Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 29. desember 2008 11 DÓMSMÁL Tæplega fimmtugur karl- maður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir grófa árás á lög- reglukonu. Maðurinn réðst á lögreglukonuna í Hafnarfirði síðastliðið sumar. Hann reif í hár hennar, stakk fingr- um sínum upp í munn hennar, klór- aði hana í tannholdið og sló hana með krepptum hnefa í vinstri kjálka. Í kjölfarið hlaut hún opið sár á vör og í munnholi, sem sauma þurfti með nokkrum sporum, og eymsli hægra megin í kjálka og kjálkalið. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt. Hann hafði áður hlotið fjögurra mánaða dóm í Hæstarétti, þar af þrjá skilorðsbundna í tvö ár. Í það skiptið var verið að flytja hann á slysadeild í kjölfar umferðar- óhapps. Þá réðst hann á lögreglu- mann sem sat með honum í aftur- sæti bifreiðarinnar og sló hann ítrekað með krepptum hnefum. Með árásinni á lögreglukonuna rauf hann skilorð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að lögreglukon- an er með lýtandi sár á vör, eymsli hægra megin í kjálka og kjálkalið. Árásin hefur valdið henni andlegri vanlíðan. Varanleg læknisfræðileg örorka var metin fimm prósent. - jss LÖGREGLUMAÐUR VIÐ UMFERÐAREFTIRLIT Héraðsdómur hefur dæmt mann í fangelsi fyrir árás á lögreglukonu. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir að ráðast á lögregluþjón í kjölfar umferðaróhapps. MYNDIN ER ÚR SAFNI Tæplega fimmtugur karl hefur í tvígang verið dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn við störf: Árs fangelsi fyrir grófa árás á lögreglukonu HVERAGERÐI Laun bæjarstarfs- manna í Hveragerði verða skert samkvæmt drögum að fjárhagsá- ætlun bæjarins fyrir næsta ár. Bæjarstjórnin gerir líka kröfur til stjórnenda bæjarins um hagræðingu og lækkun rekstrarkostn- aðar. Launalækk- unin felst í því að umsamin föst yfirvinna starfsmanna verður skert um 10 prósent og föstum bílastyrkjum verður sagt upp og akstur í staðinn greiddur eftir aksturs- dagbókum. Þá eiga laun bæjar- stjórans að lækka um 10 prósent og laun bæjarfulltrúa að lágmarki um 10 prósent. - gar Fjárhagsáætlun næsta árs: Kjaraskerðing í Hveragerðisbæ ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR HAFNARFJÖRÐUR Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vilja lækka kostnað við laun og kjör bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og fulltrúa í ráðum og nefndum um allt að 15 prósent á árinu 2009. „Fyrirséð er mikil tekjuskerð- ing bæjarins sem verður að mæta með niðurskurði og við þær aðstæður er eðlilegt að stjórn- kerfi bæjarins gangi á undan með góðu fordæmi,“ segir í greinar- gerð með tillögu sjálfstæðis- manna sem meirihluti Samfylk- ingar vísaði í sérstakan starfshóp bæjarráðs sem vinnur að undirbúningi fjárhagsáætlunar. „Þar er allt til skoðunar, þar með talin launakjör kjörinna fulltrúa.“ - gar Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði: Fulltrúar lækki launakostnað RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarráði Hafnarfjarðar. FJÁRMÁL Sveitarstjórn Djúpavogs- hrepps kvefst þess að forsvars- menn Giftar/Samvinnutrygginga GT upplýsi hvernig höndlað var með eignarhluti hreppsins og annarra eigenda í Gift. „Jafn- framt samþykkir sveitarstjórn að óska eftir því við lögfræðideild Sambands íslenzkra sveitarfélaga að hún sjái til þess að fram fari opinber rannsókn á því misferli sem þarna virðist hafa átt sér stað, þegar almannafé, sem var meðal annars eyrnamerkt nokkrum sveitarfélögum, mun hafa verið notað til glæfralegra fjárfestinga, án nokkurs samráðs við eigendur fjárins.“ - gar Sveitarstjórn Djúpavogs: Misferli í Gift verði rannsakað Nýr forstöðumaður í vor Fjórir sækja um stöðu forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, þau Gísli Sigurðs- son, Guðrún Nordal, Kristján Árnason og Úlfar Bragason. Vésteinn Ólason lætur af störfum forstöðumanns 1. mars. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna. ÁRNASTOFNUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.