Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.12.2008, Blaðsíða 18
18 29. desember 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Kristinn Ólafsson skrifar um flugeldasölu Desembermánuður hefur verið annasam-ur hjá sjálfboðaliðum Slysavarnafélags- ins Landsbjargar. Þúsundir klukkustunda hafa farið í aðstoð við samborgarana. Ekki skiptir máli hvort fergja þurfi þakplötu á höfuðborgarsvæðinu eða aðstoða fastan bíl á fjallvegi á Hellisheiði; björgunarsveitirnar eru alltaf viðbúnar og sinna kallinu. Uppbygging björgunarmála er einstök hér á landi. Landsmenn treysta á björgunarsveitirnar þegar veður eru vond og færð spillist. Alltaf er hægt að treysta á björgunarsveitirnar og þær leysa alltaf verkefni sín örugglega án þessa að taka greiðslu fyrir. Í desember þurfa björgunarsveitirnar að treysta á að þjóðin standi með þeim í flugeldasölunni. Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunar- sveitanna og stendur þessi fjáröflun undir stærstum hluta rekstrar þeirra. Björgunarsveitirnar hafa byggt upp flugeldamarkaðinn og kennt þjóðinni að fara með þessa vöru á ábyrgan hátt. Til dæmis hefur flugeldagleraugum verið dreift síðustu árin til almennings og er það orðin almenn regla að allir sem fara með flugelda noti flugeldagleraugu. Undanfarið hefur samkeppnin á flugelda- markaðnum aukist verulega og hafa fjölmargir einkaaðilar komið inn á markað- inn og farið að keppa við björgunarsveitirn- ar. Þessir aðilar nota mismunandi aðferðir til að koma vörum sínum á framfæri og reyna sumir að líkja eftir flugeldamörkuð- um björgunarsveitanna með því að skreyta sölustaðina með blikkljósum og klæðast fatnaði í skærum litum. Mikilvægt er að almenningur hugi vel að því hvar flugeld- arnir eru keyptir og forðist eftirlíkingar. Flugelda- markaðir björgunarsveitanna eru langoftast vel merktir og því ætti ekki að vera erfitt að fullvissa sig um að réttur sölustaður hafi orðið fyrir valinu. Án stuðnings almennings og velvilja atvinnurek- enda gætum við aldrei haldið úti svo öflugum björgunarsveitum. Það hefur myndast sátt um þetta fyrirkomulag og er mikilvægt að standa vörð um það. Óska öllum gleðilegra áramóta og hvet fólk til að fara varlega með flugeldana og fylgja leiðbeiningum. Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Útkall í desember KRISTINN ÓLAFSSON Ekki gleyma aðalatriðunum Enginn skyldi fara í grafgötur með að nóg sé að gera í Seðlabankanum þessa dagana. Það þarf að endurreisa eins og eitt stykki efnahag og í mörg horn að líta við þau störf. Starfsmenn bankans eru hins vegar fjölhæfir og gleyma ekki litlu, en gríðarlega mikil- vægu verkunum. Þannig greinir bloggarinn Alda Sigmundsdóttir, á heimasíðu Guardi- an, frá tölvubréfi sem henni barst úr bankanum. Alda heldur úti síðunni The Iceland Weather Report, þar sem hún skrifar á ensku. Alda svaraði bréfinu samviskusamlega en ekkert gerðist. Hún hringdi síðan í númerið sem gefið var upp og bankastarfs- maður, heldur þurr á manninn, svaraði og jú hann þurfti nauðsynlega að ná í hana. Og erindið? Jú, verið var að vitna í síðuna hennar í erlendum fjölmiðlum og því vildi Seðlabankinn fá að vita hver héldi henni úti. Gott að menn gleyma ekki aðalatriðunum í Seðla- bankanum. Leitt hún skyldi vera skækja Páll Magnússon, formannskandídat í Framsókn, hefur farið mikinn og kallar nú Samfylkinguna skækju. Biflíufróð- ir menn vita að orðin „skækja“ og „hórdómur“ voru notuð yfir hjáguði. Nú er spurning hvort í þetta megi lesa pólitíska trú Páls? Að Samfylkingin sé hjáguð en hinn eini sanni guð sé þá … tja, Sjálfstæðisflokkurinn? Tillitsleysi Þó eru þeir til sem gleyma aðalatrið- unum. Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, bendir á að það eigi við um Bandaríkjamenn. Hann minnir á að Bandaríkjamenn hafi horfið með lið sitt héðan af landi án þess að virða stöðu vina sinna: Sjálfstæðisflokks og Moggans. „Þetta hirðuleysi Bandaríkjamanna er ekki gleymt,“ segir Styrmir sár. Bush gerði sér nefnilega ekki grein fyrir því að helsta ástæða veru banda- rísks hers á Íslandi væri tillitssemi við tilfinningar Moggafólks. kolbeinn@ frettabladid.is Glópagullöldin GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Um áramót Hér gæti verið fyrirmyndar-samfélag. Þetta er fámennt millistéttarsamfélag þar sem obbinn af fólki hefur það býsna gott og ætti að vera nóg afgangs til að rétta þeim hjálparhönd sem standa höllum fæti, reka fyrir- myndarskóla, trausta spítala og hlýleg elliheimili, leggja beina og breiða vegi, starfrækja öflugt almannaútvarp, efla nýsköpun, hlúa að sprotum í atvinnulífi … og svo framvegis. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er algerlega fáránlegt. Það er yfirgengilegt. Það er óskiljanlegt. Hér eru rúmlega þrjú hundruð þúsund manns og þetta gæti hæglega verið fyrirmyndar- samfélag. Dugnaður og ósérhlífni eru almennt taldar höfuðdyggðir og frá vöggu til grafar þrá menn það unnvörpum að skapa verð- mæti. Menntun er almennt ágæt, hugvitið ærið, einstaklingsfram- takið samfara sköpunargleði. Útsjónarsemi og verksvit í umgengni við vélar eru verðmætt veganesti úr sveitamenningunni þar sem ekki er hægt að fara með vélarnar á verkstæði. Auðlindir eru miklar: landið sem forðum skemmdi sín börn er nú gjöfult og gott, fagurt og frítt. Hér ríkir sterk samkennd og ekki að undra hjá slíku þjóðarkríli – dálítið bernsk trú á íslenskan sérleik, ýmist sérstöku erindi í heiminum eða fullkominni erindisleysu. Setn- ingarnar „Við erum æðisleg“ og „Við erum ömurleg“ eru sín hvor hliðin á sömu hugsun um sérstöðu. Því að mannanna eiginleikar eiga sér plúshliðar og mínushliðar; og hið sama gildir um þjóðarein- kenni. Það er undir stjórnvöldum komið hvort tekst að draga fram plúshliðarnar á eiginleikunum eða mínushliðarnar. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvernig til hefur tekist við það hin seinni árin. Dugnaðurinn og ósérhlífið einstaklingsframtakið hefur brotist fram í tilviljana- kenndri hjarðgræðgi sem lýsti sér í taumlausum húsabyggingum eins og holir steinkofar vitna um hundruðum saman þar sem enginn býr nema vindurinn gnauðandi um glópsku mannanna. Útsjónarsemin og vélavitið hefur einkum birst í einhverju ískyggilegasta bílablæti á byggðu bóli þar sem menn þjösn- ast um þröngar götur á marg- breyttum jöklabílnum. Og menntunin, bókvitið ærna sem ekki yrði í askana látið – fór þetta ekki meira og minna í að upphugsa verðbréfabrellur og leikfléttur til að skálda auð, sjúga peninga úr fyrirtækjum sem störfuðu í raunverulega heiminum við að gera eitthvað raunverulegt fyrir raunverulegt fólk gegn raunveru- legu gjaldi? Og samkenndin okkar: þessi fallegi eiginleiki Íslendinga sem kemur fram svo sterkt í baráttunni við náttúruöflin – þessi samkennd hefur hin seinni árin einkum komið fram í samþöggun. Vissulega heyrðust gagnrýnis- raddir á framferði gullglópanna en þær voru strjálar og jafnvel útbreidd það viðhorf að smáræðis glæpastarfsemi væri ekki nema hvimleiður fylgifiskur hins dásamlega eftirlitsleysis með viðskiptum sem hér var ruglað saman við frelsi. Samfélagið okkar steytti á skeri um síðir – stefna óhófs og hinnar glöðu græðgi leiddi til óhjákvæmi- legrar niðurstöðu: hruns. Og nú getum við sem sé byggt upp fyrirmyndarsamfélagið sem svo hæglega gæti verið hér ef okkur tekst að losa okkur við hina landlægu spillingu sem hér hefur þrifist undir radörum alþjóðasam- félagsins, klíkuveldið, Flokksræð- ið, ósýnilegu bræðralögin sem saman breiða yfir „uppsafnað vanhæfið“ eins og Stefán Jón nefndi það í snjallri grein hér í blaðinu í fyrradag. Ýmislegt jákvætt kemur út úr hruninu. Unga fólkið streymir út á göturnar og finnur að það hefur söguna undir fótum sér þar sem það þrammar í átt að kröfunni um réttlæti og skynsemi. Aftur beinir fólk augunum að raunverulegum verðmætum – mannlegu samneyti, skjóli, visku, kærleika – og horfir furðu lostið á þá furðutíð sem hvarf í haust, þessa gullöld sem færði okkur ekkert nema gull – ekkert nema glópagull – og skildi ekkert eftir sig nema steinsteypu- kofana á víð og dreif um höfuð- borgarsvæðið vofum og vindi að leik. Þar með er hrundið að sinni markvissri tilraun Flokksins sem hófst með innleiðingu kvótakerfis- ins og snerist um að gera Ísland að fyrirmyndarríki óðakapítalismans, misskiptingar, stéttskiptingar, græðgi, neysluofboðs, glópagulls. Hér gæti verið fyrirmyndar- samfélag – samfélag sem snerist um jöfnuð og svigrúm, sköpun og hæfilegan dellugang, samkennd, frjálsa tjáningu, líf, verðmæta- sköpun. En áður en það gerist verða mínusmennirnir að víkja – stjórnmálamennirnir sem virkjuðu mínushliðar þjóðarein- kennanna – og gullglóparnir sem létu greipar sópa um sparifé almennings um alla Evrópu − verða að gjöra iðrun og yfirbót og setjast allir sem einn á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt. V iðburðaríku ári fer nú senn að ljúka. Ári sem komandi kynslóðir eiga eftir að læra um í sinni Íslandssögu og það er því upp á okkur komið hvernig kennslustund- in verður. Munum við ná að vinna okkur út úr banka- hruninu með skynsemi, eða mun kennslustundin fjalla um hvernig margar rangar ákvarðanir héldu áfram að hlaða undir vandann í staðinn fyrir að leysa hann? Vandræði margra heimila hófust ekki nú í október, heldur í mars þegar gengi krónunnar fór að falla, erlend lán hækkuðu sem og innfluttar vörur og með því verðbólgan. Nú um áramót horfum við aftur á móti með pínu söknuði til þess tíma þegar gengisvísitalan stóð þarna í kringum 160 stigin fram undir septembermánuð. Nú á meðan verið er að reyna að koma henni aftur undir 200. „Krón- an verður gjaldmiðill þjóðarinnar enn um sinn, engum til gleði eða gagns,“ skrifaði Benedikt Jóhannesson hér í Fréttablaðinu í gær. Það er kórrétt greining hjá honum. Íslenska krónan er ekki gæfu- leg táknmynd sjálfstæðis eða fullveldis, líkt og unnendur hennar hafa haldið fram, þegar hún heldur þjóðinni í höftum og ýtir undir hagsveiflur í stað þess að hvetja til stöðugleika. En í bili höfum við ekki aðra möguleika á gjaldmiðli. Einhliða upptaka evrunnar mun væntanlega reynast Íslandi of dýrkeypt, að minnsta kosti mun hún reynast dýr miðað við heilsufar krónunnar. Þeir eru reyndar orðnir fáir, unnendur íslensku krónunnar. Við notum hana, af því við höfum ekki annarra kosta völ, en það bíða allir eftir andlátinu. Ársins í ár verður minnst sem ársins sem krón- an lést, þrátt fyrir að úrskurðuð dánarstund verði ekki fyrr en eftir nokkur ár. Fyrir þá sem það þurfa er hægt að hugga sig við það að verið er að ræða það innan mun stærri myntsvæða að þeirra myntir séu í raun andvana, myntir eins og danska krónan og breska pundið. Hvers á hin örsmáa íslenska króna þá að gjalda? Leit að lausn þessa gjaldeyrisvanda er eitt af mörgum verkefn- um nýs árs, verkefni sem verður að takast á við með raunsæi, þó svo bjartsýnin sé kannski ekki mikil, og leysa með sóma. Öll þau verkefni snúa að því hvernig við byggjum upp Ísland til framtíð- ar, land sem við getum verið stolt af og snýst um stöðugleika en ekki sveiflurnar. Hvernig við getum stýrt landinu til hagvaxtar án ýktrar þenslu. Hvernig við byggjum upp nýjar atvinnugreinar sem byggja á menntaðri og hæfileikaríkri þjóð, en látum ekki áfall þessa árs draga úr okkur kjark. Árið 2009 þarf ekki að vera ár hnípinnar þjóðar í vanda, heldur skal það verða ár hnarreistrar þjóðar í leit að lausnum. Sem stendur er einblínt á ábyrgð og sekt. Skilanefndir bankanna þurfa að fara að skila af sér, Þeir sem sváfu á verðinum þurfa að axla sína ábyrgð. Það þarf að komast til botns í því hvort einhver refsi- verð háttsemi hafi átt sér stað. Réttarríkið þarf að sýna að það standi sína plikt, þannig að dómstólar götunnar róist. Best hefði verið að rannsóknir og rannsóknarnefndir hefðu starfað fyrir opnum tjöld- um, eða að minnsta kosti heyrt undir upplýsingalög. Vonandi verður afl almennings til að hafa skoðanir og velta fyrir sér samfélaginu jafn kröftugt þegar umræðan um sökudólga dvínar. Með nýju ári koma ný verkefni. Stöðugleiki í stað eilífðarsveiflna SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.