Fréttablaðið - 04.01.2009, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
33,4%
70,7%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Fréttablaðið er með 112%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft... ... alla daga
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008.
Sími: 512 5000
SUNNUDAGUR
4. janúar 2009 — 3. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
FY
LG
IR
Í
D
A
G
Opið 13–18
MENNING Íslenskir bókaútgefendur gerðu rúmlega
140 samninga við erlenda útgefendur á árinu sem
var að líða.
Stærsti útgefandinn, Forlagið, gerði ríflega 130
samninga árið 2008. Mestu munar þar um Arnald
Indriðason.
Ekki er um einsleitan hóp útgefanda frá
nágrannaþjóðunum að ræða því kóreskir, indver-
skir og kínverskir bókaormar geta brátt nálgast
íslenskar bækur á eigin tungumáli.
Smærri útgefendur stóðu líka stórræðum á
árinu. Pétur Már Ólafsson í Veröld gerði sjö útgáfu-
samninga vegna bóka Yrsu Sigurðardóttur. Kristj-
án Kristjánsson hjá Uppheimum seldi síðan rétt-
inn að tveimur bókum Ævars Arnar Jósepssonar
til þýska risans btb.
Konur þykja áhugaverður kostur í augum
erlendra útgefanda en auk Yrsu gerðu bæði Auður
Jónsdóttir og Guðrún Eva Mínervudóttir samninga
við áðurnefnt btb. - fgg
Íslenskir útgefendur gerðu rúmlega 140 samninga við erlend forlög:
Setja nýtt met í útgáfusamningum
Minnisstæð augnablik
Hvaða myndlistar-, tónlistar- og
menningarviðburði bar hæst árið 2008? 10
VIÐSKIPTI Einkahlutafélögum sem
hafa það hlutverk að kaupa og
selja hlutabréf, svokölluðum
eignarhaldsfélögum, hefur
fjölgað gríðarlega á undanförnum
árum. Eignarhaldsfélögin voru
um 1.150 talsins í lok árs 2004 en
eru nú 3.300.
Um þriðjungur útlána við-
skiptabankanna var til hlutafjár-
kaupa eignarhaldsfélaga, að sögn
Vilhjálms Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka fjárfesta.
Oft verður til flókin keðja
eignatengsla þegar eignarhalds-
félög eiga í öðrum eignarhaldsfé-
lögum, segir Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri.
- bj / sjá síðu 4
Fjöldi eignarhaldsfélaga:
Þreföldun á
fjórum árum
STJÓRNMÁL „Þetta hlýtur að vera
úthugsað hjá þeim en þessi afstaða
formanns Samfylkingarinnar er
samt einkennileg,“ segir Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, um þá
tillögu Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur að kosið verði til Alþingis
samfara hugsanlegri þjóðarat-
kvæðagreiðslu um aðildarviðræður
við Evrópusambandið.
Þorgerður bendir á að ef ákveð-
ið verði að fara í aðildarviðræður
þá gæti það ferli tekið tólf til sex-
tán mánuði. Ef síðan næðist sam-
komulag um aðild þá þyrfti að
breyta stjórnarskrá til þess að af
henni gæti orðið.
„Til þess þarf að kjósa vegna
þess að tvö mismunandi þing þurfa
að samþykkja breytingu á stjórn-
arskrá. Og ef það á að fara kjósa til
þings samfara þjóðar-atkvæða-
greiðslu þá mun þingið ekki fá
neitt svigrúm til þess að fara yfir
efnismiklar stjórnarskrárbreyt-
ingar. Ég trúi því einfaldlega ekki
að menn ætlist til þess að það verði
kosið tvisvar á einu ári til Alþing-
is. Það væri nú ekki til að einfalda
málin og stuðla að þeiri auknu
festu í samfélaginu sem við þurf-
um,“ segir Þorgerður.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra hefur nefnt þann möguleika
að þjóðin greiði atkvæði um hvort
fara eigi í aðildarviðræður. Þor-
gerður segir það fyrirkomulag
vissulega koma til greina þótt hún
sé ekki reiðbúin að taka af skarið
um það núna hvort það sé rétta
leiðin.
„Þingið ætti að minnsta kosti að
taka þá pólitísku ákvörðun,“ segir
Þorgerður, sem sjálf kveðst sífellt
sannfærðari um að rétt sé að ganga
til viðræðna að ákveðnum forsend-
um gefnum sem varða auðlindir
Íslendinga. Sjálfstæðismenn muni
fyrir sitt leyti taka skýra afstöðu
til Evrópumála á komandi lands-
fundi. „Eins og menn vita eru
skiptar skoðanir innan flokksins
en stjórnmálamenn eiga að taka
skýra afstöðu á grundvelli upplýs-
inga og það munum við gera.“
- gar /sjá síðu 6
Einkennileg hugmynd
um alþingiskosningar
Varaformaður Sjálfstæðisflokks hafnar hugmyndum formanns Samfylkingar
um alþingiskosningar samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður
við ESB. Einkennilegt væri að bjóða upp á tvennar þingkosningar á einu ári.
HÆGUR VINDUR Í dag verður
hæg suðlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s víðast hvar. Dálítil rigning eða
súld sunnan- og suðvestanlands
en yfirleitt úrkomulaust og bjart
norðan til. Hiti á bilinu 0-7 stig.
VEÐUR 4
6
1 1
1
5
SKÓR VIÐ DOWNINGSTRÆTI Margir mót-
mælenda í Lundúnaborg skildu skótau
sitt eftir við bústað forsætisráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LONDON, AP Tugþúsundir mót-
mæltu vikulöngum árásum
Ísraelshers gegn Hamas-liðum á
Gazasvæðinu víða í stórborgum
Evrópu í gær og þrýstu á
ráðamenn að þeir beiti sér fyrir
því að vopnahlé verði gert.
Margir mótmælenda í Lundún-
um í Bretlandi köstuðu skóm
sínum að bústað Gordons Brown
forsætisráðherra og veifuðu fána
Palestínumanna.
George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, studdi um helgina
sameiginlegt vopnahlé en varði á
sama tíma árásir Ísraelshers sem
hann sagði sjálfsvörn. - jab
Skóm fleygt í Downingstræti:
Þúsundir mót-
mæla árásum
ÁRIÐ HELGAÐ STJÖRNUFRÆÐI
400 ár frá uppgötvun
Galíleó Galílei 12
ÞÚSUNDIR Á AUSTURVELLI Samtökin Raddir fólksins stóðu fyrir þrettánda mótmælafundinum undir yfirskriftinni Breiðfylking
gegn ástandinu á Austurvelli í gær. Skipuleggjendur fundarins telja allt að 5.000 manns hafa verið viðstadda, en lögregla segir
fjöldann nokkuð minni. Hin átta ára gamla Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir hélt ræðu við góðar undirtektir. sjá síðu 2.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
fjölskyldan
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLA
ÐSINS UM FJÖLSKYLD
UNA ]
janúar 2009
KKERT LÍF ÁN
MARTRÖÐ Í
MANCHESTER
Mark Hughes og félagar
í Manchester City voru
slegnir út af B-deildarliði
Notthingham Forest í
ensku bikarkeppninni
ÍÞRÓTTIR 18