Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 2
2 4. janúar 2009 SUNNUDAGUR
Laddi, eru þetta ekki bara
takkaóðir fjandar?
„Jú, það má segja það. Tóti tölvukall
er að tryllast.“
Skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson,
Laddi, íhugar að höfða skaðabótamál
vegna ólöglegs niðurhals á DVD-diski
sínum Laddi 6-Tugur. Fyrir um tveimur
áratugum söng Laddi um Tóta tölvukall,
alveg takkaóðan fjanda, eins og frægt
er orðið.
EFNAHAGSMÁL „Við höfum úr háum söðli að detta en
ekki Simbabve,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í
hagfræði við Háskóla Íslands, um nýlega umfjöllun
vikuritsins Economist um hagvöxt á heimsvísu.
Ísland vermir botnsætið í umfjölluninni með
neikvæðan hagvöxt upp á tíu
prósent eftir hrun bankakerfisins
í október og aðra fylgikvilla
alþjóðlegu lánsfjárkreppunnar.
Hagvöxtur í Afríkuríkinu Simbab-
ve verður neikvæður um fimm
prósent á sama tíma.
Gylfi segir fáu saman að jafna
enda hafi miklar efnahagsþreng-
ingar dunið yfir íbúa Simbabve
um áraraðir og hungursneyð
blasað við lengi. „Við vorum ein
auðugasta þjóð í heimi og því er talsverður munur á
því að verða fyrir samdrætti hér og þar,“ segir hann.
Almennt er reiknað með nokkuð snörpum viðsnún-
ingi til hins betra hér strax á næsta ári. Því er ekki
að heilsa í Simbabve í nánustu framtíð.
Olíuríkið Katar trónir á toppi Economist með um
fjórtán prósenta hagvöxt. Á eftir fylgja nágranna-
ríki auk landa í Afríku sem rík eru af náttúruauð-
lindum.
Ekki er reiknað með að vel ári í alþjóðlegu
efnahagslífi og verði hagvöxtur almennt upp á 0,9
prósent á árinu öllu. - jab
Hagvöxtur dregst langmest saman hér á árinu, að mati Economist:
Ísland langt á eftir Simbabve
GYLFI MAGNÚSSON
HAGVÖXTUR Á ÁRINU
Land Hagvöxtur
Fimm efstu:
Katar 14,0%
Malaví 8,5%
Angóla 8,0%
Eþíópía 7,5%
Kína 7,5%
Fimm neðstu:
Venesúela -3,0%
Úkraína -3,0%
Lettland -4,0%
Simbabve -5,0%
Ísland -10,0%
LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu gekk fram á
kannabisræktun í bílskúr við
Stelkshóla í Breiðholti um miðjan
dag í gær. Samkvæmt varðstjóra
voru lögreglumenn í hávaða-
útkalli í grennd við bílskúrinn
þegar þeir urðu varir við megna
kannabislykt. Laganna verðir
gengu þá á lyktina og fundu
bílskúrinn.
Einn var handtekinn vegna
málsins en málið er enn í
rannsókn. Ekki er ljóst um hversu
mikið magn af kannabisefnum er
að ræða, en ræktunin mun hafa
verið skipulögð og vel tækjum
búin. - kg
Kannabisræktun í Breiðholti:
Lögregla gekk á
kannabislyktina
MÓTMÆLI „Ég var aðallega að mót-
mæla því að allt í einu skuldi ég
margar milljónir króna. Ég á ekki
að þurfa að borga það. Ég er mjög
reið út af þessu,“ segir Dagný
Dimmblá Jóhannsdóttir, átta ára
nemandi í Ísaksskóla, sem vakti
athygli fyrir snöfurmannlega
frammistöðu í ræðustól á mót-
mælafundi á Austurvelli í gær.
Boðað var til fundar undir yfir-
skriftinni Breiðfylking gegn
ástandinu í þrettánda sinn. Sam-
kvæmt lögreglu voru milli 1.500 til
2.000 manns á Austurvelli í gær, en
skipuleggjendur fundarins segja
tölu viðstaddra fara nærri 4.000 til
5.000.
Dagný Dimmblá segist hafa
mætt reglulega á mótmælafundi á
Austurvelli síðustu vikur og oftast
haft gaman af. „En stundum er leið-
inlegt þegar fólk er að tala um eitt-
hvað rugl. Þess vegna bað ég um að
fá sjálf að halda ræðu og tala ekki
um eitthvað rugl,“ segir Dagný.
Dóra Ísleifsdóttir, kennari og
grafískur hönnuður, og Einar Már
Guðmundsson, rithöfundur, voru
einnig á mælendaskrá á fundinum.
Fundarstjóri var sem fyrr Hörður
Torfason, sem lenti í orðaskaki við
hóp fundargesta þegar hann bað þá
að taka niður lambhúshettur sem
huldu andlit þeirra. Mótmælin fóru
friðsamlega fram. - kg
Þúsundir mættu á þrettánda mótmælafund Radda fólksins á Austurvelli í gær:
Átta ára stúlka í ræðustól
RITHANDARSÝNISHORN Eftir ræðu
Dagnýjar streymdu að henni fundargest-
ir til að hrósa henni fyrir ræðuna, og gaf
Dagný nokkrum gestum eiginhandarárit-
anir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SKIPULAGSMÁL Hæsta hús Reykja-
víkur, nítján hæða skrifstofuturn
sem rís við Borgartún, skyggir á
innsiglingavitann á gamla Sjó-
mannaskólanum sem er því ónot-
hæfur. Reisa þarf nýja vitabygg-
ingu og kaupa ljósabúnað fyrir um
25 milljónir króna. Óljóst er hver
mun bera kostnaðinn.
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður siglingaráðs og stjórnarfor-
maður Sjómannadagsráðs, segir að
málið snúi ekki að siglingaöryggi
heldur sé um dæmalausa óvirðingu
við hefðir og menningu þjóðarinn-
ar að ræða. „Þetta er hneyksli sem
undirstrikar að við höfum gleymt
uppruna okkar.“
Í harðorðu bréfi ráðsins sem sent
var borgarstjóra, samgönguráð-
herra og siglingamálastjóra er lýst
vanþóknun á framkvæmd skipu-
lagsmála Reykjavíkurborgar. Er
krafist skýringa á „stjórnvisku
borgaryfirvalda“ og afstöðu ríkis-
valdsins til hinnar lagalegu stöðu
málsins en samkvæmt fjórðu grein
laga um vitamál er óheimilt að
byggja hús eða mannvirki sem
skyggja á leiðarmerki frá sjó. Komi
þessi staða upp getur Siglingastofn-
un látið rífa húsið eða mannvirkið á
kostnað eiganda þess ef brotið er á
móti þessari grein laganna.
Baldur Bjartmarsson, forstöðu-
maður rekstrarsviðs Siglingastofn-
unar, segir óskiljanlegt að skipu-
lagsyfirvöld hafi ekki tekið tillit til
þessa atriðis þegar samþykkt var
að svona hátt hús yrði reist á þess-
um stað. Málið sé hins vegar á borði
Faxaflóahafna.
Jón Þorvaldsson, forstöðumaður
þróunarmála hjá Faxaflóahöfnum,
segir málið neyðarlegt en ekkert
annað sé að gera en setja upp nýtt
ljósmerki á fyllingarkantinn við
Sæbraut. „Það var skoðað að setja
nýtt ljós á háhýsið en það er ein-
faldlega of hátt.“ Jón áætlar að
kostnaður við byggingu byggingar-
innar og kaup á nýjum ljósabúnaði
verði um 25 milljónir króna. Hann
telur að sá kostnaður hljóti að falla
á borgina.
Ólöf Örvarsdóttir, skipulags-
stjóri Reykjavíkurborgar, segir að
um athugunarleysi sé að ræða en
telur ábyrðina ekki liggja hjá skipu-
lagsyfirvöldum eingöngu þar sem
deiliskipulagsáætlanir hafi verið
auglýstar rækilega og hagsmuna-
aðilum beri að kynna sér þær. Hún
hafnar því að kostnaður við bygg-
ingu nýs ljósabúnaður falli á borg-
ina. svavar@frettabladid.is
Háhýsi í Borgartúni
byrgir sýn sjómanna
Skrifstofuturninn sem rís í Borgartúni skyggir á innsiglingavitann á gamla
Sjómannaskólanum. Byggja þarf nýtt vitahús og kaupa ljósabúnað fyrir um 25
milljónir króna. Skiptar skoðanir eru um hver á að borga framkvæmdina.
„Ég geri ráð fyrir því, að það eigi
eftir að hlýja mörgum sjómanni um
hjartaræturnar, og okkur hinum líka,
er stefnt er heilu í höfn í höfuðborg
Íslands, að sjá háborg íslensku sjó-
mannastéttarinnar gnæfa við himin
hér á þessum stað. Og í dimmu
verður hér í húsinu sá viti, sem vísar
hverju skipi rétta leið er það leitar
hér hafnar. Viti er öryggismerki, sem
mönnum þykir vænt um.“
Úr ræðu Sveins Björnssonar
ríkisstjóra og síðar forseta þegar
hornsteinn var lagður að Sjó-
mannaskólahúsinu 4. júní 1944.
HÁBORG SJÓMANNASTÉTTARINNAR
SÉÐ FRÁ SJÓMANNASKÓLANUM Skrifstofuturninn verður nítján hæðir og 70 metra
hár. Borgarskrifstofur Reykjavíkur eru til húsa í þeim hluta sem kláraður hefur verið,
þar á meðal skrifstofur skipulagsyfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FACEBOOK Bharrat Jagdeo, forseti
Suður-Ameríkulýðveldisins
Guyana, hefur óskað eftir því að
lögregla landsins svipti hulunni af
því hver hafi búið til síðu á
samskiptavefnum Facebook í hans
nafni og þóst vera forsetinn.
Á síðunni er að finna helstu
upplýsingar um forsetann og hægt
að skoða nokkrar myndir. Forset-
inn á rúma 170 vini.
Nokkuð er um að netverjar villi
á sér heimildir á Facebook-
vefnum og var maður fangelsaður
í Marokkó í fyrra fyrir að þykjast
vera einn af meðlimum konungs-
fjölskyldunnar.
Ólaf Ragnar Grímsson, forseta
Íslands, og Geir H. Haarde
forsætisráðherra er báða að finna
á Facebook. Þeir eiga sex vini
hvor. - jab
Óprúttnir grínistar á netinu:
Forsetinn ekki
á Facebook
VERSLUN Nokkur örtröð skapaðist í
verslunarmiðstöðvunum
Kringlunni og Smáralind um
miðjan dag í gær en þá hófust
hinar árlegu janúarútsölur í
verslunum. Áttu margir gestir
miðstöðvanna í erfiðleikum með
að finna bílastæði vegna mikils
fjölda bíla.
Vörurnar sem á boðstólum eru
á útsölunum eru í flestum
tilfellum seldar með þrjátíu til
fjörtíu prósent afslætti, þó dæmi
séu um að veittur sé enn meiri
afsláttur. - kg
Janúarútsölur hófust í gær:
Mikill fjöldi
sótti útsölur
MIKILL ÁHUGI Nokkur bílaröð myndað-
ist við bílastæðahús Kringlunnar í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ÍRAK Írakska sjónvarpsfrétta-
konan Hadil Ernad, sem særðist
lífshættulega þegar bandarískir
hermenn skutu á hana á nýárs-
dag, segir að hermennirnir hafi
ekki gefið út viðvörun af neinu
tagi áður en þeir hófu skothríð-
ina. Ernad var á leið til vinnu á
brú yfir ána Tígris þegar hún
lenti í skotárásinni.
Bandaríski herinn gaf þá
skýringu á skotárásinni að Ernad
hefði litið grunsamlega út og ekki
hlýtt viðvörunum hermannanna.
Yfirmaður sjónvarpstöðvarinn-
ar sem Ernad starfar hjá for-
dæmdi athæfið í samtali við CNN
og heimtar útskýringar. - kg
Skotið á sjónvarpsfréttakonu:
Segist ekki hafa
fengið viðvörun
VIÐSKIPTI Björgólfur Guðmundsson
tapaði öllu sínu á bankahruninu í
október og þeim
hremmingum sem
gengu yfir
íslenskt efnahags-
líf í fyrra. Eignir
þessa fyrrum
auðmanns eru nú
engar.
Þetta segir í
umfjöllun
bandaríska
viðskiptatímarits-
ins Forbes um tap auðmanna
heimsins á síðasta ári. Björgólfur
er í fjórða sæti listans yfir þá sem
töpuðu mestum auði í fyrra.
Eignir Björgólfs voru metnar á
1,1 milljarð Bandaríkjadala, í mars
í fyrra og vermdi hann þá 1.014.
sæti lista Forbes yfir auðugust
menn heims. Auður hans jafngilti
70 milljörðum króna á þávirði. - jab
Hátt fall stjórnarformanns LÍ:
Björgólfur sagð-
ur eignalaus
BJÖRGÓLFUR
GUÐMUNDSSON
SPURNING DAGSINS