Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 28
24 29. desember 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Framan af ári kom hingað hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri til að skemmta landi og þjóð. Fréttablaðið tók saman stærstu nöfnin sem komu hingað en vegna efnahags- ástandsins verður væntan- lega einhver bið eftir því að fleiri flytjendur af þessari stærðargráðu reki á fjörur Íslendinga. Gamlar hetjur heimsóttu Ísland WHITESNAKE David Coverdale og félagar í Whitesnake komu aftur til Íslands eftir langa bið og tróðu upp í Laugardalshöll 10. júní við góðar undirtektir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BOB DYLAN Bob Dylan hélt sína aðra tónleika hér á landi í Nýju-Laugar- dalshöllinni 26. maí og stóð sig með mikilli prýði. Einhverjir söknuðu þó fleiri þekktra laga úr smiðju hans, enda af nógu að taka þar á bæ. ERIC CLAPTON Gítarhetjan Eric Clapton sýndi fingrafimi sína á tónleikum í Egilshöll 8. ágúst fyrir framan fjölda áhorfenda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JOHN FOGERTY Fyrrum forsprakki Creedence Clearwater Revival hélt uppi góðri stemn- ingu í Laugardalshöllinni 21. maí og spil- aði öll sín vinsælustu lög, þar á meðal Proud Mary, Down on the Corner og Bad Moon Rising. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PAUL SIMON Tónleikar Pauls Simon fóru fram í Laugardalshöll 1. júlí og kunnu áhorfendur vel að meta ómþýða tóna hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JAMES BLUNT Bretinn James Blunt hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, enda var troðfullt í Laugar- dalshöllinni 12. júní á tónleikum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Magneat er lítil græja sem er hugsuð til að halda utan um snúrur á heyrnartólum fyrir iPoda, mp3-spilara, farsíma og allt þetta sem fólk er að nota í dag,“ segir Pétur Guðmundsson hönnuður. „Þetta er segull sem þú vindur snúrunni upp á og smellir svo á þig græjunni. Snúruflækjur eru úr sögunni.“ Pétur segir Magneat vera sniðuga lausn á vandamáli sem margir glími við. Snúrur séu hannaðar fyrir þá stærstu og þvælist því fyrir þeim sem minni eru. Auk Péturs eiga þeir Ísak Winther og Daði Agnars- son heiðurinn að Magneat. Þeir reka saman fyrirtækið Preggioni, sem einbeitir sér um þessar mundir aðallega að Magneat. Að sögn Péturs hefur það tekið þá félaga um tvö ár að hanna og láta framleiða vöruna, sem er hægt að fá í mörgum útgáfum. Magneat kom á markaðinn í byrjun október og hefur rokselst, bæði í verslunum hér á landi og einnig til útlanda í gegnum vefverslun á heimasíðunni magneat. com. „Við höfum verið að fá ansi góða umfjöllun úti í heimi,“ segir Pétur, en á næstunni verður farið að selja Magneat í verslunum víðs vegar um heiminn. - þeb Snúruflækjurnar úr sögunni MARGAR TEGUNDIR MAGNEAT Til eru margar útgáfur af Magneat, og sífellt er verið að hanna nýjar. TVEGGJA ÁRA VINNA SKILAR ÁRANGRI Þeir Pétur Guðmundsson og Ísak Winth- er eiga heiðurinn að Magneat ásamt Daða Agnarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Myndbandið við Wanderlust, lag Bjarkar Guðmundsdóttur, var valið besta myndband ársins 2008 af tónlistartímaritinu Spin. Spin gerði lista yfir tuttugu bestu myndböndin á árinu 2008. Það er Encyclopedia Picture sem gerði myndbandið, en það eru tveir ungir leikstjórar, Sean Hellfritsch og Isaiah Saxon. Myndbandið er í þrívídd og allt var það handgert. Það tók þá um níu mánuði að gera myndbandið. Myndband Bjarkar flottast ÚR MYNDBANDINU Myndbandið við lagið Wanderlust, sem er í þrívídd, var valið besta myndband ársins af tónlist- artímaritinu Spin. 1. Björk, „Wanderlust“ 2. British Port Authority, „Toe Jam“ 3. Gnarls Barkley, „Going On“ 4. Weezer, „Pork and Beans“ 5. Radiohead, „House of Cards“ 6. MGMT, „Time To Pretend“ 7. The Chemical Brothers, „Midnight Madness“ 8. Le Le, „Breakfast“ 9. Beyoncé, „Single Ladies“ 10. Devendra Banhart, „Carmensita“ 11. Thunderheist, „Jerk It“ 12. Terry Lynn, „The System“ 13. Utah Saints, „Somethin Good ‘08“ 14. Yeasayer, „Wait for the Summer“ 15. Feist, „I Feel It All“ 16. Bowerbirds, „In Our Talons“ 17. Bert and Ernie, „Ante Up“ 18. Omaha Bitch, „Orgasmic Troopers“ 19. Vampire Weekend, „Cape Cod Kwassa Kwassa” 20. Stars, „Bitches In Tokyo” Listi Spin yfir bestu myndböndin er svona: > BECKHAM KVEÐUR PEPSI David Beckham hefur ákveðið að segja skilið við gosdrykkjafram- leiðandann Pepsi eftir tíu ára sam- starf. Beckham hefur undanfarinn áratug verið andlit Pepsi en hefur ákveðið að segja skilið við þann hluta lífs síns. Beckham sagði í yfirlýsingu að þetta hefðu verið góð tíu ár en þar hefði hann meðal ann- ars fengið tækifæri til að leika á móti þeim Jennifer Lopez og Beyoncé. Michael Lohan, pabbi leikkonunn- ar Lindsay Lohan, er æfur út í kærustu hennar, Samönthu Ronson, og segir hana hafa slæm áhrif á dóttur sína. Segir Michael Lohan að hann hafi undir höndum mikið magn gagna sem sanni hversu slæm Ronson sé og hótar að gera gögnin opinber. „Hvaða alvöru vinnu hefur Lindsay fengið síðan hún byrjaði með Sam? Hún ætti kannski að fylgja fordæmi Britney og Drew og koma úr svartnættinu inn í ljósið,“ segir hann. Michael er æfur vegna bloggfærslu sem birt var á Myspace-síðu Lindsay þar sem hann er gagnrýndur fyrir að eignast barn utan hjónabands síns og móður Lindsay. Vill Michael meina að Ronson hafi skrifað bloggfærsluna. „Ég mun leggja fram tölvupósta, SMS og hljóðupptökur sem sanna munu mál mitt. Ef Sam er til, þá er ég til.“ Skemmir líf Lindsay LINDSAY LOHAN Pabbi leikkonunnar er æfur út í Samönthu Ronson, kærustu hennar. Guy Ritchie og Madonna grófu stríðsaxirnar yfir hátíðarnar og héldu saman jól. Reyndar eyddu þau bara öðrum degi jóla saman en á jóladag var Guy með strákunum sínum David Banda og Rocco á heimili sínu í Wiltskíri. Mæðgurnar Madonna og Lourdes opnuðu hins vegar pakkana saman í glæsilegri íbúð í London sem hún og Guy áttu saman fyrir skilnaðinn. Á annan dag jóla sameinaðist fjölskyldan hins vegar í góðan göngutúr og að sögn sjónarvotta virtist fara nokkuð vel á með þeim Madonnu og Guy. „Þau virtust staðráðinn í að halda fjölskyldunni saman yfir jólin,“ sagði einn sjónarvottur við breska blaðið The People. „Það var eins og þau vildu sýna heimsbyggðinni að allar deilur hefðu verið lagðar til hliðar og að jólin skyldu vera gleðileg fyrir börnin,“ bætti sjónarvotturinn við. Saman yfir hátíðarnar SAMAN Madonna og Guy stóðu við stóru orðin og héldu saman jól.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.