Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 10
10 4. janúar 2009 SUNNUDAGUR
Fjórði júlí minnistæðastur
Sigtryggur Berg Sigmarsson myndlistarmaður
„Það sem stóð upp úr hjá mér árið 2008 var
dagurinn fjórði júlí en þar fóru bræðurnir
Snorri Ásmundsson og
Ásmundur Ásmundsson á
kostum. Snorri hélt bæna-
stund fyrir heimsfriði í
Hljómskálagarðinum
þennan dag og hljóm-
sveitin Evil Madness spil-
aði undir. Þetta var alveg
svakalegur viðburður og
það undarlega við hann
var að á sama tíma hinum
megin við götuna var Jón Ásgeir Jóhannes-
son að halda afmælispartí og hafði fengið
Ný dönsk til að spila. Böndin tvö voru að
keppast um hvort gat spilað hærra og það
endaði með því að mikill rígur upphófst og
hljómsveitarmeðlimir urðu að ræða saman
og sættast. Hið góða vann hið illa á endan-
um. Ásmundur Ásmundsson tók svo þátt í
samsýningunni Á barmi einhvers II í Gall-
erí Kling og bang á Laugaveginum sem opn-
aði einmitt þann fjórða júlí. Mér fannst
hann vera með bestu innsetninguna á sýn-
ingunni sem hann titlaði „I am merely a
curator“. Ásmundur er mikill snillingur og
yndislegur maður.“
Ógleymanlegur Ísafjörður
Anna Clausen stílisti
„Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var
alveg einstakur atburður fyrir mig á síðasta
ári. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði
komið til Ísafjarðar og eftir átta klukku-
stunda akstur tóku örn og fálki á móti okkur
á flugi við bæjarmynnið. Hápunktur hátíð-
arinnar var sérstök ferð farin til Flateyrar
sem Mugison og faðir hans skipulögðu. Við
vorum illa haldin af þynnku þegar rúta náði
í okkur og fór með okkur í páskamessu í
kirkjunni í Holti. Heimamenn tóku afar vel
á móti okkur og voru ánægðir með að fylla
kirkjuna af hamingjusömum ferðamönnum.
Eftir messu heimsóttum við svo stórkost-
legt hljóðver sem heitir Tankurinn. Sund-
sprettur í lauginni læknaði það sem eftir
var af timburmönnunum og kvöldið endaði
svo með frábærum málsverði í félagsheim-
ilinu þar sem fólk tók undir í söng og ræðu-
höldum. Allt þetta, ásamt framúrstefnu-
legri tónlist og stórbrotinni náttúrunni allt í
kring, gerði ferðina ógleymanlega. Annar
menningarhápunktur í
uppáhaldi hjá mér á síð-
asta ári var sýning Ásdís-
ar Sifjar Gunnarsdóttur í
Gallerí Kling og bang.
Hún er einstaklega fram-
sækinn íslenskur lista-
maður og hún sameinar
sjónlist, gjörningalist og
texta á einstakan hátt. Ég
elska verkin hennar. Að
lokum finnst mér Jón Jónsson eiga lof skilið
fyrir að flytja inn allt frá Sebastian Tellier
til Carls Craig til landsins. Ég vona að stuð-
ið haldi áfram árið 2009!“
Stórkostlegir tónleikar Sigur Rósar
Jón Trausti Sigurðarsson hjá Reykjavík Grap-
evine
„Hvað tónlist varðar árið 2008 finnst mér
tíunda Iceland Airwaves-hátíðin minnis-
stæðust. Að vísu þótti mér hún ívið slakari
en fyrri ár en hún stóð
engu að síður fyrir sínu.
Ég vona innilega að þetta
hafi ekki verið síðasta
hátíðin sem haldin verð-
ur. Eins fundust mér tón-
leikar Sigur Rósar í Laug-
ardalshöllinni alveg
stórkostlegir og þeir bera
hæst af öllum tónleikum
ársins. Jóladagatal Norræna hússins var
mjög skemmtilegt og það sem mér er minni-
stæðast hvað listir varðar. Norræna húsið
hélt dagskrá gangandi frá 1. desember til
23. desember en þar kom rjóminn af íslensk-
um listamönnum fram, meðal annars Björk.
Besta kvikmynd ársins finnst mér heimildar-
myndin Kjötborg um þá Kjötborgarbræður.
Ég er stoltur af því að hafa verið í reikningi
hjá þessari góðu verslun. Svo var RIFF-
kvikmyndahátíðin í september mikil frels-
un frá oft annars litlausu bíóári.“
Hús í tjörninni og hafmeyjur í Hveragerði
Kitty Von Sometime, listakona og plötusnúður
„Ég dýrkaði litla rauða húsið eftir Halldór
Úlfarsson og Tea Makipaa sem var hálf-
sökkt ofan í tjörnina í Reykjavík á lista-
hátíð. Ég er mjög hrifin af svona einfaldri
list sem er samt svo áhrifamikil. Ég sá húsið
fyrst þegar ég hjólaði heim til mín eftir
kvöld úti á lífinu og snar-
bremsaði til þess að skoða
það betur í nætursólinni.
Annar hápunktur menn-
ingarlífsins á síðasta ári
voru Náttúrutónleikarnir
í Laugardal þar sem
Björk, Sigur Rós, Gho-
stigital og Ólöf Arnalds
leiddu saman hesta sína.
Eitt af því sem ég helst
sakna frá því að ég bjó í London er magnið
þar af ókeypis tónleikum sem haldnir eru
utandyra. Það er hægt að sækja slíka tón-
leika með vinum sínum og hitta aðra og
gera sér glaðan dag. Náttúrutónleikarnir
uppfylltu allar þessar óskir þar sem and-
rúmsloftið var jákvætt og magnað og veðr-
ið var frábært. Að lokum er það mitt eigið
listaverkefni með hópnum Weird Girls sem
er mér sterkast í minni. Ég held ekki að
neinn í Hveragerði muni fljótt gleyma sex-
tán skínandi bláum spandex-hafmeyjum
sem yfirtóku sundlaugina í Laugaskarði.
Við skemmtum okkur stórkostlega. Þarna
tókum við upp þátt númer sex af Weird
Girls sem einnig er sá vinsælasti.“
Náttúrutónleikarnir stóðu upp úr
Elsa María Jakobsdóttir sjónvarpskona
„Fyrir mér voru það tónleikarnir Náttúra
sem stóðu upp úr hvað menningarviðburði
varðar á síðasta ári. Þetta var frábært fram-
tak og verðugt málefni og mér fannst áber-
andi hvað samstaða var mikil hjá fólki til
þess að láta þennan viðburð ganga upp. Tón-
leikunum var slegið upp
með frekar litlum fyri-
vara og mér fannst þetta
gott dæmi um hversu
hratt og vel hlutirnir geta
gerst hér heima á Íslandi.
Þess utan var dagurinn
yndislegur í alla staði og
gekk fullkomlega upp –
veðrið var yndislegt og
stemningin góð. Það var eitthvað alveg ein-
stakt í loftinu þennan dag. Hápunktur tón-
leikanna var að mínu mati þegar blásara-
stúlkurnar þrömmuðu á svið við lag Bjarkar
Guðmundsdóttur Brennið þið vitar. Reynd-
ar fannst mér líka tónleikar Bjarkar í Lang-
holtskirkju alveg frábærir. Það var gaman
að sjá hana í svona mikilli nánd.“
Töfrandi stund í Langholtskirkju
Ása Briem útvarpskona
„Eftirminnilegasti listviðburðurinn að mínu
mati voru tónleikar í Langholtskirkju
laugardaginn sjötta september þegar Anna
Guðný Guðmundsdóttir
lék á píanó verk Oliviers
Messiaen; Vingt Regards
sur l’Enfant-Jésus (Tut-
tugu tillit til Jesúbarns-
ins). Rás 1 átti frumkvæð-
ið að því að minnast
aldarafmælis Messiaens
með því að láta hljóðrita
þetta stórmerkilega tón-
verk. Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur var
boðið hið ærna einleikshlutverk, en hún er
fyrst íslenskra píanóleikara til að flytja
Minnisstæðustu augnablik ársins
Hvaða myndlistar-, tónlistar- og menningarviðburði bar hæst árið 2008? Anna Margrét Björnsson heyrði í nokkrum listunnend-
um af yngri kynslóðinni um hvaða viðburðir voru þeim ógleymanlegir á síðasta ári.