Tíminn - 30.07.1982, Qupperneq 10

Tíminn - 30.07.1982, Qupperneq 10
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 10___________ heimilistímmn umsjón: A.K.B Mest selt af hvít- um baðsettum ■ Falleg og skemmtilega innréttuð baðherbergi hafa jákvæð áhrif á íbúa. Nú gefst líka gott tækifæri til að hafa smekkleg baðherbergi, þar sem margar gerðir fást af baðsettum, baðmottur og handklæði í geysilegu úrvali víða og á veggina alls konar flísar og viðarldæðn- ingar. Mjög hefur aukist að notað sé fura og greni í veggi á baðherbergjum, enda mun það ódýrara en flísarnar og sérlega falleg á að líta. Til að furan haldi sem mest sínum upprunalega lit má bera á hana Met furugrunn og þar ofan á lakk. Til að kanna verð á baðsettum o.fl. spurðist ég fyrir í tveimur verzlunum, Byko í Kópavogi og Byggingavöruversl- un SÍS í Reykjavík. í Byko var mér sagt að mest seldist af hvítum baðsettum og sama svarið fékk ég hjá Byggingarvöruverslun SÍS, bað- sett í hvítum og Ijósum litum seljast mest. Byko selur Gustavsberg og IFÖ baðsett, en SÍS selur Gustavsberg. Verð á baðsettum er: í Byko kostar Gustavs- berg baðsett í hvítu: Klósett kr. 2.972,00, handlaug í borði kr. 1.745, handlaug á fæti kr. 998 og fóturinn kr. 1132, baðker 170 cm kostar kr. 2.441,00 (það er ódýrara en 160 cm baðker vegna þess að það er framleitt hjá annarri verksmiðju, sem framleiðir einungis baðkör og sturtubotna), baðker 160 cm kostar kr. 3.492,90. Skolskálar (bitet) munu ekki vera mikið keyptar en þó eitthvað, og er verðið á þeim kr. 1.135.00. IFÖ baðsett kosta í hvítu: klósett kr. 2.644.00, handlaugar kr. 951 og fótur kr. 748, baðker kr. 2.441 og skolskál kr. 1.339. í Byko fást lituð Gustavsberg sett í litunum beige, Ivory (fílabeinslitur) og Sand, en þetta cru allt Ijósir litir. Verðið á baðsetti í þeim er: klósett kr. 3.876.00, handlaug f. borð kr. 2.280.00, handlaug á fæti kr. 1478.00 og fóturinn kr. 1.305.00, baðker 1,60 cm kostar 4.372,00 og 1,70 cm baðker kostar 3.426,00, skolskál kostar 1.649,00. IFÖ baðsettin kosta í Tópaslit: klósett kostar kr. 3.108,00, vaskur í borð kr. 1.718,00, vaskur á fæti kr. 1.090,00 og fótur kr. 961. Baðker 1,60 cm kostar 3.586 og baðker 170 cm kr. 3.426,00. Verð á flísum í Byko er á bilinu frá 200 kr. - 800 r. pr m2. Algengt verð á fermetra er 350-400 kr. Verð á furu og grenipanel mun vera frá 120 kr. pr fermetra. Verð á baðsettum í byggingavöru- verslun SÍS er: Hvít Gustavsberg baðsett kosta: klósett kr. 2.972,00, handlaug í borð kr. 1.624,00 handlaugar á vegg kosta kr. 615,00,702,00og 739,00. Baðker kr. 3,490 (ekki til eins og er, en væntanleg), skolskál kostar kr. 1.464,00. Lituð baðsett fást í SÍS í mörgum litum, beige, sand, fílabeinslit, ljós- brúnu, gulu, ólívugrænu, bláu og kastaníubrúnu, og það síðastnefnda er reyndar aðeins flutt inn eftir pöntun. Verðið á lituðu baðsettunum er: klósett kr. 3.726,00, handlaug í borð kr. 1.861,00, á vegg á gestaklósett kr. 819,00 og 981,00, skolskál kostar kr. 1.842,00, baðkar kr. 4.471,00. Ýmsar ástæður munu fyrir því að fólk kaupir mest hvít baðsett, bæði er verðið hagstæðast og alltaf er hægt að kaupa inn í hvítt sett, ef eitthvað skemmist. Einnig er hvítt og Ijósir litir mikið í tísku nú eins og er og mest spurn eftir öllu ljósu, t.d. mun vinsælast nú að kaupa hvítar körfur undir óhreint tau. Mikið er um það nú að fólk hafi sturtuklefa í baðherbergjum aukreitis við baðker. Slíkir sturtuklefar fást alveg tilbúnir í byggingavöruverslun SÍS og kosta 5,5 til 6 þús. kr. Klefarnir eru með segulstáli í framkanti þannig að þeir lokast mjög vel og hægt er að panta þá í litum í stíl við baðsettið. ■ í augum barnanna er baðkerið eins og leikvöllur. Það er kjörið að taka fyrstu sundtökin, venjast vatni og læra meðferð björgunarvesta. ■ Ljós baðsett eru mjög vinsæl um þessar mundir. Ný bók um pottaplöntur ■ Nería er mjög faUeg planta og vinsælt stofublóm. ■ Nýlega er komin út bókin ALLT UM POTTAPLÖNTUR, en í henni eru ítarlegar upplýsingar um vinsæl stofu- blóm og fjölmörg afbrigði þeirra. Höfundur bókarinnar er David Long- man, sem er stjórnarmaður í Interflora og þýðandi bókarinnar er Fríða Björns- dóttir, blaðamaður, sem ritstýrði Heimilistímanum í fjögur ár og skrifaði þá nær vikulega blómaþætti. í hverri opnu bókarinnar er tekin ein planta og sagt nákvæmlega frá uppruna hennar, kröfunum, sem hún gerir til umhverfisins og umhirðu. Á teikningum neðst á hverri síðu má sjá, hvernig og hvenær á að umpotta, klippa eða fjölga plöntunni. Loks er svo kaflinn „Hvað er að?“ sem segir frá því helsta, sem getur hrjáð hverja plöntu og hvernig hægt er að bæta úr því. Einfaldar og auðskildar skýringarmyndir fylgja með. Þetta er mjög gagnlegt fyrir bíómaræktendur og upplýsingar þær sem fylgja með um hvert blóm eru auðskildar og koma virkilega að gagni fyrir blómaunnendur, sem rækta sín stofublóm. Lárviðarrós (Nería) er mjög eitruð Hér er tekið dæmi úr bókinni um nokkuð algengt stofublóm, Neríu eða lárviðarrós. Um hana segir m.a.: Planta, sem krefst sólar og vex villt á suðlægum slóðum, t.d. við Miðjarðarhafið. Sem pottaplanta þrífst hún best f sólríku herbergi. Nería vex einnig villt á ýmsum stöðum í Asíu, aðallega í Japan. Neríum er grískt nafit, sem Diescorides notaði, en hér heitir plantan lárviðarrós. Hún tilheyrir Apocynaceae-ætt og var flutt til Evfopu 1596. Nería er falleg planta, með fögur hvít, bleik, fjólublá og appelsfnurauð blóm. Sumar tegundir bera einföld blðm, aðrar ofkrýnd. Blöðin líkjast pílviðarblöðum, og geta verið bæði algræn eða í mörgum grænum litum. Blöðin eru löng og mjó og sitja tvö eða þrjú saman á leggnum. Plantan er mjög eitruð. Dýr, sem étur blöðin, getur drepist og jafnhættulegt getur verið fyrir fólk að borða blómið. Hvað sem því líður er nería mjög vinsæl, enda ekki margar plöntur, sem þola jafn mikinn hita og sól og hún. Plantan er seld blómstrandi frá júní og fram eftir sumri. Hægt er að velja milli mis- munandi blómlita. Umpottun er mikilvæg í inngangi bókarinnar Allt um pottaplöntur segir m.a. um umhirðu stofublómanna: Þar sem potturinn er ekki hinn náttúrulegi vaxtarstaðurplönt- unnar, verðum við af og til að gera sérstakar ráðstafanir til þess að hún geti þrifist og vaxið sæmilega. í fyrsta lagi þarf að umpotta plöntumar. Það er gert svo að rótin haldist heilbrigð. Áður en hafist er handa um að umpotta kannar maður, hvort þröngt er orðið um rætumar í pottinum, þ.e.a.s. hvort lítið sé orðið annað í honum en rætur. Venjulega má sjá það á plöntunni, ef svo er: yfirvigtin er þá áberandi, og ekki bætast eins mörg ný blöð við að vorinu og venja er, eða rætumar em famar að vaxa niður um götin á botni pottsins. Besta leiðin til að kanna þetta er að hvolfa plöntunni og slá pottbrúninni létt við eitthvað hart. Þá losnar innihald pottsins auðveldlega, og hægt er að draga það upp úr honum og líta á rætumar. Alltaf á að vökva plöntuna vandlega, áður en umpottað er. Leyfið öllu umframvatni að renna í burtu. Ekki á að vökva plöntuna í tvo eða þrjá daga eftir að skipt hefur verið um pott. Það örvar rætumar til þess að Ieita inn í nýja jarðveginn í pottinum og draga 1 sig raka. Aldrei másetjaplöntur, sem nýbúið er að umpotta í sterkt sólskin. Stöku plöntur - sérstaklega þær sem vaxa mjög hratt - fá aldrei nægilega næringu úr moldinni í pottinum, meira að segja, þótt skipt sé um mold. Fyrir kemur að plöntur em orðnar svo stórar að næstum ómögulegt er að skipta um pott á þeim. í því tilfelli verður að gefa þeim aukanæringu til þess að þær nái að vaxa og blómstra'.' Einfaldasta leiðin er að blanda fljótandi áburði í vatnið. Margar gerðir áburðar em á markaðin- um. Einnig er hægt að gefa plöntunum blaðnæringu með því að úða þær. Setjið aldrei meiri áburð í vatnið en notkunar- reglumar segja til um - segja má, að betra sé aðdraga úr magninu fremur en auka það. í einstaka tilfelli er nægilegt að fjarlægja visin blöð og blóm. Ef frekari klippingar er þörf er það gert til þess að halda plöntunni fallega vaxinni. Oft vill brenna við innan dyra, og reyndar utan líka, að planta verður rengluleg og út úrhenni vaxa hliðarsprot- ar. Allt slfkt ætti að klippa burtu til þess að blómin okkar verði þéttvaxnari og fallegri á að sjá. Með klippingu getur líka verið hægt að örva blómgun. Ef vaxtarsprotamir em klipptir getur það orðið til þess að plantan leggur allt (blómgun, ístað þess að fjölga blöðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.