Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 58
30 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Handboltakappinn Guðjón Valur Sig- urðsson sat á fremsta bekk í SAP Arena síðastliðið laugardagskvöld þegar Vladimir Klitschko og Hasim Rahman kepptu í heimsmeistarabardaga í þungavigt. Bardaginn fór fram á sama stað og félag Guðjóns, Rhein-Neckar Löwen, spilar heimaleiki sína í en þangað fór hann í boði liðsfélaga síns, þýska landsliðsmannsins Oliver Roggisch. „RTL-sjónvarpsstöðin mun sýna frá HM í handbolta í janúar og er því að kynna mótið eins og það getur. Liður í kynningarstarfseminni er að setja upp léttan sýningarbardaga á milli Roggisch og Riddicks Bowe sem er gömul hetja í þungavigtinni. Hann var einmitt að keppa sama kvöld á undan Klitschko. RTL gaf því Roggisch tvo miða á besta stað. Konan hans komst ekki með og því bauð hann mér. Það var algjör snilld og hreinlega ekki hægt að kaupa svona sæti. Við vorum nánast upp við hornið hjá Rahman. Efa að ég fái að upplifa svona box í slíkum sætum aftur,“ sagði Guðjón Valur himinlifandi en hann sat ekki með neinum meðalmönnum. „Við hliðina á mér var FC Bayern-stjarnan Lukas Podolski og við hliðina á Roggisch var síðan Michael Buffer. Fyrir aftan okkur var síðan kona Rahmans og á stundum hálfgrát- andi enda verið að berja hressilega á mann- inum hennar,“ sagði Guðjón Valur en fyrir þá sem ekki vita er Michael Buffer frægasti kynnir heims sem hefur gert setninguna „Let´s get ready to rumble“ ódauðlega. „Þetta var afar gaman og þeir félagar voru kump- ánlegir og gaman að spjalla við þá. Það var mikið verið að mynda okkur og ljósmyndararnir hafa eflaust mikið spáð í það hver þessi óþekkti væri sem sæti hjá Podolski,“ sagði Guðjón Valur af sinni víðfrægu hógværð. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON: Í SANNKÖLLUÐUM STJÖRNUFANS Á BOXBARDAGA KLITSCHKO OG RAHMANS Guðjón sat með Michael Buffer og Lukas Podolski HANDBOLTI Skjótt skipast veður í lofti hjá Ólafi Stefánssyni. Fyrir nokkrum vikum var hann á leið til danska C-deildarliðsins AG Handbold. Ekkert verður af því þar sem maðurinn sem ætlaði að gera AG að stórveldi, Jesper Nielsen, er hættur við þær áætlanir sínar og ætlar frek- ar að gera Rhein-Neckar Löwen, sem Guðjón Valur Sigurðsson leikur með, að stórveldi. Nielsen undirstrikaði þann metnað sinn í gær þegar hann réð handboltagoðsögnina Noka Serdarusic sem þjálfara til næstu þriggja ára. Serdarusic gerði Kiel að besta handboltaliði heims þegar hann þjálfaði það í 15 ár. Nielsen er þess utan búinn að bjóða Ólafi Stefánssyni að koma með sér til Löwen. „Ég tel afar líklegt að ég taki þessu tilboði sem er fáránlega gott. Það er eiginlega ekki hægt að hafna því og væri í raun vanvirðing. Þetta er samningurinn sem ég átti að fá í Dan- mörku fyrir utan að ég fæ þriggja ára launin mín þar á tveimur árum hjá Löwen. Það væri því hálfgert grín að segja nei. Ég er samt enn aðeins að melta þetta,“ sagði Ólafur við Frétta- blaðið í gær og neitaði ekki að tíðindin hefðu komið honum aðeins í opna skjöldu. „Ég var náttúrlega gíraður inn á að fara til Danmerkur. Ég get það í rauninni enn ef ég vil en það er ekkert vit í því þar sem forsendurnar fyrir árangri eru brostnar þar. Það er vissu- lega spennandi dæmi í gangi handboltalega séð hjá Löwen líka. Tala nú ekki um þar sem Serdarusic er orðinn þjálfari og von á fleiri sterkum leikmönnum. Annars stendur mér margt til boða. Gæti spilað hér áfram meðal annars en ég var búinn að innstilla mig á breytingar og því er líklegt að ég fari til Löwen,“ sagði Ólafur sem gerir ráð fyrir að ákveða sig endan- lega fyrir jól. Hinn skrautlegi Jesper Nielsen kom enn eina ferðina á óvart með þessu útspili sínu í gær að hætta við ævintýraverkefnið með AG. Hann viðurkenndi í kjölfarið að það hafi verið frekar óraun- hæft að gera AG að stórveldi. „Ég er að flytja með fjölskylduna til Þýskalands og fékk spennandi til- boð frá Löwen sem erfitt var að hafna. Ég mun taka við sem stjórnarformað- ur Löwen 1. júlí næstkomandi. Ég mun engu síður styrkja AG áfram en þó í minna mæli en ég ætlaði mér,“ sagði Nielsen við Frétta- blaðið í gær. Hann staðfesti enn fremur að hann væri búinn að ráða Serdarusic og hefði gert Ólafi freistandi tilboð. „Ég er mjög nálægt því að ná samningi við Ólaf. Ég vona svo innilega að hann taki okkar tilboði og það væri mikill heiður ef hann vill spila fyrir okkur,“ sagði Nielsen og bætti við að hann ætlaði sér að hafa skandinavísk áhrif í liðinu sem hefur að hluta til verið borið uppi af Pólverjum meðal annars. „Ég er í viðræðum við sterka leik- menn frá Skandinavíu og á næstu leiktíð teflum við fram mjög sterku liði sem verður með skandinavískum blæ. Það verða fleiri tíðindi frá okkur á næstu dögum,“ sagði Nielsen að lokum. henry@frettabladid.is Vanvirðing að hafna þessu tilboði Ólafur Stefánsson segir mjög líklegt að hann taki tveggja ára samningstilboði Rhein-Neckar Löwen. Ekkert verður af því að Ólafur fari til Danmerkur þar sem skartgripajöfurinn Jesper Nielsen er hættur við að gera AG að stórveldi. Hann fer með peningana sína til Löwen í staðinn þar sem hann verður stjórnarformaður. SKRAUTLEGUR Jesper Nielsen er til í að greiða Ólafi það sama á tveim árum í Þýskalandi og hann ætlaði að gera á þrem árum í Danmörku. TIL GUÐJÓNS VALS? Ólafur Stefánsson mun líklega spila með Guðjóni Vali Sigurðssyni hjá Rhein-Neckar Löwen næsta vetur. NORDIC PHOTOS/AFP > Ísland mætir Liechtenstein Karlalandslið Íslands í fótbolta mætir Liechtenstein í vináttulandsleik á La Manga á Spáni 11. febrúar á næsta ári en þetta var staðfest á heimasíðu KSÍ í gær. Ísland hefur fjórum sinnum mætt Liechtenstein og tvisvar sinnum unnið en í síðustu tveimur viðureignum þjóðanna, í undankeppni EM 2008, hafði Liechten- stein yfirhöndina með 1-1 jafntefli og 3-0 sigri. Um alþjóðlegan leikdag er að ræða og því mun landsliðs- þjálfarinn Ólafur Jóhannesson geta kallað til sína bestu leikmenn í verkefnið sem er til undirbúnings fyrir undankeppni HM 2010 sem hefst að nýju 1. apríl á næsta ári með leik gegn Skotlandi. KÖRFUBOLTI Það verður stórleikur í 8 liða úrslitum Subway-bikars karla því topplið KR dróst á heimavelli gegn Íslandsmeistur- um Keflavíkur. Liðin mætast síðan aftur í deildinni skömmu síðar. Það er líka annar úrvals- deildarslagur þegar Grindavík tekur á móti ÍR. Hjá konunum eru þrír úrvalsdeildarslagir. - óój Subway-bikarinn í körfu: Stórleikur KR og Keflavíkur STUÐ Í DHL-HÖLLINNI Það má búast við góðri mætingu á leik KR og Keflavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 35.271 kr. Toyota Land Cruiser 90 D4D Árgerð 2000-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 26.283 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 44.555 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 37.109 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. FÓTBOLTI Stjórn Blackburn tilkynnti í gær að félagið hafi ákveðið að reka knattspyrnustjór- ann Paul Ince eftir aðeins tæpa sex mánuði í starfi. Leit að eftirmanni stendur nú yfir en vonast er til þess að hann verði fundinn fyrir næstu helgi. Archie Knox, þjálfari aðalliðs- ins, og Karl Robinson, aðstoðar- maður hans, stýra Blackburn þangað til nýr knattspyrnustjóri finnst. - óþ Blackburn leitar að stjóra: Ince sparkað INCE Var í gær rekinn sem knattspyrnu- stjóri Blackburn. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son og félagar í Rhein-Neckar Löwen gerðu sér lítið fyrir og slógu Flensburg úr leik í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í hand- bolta í Campushalle í gærkvöld með 26-27 sigri. Flensburg leiddi leikinn örugg- lega í fyrri hálfleik og var alltaf skrefinu á undan Rhein-Neckar Löwen en staðan í hálf- leik var 16-13 heima- mönnum í vil. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til Rhein- Neckar Löwen og liðið náði smátt og smátt að vinna upp forskot Flensburg og þegar tíu mínútur lifðu leiks jafnaði Guðjón Valur metin, 24-24. Lokamínúturnar voru gríðar- lega spennandi en á endanum voru það leikmenn Rhein-Neck- ar Löwen sem fóru með 26-27 sigur af hólmi. Innkoma markvarðarins Henn- ing Fritz vó þungt í sigri Rhein- Neckar Löwen en hann varði þrjú vítaköst á mikilvægum augnablikum á lokakaflanum. Guðjón Valur var markahæst- ur hjá Rhein-Neckar Löwen með fimm mörk ásamt Christi- an Schwarzer og Uwe Gensheimen en hjá Flensburg var Lars Christiansen með tíu mörk. - óþ Leikið var í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í gær: Flensburg úr leik ÖFLGUR Uwe Gensheim- er átti góðan leik fyrir Rhein-Neckar Löwen í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY 8 LIÐA ÚRSLIT BIKARSINS: Konur: Skallagrímur -Hekla Haukar-KR Fjölnir-Valur Keflavík -Hamar Karlar: Njarðvík-Haukar KR-Keflavík Grindavík-ÍR ÍBV/Stjarnan-Valur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.