu af franska frankanum meðan hann lifði, og svo Páfagarð- ur og San Marínó, sem bæði notuðu ítölsku líruna allt þar til hún var lögð niður. Ekkert þessara ríkja var því þá í sambærilegri stöðu við Ísland, sem hefur sína eigin mynt og sjálfstæð- an seðlabanka. gudsteinn@frettabladid.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 0 8 3 8 6 8 Allir sem eiga miða í desember 2009 geta átt von á sérstökum 75 milljóna króna vinningi sem dreginn verður út í seinni útdrætti þann mánuðinn. Númerið fer einu sinni í pottinn fyrir hvern greiddan mánuð, þannig að sért þú með strax frá upphafi árs, getur þú tólffaldað möguleikana. Nú fást miðar í sérstakri gjafaöskju á afmælissýningu okkar í Smáralind, hjá aðalumboði og umboðsmönnum um allt land. Gleddu vin og stuðlaðu um leið að uppbyggingu Háskólans. Svo getur þú auðvitað keypt einn fyrir þig í leiðinni! Nánari upplýsingar á sölustöðum, í síma 800 6611 eða á hhi.is. A T A R N A Sverrir er kominn á geisladisk Yndislega heillandi geisladiskur með grípandi góðum lögum og bráðskemmtilegum smellnum textum eftir Sverri Norland. Kassagítarinn og munnharpan góða eru vitaskuld á sínum stað, og auk þess þriggja manna úrvalshljómsveit og snjall bakraddaflokkur. Nú færðu á einum diski lögin, sem Sverrir hefur undanfarið verið að flytja út um allt við frábærar undirtektir, svo sem Heimsins elsta ungfrú, Manni/kona, Eplasöngur, Það var til orð, Þarf þitt þel og Hol djúpsvört nótt. Diskur handa öllum, sem hafa gaman af vandaðri tónlist og unna góðri textagerð á móðurmálinu eina og sanna. Handa allri fjölskyldunni og öllum vinum nær og fjær. Fæst í öllum helstu plötu- og bókaverslunum. Auglýsingasími – Mest lesið Tóku upp evruna í stað þýska marksins Hvorki Svartfjallaland né önnur lönd sem nota evruna án Evrópusambandsað- ildar áttu eigin mynt áður. Svartfellingar höfðu notast við þýska markið. HELSTU HAGTÖLUR 2007 Ísland Svartfjallaland Mannfjöldi 313.000 625.000 Hagvöxtur 4,9 prósent 7,1 prósent Atvinnuleysi 2,5 prósent 11,8 prósent HEIMILDIR: ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN OG SEÐLABANKI ÍSLANDS Landsframleiðsla Íslands 1.293 milljarðar kr. Landsframleiðsla Svartfjallalands 200 milljarðar kr. Myndin sýnir landsframleiðslu Íslands og Svartfjallalands hlutfallslega um síðustu ára- mót. Landsframleiðsla Svart- fjallalands var þá um 15% af landsframleiðslu Íslands. 1 Hvað heitir nýi þriggja geisladiska yfirlitskassinn yfir feril Rúnars Júlíussonar? 2 Hvað heitir ritstjóri DV? 3 Með hvaða liði í ensku Championship-deildinni leikur Jóhannes Karl Guðjónsson? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 34 MENNTAMÁL Einkunnir nemenda í samræmdu prófunum í fjórða og sjöunda bekk voru keyrðar út til skóla á höfuðborgarsvæðinu í gær og verða afhentar börnunum í skólanum í morgun. Einkunnir barna úti á landi voru settar í póst í gær og ættu því að berast börn- unum í dag eða á morgun. Sigurgrímur Skúlason, sviðs- stjóri hjá Námsmatsstofnun, segir að úrvinnsluferlið hafi verið flók- ið og því séu einkunnirnar minnst tveimur vikum seinna á ferðinni en stefnt var að. Um 15-20 prósent nemenda í fjórða bekk fá sérstök hefti fyrir lesblinda. „Við erum farin að setja upp sérstök hefti fyrir krakka sem eiga erfitt með lestur og skólarnir eru farnir að biðja um þetta fyrir stöðugt fleiri nemendur. Þessi hefti eru með sérstakri leturgerð þar sem allir stafirnir taka jafn- mikið pláss og það hefur sett flækju á skönnunina. Það ferli þarf að taka lengri tíma,“ segir Sigurgrímur. „Svo höfum við tekið ýmiss konar tékk á skönnunina og það hafa komið upp vandamál svo að við höfum þurft að senda aftur í gegn 1.500 hefti.“ Sigurgrímur segir að ekki sé bara verið að gefa venjulegar ein- kunnir að þessu sinni heldur hafi Námsmatsstofnun líka farið út í það að gefa umsagnir, til dæmis um það hvernig börn standa sig í talna- og textadæmum. - ghs SVIÐSSTJÓRI HJÁ NÁMSMATSSTOFNUN Sigurgrímur Skúlason segir að vegna flókins úrvinnsluferlis hafi afhending einkunna tafist. Sérstök hefti fyrir börn með lestrarerfiðleika töfðu samræmdar einkunnir: Flest börn fá einkunnir í dag STJÓRNMÁL „Það kerfi [umhverfis- mats] sem við höfum búið við undanfarin ár er mjög gott og ekki hægt að kenna því um að við séum að glata tækifærum,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í svari við óundirbúinni fyrirspurn. Fyrirspyrjandi var Jón Gunnars- son sem spurði hvort iðnaðarráð- herra tæki ekki undir með sér að það þyrfti að einfalda og stytta verkferla í umhverfismati. Borið hefur við að frestir hafi tafist umfram það sem heimilt er, sagði Össur. Það ætti einnig við sitt ráðuneyti og því hafi hann sett upp verkferla til að koma í veg fyrir slíkar tafir innan ráðuneytisins. - ss Össur Skarphéðinsson: Umhverfismat ekki til trafala VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.