Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BJÖRGUNARSVEITIR safna gömlum farsímum undir yfirskriftinni Svaraðu kallinu. Símarnir verða sendir til þýsks fyrirtækis sem endurnýtir símana og sendir suma þeirra til þróunarlanda. Björgunarsveitirnar munu taka á móti símum á flugeldasölustöðum um allt land. Ekki stendur á svörum hjá Sirrý spákonu þegar hún er beðin um að rýna inn í árið 2009. Hún segir að á flestum brenni sú spurning hvað verði um ríkisstjórnina. „Ég get ekki séð að það verði kosningar enda væri það að mínu mati fásinna að boða til þeirra. Þá myndu þeir sem tækju við bara afsaka gjörðir sínar með því að segja að þeir væru að hreinsa upp skítinn eftir hina og það myndi kalla yfir okkur eitthvað enn þá verra. Það verða samt sviptingar innan ríkisstjórnarinnar og það verður hreinsað til,“ fullyrðir Sirrý. Hún á von á því að einhverjir peningar muni skila sér til baka úr vasa fjárglæpamanna eins og hún kýs að kalla þá. „Mér finnst líka eins og fleiri hneyksli, sem tengjast Jóni Ásgeiri og Björ- gólfsfeðgum, eigi eftir að koma upp á yfirborðið. Nú ef við snúum okkur að Davíð Oddsyni þá get ég ekki séð að hann komi til með að hætta sem seðlabankastjóri og á ekki von á því að hann verði rek- inn. Ef hann hættir þá gerir hann það á eigin forsendum en ég get ekki séð að það verði á næsta ári.“ Sirrý segir að alvarlegum umferðarslysum komi til með að fækka á næsta ári og hún á ekki von á náttúruhamförum. „Það verður eflaust vart við einhverja skjálftavirkni en ég á ekki von á alvarlegum hamförum. Ég á hins vegar von á því að fíkniefnalög- reglan eigi eftir að finna mikið magn af fíkniefnum og að hún muni jafnvel ná að uppræta stór- an fíkniefnahring. Það verða einn- ig breytingar á útlendingalöggjöf- inni í þá veru að landið verður ekki eins opið og verið hefur. Sirrý segir von á áþreifanleg- um breytingum í júní. „Mér finnst eins og það fari að birta til hjá okkur í júní. Það þurfa auðvitað allir að sníða sér stakk eftir vexti í ríkjandi árferði en mér finnst fólk ekki þurfa að vera svona svartsýnt og óttaslegið því með vorinu birtir til. vera@frettabladid.is Fleiri hneyksli koma upp á yfirborðið á næsta ári Í lok árs lítur fólk um öxl og skoðar farinn veg en mörgum leikur einnig forvitni á að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Fréttablaðið fékk Sirrý Sigfús spákonu til að skyggnast inn í framtíðina. Sirrý setur sig í sérstakar stellingar og þannig streyma upplýsingarnar til hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Gaujabúð við Bakkavör Við Holtagarða Við BT í Skeifunni Gróubúð Grandagarði Við Vestur- bæjarlaugina Við Heklu Laugavegi Þinn stuðningur skiptir öllumáli 28. des. kl. 10-22 29. des. kl. 10-22 30. des. kl. 10-22 31. des. kl. 8-16 w w w . l a n d s b j o r g . i s • w w w . b j o r g u n a r s v e i t . i s „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki “Glæsilegt undir áramótadressið!”

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.