Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 38
34 29. desember 2008 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA
LÁRÉTT
2. stynja, 6. frá, 8. vefnaðarvara, 9.
dýrahljóð, 11. númer, 12. dul, 14.
skýli, 16. pot, 17. mælieining, 18.
fálm, 20. skammstöfun, 21. traðkaði.
LÓÐRÉTT
1. gaul, 3. borðaði, 4. fugl, 5. drulla,
7. bið, 10. kusk, 13. lærdómur, 15.
slæma, 16. margsinnis, 19. svörð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. mása, 6. af, 8. tau, 9. urr,
11. nr, 12. leynd, 14. skáli, 16. ot, 17.
mól, 18. fum, 20. al, 21. tróð.
LÓÐRÉTT: 1. baul, 3. át, 4. sandlóa,
5. aur, 7. frestur, 10. ryk, 13. nám, 15.
illa, 16. oft, 19. mó.
„Óléttan hjá Maríu var mál
málanna og það var voða gam-
an að túra með strákunum (í
Sigur Rós) í sumar. Jarðskjálft-
inn í maí var líka eftirminni-
legur. Ég kveikti á hrærivél og
um leið kom skjálftinn. Ég hélt
að hrærivélin væri alveg orðin
brjáluð.“
Sólrún Sumarliðadóttir í Amiinu.
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is
Það er mál þeirra sem til þekkja
að leikararnir Jói og Gói – Jóhann-
es Haukur Jóhannesson og Guðjón
Davíð Karlsson – verði helstu
spútnikar Skaupsins í ár. Þeir leika
nú báðir í fyrsta skipti í þessum
vinsælasta sjónvarpsþætti þjóðar-
innar.
„Í leiklistarskólanum vorum við
með veðmál um það hvor myndi
leika fyrst í Skaupinu,“ segir Jói,
en þeir Gói útskrifuðust frá leik-
listardeild Listaháskóla Íslands
vorið 2005. „Við héldum að ég væri
búinn að vinna þetta því það var
hringt í mig fyrst. Svo var hringt í
Góa tveimur vikur síðar svo núna
stendur veðmálið um það hvor
birtist fyrst í mynd. Það er bjór-
kippa undir.“
Skaupið í ár er skrifað af
fimm manns, Sigurjóni
Kjartanssyni, Hugleiki
Dagssyni, Hjálmari
Hjálmarssyni, Ilmi Kristj-
ánsdóttur og Silju Hauks-
dóttur, sem leikstýrir því.
Svo mikið var að gerast á
árinu að ný atriði bættust við
fram í síðustu viku fyrir
jól. Skaupið er frá-
brugðið fyrri skaup-
um að því leyti að
það var tekið upp
fyrir framan áhorf-
endur – „Dálítið
eins og Saturday
Night Live,“ segir
Jói. „Það voru svona
eitt hundrað áhorf-
endur og það var gaman að
gera þetta svona „læf“.
Maður var að fá sama „fídd-
bakk“ og í leikhúsinu. Sumt
var tekið tvisvar, þrisvar,
og áhorfendur virtust
skemmta sér vel. Það var
mikið hlegið. Ég vona að þeir
hafi ekki bara verið svona
meðvirkir.“ - drg
Bjórkippa undir í Áramótaskaupinu
„Það eru engar ýkjur að sala á
vafningstóbaki hefur þrefaldast
síðustu mánuðina,“ segir Snorri
Guðmundsson í söluturninum
Drekanum á Njálsgötu. „Ég veit
ekki hvernig þetta er annars stað-
ar, en hér í 101 er fólk vant að
vefja sér jónur. Tóbakið hefur
hækkað svo gríðarlega á stuttu
tímabili og þetta kemur lítið á
óvart. Það er mikill sparnaður í að
vefja sjálfur.“
Snorri hefur verið í sjoppu-
rekstri lengi og þekkir þróunina í
sölu vafningstóbaks. „Þegar ég
vann á bensínstöð með pabba fyrir
einum 15 árum seldist kannski
einn pakki á viku, en núna fara
allavega 80-100 pakkar á viku.“
Í Drekanum má fá tóbak frá
Drum og Balishag, en Drum er
uppselt á landinu eins og er. „Fólk
er mikið að biðja um fleiri tegund-
ir. Úti er hægt að fá 20-30 tegund-
ir, til dæmis í Noregi þar sem ég
þekki til.“
Þótt Snorri bjóði ekki upp á
aðrar tóbakstegundir til að vefja
býður hann upp á mikið úrval af
alls konar framandi vafningspapp-
ír, bæði til að vefja sígarettur og
vindla. „Við sérhæfum okkur í
þessu og flytjum þetta inn sjálfir.
Það selst glettilega mikið af þessu.
Það er hægt að fá pappír með gríð-
arlega fjölbreyttu bragði, sirka
hundrað tegundir. Það eru næst-
um allar hugsanlega bragðtegund-
ir í þessu: vanillu, „cotton candy“,
melónu og banana, svo ég nefni
bara eitthvað. Vindill með blá-
berjabragði, það er til dæmis ekki
amalegt! Sumir eru að prófa hitt
og þetta og stelpurnar eru mjög
hrifnar af kirsu- og jarðaberja-
bragðinu.“
Snorri hefur ekki hugmynd um
hvernig þetta smakkast því hann
er löngu hættur að reykja. „Já, ég
sigraðist á þeim djöfli. Nú sel ég
bara öðrum hann í góðum fílingi!“
- drg
Bláberjavindlar í Drekasjoppu
AUKNING Í SÖLU VAFNINGSTÓBAKS Það
er ekki allt sama tóbakið hjá Snorra
Guðmundssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Þetta er ekkert erfitt, nánast tíð-
indalaust ár,“ segir Björn
Malmquist og hlær nokkuð tauga-
veikluðum hlátri. Enda ekki nema
von. Björn sér um að ritstýra inn-
lendum svipmyndum á RÚV þar
sem farið er yfir atburði ársins
2008 í máli og myndum. Yfirleitt
hefur verið af nógu að taka þegar
farið er yfir fréttir hvers árs fyrir
sig en segja má að 2008 hafi breyst
í hálfgerða matröð fyrir annáls-
höfunda. „Ég er kannski ekki að
naga á mér neglurnar af hræðslu
yfir því að eitthvað stórvægilegt
gerist eftir daginn í dag. En þetta
er vissulega taugatrekkjandi starf
og hver veit nema maður gæti
hreinlega skúbbað í annál, það er
ef eitthvað stórfenglegt gerist á
gamlársdag,“ bætir Björn við og
augljóst að hann er við öllu búinn.
Birni hefur þó ekki enn fallist
hendur þótt af miklu sé að taka,
tvær borgarstjórnir, ísbirnir,
silfurdrengirnir og loks hin
alræmda kreppa. „Kannski mætti
skipta árinu í tvennt. Annars
vegar það sem gerðist fyrir 29.
september og svo allt það sem
gerðist eftir það,“ segir Björn sem
hefur setið sveittur yfir fréttaefni
sjónvarpsstöðvarinnar frá því um
miðjan nóvember.
Annáll fréttastofu Stöðvar 2
hefur oft vakið mikla athygli.
Ekki síst í fyrra þegar frétta-
mennirnir óku um á Range Rov-
erum í tilefni góðærisins. Haukur
Holm, ritstjóri yfirlitsins, segir
annað uppi á teningnum nú. „Já,
Roverunum hefur verið lagt og
við verðum í líki hryðjuverka-
manna,“ útskýrir Haukur og til-
vísunin er augljós; hryðjuverka-
löggjöf Breta sem sett var á
íslensku þjóðina.
Haukur er eldri en tvævetur í
þessum fræðum, hefur gert ófáa
annála þar sem mörgum af sögu-
frægustu viðburðum Íslandssög-
unnar hefur verið gert skil. Hann
segist hins vegar ekki muna eftir
öðru eins. „Nei, þeir annálar eru
hálfgerður barnaleikur í saman-
burði við þennan,“ segir Haukur
en Stöð 2 hyggst velja tíu bestu
fréttir ársins. Og Kreppan, með
stóru K-i, er að sjálfsögðu í fyrsta
sæti með fjórum undirflokkum,
fall bankanna, gjaldeyrisskortur,
alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og
lántökur og loks atvinnuleysi og
gjaldþrot. Haukur viðurkennir að
þetta sé ekki beint upplífgandi
upptalning. „En við ætlum líka að
reyna að hafa þetta skemmtilegt í
bland. Enda tilgangslaust að
ganga af fólki dauðu með tómum
leiðindum og bölsýni í lok ársins.
freyrgigja@frettabladid.is
HAUKUR HOLM: HRYÐJUVERKAMENN Í STAÐ RANGE ROVER-BÍLA Í FRÉTTAANNÁL STÖÐVAR 2
Erfiðasti annáll frá upphafi
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 135.
2 Baldur Gíslason.
3 10 ráð til að hætta að drepa
fólk og fara að vaska upp.
HVOR BIRTIST Á
UNDAN? Annað-
hvort Jói eða
Gói á von á
kippu á
nýárs-
dag.
ERFITT VERKEFNI Verkefni þeirra Björns Malmquist og Hauks Holm er
ærið en þeir fara yfir eitt eftirminnilegasta árið í manna minnum: 2008.
ÍSBIRNIR, SILFURDRENGIR OG BANKAHRUN
Þessir þrír atburðir vega þungt í umfjölluninni um árið 2008: ísbjarnablúsinn
í Skagafirði, silfurverðlaunin í Peking og loks bankahrunið í október.