Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 18
18 17. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um um- hverfismál Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. Það er mikilvægt að við umgöngumst okkar víðfeðmu villtu náttúru af virðingu. Komandi kynslóðir þurfa að geta treyst því að geta nýtt ríkar náttúruauðlindir landsins og mikilvægar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, sem byggja að miklu leyti á óspilltri og tignarlegri náttúru landsins. Á Íslandi verður náttúruvernd alltaf samspil nýtingar og friðunar náttúruauðlinda okkar til lands og sjávar. Framtíð þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Við höfum á undanförnum árum sýnt gott fordæmi í þeim efnum. Fáum þjóðum hefur tekist betur upp við að viðhalda sterkum nytjastofnum hafsins. Á það við um okkar helstu fiski- og hvalastofna. Á landi höfum við þegar verndað u.þ.b. 20% alls landsins, um 19.500 ferkílómetra eða tæpar 2 milljónir hektara. Í samanburði myndi nýting á okkar helstu fallvötnum og háhitasvæðum til virkjana- framkvæmda spanna u.þ.b. 2% af landinu. Einhvers staðar liggur eðlilegt hlutfall milli nýtingar og verndunar og ekki verður annað sagt en að við höfum almennt látið náttúruna njóta vafans. Ekki má gleyma því að margar af okkar náttúruperlum og vinsælir ferðamanna- staðir hafa orðið til við virkjanafram- kvæmdir. Má þar m.a. nefna Elliðavatn, Bláá Lónið og Kárahnjúkavirkjun. Nú fer umrædd tillaga til umsagnar þeirra aðila sem gagnrýna munu hana m.a. út frá nýt- ingarsjónarmiðum. Það er þjóðinni mikilvægt að hlustað verði vel á þá gagnrýni og að tillit verði tekið til þeirra sjónarmiða sem þar munu koma fram. Það er ekki síður mikilvægt að þeir sem telja sig til forystu í umhverfismálum hafi í huga mikilvægi nýtingu náttúruauðlinda fyrir efnahag landsins og atvinnusköpun. Það hefur einkennt umræðu um þessi mál of mikið að þeir sem telja sig til forystu á þeim vettvangi hafa lítið verið til tals um mikilvæg nýtingarsjónarmið. Höfundur er alþingismaður. Náttúruvernd JÓN GUNNARSSON Þegar rætt er um nytsemi Evrópusambandsins vill það oft gleymast, að ofan á allt annað er það eitt hið voldugasta tæki í baráttunni gegn atvinnuleysi, og hefur gegnum tíðina stuðlað mjög að úrbótum í þeim efnum. Ástandið gæti oft og tíðum verið ískyggilegt ef þess nyti ekki við. Þegar ég segi þetta á ég að sjálfsögðu við það atvinnuleysi sem skiptir máli og er alvarlegt í raun og veru, en það er atvinnuleysi stjórnmálamanna. Reynslan hefur sýnt, að þegar stjórnmálamaður er kominn í þá stöðu að hvergi er neitt rúm fyrir hann lengur í pólitíkinni, aðrir hafa brýna þörf fyrir plássið, og kannske eru kjósendur hættir að skilja hæfileika hans, en hann á samt einhverja stuðningsmenn sem gætu verið með uppsteit, er jafnan hægt að finna gott jobb handa honum í Brussel, eða þá Strassborg. Og þar er hann jafnan til friðs, fyrir aðra stjórnmálamenn meina ég. Þannig var t.d. hægt að koma í veg fyrir að Michel Rocard lenti í nokkru klandri eða gerði óskunda. Þegar hann var kominn í minni- hluta í franska sósíalistaflokknum, eftir ítrekaðar tilraunir til að komast þar til valda, varð hann þingmaður í forgylltum sölum Evrópuþingsins í Strassborg og hefur verið það síðan. Reyndar gerist það mjög sjaldan að fjölmiðl- ar segi frá því sem þar fer fram, en Rocard minnir öðru hverju á sig með blaðagreinum, sem vera má að einhverjir lesi, og hann situr í nefndum fyrir Sarkozy, sem þarf á sósíalistum að halda í slík störf, þótt ítök Rocards í flokknum séu í nánd við núllpunktinn. En með þessu móti eru allir vel settir. Edith Cresson er þó sennilega enn betra dæmi. Þegar hún var búin að koma sér svo mjög út úr húsi hjá frönskum almenningi, aðeins fáum mánuðum eftir að Mitterand gerði hana að forsætisráðherra, að það varð að fjarlægja hana áður en eitt- hvað enn verra hlytist af, var hún umsvifalaust gerð að kommissar í Brussel. Og mörg fleiri slík dæmi mætti nefna. Einn mikill kostur við þetta er sá, að í Brussel eru starfsskilyrði með allra besta móti. Þar eru engir leiðinlegir og smámunasamir kjósendur sem vilja vera með nefið ofan í öllu og gera athugasemdir um hitt og þetta, og fjölmiðlamenn spyrja aldrei neinna óþægilegra spurninga, ef þeir sjást. Það er ekki annað að gera en sitja í ró og næði á skrifstofum með þykkum teppum og gefa út tilskipanir sem allir verða að sitja og standa eftir. Þetta hefur ýmsum verið kunnugt um stund, enda frá slíkum málum sagt í fjölmiðlum. En samkvæmt grein sem birtist fyrir nokkru í franska dagblaðinu „Le Monde” eru þessar atvinnubætur enn víðtækari en nokkurn hafði grunað. Vegna þeirrar miklu reynslu og þekkingar sem háttsettir starfsmenn Evrópusam- bandsins afla sér og ekki síst vegna þeirra fjölmörgu sambanda sem þeir öðlast innan stofnana þess – það heitir á frönsku fjölmiðlamáli að þeir hafi þykkar og þéttskrifað- ar adressubækur – eru þeir afskaplega eftirsóttir og því fá þeir gjarnan girnileg atvinnutilboð, ekki síst hjá fyrirtækjum, sam- steypum og grúppum sem eiga einhver bein skipti við Evrópusam- bandið. Og ef þeir taka slíkum tilboðum er um leið komin staða fyrir einhvern annan sem þarf af einhverjum ástæðum að draga sig í hlé úr amstri síns heimalands. Um þetta nefnir franska dagblaðið allmörg dæmi. Það var t. d. Martin Bangemann, Evrópu- kommissar í fjarskiptum alls konar, sem réð sig skyndilega til spænska fyrirtækisins „Telefoni- ca“, eins hins mikilvægasta á sínu sviði; það var Mario Monti, Evrópukommissar varðandi samkeppni, sem gerðist ráðgjafi bandaríska bankans Goldman Sachs; og það var maltneskur diplómat hjá Evrópusambandinu, John Vassallo, sem fór fyrst yfir til General Electric en tók svo að sér að vinna fyrir Microsoft, en Microsoft hefur lengi átt í deilum og málaferlum við Evrópusam- bandið, sem kunnugt er. Þannig heldur blaðið áfram. En þetta mikla framlag í þágu atvinnu hefur almenningur í Evrópu átt erfitt með að skilja og meta. Þess í stað einblínir hann á þær tilskipanir sem berast út úr skrifstofunum með þykku teppunum. Og áður en kreppan hófst í Bandaríkjunum og dró að sér alla athygli, festu Fransmenn gjarnan hugann við það, að áformin um að einkavæða póstþjónustu í landinu, sem mikill hluti manna var andvígur og taldi í meira lagi skaðleg, voru gerð samkvæmt tilskipun frá Brussel, og því var ekki hægt að hverfa frá þeim. Það var af slíkum ástæðum sem kjósendur í Frakklandi tóku upp á þeirri fávisku að segja „nei“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá Evrópu. En stjórn- málamenn, sem sáu lengra, höfðu vit fyrir þjóðinni á skyndifundi í franska þinginu. Því baráttan gegn atvinnuleysi verður að sitja í fyrirrúmi. Atvinnubætur EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Bótavinna fyrir stjórnmálamenn Við bjóðum öllum börnum fæddum árið 2008 að þiggja 5.000 króna Framtíðarsjóð í jólagjöf frá Byr. D Y N A M O R EY K JA V ÍK Jólagjöf Byrs 2008 Taktu fyrsta skrefið í næsta útibúi Byrs eða á byr.is Ritstjórinn með hattinn Nýjustu fréttir af DV eru ekki skraut- fjöður í hatt Reynis Traustasonar. Reynir varð uppvís að því að draga kanínur úr hatti sínum gagnvart Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrverandi blaðamanni á DV. Reynir hengdi hatt sinn á að honum yrði frekar trúað en blaðamanninum unga. Reynir þurfti hins vegar að éta hattinn sinn því blaðamaðurinn átti upptök- ur sem sönnuðu mál hans. Fyrir þetta hefur Reynir fengið skammir í hattinn, ekki síst frá stéttarbræðrum hans sem óttast að verða settir undir sama hatt. Reynir þykist hins vegar góður fyrir sinn hatt og ætlar ekki að taka hatt sinn og staf. Fáir taka hattinn ofan fyrir því. Öryggisventlarnir Að öllu gamni slepptu felst mikilvæg áminning í þessu leiða máli sem rétt er að gefa gaum. Ef yfirmenn á fjölmiðlum bregðast skyldu sinni er það undir óbreyttum blaðamönnum komið að benda á það. Það gerði Jón Bjarki Magnússon í þetta sinn. Þetta er dæmi um það að það er hægara sagt en gert fyrir fjölmiðla að stunda undirróður eða þjónkun við tiltekna menn eða öfl. Til þess eru öryggis- ventlarnir á gólfi ritstjórna of margir. Að vita og ekki vita Fréttamaður á Stöð 2 þjarmaði að Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráð- herra í kvöldfréttum í gær. Fréttamað- urinn spurði Björgvin hvort hann hefði íhugað að segja af sér þar sem hann hefði ekki vitað af mörgum mikilvæg- um málum. „Hvaða mál eru það?“ spurði Björgvin. Ekki stóð á svörum hjá fréttamanni sem rakti nokkur mál þar sem Björgvin hafði komið af fjöllum. Björgvin svaraði á þá leið að það mætti spyrja um þúsundir annarra mála sem hann vissi allt um. Spurning hvort sakamenn reyni ekki að beita þessu mælskubragði fyrir dómi: „Það má vera að ég hafi brotið nokkur lög en það eru til þúsund önnur sem ég hef ekki brotið.“ bergsteinn@frettabladid.isV íglínan í baráttunni um afstöðu þjóðarinnar liggur nú fyrir bein og öllum sýnileg. Öðrum megin er Evrópusam- bandið og evran. Hinum megin óbreytt ástand og króna. Hugmyndir um þriðja valkostinn: Einhliða upptaka evru, er örugglega ekki annað en millileikur á leiðinni inn í Evrópusambandið. Nokkurs konar neyðarleið út úr þeirri skelfi- legu sjálfheldu sem við erum komin í vegna krónunnar, sem er ekki pappírsins virði þegar komið er út fyrir tvö hundruð mílurnar. Svartfellingar tóku evruna upp einhliða í kringum síðustu alda- mót. Þeir hafa nú sótt um aðild að Evrópusambandinu við góðan hljómgrunn. Málsmetandi menn hafa með réttu bent á að leið Svart- fjallalands geti verið fordæmi fyrir Ísland. Það er margt til í því. Hitt verður líka að hafa í huga að aðstæður Svartfellinga voru gjör- ólíkar okkar. Í fyrsta lagi er efnahagslíf Íslands mun þróaðra og umfangsmeira en Svartfellinga. Um síðustu áramót var til dæmis landsframleiðsla Svartfjallalands vel innan við fimmtungur af landsframleiðslu Íslands, og eru þó Svartfellingar tvöfalt fjölmennari en Íslending- ar. Í öðru lagi áttu Svartfellingar aldrei sína eigin mynt. Svartfjalla- land var hluti af gömlu Júgóslavíu og sambandsríki Serbíu undir það síðasta. Það var mikilvægur áfangi á leið Svartfellinga til sjálf- stæðis að losna við serbneska dínarinn og komast í alþjóðlegt mynt- umhverfi. Hér á landi eru hins vegar til menn sem telja það ógnun við sjálfstæði Íslands að leggja af krónuna. Raunveruleikinn er þó sá að krónan er fyrst og fremst ógnun við sjálfstæði einstaklinga og heimili þessa lands. Þetta er vegna þess að krónan er ekki brúkleg án verðtryggingarinnar. Hér eru í raun tvær myntir: óverðtryggð króna, sem við fáum greidd í laun, og verðtryggð króna, sem hvílir á fasteignum okkar og varðveitir að auki lífeyri og sparnað. Það er verðtryggða krónan sem hefur nú hneppt þjóðina í átt- hagafjötra og mun svipta þá einstaklinga fjárhagslegu sjálfstæði sínu sem horfa á fasteignir sínar gleyptar af verðbólgunni. Þetta er meðal þess helsta sem við þurfum að hafa í huga þegar áróðursstríð andstæðinga og stuðningsmanna Evrópusambandsað- ildar hefst fyrir alvöru. Við þurfum líka að hafa í huga að þótt hags- munir sjávarútvegsins séu mikilvægir, þá skiptir sálarheill þjóðar- innar ekki minna máli. Það er sjálfsagt návígið sem orsakar það, en við virðumst ekki geta hagað samfélagi okkar öðruvísi en allt falli í far flokkadrátta, metings og klíkuskapar. Vissulega fengum við frið um stund frá þessu hugarfari; að sumir versluðu aðeins við Skeljung, Verslunarbankann og Eimskip en aðrir við Esso, Samvinnubankann og Samskip. En þetta er komið aftur: Baugur, Bjöggar, Bónus, Byko, marka nýju línurnar. Það þarf að þynna út þennan óholla þankagang. Við þurfum útibú frá Aldi, Tesco, Bauhaus og öðrum stórum evrópskum verslunarkeðjum og bönkum líka. Íslendingar verða fyrir alla muni að komast í stærra andlegt umhverfi. Tilveran er meira en fiskur. Stærra andlegt umhverfi JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.