Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Haraldur Ingi Haraldsson, rit- stjóri nettímaritsins Nausttímarit. is, uppgötvaði skemmtilegan veit- ingastað í Tallinn í Eistlandi fyrir nokkrum árum og hefur síðan farið þangað með ferðamanna- hópa á vegum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic. „Staðurinn heitir „African Kitch en“ og er í jaðri gamla borg- arhlutans í Tallinn. Hann er sér- kennilegur fyrir margar sakir en það undarlegasta er að þar er hægt að fara í gufubað á milli rétta, segir Haraldur og skellir upp úr. „Staðurinn er skreyttur alls kyns afrískri list og þar er óskaplega góður matseðill með ýmiss konar afrískum réttum. Þar er hægt að panta gufubað fyrir upp undir tólf manns og situr fólk á handklæðum við uppdekkuð borð og gæðir sér á matnum á milli þess sem það stingur sér inn í baðið. Það er mjög sérstakt svo ekki sé meira sagt.“ Haraldur hefur verið fararstjóri um margra ára skeið og farið með ferðamenn til Eystrasaltsland- anna, Mexíkó og Barcelona svo dæmi séu tekin. Hann segist ekki hafa átt von á því að rekast á stað sem þennan í Eistlandi. „Það er eins og þarna renni norður-evrópsk sána-hefð saman við svörtustu Afríku og er útkoman að vonum óvænt en vel þess virði.“ Haraldur er yfir sig hrifinn af Tallinn. „Þetta er yndisleg borg. Hún er byggð í kringum gömlu miðaldaborgina sem hefur mesta aðdráttaraflið. Þar eru steini lagð- ar götur og byggingar frá 11. til 15. öld sem hefur tekist að varð- veita afskaplega vel enda er borg- in á heimsminjaskrá Unesco.“ vera@frettabladid.is Í gufu á milli afrískra rétta Í jaðri gamla borgarhlutans í Tallinn hnaut Haraldur Ingi Haraldsson um óvenjulegan veitingastað. Þar gæðir fólk sér á afrískum mat á handklæðinu einu fata á milli þess sem það stingur sér inn í gufubað. Haraldur ásamt ferðalöngum fyrir framan þinghúsið í Tallin. MYND/ÚR EINKASAFNI JÓLABÓKAUPPLESTUR verður á ylströndinni í Nauthólsvík klukkan 17.30 í dag. Auður Jónsdóttir les upp úr bók sinni Vetrarsól og Yrsa Sigurðardóttir úr Auðninni. Áheyrendur geta komið sér vel fyrir í heita pottinum og boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.