Fréttablaðið - 17.12.2008, Page 29

Fréttablaðið - 17.12.2008, Page 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Haraldur Ingi Haraldsson, rit- stjóri nettímaritsins Nausttímarit. is, uppgötvaði skemmtilegan veit- ingastað í Tallinn í Eistlandi fyrir nokkrum árum og hefur síðan farið þangað með ferðamanna- hópa á vegum ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic. „Staðurinn heitir „African Kitch en“ og er í jaðri gamla borg- arhlutans í Tallinn. Hann er sér- kennilegur fyrir margar sakir en það undarlegasta er að þar er hægt að fara í gufubað á milli rétta, segir Haraldur og skellir upp úr. „Staðurinn er skreyttur alls kyns afrískri list og þar er óskaplega góður matseðill með ýmiss konar afrískum réttum. Þar er hægt að panta gufubað fyrir upp undir tólf manns og situr fólk á handklæðum við uppdekkuð borð og gæðir sér á matnum á milli þess sem það stingur sér inn í baðið. Það er mjög sérstakt svo ekki sé meira sagt.“ Haraldur hefur verið fararstjóri um margra ára skeið og farið með ferðamenn til Eystrasaltsland- anna, Mexíkó og Barcelona svo dæmi séu tekin. Hann segist ekki hafa átt von á því að rekast á stað sem þennan í Eistlandi. „Það er eins og þarna renni norður-evrópsk sána-hefð saman við svörtustu Afríku og er útkoman að vonum óvænt en vel þess virði.“ Haraldur er yfir sig hrifinn af Tallinn. „Þetta er yndisleg borg. Hún er byggð í kringum gömlu miðaldaborgina sem hefur mesta aðdráttaraflið. Þar eru steini lagð- ar götur og byggingar frá 11. til 15. öld sem hefur tekist að varð- veita afskaplega vel enda er borg- in á heimsminjaskrá Unesco.“ vera@frettabladid.is Í gufu á milli afrískra rétta Í jaðri gamla borgarhlutans í Tallinn hnaut Haraldur Ingi Haraldsson um óvenjulegan veitingastað. Þar gæðir fólk sér á afrískum mat á handklæðinu einu fata á milli þess sem það stingur sér inn í gufubað. Haraldur ásamt ferðalöngum fyrir framan þinghúsið í Tallin. MYND/ÚR EINKASAFNI JÓLABÓKAUPPLESTUR verður á ylströndinni í Nauthólsvík klukkan 17.30 í dag. Auður Jónsdóttir les upp úr bók sinni Vetrarsól og Yrsa Sigurðardóttir úr Auðninni. Áheyrendur geta komið sér vel fyrir í heita pottinum og boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.