Tíminn - 30.07.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 30.07.1982, Qupperneq 1
Bladauki um ísafjörð - bls. 11 til 18 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Föstudagur 30. júlí 1982 171. tbl. - 66. árgangur. Átta milljón kr. framkvæmdum við Grundarfjarðarhöfn kastað á glae?: KOSTNABARÁÆTLUN HÆKK- AR IIM 144% A TÆPU ARI ,,Allt fer f hafið ef við getum ekki haldið áfram og höfnin lokast”, segir oddvitinn á Grundarfirði, en nú vantar fjármuni til að halda framkvæmdum áfram ■ „Allt sem við erum búnir að gera fer í hafið, ef við getum ekki haldið áfram, fyrir utan að höfnin mundi lokast,“ er skoðun Guðna HaUgríms- sonar oddvita á Grundarfirði, þar sem nú er verið að byggja hafskipabryggju. Að sögn Guðna hefur kostnaðaráætl- un við verkið hækkað úr 4.9 miUjónum króna í 12 miUjónir á tæpu ári og nú á hreppurinn í vandræðum með að útvega fé tU að Ijúka verkinu. Auk þess að kostnaðaráætlanir hafi raskast svona, hefur verkáætlunin verið í molum, þannig þurfti að flytja 69 þúsund rúmmetra efnis í stað 34 þús. rúmm. sem áætlað var. „Þessar 4.9 milljónir eru í engu samræmi við okkar áætlanir,“ segir Bergsteinn Gizurarson hjá Hafnar- málastofnun ríkisins, en sú stofnun annast bæði áætlanagerð og fram- kvæmd verksins. „Pessi tala er búin til í fjárveitinganefnd," bætir hann við. „Þessar 4.9 milljónir eru í engu samræmi við okkar áætlanir," segir Bergsteinn Gizurarson hjá Hafnar- málastofnun ríkisins, en sú stofnun annast bæði áætlanagerð og fram- kvæmd verksins. „Þessi tala er búin til í fjárveitinganefnd," bætir hann við. Hann segir að frumáætlunin hafi gert ráð fyrir að verkið kostaði 8.6 milljónir, en á síðara stigi hefðu komið villur inn í útreikninga, sem lækkuðu þá áætlun verulega. Síðar hefði svo komið í Ijós að upphaflega áætlunin var nokkuð nærri sanni, en ýmislegt hafi orðið til þess að verki hækkaði síðan í 12 milljónir t.d. verðbólga. Sjá nánar um málið á bls. 4. SV Erlent yfirlit Hægt miðar í Póllandi — bls. 7 ■ Þá er sú milda helgi, verslunarmannahelgin, í nánd. Það voru verslunarmenn sem upphaflega stofnuðu til hennar og kölluðu hana „Þjóðhátiðina“ í þá daga. Þá var Verslunarmannafélag Reykjavikur karlaklúbbur, sem kom saman yfir púnsglösum og iðkaði skylmingar. En nú er öldin önnur. Nú er þessi helgi orðin að ferðahelgi ársins meðal allra stétta og á myndinni eru tveir snemmbúnir garpar að tygja sig til ferðar. (Tímamynd EUa) Mikið tjón vegna vega- og brúarskemmda í Öræfasveit: FJÓRAR BRÝR ÓFÆRAR — Ferðalöngum bent á að fara norður um land til Austfjarða ■ „Það hafa orðið miklar vega- og brúarskemmdir hér í sveitinni í rígningarveðrinu í nótt og í gær. Það hefur lokast að minnsta kosti við ein fjögur vötn og ég get ekki séð að fært verði hér austur um fyrir verslunar- mannahelgi," sagði Ragnar Stefáns- son, bóndi í SkaftafeUi í Öæfum, í samtaU við Tímann í gær. Tjónið var mest á brúnni yfir Skaftafellsá. Undan henni féll einn brúarstöpull og búist er við að nokkra daga taki að koma honum undir aftur. Við Svínafellsá grófst frá brúarendan- um þannig að áin streymir með öðrum enda brúarinnar. Við Kotá grófst einnig frá öðrum enda brúarinnar. Var það minna og voru brúarsmiðir á vegum Vegagerðarinnar langt komnir með að gera við skemmdir þar síðdegis í gær. Við Kría er einnig opin renna milli brúarinnar og lands. Að sögn Ragnars, bónda í Skafta- felli, er hér um mikið tjón að ræða. Bjóst hann við að tæki a.m.k. nokkra daga að koma vegasambandi í Öræfa- sveitinni í eðlilegt horf. Ragnar vildi beina því til þeirra sem leið eiga á Austfirði um verslunar- mannahelgina að fara norður um land. - Sjó. Sela- fár — bls. 8-9 Tennis- hneyksli — bls. 2 Ný mynd Kurosawa — bls. 27

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.