Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 34
30 29. desember 2008 MÁNUDAGUR N1-deildarbikar karla Fram-Haukar 35-29 (18-9) Mörk Fram (skot): Guðjón Finnur Drengsson 7 (10), Rúnar Kárason 7 (17), Jóhann Gunnar Einarsson 5 (6), Halldór Jóhann Sigfússon 5/2 (9/2), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Andri Berg Haraldsson 3 (7), Brjánn Guðni Bjarnason 2 (2), Guðmundur Hermannsson 1 (1), Björn Guðmundsson (2). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/2 (48/4 47,9%), Davíð Svansson (4/2 0%). Hraðaupphlaup: 6 (Guðjón 4, Brjánn, Haraldur) Fiskuð víti: 2 (Rúnar, Halldór) Utan vallar: 14 mínútur Mörk Hauka (skot): Freyr Brynjarsson 4 (5), Andri Stefan Guðrúnarson (5), Elías Már Hall- dórsson 1 (2), Sigurbergur Sveinsson 2 (7/1), Arnar Jón Agnarsson 1 (6), Gísli Jón Þórisson 6 (9), Gunnar Berg Viktorsson 1 (2), Einar Örn Jónsson 6/4 (8/5), Kári Kristján Kristjánsson 8 (12). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 12 (36 33,3%),Gísli Guðmundsson 9 (20/2 45%) Hraðaupphlaup: 10 (Freyr 3, Gísli 3, Kári 2, Sigurbergur, Elías) Fiskuð víti: 6 (Kári 2, Pétur, Stefán, Sigurbergur, Gunnar) Utan vallar: 2 mínútur N1-deildarbikar kvenna Haukar-Stjarnan 27-28 (14-14) Mörk Hauka (skot): Ramune Pekarskyte 9/2 (18/2), Hanna G. Stefánsdóttir 7/3 (9/5), Nína K. Arnfinnsdóttir 4 (8), Nína Arnfinnsdóttir 2 (4), Erna Þráinsdóttir 2 (6), Hekla Hannesdóttir 1 (1), Herdís Hallsdóttir 1 (1), Ester Óskarsdóttir 1 (2). Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 18 (35/6, 51%), Bryndís Jónsdóttir 6/1 (17/2, 35%). Hraðaupphlaup: 8 (Hanna 2, Erna 2, Ramune 2, Nína, Hekla). Fiskuð víti: 7 (Ester 3, Nína 2, Nína Kristín, Hanna). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Petrache 12/6 (23/7), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 3/1 (3/1), Kristín Clausen 3 (6), Indíana Jóhannsdóttir 2 (2), Sólveig Lára Kjærn- ested 2 (6), Þórhildur Gunnarsdóttir 1 (2), Hildur Harðardóttir 1 (3). Varin skot: Florentina Stanciu 17/1 (44/7, 39%). Hraðaupphlaup: 6 (Indíana 2, Kristín 2, Sólveig Lára, Elísabet). Fiskuð víti: 8 (Elísabet 4, Indíana 2, Sólveig Lára, Þórhildur). Utan vallar: 8 mínútur. Þýski handboltinn Wetzlar-Hamburg 28-29 (17-16) ÚRSLIT 9. HVERVINNUR! HANN ER OFURHETJA, ÁN OFURHETJUKRAFTA , FRUMSÝND 26. DESEMBER Með íslen sku og en sku tali Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. SENDU SMS ESL BOLT Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo á Bolt · DVD myndir Tölvuleikir · Varningur tengdu r myndinni · Fullt af Pepsi. HANDBOLTI Fram vann ótrúlega auðveldan sigur á Haukum í úrslit- um N1-deildarbikars karla, 35-29, í Laugardalshöll í gær. Framarar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks á sama tíma og Haukar voru á hálfum hraða. „Þetta var ótrúlega auðvelt í dag. Við vorum á 100 prósent keyrslu, einbeittir og með góða færslu í vörninni. Það skilaði sér, við fengum mörg hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og Magnús átti leik lífsins í rammanum,“ sagði stór- skyttan Rúnar Kárason en Magn- ús Gunnar Erlendsson var frábær í markinu og varði 65 prósent skota Hauka í fyrri hálfleik. „Það gerði þeim erfitt fyrir og okkur auðvelt. Það fer lítið púður í þetta þegar maður þarf ekki að spila sókn og fær mörg hraðaupp- hlaup. Þessi stórkostlega vinnsla á okkur í fyrri hálfleik var lykillinn að sigrinum í dag.“ Fram var níu mörkum yfir í hálfleik, 18-9, en hvorki varnar- né sóknarleikur Hauka var upp á marga fiska. Munurinn hefði hæg- lega getað verið enn stærri. „Það er erfitt að halda svona stóru forskoti en við byrjuðum seinni hálfleikinn vel og héldum þeim 10 mörkum frá okkur í ein- hverjar tíu til fimmtán mínútur. Svo minnkuðu þeir aðeins muninn en ekkert alvarlega og síðustu tíu mínúturnar voru nánast bara formsatriði,“ sagði Rúnar en Fram hefur landað deildarbikarnum í bæði skiptin sem keppt hefur verið með þessu fyrirkomulagi á milli jóla og nýárs. „Við erum að detta í áskrift að deildarbikarnum. Þetta er ágætt, einhver peningur í kassann og það væri hundleiðinlegt að koma hing- að á milli jóla og nýárs með jóla- steikina í maganum og tapa. Þetta er fínn bónus. Það er fínt að fara inn í púlið hjá Viggó í janúar með bikar í farteskinu. Þá verður hann vonandi eitthvað rólegri, kallinn,“ sagði glaðbeittur Rúnar í leikslok. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var langt frá því að vera eins glaðbeittur eftir að hafa messað yfir sínum mönnum að leik loknum. „Við vorum hrikalega lélegir. Það vantaði alla ákveðni í varnar- leikinn og áræðni í sóknarleikinn. Varnarlega vorum við allt of flatir, allt annað en við ætluðum að gera. Sóknarlega reynum við mikið að gera þetta upp eigin spýtur,“ sagði Aron „Við afgreiðum sóknirnar of hratt sem gerir það að verkum að við setjum okkur í mikil vandræði. Það var engin þolinmæði, hvorki í leikkerfum né frjálsu spili. Við skjótum okkur út úr leiknum á örskömmum tíma. Við lendum allt of langt undir og sýnum ekki nægan karakter í fyrri hálfleik að ná að bremsa það af. Við skoruðum mikið af mörkum í seinni hálfleik og það var allt annar kraftur í sóknarleiknum en í fyrri hálfleik en það er ljóst að við þurfum að bæta okkar leik ef við ætlum ofar í deildinni. Við þurfum að bæta okkar leik og bæta okkar andlega ástand. „Það er óþolandi að lenda aftur í öðru sæti. Það er mjög súrt að tapa úrslitaleik annað árið í röð,“ sagði Aron að lokum við Fréttablaðið. - gmi Fram vann annað árið í röð Framarar afgreiddu slaka Haukamenn með frábærum fyrri hálfleik í úrslitaleik N1-deildarbikars karla í gær og unnu að lokum verðskuldaðan sigur, 35-29. STEMNING Framarar höfðu ærna ástæðu til þess að fagna vel og innilega í leikslok í gær eftir að hafa unnið Hauka örugglega í úrslitaleik N1-deildarbikarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á FLUGI Framarinn Jóhann Gunnar Ein- arsson átti fínan leik í gær og skorar hér eitt af fimm mörkum sínum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Framarar fengu þrjár brottvísanir þegar níu mínútur voru til leiksloka og gáfu Haukum tækifæri á að komast inn í leikinn. „Við Viggó æstum okkur um of og fengum tvær mínútur rétt- mætt held ég. Það skiptir ekki máli, við unnum þennan kafla, 2- 1, þrír inni á vellinum,“ sagði Haraldur Þorvarðarson sem fékk tvær mínútur fyrir kjaftbrúk. „Við vorum með þennan leik allan tíman. Við erum með besta liðið á landinu í dag og sýndum það í þessu móti fjögurra sterkustu liðanna.“ - gmi Haraldur Þorvarðarson: Æsingurinn kom ekki að sök SIGUR Í HÖFN Framararnir Haraldur og Brjánn fagna í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Það hefði verið gegn gangi leiksins ef við hefðum nýtt þetta. Við vorum ekki klárir frá byrjun leiks og þá vorum við ekki að fara að snúa þessu þó þeir gefi okkur tækifæri vegna eigin klaufaskaps,“ sagði Andri Stefan Guðrúnarson um tveggja mínútna kaflann sem liðið var þremur fleiri og náði ekki að minnka muninn. „Þeir fengu á sig einhverja ósanngjarna dóma og það var bara réttlætt þegar þeir skora þessi tvö mörk.“ -gmi Andri Stefan Guðrúnarson: Hefði verið gegn gangi leiksins ÓLÍKIR SJÁLFUM SÉR Haukar voru langt frá sínu besta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Stjarnan vann Hauka, 27-28, í fjörugum úrslitaleik N1- deildarbikars kvenna í Laugar- dalshöll í gær. Stórskyttan Alina Petrache reyndist Stjörnustúlkum drjúg en hún var markahæsti leik- maður vallarins með 12 mörk. „Mér finnst gaman að spila þessa úrslitaleiki og legg mikið á mig til þess að standa mig vel í þeim,“ segir Alina glöð í leikslok. Haukastúlkur byrjuðu leikinn betur í gær og komust fljótt í 3-0 en Stjörnustúlkur komu til baka og liðin skiptust á að taka forystu í fyrri hálfleik. Stjörnustúlkur skor- uðu síðustu tvö mörk fyrri hálf- leiks og jöfnuðu metin 14-14 og fór Alina fyrir sóknarleiknum hjá þeim og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Haukastúlkur sýndu sitt rétta andlit þegar skammt var liðið á síðari hálfleik með öflugri vörn og hraðaupphlaupum og þegar um stundarfjórðungur lifði leiks voru þær komnar í ákjósanlega stöðu, 22-18. Stjörnustúlkur neituðu hins vegar að gefast upp og í stöðunni 25-22 náðu þær að skora þrjú mörk í röð og jafna leikinn, 25-25, þegar fimm mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi og þá reyndust Stjörnustúlk- ur sterkari en Alina skoraði síð- asta markið, 27-28, á síðustu mínútu leiksins. Haukastúlkur fengu dæmt vítakast í blálokin en Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur brást bogalistin í það skiptið og sigur Stjörnunnar því staðreynd. „Ég skora næst. Þetta var ann- ars jafn leikur og sigurinn hefði getað dottið hvorum megin sem var. Við vorum annars sjálfum okkur verstar og slökuðum alltof mikið á og urðum værukærar á lokakaflanum þegar við vorum komnar með fjögurra marka for- ystu. Það má náttúrlega ekki,“ segir Hanna Guðrún svekkt. Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörn- unnar, var stoltur af sigri síns liðs í leikslok og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þrautseigju. „Þetta var frábært að snúa töp- uðum leik í unninn leik á lokakafl- anum þegar mér fannst mínir leik- menn vera orðnir ansi þreyttir. En það sýnir bara karakterinn í þess- um stelpum að gefast aldrei upp og það er mikil seigla í þeim. Við erum búnar að vera í sex vikna pásu í deildinni og ég er því mjög sáttur við spilamennskuna hjá lið- inu miðað við það og vonandi náum við að halda áfram á sömu braut,“ segir Atli. - óþ Stjarnan vann Hauka í hörkuspennandi úrslitaleik í N1-deildarbikar kvenna: Stjarnan neitaði að gefast upp GAMAN Stjörnustúlkur fagna hér eftir að hafa lagt Haukastúlkur að velli í úrslitaleik N1-deildarbikarsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.