Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 4
4 29. desember 2008 MÁNUDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki AFGANISTAN, AP Fjórtán börn á aldrinum 8 til 10 ára létust í sjálfsmorðsárás í Khost í Afgan- istan í gær, samkvæmt bandaríska hernum. Afganskur hermaður og öryggisvörður létust einnig í árásinni. Um sextíu manns til viðbótar særðust. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp í námunda við barnaskóla og lögreglu- og herstöð. Talið er að hann hafi ætlað að ráðast á fund öldunga úr Pastúna-ættbálkinum. Á laugardag létust þrjár unglingsstúlkur í eldflaugaárás í Kabúl. Þá létust tveir kanadískir hermenn og tveir Afganar í vegsprengingu á laugardag. - þeb Sjálfsmorðsárás í Afganistan: Fjórtán börn létust í árás VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 14° 2° 2° 0° 2° 1° 1° 3° 1° 3° 20° 4° 8° 25° -4° 3° 12° 0° 5 Á MORGUN 8-13 m/s norðan og norðvestan til, annars 3-8. 7 6 3 1 -3 4 8 8 6 1 13 13 5 5 3 5 3 5 6 10 6 GAMLÁRSKVÖLD 10-15 m/s syðst á annesjum, annars 3-8. -2 -1 -3 45 -1 1 -2 22 OG ENN AF ÁRA- MÓTAVEÐRINU Veðrið um sjálf áramótin er nú farið að taka á sig nokkuð skýra mynd. Strekkings- vindur verður á annesjum allra syðst, annars hægur vindur. Stöku él verða á Vestfjörðum og annesjum nyrðra, dálítil rigning eða slydda suðaust- an til, annars úrkomulítið eða úrkomulaust. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GAZABORG, AP Ísraelar héldu í gær áfram loftárásum á Gazasvæðið, sem hófust á laugardag og hafa kostað nokkur hundruð manns lífið. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraela á Palestínumenn síðan í stríðinu 1967. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman í gær. Ráðið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsti yfir miklum áhyggjum af ástandinu og skorar á bæði Ísraela og Palestínumenn að leggja niður vopn þegar í stað. Þá segir Navi Pillay, mannrétt- indafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, að árásir Ísraelshers á Gazasvæðið séu í engu samræmi við sprengju- flaugaárásir Hamas-samtakanna á Ísraela. Hún hvetur Ísraela til að forðast hóprefsingar og beina ekki árásum sínum að almennum borgurum. Palestínsk mannréttindasamtök fullyrtu að tuttugu börn og níu konur hefðu verið meðal um 250 látinna, sem þau höfðu aflað sér upplýsinga um. Samtökin segja þó erfitt að halda tölur yfir mannfall- ið, vegna þess hve mikil ringulreið er á sjúkrahúsum. Árásunum hefur verið mótmælt víða um heim. Bæði stjórnvöld og almenningur hafa látið í ljós andúð sína á þessum hernaði. Í London söfnuðust um 700 manns saman fyrir utan ísraelska sendiráðið til að sýna andstöðu sína. Í París söfnuðust um 1.300 manns saman í Barber-hverfi, þar sem íbúarnir eru margir hverjir arabískir að uppruna. Einnig efndu um 150 manns til mótmæla við Sigurbogann. Í Mið-Austurlöndum, allt frá Líb- anon til Írans, hefur fólk safnast saman þúsundum saman til að for- dæma árásirnar. Forsætisrá ðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, sagði árásirnar vera glæp gegn mannkyni. Í gær var árásunum einkum beint að jarðgöngum undir landa- mæri Gazasvæðisins og Egypta- lands, sem meðal annars hafa verið notuð til að smygla vopnum yfir á Gazasvæðið, en einnig hafa íbúar á Gaza notfært sér þessa leið til að útvega sér brýnustu nauðsynjar, sem ekki hefur verið hægt að flytja inn á svæðið með öðrum hætti. Landamæramúrinn milli Egypta- lands og Gazasvæðis var rifinn niður á nokkrum köflum og fólk streymdi yfir hundruðum saman. Sums staðar kom til átaka við egypska landamæraverði, og hlaust eitthvert mannfall af. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, segir að árásirnar hafi verið gerðar vegna þess að stjórn- endur Hamas-samtakanna væru að smygla inn vopnum og byggja upp „lítinn her“. Hún ítrekaði hins vegar að markmið Ísraela væri ekki að hertaka Gazasvæðið á ný. Þrátt fyrir það ákvað ríkisstjórn Ísraels í gær að kalla til 6.500 manna varalið í herinn til að undir- búa hugsanlega árás á landi inn á Gazasvæðið. gudsteinn@frettabladid.is Árásir á Gaza fordæmdar Víða um heim kom fólk saman til að fordæma loftárásir Ísraela á Gazasvæðið. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna skorar á Ísraela og Palestínumenn að leggja niður vopn. Tugir kvenna og barna meðal hinna látnu. Í RÚSTUNUM Særðum Palestínumanni hjálpað burt úr rústum byggingar eftir loftárás Ísraela á borgina Rafah á Gazaströnd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Frestur til að sækja um stöðu sérstaks saksóknara sem rannsaka á aðdraganda banka- hrunsins rennur út í dag. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra mun skipa í emb- ættið frá 1. janúar næst- komandi. Þegar skipað verður í embættið ber sérstaka saksóknaranum að birta opinberlega upplýsingar um hlutabréfaeign sína í fjármála- fyrirtækjum og skuldir við þau. Þá þarf hann einnig að upplýsa um starfsleg tengsl hans sjálfs, maka og náinna skyldmenna við þá sem sinnt hafa stjórnunar- stöðum í fjármálafyrirtækjun- um. - bj Skipun sérstaks saksóknara: Umsóknarfrest- ur að renna út BJÖRN BJARNASON Lögreglumenn reknir Í Egyptalandi hafa 280 lögreglumenn verið reknir og ákærðir fyrir að hafa brotið mannréttindi í starfi. Auk þess hafa á tólfta hundrað lögreglumanna verið reknir fyrir að hafa brotið af sér í starfi og misnotað völd sín. Mannrétt- indasamtök segja pyntingar daglegt brauð í fangelsum. EGYPTALAND Áfallalausar kosningar Seinni umferð forsetakosninga í Gana virtust hafa gengið friðsamlega og vel fyrir sig, eftir því sem kosninga- eftirlitsmenn og stjórnmálaskýrendur segja. John Kuofor lætur af embætti eftir tvö kjörtímabil, þannig að þetta er í annað sinn sem leiðtogaskipti í landinu fara fram með friðsamlegum hætti. GANA SVARAÐ MEÐ GRJÓTI Palestínumaður með slöngu að vopni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Geisladiskur, sem Chip Saltsman, repúblikani frá Tennessee, sendi félögum sínum í landsnefnd Repúblikanaflokksins um jólin ætlar að draga dilk á eftir sér. Á disknum var að finna lag grínistans Paul Shanklin, sem þykir heldur íhaldssamur, Barack, the Magic Negro. Í laginu, sem sungið er við gamla hippaslagar- ann Puff, the Magic Dragon, er kynþáttauppruni Obama dreginn í efa. Saltsman sækist nú eftir útnefn- ingu sem formaður landsnefndar- innar. Núverandi formaður, Robert M. Duncan, hefur sagst vera yfir sig hneykslaður á sendingunni. Saltsman, sem áður vann fyrir Mike Huckabee sem sóttist eftir útnefningu flokksins til forseta- framboðs, hefur hins vegar varið lagið og sagt það vera eina af fjöl- mörgum græskulausum pólitísk- um háðsádeilum. „Ég trúi því í einlægni að allir Bandaríkjamenn séu velkomnir í flokkinn okkar og leiðin til endur- reisnar Repúblikanaflokksins hefjist með einingu, ekki sundr- ungu. En ég veit að leiðtogar flokksins eiga að standa gegn tvö- földu siðgæði fjölmiðla og neita að fullnægja þörf þeirra fyrir hneyksli,“ sagði Saltsman. Talsmaður Obama, sem tekur við embætti í janúar, neitaði að tjá sig um málið. - kóp Geisladiskur með háðsádeilu á Barack Obama umdeildur hjá repúblikönum: Lag ýfir kynþáttaáhyggjur OBAMA Kynþáttur hans er ekki öllum Bandaríkjamönnum að skapi og nú hefur lag sem fjallar um hann vakið deilur í Repúblikanaflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 23.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,8308 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,82 124,42 183,13 184,03 173,12 174,08 23,218 23,354 17,625 17,729 15,801 15,893 1,3753 1,3833 191,00 192,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.