Tíminn - 21.07.1982, Side 19

Tíminn - 21.07.1982, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 21, JÚLI 1982. '23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús ■ Barbra Streisand - hefur bxst í hóp þeirra kvikmyndastjarna, sem annast stjórn kvikmynda sinna líka. Umdeild bók eftir Doctorow kvik- mynduð - og Barbra Steisand leikstýrir kvikmynd eftir smásögu Nóbelsverölaunaskáldsins Singer ■ Kvikmyndaleikstjórinn Sidney Lumet og skáldsagnahöfundurinn Edgar L. Doctorow hafa tekið höndum saman um gerð kvikmyndar eftir skáldsögunni „The Book of Daniel“, sem Doctorow samdi fyrir allmörgum árum - en skáldsagan kom fyrst út árið 1970. Frægasta skáldsaga Doctorows - „Ragtime“ - hefur þegar verið kvikmynduð. Sú mynd var frumsýnd í Bandaríkjunum síðla á siðasta ári og vakti myndin verulega athygli þótt aðsóknin yrði ekki jafn mikil og vonast hafi verið til. Sidney Lumet hefur leikstýrt mörgum þekktum kvikmyndum, þar á meðal „Dog Day After noon" og „Network“. Hann kveðst hafa unnið að þvi að afla fjármagns til að kvikmynda „The Book of Daniel" síðustu tólf árin, eða allt frá því að bókin kom fyrst út. „Ég varð mjög hrifinn af skáld- sögunni strax þegar hún birtist fyrsta sinni“, segir Lumet. „Og árið 1971 komst ég að því að Edgar Doctorow hafði gert kvikmyndahandrit eftir skáldsögunni og ég varð einnig mjög hrifinn af því“. En aðrir voru ekki jafn hrifnir. Lumet segist hafa kynnt handrit Doctorows kvikmyndaframleiðend- um 33 sinnum! Það, sem gerði honum svona erfitt um vik að fá peninga, var viðfangsefni bókar- innar. Hér er sem sagt um að ræða skáldsögu, sem fjallar um það, hvað gæti hafa orðið um börn þeirra Júlíusar og Ethel Rosenberg - en þau voru fyrstu Bandarikjamennirn- ir, sem teknir voru af lifi fyrir njósnir. Rosenberghjónin voru líflát- in 19. júni 1953. „í hvert sinn sem nýir menn tóku við stjórn kvikmyndaveranna fór ég af stað og lagði handritið fram“. segir Lumet. „En nafnið Rosenberg var eins og veggur. Það vildi enginn einu sinni lesa handritið“. Það var aðeins fyrir um tveimur mánuðum að John Heyman, fjármálamaður sem áður hefur ★★★ Hörkutólið 0 Stuð meðferð ★★ Sólineinvarvitni ★★ Sverðið og Seiðskrattinn o Auga fyrir auga II ★★ Amerískur varúlfur í London ★ Jarðbúinn ★★★ Lola ★★ Cat Ballou Stjömugjöf Tímans * * * * frábær ■ * ★ ★ mjög góö • ★ * góö • ★ sæmlleg • O léleg útvegað fjármagn til kvikmynda sem stóru kvikmyndaverin vestra hafa haft lítinn áhuga á, las handritið og bauðst til þess að skrapa saman nægilegu fjármagni. Og honum tókst að ná i 8.2 milljónir dala, sem er talið nægja vegna þess að leikstjórinn, handritahöfundurinn og fleiri aðilar taka aðeins lágmarksþóknun fyrir framlag sitt. Aðalhlutverkið í myndinni, son Rosenberg hjónanna - Daniel - leikur Timothy Hutton, sem hlaut Oscarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Ordinary People" eftir Robert Redford. John Heyman þessi hefur reyndar útvegað fjármagn i tvær kvikmyndir sem nú er verið að gera. Önnur þeirra er nýjasta kvikmyndin eftir Nicholas Roeg og nefnist „Eureka“. Hin er fyrsta kvikmyndin, sem Barbra Streisand lcikstýrir. Sú mynd ber riafnið „Yentl" og byggir á smásögu eftir Nóbclverðlauna- skáldið Isaac Bashevis Singer. Streisand samdi kvikmyndahand- ritið ásamt Jack Rosenthal, og hún leikur aðalhlutverkið i myndinni. Sagt er að „Yentl“ sé „óvenjuleg ástarsaga“. Hún mun fjalla um unga gyðingastúlku, sem þykist vera karlkyr.s til þess að geta lagt stund á trúarbragðafræði gyðinga. Elias Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.