Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 8
8 29. desember 2008 MÁNUDAGUR MENNTAMÁL Skerða verður nám fanga ef ekki kemur til fjárfram- lag á fjáraukalögum. Fjármagn vantar til að kosta áfram sérstak- an námsráðgjafa fyrir fangelsin hér á landi. Þetta segir Örlygur Karlsson, skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Ríkisstjórnin samþykkti í jan- úar í fyrra að ráðinn yrði náms- ráðgjafi í fangelsin, að því er Örlygur greinir frá. Mál skipuðust á þann veg að námsráðgjafinn yrði á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem myndi greiða honum laun fyrir starf hans í öllum fangelsum landsins. Ráðinn var starfsmaður, fyrstu mánuðina í hálft starf, en síðan í fullt starf frá og með 1. ágúst. Þetta er í fyrsta skipti, að sögn Örlygs, sem námsráðgjafi hefur verið ráðinn beint í fangels- in. Í frumvarpi til fjáraukalaga nú er ekki gert ráð fyrir fjárhæð til stöðugildis námsráðgjafans. „Nú erum við búin að greiða einhverjar milljónir til starfsem- innar á þessu ári,“ útskýrir Örlyg- ur. „Ef það kemur enginn pening- ur í hana á næsta ári verð ég að skera einhvers staðar niður á móti því. Auk þessa er svo niður- skurður í kerfinu í heild. Það ligg- ur því fyrir að skera niður í kennslu fanganna á Litla-Hrauni ef ekki kemur til fjárveiting. Ég vona að þetta sé einhver misskilningur, sem verið sé að leiðrétta, en ekki sé um að ræða beinan niðurskurð. Ég vil vera bjartsýnn og trúa því að til þessa þurfi ekki að koma.“ Örlygur segir að námsráðgjafinn hafi verið að vinna mjög gott starf við að aðstoða fólk í fangelsum landsins við að átta sig á því hvaða nám það vilji stunda og vekja samhliða því námsáhuga hjá föngunum. „Ef ekki fæst fjárveiting erum við að snúa til baka og fara á núll- reitinn aftur. Það væru mikil von- brigði fyrir alla sem tengjast þessu. Það er verið að reyna að endurhæfa menn úti í fangelsunum og koma þeim aftur út í lífið. Námið er einn hluti slíkrar endurhæfingar.“ Örlygur kveðst hafa leitað svara um framhald málsins hjá viðkom- andi stjórnvöldum. Þau svör liggi ekki fyrir. jss@frettabladid.is FANGELSIÐ Á LITLA-HRAUNI Nám fanga þar verður að líkindum skert ef ekki kemur til fjárframlag á fjáraukalögum til að kosta sérstakan námsráðgjafa. Skerða verður nám fanga að óbreyttu Nám fanga á Litla-Hrauni verður skert ef fram heldur sem nú horfir. Fjárveit- ingu vantar á fjáraukalögum til að kosta námsráðgjafa sem starfað hefur í fangelsum landsins. Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands bíður svara. SAMFÉLAGSMÁL Fáar vísbendingar eru komnar fram um slæm áhrif kreppunnar á börnin í borginni. Þetta segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík og formaður „Barnanna í borginni“, viðbragðsteymis sem ætlað er að fylgjast með líðan og högum barna á krepputímum. Teymið tók til starfa í október og hefur síðan hist á viku til tveggja vikna fresti. Sérstakar gætur eru hafðar á þeirri þjónustu sem kostar peninga. Það eru meðal annars skólamáltíðir, frístundaheimili og leikskólagjöld. „Við erum nýbúin að fá tölur fyrir nóvember- mánuð og sjáum ekki marktækan mun á október og nóvember.“ Foreldrar virðist ekki farnir að draga úr því að kaupa hádegismat fyrir börnin sín í skólanum, eins og margir óttast að verði raunin. „Við skoðum líka vanskil. Þau hafa heldur ekki aukist á milli mánaða.“ Þá segir hann foreldra ekki í nokkrum mæli farna að draga börnin sín út úr frístunda- þjónustu. „Annars eru menn sammála um að við séum enn ekki farin að finna fyrir áhrifum kreppunnar fyrir alvöru,“ segir Ragnar. „Við vöktum því þessi mál eins vel og við getum. Það má búast við því að þetta þyngist þegar líður á veturinn.“ - hhs Viðbragðsteymið „Börnin í borginni“ fylgist vel með kreppumerkjum: Börnin fá enn þá hádegismat LEIKANDI Ekki er enn farið að bera á vanskilum á greiðslum foreldra fyrir skólamáltíðir, frístundaheimili og aðra þjónustu við börn í Reykjavík. MYNDIN ER ÚR SAFNI 1 Hvað bíða mörg þingmál afgreiðslu á Alþingi? 2 Hver er skólameistari Tækni- skólans? 3 Hvaða bók þótti hafa versta titilinn á árinu samkvæmt álits- gjöfum Fréttablaðsins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 NOREGUR Norsk stjórnvöld hafa óskað eftir upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum um mexíkóska kókaínglæpahringi. Sú skrifstofa SÞ sem fylgist með og berst gegn útbreiðslu eiturlyfja telur að mexíkóskir kókaínglæpa- hringir hafi áhuga á að nota Ósló sem brú inn á evrópskan kókaín- markað, að sögn Aftenposten. Norðmenn hafa óskað eftir því að skrifstofan útskýri á hverju hún byggi grun sinn og veiti norskum stjórnvöldum aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nýtist í baráttunni gegn mex- íkósku glæpahringjunum. Fulltrúi SÞ segist hafa frétt af áhuga Mexíkómannanna í Aftenposten. - ghs Eiturlyfjaskrifstofa SÞ: Ósló brú fyrir kókaínhringi SVÍÞJÓÐ Eldri kona í Svíþjóð sló strák með stafnum sínum í sumar og var dæmd til að greiða bætur fyrir vægt ofbeldi. Nú hefur jólakortum í hundraða tali rignt yfir konuna frá því fyrir jól, að sögn Hufvudstadsbladet. Strákurinn sem konan sló hafði verið að troða ónýtum kirsuberj- um í póstkassann hjá kerlu þegar hún opnaði útidyrnar og sá hann standa fyrir utan ásamt vinum sínum. Hún snöggreiddist og reiddi stafinn til höggs og lét vaða. Konan var dæmd í haust og í framhaldi af því ákváðu nágrann- ar hennar að safna fé fyrir bótunum og á netinu hófst herferð þar sem fólk var hvatt til að senda þeirri gömlu jólakort til að gleðja hana. - ghs Eldri kona í Svíþjóð: Sló strák og fær fjölda jólakorta STOKKHÓLMUR, AP Gagnvirk sýning á sviðsbúningum, hljóðfærum og minnisverðum hlutum úr sögu ABBA-söngflokksins ástsæla fer í fimm ára langa heimsreisu á næsta ári. Þetta tilkynntu sænskir skipuleggjendur sýningarinnar fyrir skömmu. Magnus Danielsson, aðalskipu- leggjandi sýningarinnar, taldi líklegt að almenningur í Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum fengi tækifæri til að njóta sýningarinn- ar á næstu árum, ásamt fleiri ónafngreindum löndum. - kg Sýning í heimsreisu: ABBA-sýning á fimm ára túr ABBA Svíarnir vinsælu hafa selt yfir 370 milljónir platna. PAKISTAN, AP Tugþúsundir manna komu saman í Pakistan á laugar- dag til að minnast Benazir Bhutto. Ár var þá liðið frá því að hún var myrt á leið af kosningafundi í Rawalpindi, þegar hún sóttist eftir því að verða forsætis- ráðherra í þriðja sinn. Ekkill Bhutto og forseti Pakistan, Asif Ali Zardari, sagði í minningarræðu um konu sína að hún hefði verið píslarvottur og Pakistan myndi halda áfram á þeirri braut sem hún hefði markað. - þeb Ár frá morði Benazir Bhutto: Mikill fjöldi minntist Bhutto FÉLAGSMÁL Eitt til tvö íslensk ungabörn eru ættleidd á ári hverju og þá gjarnan af skyld- mennum. Aftur á móti eru allt að tuttugu börn ættleidd frá útlöndum á hverju ári. Íslenskt barn er oft ættleitt af einhverjum sem móðirin þekkir til og í samræmi við henn- ar óskir, að sögn Braga Guðbrandssonar, for- stöðumanns Barnaverndarstofu. Bragi segir að frumættleiðingar ungra íslenskra barna heyri nánast til undantekninga, séu kannski ein til tvær á ári. Margar ástæður séu þar að baki, þar á meðal tilkoma velferðar- kerfisins. Nú sé til dæmis mun sjaldgæfara en áður að börn fæðist inn í örbirgð auk þess sem nú til dags séu til getnaðarvarnir sem geri fólki kleift að stjórna barneignum. „Börn sem koma óvelkomin í heiminn eru mun færri en áður,“ segir Bragi og bendir á að fyrir allmörgum árum hafi fóstureyðingarlög- gjöfinni verið breytt þannig að meira tillit sé nú tekið til aðstæðna kvenna. Á fyrri hluta síðustu aldar átti fólk þess ekki kost að stjórna barneignum og því áttu mæður ekki annarra kosta völ en að láta börn frá sér sökum fátæktar og óöryggis í afkomu. Bragi telur að konur hafi ekki mætt fordómum heldur frekar skilningi í samfélaginu. Þannig sé það enn. Um 4.500 börn fæddust á Íslandi árið 2007. Frumættleiðingar barna tíu ára og yngri voru 33 talsins frá 1990 til 2007, þar af voru fimmtán börn yngri en eins árs og sex börn voru á öðru ári. - ghs Ættleiðingar ungra íslenskra barna heyra nánast til undantekninga: Eitt til tvö íslensk börn ættleidd á ári FÁ BÖRN ÆTTLEIDD INNANLANDS Ættleiðingar ungra íslenskra barna hafa verið afar fátíðar undanfarin ár. Fundu landa og bruggtæki Lögreglan á Selfossi fann 25 lítra af landa auk bruggtækja í íbúð í upp- sveitum Árnessýslu á dögunum. Íbúi í íbúðinni viðurkenndi að eiga tækin og bruggið, sem hann sagði aðeins ætlað sér. LÖGREGLUMÁL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.