Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 18.12.2008, Síða 38
 18. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Fatahönnuðurinn Thelma Björk Jónsdóttir hefur komið sér upp vinnustofu í Garða- stræti 2. Þar framleiðir hún höfuðskrautið sitt undir merk- inu Thelma Design. „Í höfuðskrautinu fyrir jól og áramót er ég með mikið af stíf- uðu hekli og krosssaumi,“ segir Thelma Björk þar sem hún situr við saumaskap á jólalínunni. „Svo verða rósetturnar mínar líka með og nú í jólabúningi.“ Thelma setti fyrirtæki sitt Thelma Design á fót árið 2005. Hún kynnti nýja línu af höfuð- skrauti í París í október síðastliðn- um en hún reynir að fara til Par- ísar með kynningar einu sinni til tvisvar á ári. Þar gefst tækifæri til að mynda viðskiptasambönd og er Thelma farin að selja hönnun sína víða um heim. „Ég sel í Tókýó, Þýskalandi, á Ítalíu og í Frakklandi og nú voru Kórea og Hong Kong að detta inn. Svo þarf maður bara að vera dug- legur að auglýsa sig og koma sér á framfæri en ég kynnti sumarlínuna 2009 núna í október. Þar er hekl og krosssaumur í aðalhlutverki.“ Allt höfuðskraut frá Thelmu er handunnið og leggur hún mikla áherslu á gæði. Hjá henni starf- ar saumakona á vinnustofunni auk þess sem hún tekur sjálf í nálina. „Amma er líka dugleg að koma inn og hjálpa til, ég reyni að halda þessu í fjölskyldunni.“ Á döfinni er svo frekari viðbót við höfuðskrautið en eyrnaskjól úr kanínuskinni og ull koma á mark- aðinn fyrir jólin. Einnig stefnir Thelma á að setja hatta á mark- að eftir áramótin. Höfuðskraut Thelmu fæst í Trilógíu á Laugavegi og í Epal í Leifsstöð. Nánar á www. thelma-design.com. - rat Útsaumur og stífað hekl Thelma Björk Jónsdóttir hönnuður situr nú við að sauma jóla- og áramótalínuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Nálarsporin geta verið ansi mörg í hverri spöng en allar vörur Thelmu er handunnar. Rósetturnar hafa verið eins og rauður þráður í línum Thelmu og verða engin undan- tekning í nýju línunni. Krosssaumur er áberandi í vor- og sumarlínunni fyrir árið 2009 sem kynnt var í París á dögunum. Dreifingaraðili: Fæst í verslunum um land allt NÝTT Á ÍSLANDI Hin geysivinsæla Disney útgáfa er komin í verslanir: Opnaðu töfraheim Disney og spilaðu Trivial Pursuit með allri Fjölskyldunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.