Fréttablaðið - 04.01.2009, Qupperneq 17
Vísindastjóri í viðskipta-
þróun
(Biomedical programs manager)
Starfslýsing:
Uppbygging á tengslaneti meðal vísinda-
manna í læknisfræði innan rannsókna-
stofnana og fyrirtækja á sviði frumulíffræði,
vefjasmíði og tengdra læknisfræðirann-
sókna, með hliðsjón af nýtingu vaxtarþátta.
Ráðgjafi á sviði frumuræktana og notkunar
vaxtarþátta. Þátttaka í alþjóðlegum
ráðstefnum, greining á nýjum viðskiptatæki-
færum og möguleikum á úthýsingu, öflun
upplýsinga um nýjar afurðir, þróun þeirra
og nýtingu er lýtur að læknisfræði og lyfja-
þróun.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Doktorspróf í frumulíffræði eða skyldum
greinum
• Sterkur ferill í rannsóknum og birtingum, helst
á sviði stofnfrumurannsókna
• Almenn stjórnunarreynsla
• Reynsla í stjórnun alþjóðlegra vísinda-
verkefna
• Hæfni í tengslamyndun og umsjón með
rannsókna- og viðskiptatengslum
Sameindaerfðafræðingur
(Project leader)
Starfslýsing:
Staða sérfræðings til að leiða rannsóknir á
genatjáningu og þróun afkastamikilla kerfa
í sameindaræktun hjá fyrirtæki í fremstu
röð. ORF leitar að afburða sameindalíf-
fræðingi, sem hefur áhuga og kraft til að
stýra vinnu við tækniþróun í próteinfram-
leiðslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Doktorspróf í sameindaerfðafræði eða skyldum
greinum
• Yfirgripsmikil þekking á genatjáningu og stýri-
svæðum, helst í plöntum
• Reynsla og þekking á sviði próteinhreinsunar
• Þekking á plöntulífeðlisfræði æskileg
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
• Hæfni til að vinna sjálfstætt
• Hæfni til að stýra verkefnum og/eða vinnuhópi
• Reynsla af erlendu rannsóknarsamstarfi
Viðskiptastjóri í viðskipta-
þróun
(Business development manager)
Starfslýsing:
Stjórnun á viðskiptaþróun gagnvart stórum
fyrirtækjum á snyrtivörumarkaði sem og
fyrirtækjum sem framleiða og/eða nota
frumuræktunaræti fyrir læknisrannsóknir
og lyfja- og lífefnaframleiðslu. Stefnumótun
og áætlanagerð fyrir sviðið. Greina viðskipta-
tækifæri, leit að álitlegum viðskiptavinum,
úttekt á þeim, sölufundir og gerð samninga
um kaup á afurðum félagsins og/eða um
samstarfsverkefni. Umsjón með viðskiptum
við viðskiptavini. Þátttaka í vöruþróun.
Starfið krefst mikilla ferðalaga erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í markaðsfræðum og reynsla
á sviði markaðsmála
• Háskólamenntun í frumulíffræði eða skyldum
raungreinum
• Frumkvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
• Almenn stjórnunarreynsla
• Hæfni í sölu og samningagerð
Kynningarfulltrúi
(Marketing coordinator)
Starfslýsing:
Umsjón með gerð kynningarefnis, frétta-
bréfa og kynningargagna fyrir erlenda dreifi-
aðila og viðskiptavini, viðhaldi á heimasíðu
og markaðssetningu á netinu. Auk þess
öflun nauðsynlegra upplýsinga, s.s. fyrir
nýjar vörur og nýja viðskiptavini, samskipti
við viðskiptavini og þátttaka í kynningar-
átaki erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í markaðsfræðum
• Háskólamenntun í líffræði eða skyldum
greinum æskileg
• Gott skynbragð á hönnun kynningarefnis
• Hæfni til að vinna í hópstarfi og einnig
sjálfstætt
• Skilningur og geta til að skila verkefnum
á réttum tíma
Spennandi tækifæri hjá ORF Líftækni
ORF Líftækni hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu sérvirkra próteina fyrir læknisrannsóknir,
snyrtivörur og lyfjaiðnað með sameindaræktun. Með þróun og nýtingu á bygg-framleiðslu-
tækni sinni stefnir ORF markvisst að enn frekari uppbyggingu hátæknifyrirtækis í fremstu
röð á alþjóðlegum markaði, með áherslu á að selja afurðir sínar, vaxtarþætti, til rannsókna-
stofa á sviði frumurannsókna (t.d. stofnfrumurannsókna), frumuræktunar og þróunar
vefjalækninga (regenerative medicine) undir vörumerkinu ISOkine™. ORF er ungt og vaxandi
fyrirtæki, þar sem frumkvöðlaandi ríkir með mikla möguleika á framþróun í starfi fyrir
dugmikla og áhugasama starfsmenn. ORF Líftækni hf. hlaut Nýsköpunarverðlaunin árið 2008.
Umsækjendum er bent á nánari upplýsingar
á vefsíðum félagsins:
www.orf.is eða www.orfgenetics.com
Einnig má hafa samband við starfsmannastjóra
í síma 591 1570 varðandi frekari upplýsingar.
Umsóknir skal senda til: starf@orf.is eigi síðar
en 10. janúar 2009.
PI
PA
R
•
S
ÍA
•
8
23
84
Endurhæfi ngarhúsið HVER
auglýsir eftir forstöðumanni
Fagaðili með menntun á sviði félags- og / eða
heilbrigðismála óskast til að stýra og móta starf
endurhæfi ngarúrræðis fyrir öryrkja á Vesturlandi
staðsett á Akranesi
Akraneskaupstaður, Svæðisskrifstofa um málefni
fatlaðra á Vesturlandi, Sjúkrahúsið og heilsu-
gæslustöðin á Akranesi og Akranesdeild Rauða kross
Íslands gerðu með sér samkomulag í mars árið 2008
um rekstur endurhæfi ngarúrræðis fyrir öryrkja á
Vesturlandi. Um er að ræða tilraunaverkefni til
þriggja ára.
Markmiðið með starfi nu er m.a. að skapa bata-
hvetjandi stuðningsúrræði fyrir fólk sem vegna
veikinda eða annarra aðstæðna getur ekki tekið virkan
þátt í samfélaginu og býr við skert lífsgæði. Jafnframt
að stuðla að því að rjúfa félagslega einangrun, ýta
undir starfsvirkni og skapa vettvang fyrir
einstaklinga til að auka færni sína við dagleg störf og
tómstundaiðkun.
Leitað er eftir fagaðila með menntun á sviði félags-
og /eða heilbrigðismála og æskilegt er að viðkomandi
hafi einhverja stjórnunarreynslu.
Forstöðumaðurinn mun m.a. sjá um daglega starf-
semi, vinna að markmiðsáætlunum með notendum
þjónustunnar og skipuleggja starfi ð.
Einnig vinnur hann að því að móta starfsemi
staðarins í samvinnu með fagteymi sem og
notendum staðarins. Fagteymi staðarins er skipað
sálfræðing, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa sem eru
allir með fasta viðveru á staðnum.
Um er að ræða 100% starf og er æskilegt að við-
komandi geti hafi ð störf hið fyrsta. Ef frekari upp-
lýsinga er óskað skal hafa samband við Sveinborgu
Kristjánsdóttur, félagsmálastjóra Fjölskyldustofu hjá
Akraneskaupstað í síma 433-1000.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k. og skal
skila umsóknum á Bæjarskrifstofuna á Akranesi, b/t
Sveinborgar Kristjánsdóttur, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Hér er um að ræða mjög spennandi
mótunarstarf á Vesturlandi
Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra á Vesturlandi
Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441