Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 10
10 29. desember 2008 MÁNUDAGUR
DÓMSMÁL Olíufélögin fóru fram á
frest í máli þeirra gegn Sam-
keppniseftirlitinu og ríkinu og
boðuðu að þau legðu fram nýjar
matsbeiðnir í því þegar það var
tekið fyrir Héraðsdóm Reykja-
víkur fyrr í mánuðinum.
„Það er því fyrirsjáanlegt að
málið mun halda áfram og drag-
ast enn um allmarga mánuði.
Leggi þau fram nýja matsbeiðni
tel ég útilokað að unnt verði að
flytja þetta mál fyrr en í fyrsta
lagi haustið 2009,“ segir Heimir
Örn Herbertsson, lögmaður
stjórnvalda.
Málið hefur verið rekið fyrir
dómstólum síðan árið 2005.
Félögin krefjast ógildingar þeirr-
ar ákvörðunar að þau séu sek um
samráð, en til vara að sekt þeirra
verði lækkuð. Félögin voru upp-
haflega sektuð um 2,6 milljarða,
en áfrýjunarnefnd samkeppnis-
mála lækkaði hana síðar í 1,5
milljarða.
Þegar félögin brugðust við
sektinni og höfðuðu mál óskuðu
þau eftir því að kallaðir væru til
dómskvaddir matsmenn til að
greina forsendur sektarinnar,
segir Heimir Örn.
Eftir mánaðabið hafi niður-
staða borist, sem sagði að hugs-
anlegt væri að félögin hefðu
engan ávinning haft af samráð-
inu.
Þá lét Samkeppniseftirlitið
kalla til yfirmatsmenn til að
hnekkja niðurstöðu matsmann-
anna og lagði fram svokallaða
undirmatsbeiðni til að láta meta
önnur atriði en olíufélögin létu
meta.
Niðurstaða þessa var yfirmats-
gerð sem var „algjörlega ósam-
mála undirmati [félaganna]“
segir Heimir Örn. Samkvæmt
henni hefðu félögin hagnast á
brotum sínum, langt umfram
sektarupphæðina.
Þetta mat hafi verið lagt fram
fyrir allnokkru en málinu síðan
frestað til þessa mánaðar, svo
olíufélögin gætu ákveðið hvort
þau vildu freista þess að hnekkja
undirmatinu eða fresta flutningi
málsins.
Heimir Örn segir að strangt til
tekið séu engin tímamörk í mála-
rekstri af þessu tagi. „Það er
ekkert sjálfkrafa stopp sem
kemur í það og það er mikil til-
hneiging til að gefa málsaðilum
mikið svigrúm til að meta sjálfir
hvað þeim finnst nauðsynlegt að
sanna.“ Málsmeðferðin verði þó
ekki endalaus.
klemens@frettabladid.is
Það er því fyrirsjáanlegt
að málið mun halda
áfram og dragast enn um all-
marga mánuði.
HEIMIR ÖRN HERBERTSSON
LÖGMAÐUR
NOREGUR Norska ríkisstjórnin
ætlar að auka framkvæmdir í
Noregi til að vinna gegn auknu
atvinnuleysi í landinu. Á næsta
ári fara milljarðar norskra króna
í vegi, járnbrautaframkvæmdir,
skólabyggingar, hjúkrunarheim-
ili, í framkvæmdir á vegum
sveitarfélaga og ríkis.
„Til að koma í veg fyrir
stórfellt atvinnuleysi ætlar Jens
Stoltenberg forsætisráðherra að
veita olíupeningum í norskt
hagkerfi,“ skrifar norska
dagblaðið Aftenbladet. „Við
ætlum að setja fé í verkefni sem
hægt er að hrinda hratt í fram-
kvæmd og gefa mikla atvinnu,“
hefur blaðið eftir Stoltenberg. - ghs
Kreppuvarnir í Noregi:
Aukið fjármagn
í framkvæmdir
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð-
herra, Guðlaugur Þór Þórðarson,
undirritaði nýverið tvo samninga
um sjúkraflutninga. Annan við
Slökkvilið Akureyrar og hinn við
Brunavarnir Suðurnesja.
Heilbrigðisráðuneytið greiðir um
sjötíu milljónir króna á ári fyrir
hvorn samning.
Þjónustusvæðið á Suðurnesjum
nær til sjúkraflutninga í umdæmi
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
að undanskildu svæði Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Grindavík.
Þjónustusvæðið nyrðra nær til
sjúkraflutninga í umdæmi
heilsugæslustöðvarinnar á
Akureyri. - hhs
Samningar um sjúkraflutninga:
Kosta um 140
milljónir á ári
SJÚKRAFLUTNINGAMENN AÐ STÖRFUM
Heilbrigðisráðherra hefur undirritað tvo
samninga er varða sjúkraflutninga.
LÍKNARMÁL Þremur mæðrastyrks-
nefndum á höfuðborgarsvæðinu
var á dögunum úthlutað samtals
309.000 krónum úr velferðarsjóði
starfsmanna álframleiðslufyrir-
tækisins ÍSAL.
Nefndirnar sem um ræðir eru
Mæðrastyrksnefndir Hafnar-
fjarðar, Reykjavíkur og Kópa-
vogs. Í tilkynningu segir að álíka
fjárhæðum verði úthlutað í
byrjun janúar og febrúar.
Velferðarsjóður ÍSAL var stofn-
aður í nóvember síðastliðnum.
Voru aflögufærir samstarfsmenn
hvattir til að leggja fram þúsund
krónur af launum sínum í þrjá
mánuði vegna þeirra erfiðleika
sem margir standa frammi fyrir
um þessar mundir. - kg
Velferðarsjóður ÍSAL:
Styrkir mæðra-
styrksnefndir
ÖRYGGISMÁL Mótun öryggissjálfs-
myndar Íslands og öryggismála-
stefnu er skammt á veg komin,
þrátt fyrir gerbreytta umgjörð
þeirra mála. Að þessari niður-
stöðu kemst Silja Bára Ómars-
dóttir stjórnmálafræðingur í
grein í nýjasta „hefti“ vefritsins
Stjórnmál og stjórnsýsla (stjorn-
malogstjornsysla.is).
Í rannsókninni eru vísbendingar
um öryggisstefnu ríkisins
greindar eins og þær birtast í
gögnum á borð við nýsett varnar-
málalög og lög um almannavarnir.
Bent er á að nálgun Íslands að
öryggi hafi byggst á hernaðarleg-
um grunni með rætur í raunsæis-
stefnu, en stefna annarra Norður-
landa hafi frekar byggst á
„nýfrjálslyndri stofnanahyggju“.
Ekki sé að merkja að stefnumót-
unarvaldið taki tillit til þátta á
borð við efnahagslegt eða
umhverfislegt öryggi. - aa
Öryggissjálfsmynd Íslands:
Stefnumótun
skammt komin
LOFTRÝMISEFTIRLIT Öryggi ríkisins snýst
um fleira en hervarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
STANGVEIÐI Veiðifélag Laxár á Ásum, einnar dýrustu
stangveiðiár landsins, mun á fundi milli jóla og nýárs
ákveða hvort gefin verður eftir mikil hækkun á
leigunni fyrir ána.
Að sögn Páls Þórhallssonar, formanns veiðifélags-
ins, hefur leigutaki Laxár á Ásum, Lax-á ehf, farið
fram á að leigan verði lækkuð. Samningurinn við
Lax-á sé verðtryggður á þrjá mismundandi vegu.
„Samningurinn er að einum þriðja bundinn
neysluvísitölu, einum þriðja evru og einum þriðja
dollar. Þetta hefur hækkað þvílíkt að það er sjálfsagt
ekki fræðilegur möguleiki að þetta standi undir sér,“
segir Páll sem kveður tillögu munu verða lagða fyrir
fund veiðifélagsins um að aftengja gengisþáttinn en
halda innlenda verðbólguþættinum.
Samkvæmt fundarboði veiðifélagsins féllst
stjórnin á að leigan fyrir Laxá yrði 21 milljón króna
næsta sumar með fyrirvara um samþykki félags-
manna. Páll segir að þótt strangt til tekið væri hægt
að gera kröfu um efndir á samningnum hafi verið í
honum útgönguleið fyrir leigutakann. „Það er ákvæði
um að ef upp koma óviðráðanlegir hlutir og þar á
meðal er stórkostleg fjármálakreppa. Við myndum
kannski ekki geta neitað því að það gæti átt við.“
Að sögn Páls mun sala veiðileyfa fyrir næsta ár
hafa gengið afar treglega fram að þessu. „Það veit
enginn hver staðan verður eftir mánuð - hvað þá í vor
- svo menn halda að sé höndum,“ segir Páll sem
kveður marga leigutaka nú ræða við veiðiréttarhafa
um breytingar. - gar
Fjármálakreppan nær til eigenda réttinda í laxveiðiám:
Gengishækkun aflýst í Laxá á Ásum
Í LAXÁ Á ÁSUM Veiðileyfi í Laxá í Ásum er meðal þeirra
aldýrustu á landinu enda aðeins veitt á tvær stangir í allri
ánni.
MENNING Draumasmiðjan hefur
fengið styrk frá Norræna
menningarsjóðnum til að halda
alþjóðlega döff leiklistarhátíðina
DRAUMAR 2009.
Hátíðin verður haldin í
Kassanum í Þjóðleikhúsinu 24. til
31. maí á næsta ári. Í tilkynningu
frá Draumasmiðjunni segir að
fjöldi umsókna um þátttöku hafi
borist. Umsóknarfrestur sé opinn
til 31. desember. Val á þátttakend-
um verði tilkynnt um miðjan
janúar 2009. - hhs
Norræni menningarsjóðurinn:
Draumasmiðju
veittur styrkur
HEILBRIGÐISMÁL „Þetta gjald hefur ekkert að
gera með kreppuna nema síður sé. Það hittist
bara þannig á að fyrst núna gefst okkur færi á
að fara að taka til í okkar ranni, fara yfir allt
sem við erum að geyma og greiða úr þessu,“
segir Guðmundur Arason, læknir hjá tækni-
frjóvgunarstöðinni Art Medica í Kópavogi.
Stöðin hefur nýlega hafið að rukka menn sem
geyma hjá þeim sæðisfrumur um 15.000
krónur á ári. Ekkert gjald hefur verið tekið
fyrir þjónustuna síðan Art Medica tók við
henni af Landspítalanum fyrir fjórum árum,
þar til nú fyrir skemmstu.
Guðmundur segir töluverðan kostnað og
umstang fylgja geymslu á sæðisfrumum, en
þær eru geymdar í fljótandi köfnunarefni.
„Ástæða þess að við höfum ekki rukkað fyrr
en nú er einfaldlega sú að nú höfum við tíma
og mannskap til að greiða úr allri pappírsvinn-
unni sem fylgir. Þetta hleðst hratt upp. Upp úr
dúrnum hefur komið að margir sem við höfum
sent rukkun upp á síðkastið hafa þegar
eignast barn og þurfa ekki að geyma sæðis-
frumur lengur. Við rukkum ekki aftur í
tímann.“
Að sögn Guðmundar geyma nokkrir tugir
manna sæðisfrumur hjá Art Medica. „Flestir
sem geyma sæði eru á leiðinni í krabbameins-
meðferð sem felur í sér lyfjagjöf sem gæti
stofnað frumunum í hættu,“ segir Guðmundur
Arason. - kg
Ekki lengur ókeypis að geyma sæðisfrumur á tæknifrjóvgunarstöð:
Kostar 15 þúsund að geyma sæði á ári
ART MEDICA Tók við geymslu sæðisfrumna af Land-
spítalanum fyrir fjórum árum.
Olíusamráðsmálinu
frestað enn um sinn
Lögmaður stjórnvalda segir líklega útilokað að málið, sem hefur verið í gangi
síðan 2005, verði flutt fyrr en næsta haust. Málsaðilar í slíkum málum hafa
ekki, strangt til tekið, neinn hámarksfrest til að leggja fram matsbeiðnir.
FORSVARSMENN OLÍUFÉLAGANNA FUNDA MEÐ SAMKEPPNISEFTIRLITI ÁRIÐ 2005
Enn er ekki fyrirséð hvenær niðurstaða fæst í mál olíufélaganna gegn Samkeppnis-
eftirlitinu og ríkinu. Þau vilja ekki borga sekt fyrir samráðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bæjarbókhaldinu stolið
Brotist var inn á hreppsskrifstofurnar í
Ásgarði í Kjósarhreppi um hátíðarnar
og þaðan stolið tölvum, sem meðal
annars geymdu bókhald hreppsins.
Innbrotið uppgötvaðist á annan í
jólum. Svo virðist sem hurð hafi verið
sparkað upp með tilheyrandi skemmd-
um. Þjófurinn er talinn hafa verið einn
á ferð, en hann er ófundinn.
KJÓSARHREPPUR
MÓTMÆLA JÓLASVEINABANNI Hundr-
uð manna í Sarajevó mótmæltu því
í gær að borgaryfirvöld hafi bannað
jólasveinum að heimsækja leikskóla
borgarinnar, sem er að meirihluta
byggð múslimum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Sjúkrahús fær flatskjá og stól
Sjúkrahúsið á Seyðisfirði fékk afhentar
gjafir fyrir jól frá Hollvinasamtökum
Sjúkrahússins á Seyðisfirði (HSSS)
og Soroptimistum á Austurlandi. Það
voru 40 tommu sjónvarpsflatskjár
og hægindastóll, sem hvort tveggja
verður nýtt á Alzheimer-deild sjúkra-
hússins.
SEYÐISFJÖRÐUR