Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 16
16 29. desember 2008 MÁNUDAGUR © GRAPHIC NEWS FRÉTTAYFIRLIT ÁRSINS 2008 Janúar Apríl Júlí Október Febrúar Mars Maí Júní Ágúst September Nóvember Desember 1.-31. Yfir 800 féllu og allt að 600 þúsund hröktust frá heimilum sínum eftir að alda ofbeldis braust út í Kenía eftir deilur um niður- stöður forsetakosninga. 9. Tata Nano, ódýrasti fjöldaframleiddi bíll í heimi, var kynntur til leiks í Delí á Indlandi. 23. Þúsundir Palest- ínumanna flykktust yfir landamærin til Egypta- lands til að kaupa mat og eldsneyti. 2. Nicolas Sarkozy Frakklandsfor- seti giftist söngkonunni og fyrrum fyrirsætunni Cörlu Bruni. 13. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, bað innfædda Ástrala formlega afsökunar fyrir hönd ríkisins fyrir hina svokölluðu stolnu kynslóð. 17. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu þrátt fyrir hörð mótmæli Serba og Rússa. 2. Dmítrí Medvedev hlaut sannkall- aða rússneska kosningu í rúss- nesku forsetakosningunum. Vladimír Pútín, forveri hans í embætti, var kosinn forsætisráðherra. 27. Þúsundir týndu far- angri sínum og enn fleiri töfðust á ferðalagi sínu þegar ný flugstöðvar- bygging á Heathrow- flugvelli í London var tekin í notkun. 29. Niðurstöðum forsetakosninga í Simbabve var haldið leyndum vikum saman. Robert Mugabe, forseti landsins, neitaði að fara frá völdum þrátt fyrir að stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins virtist hafa unnið sigur. 15. Silvio Berlusconi var kjörinn forsætisráðherra Ítalíu í þriðja skipti. 26. Lögreglan í Austurríki hand- tók hinn 73 ára Josef Fritzl sem játaði að hafa haldið dóttur sinni fanginni í klefa undir húsi sínu í 24 ár, nauðgað henni reglulega og átt með henni sjö börn. 29. Ban Ki-moon, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu Þjóðanna, kom á laggirnar starfs- hópi til að takast á við hækkandi matvælaverð, eftir óeirðir í 37 löndum vegna matvæla- verðs. 2. Talið er að yfir 146 þúsund manns hafi látist þegar fellibylurinn Nargis skall á strandhéruð- um Búrma. Gríðarlegt eignatjórn varð. 8. Ólympíueldurinn fyrir sumarólympíuleikana 2008 komst á tind Everest-fjalls. 12. Jarðskjálfti upp á 7,9 á Richter-skala skók Sichuan-hérað í Kína. Talið er að um 87 þúsund hafi fallið. 7. Hillary Clinton lýsti því yfir að hún væri hætt baráttu um útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins og lýsti yfir stuðningi við Barack Obama. 8. Spánverjinn Rafael Nadal sigraði Roger Federer í franska meist- aramótinu í tennis. Þetta var fjórða árið í röð sem Nadal vann mótið. 11. Fyrrverandi konungur Nepals yfirgaf for- setahöllina eftir að landið var gert að lýðveldi. 2. Ingrid Betancourt hlaut frelsi ásamt fjórtán öðrum gíslum. Hún hafði verið fangi FARC-skæruliðanna í Kólumbíu í sex ár. 18. Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, fagnaði 90 ára afmæli sínu. 21. Bosníuserbinn Radovan Karadzic var handtekinn í Serbíu eftir að hafa verið á flótta undan alþjóðlegri réttvísi í tólf ár. 8. Meðal sigurvegara á Ólympíuleik- unum í Kína var bandaríski sundmaður- inn Michael Phelps, sem vann átta gull- verðlaun, og spretthlauparinn Usain Bolt, sem setti heimsmet í 100 og 200 metra hlaupi. 8. Georgía réðst með hervaldi gegn sjálfstjórnarhéraðinu Suður-Ossetíu, sem varð upphafið að skammvinnu en hörðu stríði við Rússland. 18. Pervez Musharraf sagði af sér sem forseti Pakistans, og kom þar með í veg fyrir að þing landsins setti hann af. 10. Fyrstu tilraunir gengu að óskum þegar risavaxinn öreindahraðall var gangsettur í Sviss. 15. Fall Lehman Brothers orsakaði fall stórra fjármálastofnana við upphaf stærstu fjármálakreppu sem heimurinn hefur þolað frá kreppunni miklu. 26. Ofurhuginn Yves Rossy flaug yfir Ermarsund með vængi og þotuhreyfil á bakinu á um níu mínútum, á um 200 kílómetra hraða á klukkustund. 1. Ford fagnaði því að 100 ár voru liðin frá því fyrsti Ford-T bíllinn leit dagsins ljós. 22. Indland sendi ómannað geimfar á braut um tunglið. 27. Harðir bardagar í Kongó milli uppreisn- arforingjans Laurent Nkunda og stjórn- arhersins leiddu til allsherjarupplausnar í landinu. 4. Demókratinn Barack Obama varð fyrsti hörundsdökki Bandaríkja- maðurinn til að verða kjörinn forseti.2. Hinn 23 ára Lewis Hamilton vann keppni öku- manna í Formúlu 1-kappakstrinum, yngstur ökumanna í sögu keppninnar. 26. Hryðjuverkamenn myrtu í það minnsta 172 í árásum í Mumb- ai á Indlandi. Það tók lögreglu rúmlega 48 stundir að ráða niðurlögum byssumannanna. 3. Starfsemi á stærsta millilandaflugvelli Taílands komst á réttan kjöl eftir átta daga mótmæli stjórnarandstæðinga. 7. Óeirðir brutust út í Aþenu og öðrum grískum borgum eftir að lögreglumaður skaut fimmtán ára dreng til bana. 15. Talið er að yfir 1.000 hafi látist af völdum kóleru í Simbabve, og um 20 þúsund til viðbótar smitast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.