Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 32
28 29. desember 2008 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Enska úrvalsdeildin
Newcastle-Liverpool 1-5
0-1 Steven Gerrard (31.), 0-2 Sami Hyypia (36.),
1-2 David Edgar (45.), 1-3 Ryan Babel (50.), 1-4
Steven Gerrard (66.), 1-5 Xabi Alonso (77.).
Arsenal-Portsmouth 1-0
1-0 William Gallas (81.).
Bolton-Wigan 0-1
0-1 Amr Zaki (44.).
Everton-Sunderland 3-0
1-0 Mikel Arteta (10.), 2-0 M. Arteta (27.), 3-0
Dan Gosling (83.).
Fulham-Chelsea 2-2
1-0 Clint Dempsey (10.), 1-1 Frank Lampard
(50.), 1-2 F. Lampard (72.), 2-2 C. Dempsey (89.).
WBA-Tottenham 2-0
1-0 Roman Bednar (83.), 2-0 Craig Beattie (90.).
West Ham-Stoke 2-1
0-1 Abdoulaye Faye (4.), 1-1 Carlton Cole (51.),
2-1 Diego Tristan (88.).
Blackburn-Man. City 2-2
1-0 Benni McCarthy(45.), 0-2 Jason Roberts(84.),
1-2 Daniel Sturridge (88.), 2-2 Robinho (90.+2.).
Coca-Cola Championship
Coventry-Sheff. Wed. 2-0
Aron Gunnarsson lék allan leikinn með Coventry.
Doncaster-Burnley 2-1
Jóhannes Karl lék síðustu 20 mín. fyrir Burnley.
QPR-Watford 0-0
Heiðar Helguson lék allan leikinn með QPR.
Southampton-Reading 1-1
Ívar Ingimarsson lék allan leikinn en Brynjari
Birni var skipt af velli á 71. mín.
Hollenska úrvalsdeildin
FC Groningen-Heerenveen 2-3
Arnór Smárason skoraði 1 mark f. Heerenveen.
ÚRSLIT
Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
27. feb. – 1. mars
Arsenal
Fulham
Verð á mann í tvíbýli:
75.900 kr.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, miði á leikinn, gisting í tvær
nætur með morgunverði. Íslensk farar-
stjórn og rútuferðir.
16. – 18. janúar
79.900 kr.
Verð á mann í tvíbýli:
Innifalið: : Flug með sköttum og öðrum
greiðslum, miði á leikinn, gisting í tvær
nætur með morgunverði.
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Hópfe
rð
ARSEN
AL
klúbb
sins
Chelsea
Stoke
Kristinn Björgúlfsson og félagar í Runar frá Sandefjord urðu norskir
bikarmeistarar á Laugardag eftir 27-24 sigur gegn Elverum
í úrslitaleiknum en staðan í hálfleik var 16-12 Runar í vil.
Leikurinn fór fram í Ósló Spektrum höllinni fyrir framan
fimm þúsund áhorfendur og mikil stemning á pöllunum.
Kristinn skoraði fjögur mörk fyrir Runar og var að vonum
ánægður með sigurinn.
„Ég fann það á mér nánast frá fyrstu mínútu að við mynd-
um vinna leikinn. Það gekk einhvern veginn allt upp hjá
okkur, hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og það
er náttúrulega ekki hægt að tapa þegar markvörð-
urinn hjá liðinu manns ver 34 skot. Ég fann mig
líka mjög vel og spilaði eins og engill,“ segir
Kristinn af einskærri hógværð.
Kristinn hafði annars hingað til ekki haft sér-
staklega góða reynslu af bikarúrslitaleikjum.
„Loksins, loksins vann ég bikarmeistaratitil. Ég
hafði spilað tvo bikarúrslitaleiki heima á Íslandi og
tapað báðum og hafði þess utan tapað þremur sinnum í
undanúrslitum,“ segir Kristinn.
Kristinn, sem er jafnan kallaður „Ísbjörninn“ í Sandefjord, viður-
kennir að biðin hafi verið löng eftir leiknum og síður eftir því að
komast svo loksins heim til Íslands í síðbúið jólafrí.
„Það var búin að vera löng biðin eftir þessum leik og það
má segja að jólin hafi bara farið í þetta. Ég skrapp annars til
Gautaborgar að hitta Hreiðar [Levý Guðmundsson, lands-
liðsmarkvörð] og við náðum smá stemningu á jólunum
með íslenskum mat og svona en annars var bara æft
af krafti fyrir leikinn. Nú er maður loksins kominn í
langþráð jólafrí í gettóið í Breiðholti,“ segir Kristinn
og hlær við.
Kristinn hvílir sig þó ekki lengi frá handboltan-
um þar sem hann rífur fram skóna um leið og
kemur til Íslands og tekur þátt í árlegum leik
með gömlum ÍR-hetjum gegn núverandi liði
ÍR. Leikurinn hefst kl. 18.30 í kvöld og fer
fram í Austurbergi og óhætt að lofa hand-
boltaáhugamönnum góðri skemmtun.
KRISTINN BJÖRGÚLFSSON: VARÐ NORSKUR BIKARMEISTARI UM HELGINA MEÐ FÉLAGI SÍNU RUNAR
Loksins, loksins vann ég bikarmeistaratitil
> Valur og FH mætast í bikarnum
Í gær var dregið í Eimskipsbikar karla og kvenna í
handbolta. Hjá körlunum mætast í undanúrslitum bik-
armeistarar Vals og hið unga og efnilega lið FH og því
ljóst að 1. deildarlið verður í úrslitaleiknum þar sem í
hinum undanúrslitaleiknum mætast 1. deild-
arliðin Selfoss og Grótta. Karlaleikirnir
fara fram 7. og 8. febrúar. Hjá konunum
mætast í átta liða úrslitum bikarmeistarar
Stjörnunnar og Valur, FH og Fram, Fylkir
og Haukar og Grótta heimsækir 1.
deildarlið Þórs/KA. Kvenna-
leikirnir fara fram 20. og 21.
janúar.
FÓTBOLTI Liverpool og Arsenal
unnu góða sigra í gær á meðan
Chelsea náði aðeins jafntefli gegn
Fulham. Liverpool mun því sitja í
toppsætinu þegar nýtt ár gengur í
garð.
Knattspyrnustjórinn Rafa Bení-
tez hjá Liverpool kom nokkuð á
óvart þegar hann skildi Robbie
Keane eftir á varamannabekknum
gegn Newcastle en framherjinn
skoraði tvö mörk gegn Bolton á
annan í jólum. Þá var enginn Fern-
ando Torres í leikmannahópi
Liverpool en það kom ekki að sök
þar sem gestirnir réðu lögum og
lofum gegn meiðslum hrjáðu liði
Newcastle á St James‘ Park-leik-
vanginum.
Steven Gerrard opnaði marka-
reikninginn eftir um hálftíma leik
en fram að því var leikurinn
nánast allur búinn að fara
fram í vítateig New-
castle. Sami Hyypia
skoraði annað mark-
ið stuttu síðar áður
en David Edgar
minnkaði muninn
fyrir Newcastle í
lok fyrri hálfleiks.
Ryan Babel skor-
aði þriðja mark Liver-
pool snemma í síðari
hálfleik og þá var ekki
aftur snúið og Gerrard og
Xabi Alonso bættu í sarpinn
áður en yfir lauk og niður-
staðan því 1-5 sigur Liver-
pool.
„Við erum að bæta okkur
með hverjum leiknum
og það er jákvætt en
Liverpool hefur ekki
enn sýnt sitt besta.
Maður vinnur
ekkert í
desember
en hins
vegar er
hægt að tapa
miklu og við erum
bara ánægðir með
að fara inn í nýtt ár og
vera á toppnum,“ segir
Sammy Lee, aðstoðarþjálfari
Liverpool, í leikslok í gær.
Töpuð stig hjá Chelsea
Það leit allt út fyrir að Chelsea
færi með sigur af hólmi gegn Ful-
ham á Craven Cottage-leikvangin-
um í gær en Clint Dempsey jafn-
aði metin, 2-2, með skallamarki í
blálokin. Dempsey skoraði einnig
fyrsta mark leiksins áður en Frank
Lampard skoraði tvö mörk fyrir
Chelsea. Chelsea tapaði þar með
mikilvægum stigum í toppbarátt-
unni en Fulham heldur áfram á
fínni siglingu og hefur ekki tapað
leik í deildinni síðan 1. nóvember.
„Við fengum sjö til átta góð
marktækifæri en náðum aðeins
að skora tvö mörk á meðan þeir
fengu aðeins tvö marktækifæri úr
aukaspyrnum og skoraði tvö
mörk. Við borguðum dýru verði
fyrir tvö mistök sem við gerðum
en við erum samt sem áður í góðri
stöðu í deildinni,“ segir Luiz Fel-
ipe Scolari, knattspyrnustjóri
Chelsea.
Gallas til bjargar
Varnarmaðurinn William Gallas
sá til þess að endurkoma Tonys
Adams, fyrrum fyrirliða Arsenal
og núverandi knattspyrnustjóra
Portsmouth, var ekki gleðileg með
því að skora sigurmarkið á Emir-
ates-leikvanginum í gær. Peter
Crouch komst næst því að skora
fyrir Portsmouth þegar skalli
hans hafnaði í stönginni. Her-
mann Hreiðarsson sat allan leik-
inn á varamannabekk Portsmouth
og allt bendir nú til þess að lands-
liðsfyrirliðinn muni yfirgefa her-
búðir Portsmouth þegar félags-
skiptaglugginn opnast í janúar en
Hermann var nú síðast orðaður
við Íslendingafélagið Reading.
Óbreytt á botninum
WBA náði tímabundið að lyfta sér
upp úr botnsætinu á kostnað
Blackburn í gær eftir 2-0 sigur
gegn Tottenham en Stóri-Sam og
lærisveinar hans í Blackburn end-
urheimtu svo 19. sætið með 2-2
jafntefli gegn Man. City í lokaleik
dagsins í gær. Stoke er áfram í 18.
sætinu eftir 1-2 tap gegn West
Ham. omar@frettabladid.is
Liverpool á toppnum á nýju ári
Liverpool heldur toppsætinu eftir sannfærandi sigur á Newcastle í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinn-
ar á árinu 2008 á meðan Chelsea tapaði stigum gegn Fulham. Gallas var hetja Arsenal gegn Portsmouth.
BJARGVÆTTUR William Gallas
skoraði eina mark leiksins þegar
Portsmouth heimsótti Arsenal í
gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
SÝNING Leikmenn Liverpool sýndu allar sínar bestu hliðar gegn
varnarlausu liði Newcastle á St James‘ Park-leikvanginum í gær
og niðurstaðan var 1-5 stórsigur gestanna. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Rautt spjald Ricardso
Fuller vakti mikla athygli í 2-1
tapi Stoke gegn West Ham á
Upton Park í gær. Rauða spjaldið
fékk Fuller fyrir að slá Andy
Griffin, liðsfélaga sinn hjá Stoke.
Atvikið átti sér stað eftir að
Carlton Cole hafði náð að jafna
metin fyrir West Ham, 1-1, eftir
að hafa snúið á Griffin í upphafi
síðari hálfleiks. Fuller og Griffin
byrjuðu þá að munnhöggvast en
það endaði svo með því að Fuller
sló Griffin í andlitið. Dómarinn
Mike Jones sá atvikið og gaf Full-
er umsvifalaust rauða spjaldið.
„Leikmenn mínir láta sér það
varða þegar illa gengur en Fuller
gekk yfir strikið í gær og við
munum taka á því,“ segir Tony
Pulis, knattspyrnustjóri Stoke.
Atvikið minnti um margt á það
þegar Lee Bowyer og Kieron
Dyer, þáverandi liðsfélagar í
Newcastle, slógust í leik gegn
Aston Villa í apríl árið 2005 en þá
fengu báðir leikmennirnir að líta
rautt spjald. Bowyer fór svo í
fjögurra leikja bann og Dyer í
þriggja leikja bann en aðeins
Bowyer var sektaður af New-
castle þar sem hann var sagður
hafa átt upptökin. - óþ
Ricardo Fuller fékk að líta rauða spjaldið fyrir að slá liðsfélagann Andy Griffin:
Rautt fyrir að slá liðsfélaga
STURLAÐUR Ricardo Fuller missti stjórn á skapi sínu í gær og sló til Andys Griffin,
liðsfélaga síns hjá Stoke. NORDIC PHOTOS/AFP