Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 2
2 29. desember 2008 MÁNUDAGUR Aron Pálmi, ætlarðu að taka Jailhouse Rock í úrslitaþætt- inum? „Já, kannski. Þá vinn ég pottþétt.“ Aron Pálmi Ágústsson, sem sat árum saman í fangelsi í Bandaríkjunum, hefur lýst því yfir að hann ætli að vinna Idol- keppnina á næsta ári. SAMGÖNGUMÁL Reynt verður að leysa deilu samgönguyfirvalda og Félags íslenskra flugumferðar- stjóra (FÍF) á fundi í dag. Loftur Jóhanns- son, formaður FÍF, segir fulltrúa samgönguyfir- valda hafa unnið að undirbúningi viðræðna um helgina. Reyna á að leysa málið fyrir áramót. Flugumferðarstjórar eru ósáttir við að störf þeirra eigi að færast til Keflavíkurflugvallar ohf. um áramót án samráðs við þá. Krefjast þeir þess að Keflavíkur- flugvöllur ohf. geri sambærilegan samning við félagsmenn um lífeyrismál og Flugstoðir ohf. gerðu árið 2007. - bj Flugumferðarstjórar: Vilja leysa deilu fyrir áramót LOFTUR JÓHANNSSON Konan sem lést í bílslysi við Reykjanesbraut á laugardag- inn hét Freyja Sigurðardóttir, til heimilis að Burknavöllum 17b í Hafnarfirði. Hún var fædd 31. maí 1948 og lét eftir sig tvær uppkomnar dætur, barnabörn og unnusta. Lést í bílslysi SÓMALÍA, AP Abdullahi Yusuf, forseti Sómalíu, mun segja af sér í dag að sögn eins ráðgjafa hans. Hann muni greina þinginu frá þessari ákvörðun í dag. Abdirashid Sed sagði frá þessu í gær en hann er hæst setti maðurinn sem hingað til hefur tjáð sig um framtíð forsetans. Yusuf ætlar að hætta til þess að standa ekki í vegi fyrir friði í landinu. Staða hans hefur þótt óviss frá því að þingið kom í veg fyrir að honum tækist að reka forsætisráðherrann, sem hefur lýst yfir vilja til friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga í borgara- stríðinu sem ríkir í landinu. - þeb Háttsettur ráðgjafi forseta: Sómalíuforseti hættir í dag DÝRAHALD Hafa þarf sérstaka gát á dýrum um áramótin vegna hræðslu þeirra við flugelda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dýraverndarsambandi Íslands. Kveikja skal ljós þar sem gæludýr eru innandyra til að minna beri á leiftrum, loka gluggum og forðast eftir megni að sprengja flugelda í námunda við dýr. „Flest dýr hræðast slíkan ljósagang, hávaða og lykt, hvort sem þau eru gæludýr eða búfé og trúlega einnig villt dýr.“ Fólk eigi að „gera allt sem það getur til þess að draga úr því álagi sem dýrin verða fyrir.“ - sh Ferfætlingar hræðast áramót: Draga skal úr álagi á dýrin SKELFDUR KÖTTUR Flest dýr hræðast mjög sprengingar og ljósleiftur áramót- anna. Dæmi eru um að þau hlaupist að heiman. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI TAÍLAND, AP Þúsundir manna héldu út á götur Bangkok í gær til að mótmæla ríkisstjórn landsins, en að þessu sinni voru það ekki andstæðingar Thaks- ins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem stóðu að mótmælunum, heldur stuðningsmenn hans. Mótmælendur sögðust ætla að fjölmenna fyrir utan þinghús borgarinnar í dag, en hétu því að hindra ekki störf þingsins. „Jú, við ætlum að fara til þingsins, en við ætlum að leyfa þingmönnum að fara inn og út,“ sagði Korkaew Pikunthong, einn leiðtoga mótmælend- anna. Samtök mótmælendanna nefna sig Lýðræðis- bandalag gegn einræði, og boða margs konar mótmælaaðgerðir allt þar til Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra leysir upp þing og boðar til nýrra kosninga. Mótmælendur segja að í reynd hafi hann komist til valda með stjórnarbyltingu fyrr í þessum mánuði. Vejjajiva tók við sem forsætisráðherra eftir langvinn mótmæli andstæðinga Thaksins gegn stjórn landsins. Thaksin var steypt af stóli í herfor- ingjabyltingu haustið 2006, en flokksbræður hans náðu völdum á ný strax og herforingjastjórnin efndi til kosninga í desember 2007. - gb Stuðningsmenn Thaksins Shinawatra krefjast kosninga: Mótmæli í Taílandi enn á ný RAUÐAR SKYRTUR Í STAÐ GULRA Í stað gulklæddu mótmæl- endanna, andstæðinga Thaksins Shinawatra, eru nú komnir rauðklæddir stuðningsmenn hans út á götur Bangkok að mótmæla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bílvelta í Öxarfirði Tvær ungar konur sluppu með lítils háttar meiðsli úr bílveltu á laugar- dagskvöld. Þær voru á austurleið þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum við afleggjarann að Ærlækjar- seli, svo að bíllinn valt. LÖGREGLUFRÉTTIR MANNFJÖLDI Íslendingum fjölgaði um 2,2 prósent á síðasta ári og 1. desember voru þeir orðnir 319.756. Hvergi í Evrópu er jafnmikil mannfjölgun og hér á landi. Undanfarin fjögur ár hefur fólksfjölgun orðið óvenju mikil hér á landi. Mest var hún árið 2006, þegar landsmönnum fjölgaði um 2,6 prósent. Jafnmikil fjölgun hefur ekki verið hér síðan um miðbik sjöunda áratugar síðustu aldar. Fram undir 1980 skýrðist fólksfjölgun fyrst og fremst af fæddum umfram dána. Síðustu árin er hún hins vegar fyrst og fremst rakin til mikils aðstreymis fólks frá útlöndum. - kóp Íslendingum fjölgar ótt: Mesta fjölgun í allri Evrópu FRAMKVÆMDIR Sjóðir Hallgríms- kirkju til að ljúka viðgerðum á steypuskemmdum á turni kirkj- unnar eru tómir. Ljóst er að við- gerðin verður mun dýrari en áætl- að var í fyrstu. Framkvæmdum á að ljúka í október, samkvæmt áætl- un, en það er háð því að ríki og borg hlaupi undir bagga með að fjár- magna verkið. Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju, segir að enn sé unnið að fullum krafti og starfsfé dugi fram í febrúar. „Við trúum því að hægt verði að halda áfram með tilstyrk ríkis og Reykjavíkurborg- ar.“ Til að það takist þurfi að lengja í lánum í stað þess að taka ný lán. Jón segir að gengið hafi verið út frá því í byrjun að kostnaður við viðgerðir á kirkjuturninum næmi um 250 milljónum króna. „Það hefur síðan komið í ljós að við- gerðin fer töluvert fram úr þeirri áætlun, þó ekki sé ljóst hversu mikill sá aukakostnaður verður. Við trúum því að verkið verði klárað því enginn vill hafa land- mark Reykjavíkur í þessu ástandi lengur en þörf krefur.“ Skemmdirnar eru mestmegnis veðrunar- og frostskemmdir. Fjár- mögnun verksins var upphaflega í samstarfi við ríkissjóð, Reykja- víkurborg og þjóðkirkjuna. - shá Sjóðir til viðgerðar á turni Hallgrímskirkju hafa verið tæmdir: Treysta á Guð og lukkuna HALLGRÍMSKIRKJA Skemmdir á turninum reyndust vera mun meiri en upphaflega var talið. Verklok eru áætluð í október. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÝRAHALD „Það er hræðilega dap- urlegt þegar þetta er að drepast í höndunum á manni,“ segir þing- maðurinn Árni Páll Árnason, sem hefur varið drjúgum hluta jólanna í hesthúsi í Mosfellsbæ að hjúkra fársjúkum hestum og hjálpa til við að aflífa þá. Hann hefur misst einn hest og á annan við dauðans dyr. Nú eru 22 hestar dauðir vegna salmonellusýkingarinnar sem kom upp fyrir viku á Kjalarnesi. Þrjú til fjögur hross til viðbótar eru alvarlega veik, en hin eru á batavegi. Alls var 41 hross í stóð- inu sem veiktist. Talið er fullvíst að sýkingin hafi borist úr settjörn í bithaganum, en í henni greindist salm- onella. Árni fór fyrst að huga að hest- unum síðla á aðfangadags- kvöld og sat við langt fram á jólanótt. Síðan hefur hann farið daglega upp í hesthús með Sigrúnu konu sinni, jafnvel oft á dag, og eytt þar mörgum nóttum. „Þetta hefur verið alveg furðuleg lífsreynsla, og er ekki búin enn þá,“ segir Árni, sem var á leið í Mosfellsbæ- inn í gærkvöldi í þriðja sinn í gær. Á annan jóladag missti Árni hestinn Asa, sem var orðinn sex- tán vetra gamall og hafði fylgt honum í sjö ár. Hinn, Áki, er átta vetra og tvísýnt er um örlög hans. „Þetta er enn djöfulli dapurlegt því maður reynir og reynir en hefur ekki enn séð neinn árangur hjá sínum eigin hrossum. En maður sér þó árangur hjá annarra manna hrossum sem maður hefur hjálpað til við að koma á lappir.“ Árni segist aldrei hafa upplifað annað eins. „Það var sérstaklega erfitt þegar maður var að bera út svona þrjú til fimm á dag. Maður verður svolítið kaldur í sálinni við það,“ segir hann. „Það er búið að vera alveg með ólíkindum að horfa upp á þetta. Þetta eru svo fárveik dýr.“ Og Árni er ekki alls kostar sátt- ur við hvernig tekið var á málum. „Ég er svolítið hissa á hvað við- brögð yfirvalda voru bæði fálm- kennd og hæg í byrjun. Það skorti á samhæfingu og að það væri sett á einhver verkefnisstjórn,“ segir hann en bendir þó á að menn hafi aldrei þurft að eiga við eins stóra sýkingu. Skoða þurfi málið þegar rykið er sest. Árni var vongóður áður en hann hélt af stað í gærkvöldi. „Maður kemur sér nú upp ákveðnu æðru- leysi í þessu en auðvitað vonast maður til að geta hnoðað í þetta lífi.“ stigur@frettabladid.is Kaldur í sálinni eftir jólanætur í hesthúsi Rúmur helmingur hrossanna sem veiktust heiftarlega á Kjalarnesi fyrir viku er dauður. Nokkur eru enn veik. Árni Páll Árnason þingmaður hefur misst einn hest og á annan fársjúkan. Hann hefur varið stórum hluta jólanna í hesthúsinu. SÓTTKVÍ Hlúð er að hrossunum í húsi í Mosfellsbæ. Af ótta við smit hefur húsið verið girt af. Flest eftirlifandi hrossa eru á batavegi. FRÉTTABLAÐIÐ / DANÍEL ÁRNI PÁLL ÁRNASON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.