Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 24
20 29. desember 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1845 Texas verður 28. ríki Bandaríkjanna. 1908 Ofsaveður gerir á Suður- landi. Kirkjur á Stóra-Núpi og Hrepphólum fjúka og brotna. 1920 Stjórnvöld í Júgóslavíu banna Kommúnistaflokk- inn. 1940 Þjóðverjar hefja sprengju- árás á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni. 1955 Barbra Streisand tekur upp fyrsta lag sitt, þá 13 ára gömul. 1982 Jamaíka gefur út frímerki til heiðurs Bob Marley. 1985 Brjóstmynd af Gunnari Thoroddsen afhjúpuð við Fríkirkjuveg í Reykjavík, á 75 ára fæðingarafmæli hans. AFMÆLI EDDA RÓS KARLSDÓTTIR hagfræðingur er 43 ára. HUGINN FREYR ÞORSTEINSSON friðarsinni er 30 ára. Václac Havel var kjörinn forseti Tékkóslóvakíu þennan dag fyrir nítján árum. Havel er tékkneskt leikritaskáld, rithöfund- ur og stjórnmálamaður. Hann var tíundi og síð- asti forseti Tékkóslóvak- íu, frá 1989 til 1992, og fyrsti forseti Tékklands, frá 1993 til 2003. Havel hefur skrifað á þriðja tug leikrita og ótal bækur sem þýddar hafa verið yfir á fjölmörg tungumál. Havel hóf afskipti af stjórnmálum í Tékkóslóv- akíu snemma á sjöunda áratugnum. Hann var fangelsaður fyrir þátttöku sína í mannréttinda- baráttunni Charter 77 árið 1977, en í henni vakti hann heimsathygli fyrir forystu sína í stjórn- arandstöðuflokkn- um Civic Forum. Það var svo í Flauelsbylt- ingunni árið 1989 sem Havel settist í forseta- stól, en í því hlutverki breytti hann Tékkó- slóvakíu, og síðar Tékk- land, í fjölflokka lýð- ræðisríki. Á þeim þrett- án árum sem Havel gegndi embætti for- seta urðu stórstígar framfarir hjá þjóð hans, þar á meðal aðskilnaður við Slóvakíu, innganga í NATO og upphaf viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, sem lauk árið eftir að hann lét af embætti. ÞETTA GERÐIST: 29. DESEMBER 1989 Václav Havel forseti Tékkóslóvakíu TED DANSON LEIKARI ER 61 ÁRS Í DAG. „Það fer um mig þegar ég leiði hugann að klónun manna. Hverj- um datt sú vitleysa í hug? Nú verður að gjöra svo vel að útbúa lista yfir fólk sem má og má alls ekki láta klóna sig.“ Ted Danson er mörgum minnisstæð- ur í hlutverki Sams Malone í sjón- varpsþáttunum Staupasteini, sem sýndur var í tylft ára. Hann er ötull náttúruverndarsinni og ljær hafinu mestu krafta sína. „Það var á kaupfélagsfundi á Völlum í Svarfaðardal að nokkrir af helstu út- vegsmönnum við utanverðan Eyja- fjörð voru staddir til skrafs og ráða- gerða í mars 1908. Þá ákváðu þeir að boða til almenns fundar útvegsmanna í Hrísey síðar í mánuðinum; til að ráða áhugamálum sínum, en einkum að stofna útgerðarmannafélag,“ segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmda- stjóri útgerðarsviðs Samherja. Kristj- án er núverandi formaður Útvegs- mannafélags Norðurlands sem varð aldargamalt á því herrans ári sem nú er að líða. Fundurinn í Hrísey var haldinn 16. mars 1908, þar sem mættu fjörutíu út- vegsmenn austan og vestan Eyjafjarð- ar. Umræður voru líflegar og allir sem tóku til máls voru á þeirri skoðun að nú væri tímabært að stofna samtök útvegsmanna. „Að því loknu sneru fundarmenn sér að því að ræða hagsmunamál út- gerðarinnar, sem eru í stórum dráttum þau sömu nú og fyrir hundrað árum. Þau lúta að rekstrarkostnaði útgerða, sem mönnum er ávallt hugleikinn, en þrír stærstu kostnaðarliðirnir þar eru olíu-, veiðarfæra- og launakostnaður, ásamt ytri aðstæðum, aflagengd og markaðsaðstæðum,“ segir Kristján. Í auglýsingu sem birtist í Norðra þann 7. apríl 1908 er boðað til stofnfund- ar Útvegsmannafélags Norðurlands í Hrísey 28. apríl sama ár, þar sem álits- gerð um stöðu sjávarútvegs Norðlend- inga var lögð fram. Þar kemur fram að sjávarútvegur við Norðurland var orðinn þýðingarmikill atvinnuvegur og stundaður af sérstakri stétt útvegs- manna, en ekki sem aukavinna bænda, eins og áður hafði tíðkast. „Útvegsmannafélag Norðurlands er enn í dag félagsskapur útvegsmanna á Norðurlandi sem eru með rekst- ur á stærri skipum, allt frá Hvamms- tanga til Þórshafnar á Langanesi. Stofnfélagar voru upphaflega þrjá- tíu og fleiri útvegsmannafélög voru stofnuð á Íslandi um líkt leyti. Í dag hefur þeim fækkað verulega á Norð- urlandi, en alls eru nú sautján félög í Útvegsmannafélagi Norðurlands, sem starfar undir Landssamtökum íslenskra útvegsmanna (LÍÚ),“ segir Kristján. Hann bætir við að nútíma- maðurinn glími enn við sömu hindran- ir og fyrirrennarar hans í íslenskum sjávarútvegi fyrir hundrað árum. „Spurning morgundagsins er allt- af gangandi og sú sama: Getum við selt vörurnar á morgun líka? Miðað við stöðu dagsins í dag er sú spurning mjög áleitin, jafnvel þótt vel gangi. Íslendingar hafa ekki enn áttað sig á því að fjármálakrísan hrellir flesta heimsbúa um þessar mundir og það erum ekki bara við sem skerum dýr- asta kjötið af matseðli okkar. Út- lendingar gera það líka, hafa breytt neyslumynstrinu og sniðganga dýrari fisktegundir eins og þorsk og humar í auknum mæli.“ Engin hátíðahöld eru áformuð vegna tímamótaafmælis Útvegsmannafélags Norðurlands. „Við erum nú ekkert sér- staklega veisluglaðir og stendur ekki til að gera mikið úr afmælinu héðan af, en minnumst þessara merku tímamóta vitaskuld með stolti.“ thordis@frettabladid.is ÚTVEGSMANNAFÉLAG NORÐURLANDS: KVEÐUR 100 ÁRA AFMÆLISÁR SITT Hagsmunamál útvegsmanna þau sömu og fyrir öld síðan ÚTGERÐ STÓRRA SKIPA Í 100 ÁR Kristján Vilhelmsson um borð í nótaskipinu Súlunni. Súlan hefur ávallt verið aflasæl og fangar afla sinn með hringnót. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL Vökudeild Barnaspítala Hringsins fékk nýlega höfð- inglega gjöf frá Gunnari Helga Stefánssyni og fjöl- skyldu hans. Um er að ræða 900 þúsund krónur sem hann vann í Happdrætti Há- skóla Íslands. Fjölskyld- an ákvað að láta féð renna til tækjakaupa fyrir vöku- deildina. Ætlunin er að gjaf- aféð verði notað til kaupa á blóðgasa- og sýrustigsmæli sem einkum mun nýtast við sjúkraflutning á nýburum. Slíkur mælir eykur til muna öryggi barna við sjúkra- flutninga. Gunnar Helgi, sem nú er tveggja ára, vó aðeins 3 merkur við fæðingu og dvaldi hann fyrstu fjóra mánuði ævinnar á vöku- deildinni. Þrátt fyrir að hafa verið veikburða við fæðingu er hann kröftugur drengur í dag og augasteinn foreldra sinna. Tveggja ára gefur vinning GÓÐ GJÖF Gunnar Helgi með foreldrum sínum, Friðriku H. Geirsdóttur og Stefáni H. Hilmarssyni, ásamt nokkrum starfsmönnum vökudeild- arinnar. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Líndal Benediktsson Neðri-Hundadal, lést laugardaginn 20. desember á Landspítalanum. Útför fer fram frá Kvennabrekkukirkju, Dalasýslu, þriðudaginn 30. desember kl. 14.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E fyrir alúðlega umönnun og hlýju. María G. Líndal og fjölskylda, Svana Guðmundsdóttir og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Teitur Magnússon skipstjóri, Kirkjulundi 8, Garðabæ, sem lést laugardaginn 20. desember, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 30. desember kl. 15.00. Guðný Sæmundsdóttir Margrét Teitsdóttir Jón Ásgeir Eyjólfsson Magnús G. Teitsson Erla S. Ragnarsdóttir Oddný S. Teitsdóttir Ari F. Steinþórsson barnabörn og barnabarnabörn. MARIANNE FAITHFULL söngkona er 62 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.