Tíminn - 30.07.1982, Qupperneq 19

Tíminn - 30.07.1982, Qupperneq 19
og leikhús - Kvikmyndir og leikhús FÖSTUDAGUR 30. JULÍ 1982 kvikmyndahornið ■ Tatsuya Nakadai fer með hlutverk Kagemusha í samnefndri kvikmynd eftir Kurosawa, og sést hér í fullum herkiæðum. Kagemusha frum- sýnd í Nýja bíó ■ Kvikmyndaúrvalið í borginni hefur yfirleitt ekki verið upp á marga físka í þessum sjónvarpslausa mánuði; mikið um endursýningar og lélegar myndir. Það vekur því mikla athygli þegar Nýja bíó frumsýnir í dag hina frægu kvikmynd „Kagemusha“ eða „Tvífarinn" eftir japanska meistarann Akira Kurosawa. í tilefni af frumsýningunni er rétt að rifja upp nokkur atriði varðandi tilurð myndarinnar og þær viðtökur, sem hún hefur fengið erlendis, en um myndina sjálfa verður nánar fjallað hér í þættinum eftir helgina. Kurosawa, sem er 72 ára að aldri, lauk við þessa mynd árið 1980. Hann hafði þá, þótt ótrúlegt sé, átt í vandræðum með að útvega fjármagn til kvikmyndagerðar - og er þó langþekktasti leikstjóri Japana og viðurkenndur meistari á því sviði. í>að var ekki fyrr en bandarískir aðdáendur hans, leikstjórarnir Fran- cis Ford Coppola og George Lucas, gengu í málið og fengu Twentieth Century Fox til þess að leggja fram fjármagn, að Kurosawa gat gert Kagemusha að veruleika. Kurosawa hafði reyndar í upphafi alls ekki ætlað sér að verða kvikmyndaleikstjóri, heldur listmál- ari. Hann gekk í listaskóla 17 ára að aldri, en að skólanámi loknu tókst honum ekki að hafa ofan af fyrir sér á því sviði. Hann svaraði því auglýsingu frá kvikmyndaframleið- anda, sem óskaði eftir aðstoðarleik- stjórum, og var ráðinn sem aðstoðar- maður annars þekkts japansk leik- stjóra, Kajiro Yamamoto. Auk aðstoðarleikstjórnar fór hann fljót- lega að skrifa kvikmyndahandrit fyrir Yamamoto, og árið 1943 fékk hann að leikstýra fýrstu kvikmynd- inni sjálfur. Sú nefndist Judo Saga, og þar þóttu ýmis sérkenni hans sem leikstjóra koma þegar fram, svo sem tæknileg fullkomnun, næmt auga fyrir fegurð og knöpp frásagnar- tækni. Fyrsta kvikmyndin, sem vakti athygli á Kurosawa á alþjóðavett- vangi, var Rashomon, sem hlaut fyrstu verðlaun á Feneyjarhátíðinni Elias Snæland árið 1951. Frægasta kvikmynd hans, Jónsson og sú sem mest hefur verið eftiröpuð skrifar ★ Atvinnumaður í ástum ★★ Sólin ein varvitni ★★ Amerískur varúlfur í London ★★★ Lola ★★ CatBallou ★★★ Framísviðsljósið ★★★ Bláa lónið ★★ Hvellurinn af öðrum, svo sem bandarískum leikstjórum, er þó „Samuraiarnir sjö“. A þeirri kvikmynd var banda- ríski vestrinn „The Magnifícent Seven" byggður. Reyndar hafa vestrænir leikstjórar gert fleiri kvik- myndir eftir verkum Kurosawa. Sem dæmi má nefna, að bandaríska kvikmyndin „The Oufrage“ með Paul Newman í aðalhlutverki var byggð á Rashomon scm áður er nefnd, en spaghettivestrinn „A Fistful of Dollars“ á annarri kvik- mynd, Yojiinbo. A hinn bóginn varð Kurosawa einnig fyrir áhrifum frá bandarískum leikstjórum, svo sem j John Ford. Þrátt fyrir almenna viðurkenningu | víða um heim hefur Kurosawa | gengið illa að fá nægiiegt fjármagn heima fyrir til mynda sinna, og sýnir | sig þar sem víðar að enginn er spámaður í eigin föðurlandi. Gekk | þetta svo nærri honum, að árið 1971 reyndi hann að fremja sjálfsmorð. En á þeim rúma áratug, sem síðan I er liðinn, hefur hann gert tvö af meistaraverkum sínum; Dersu Uzala, sem var fjármögnuð að verulegu leyti af Sovctmönnum og sýnd hefur verið hérlendis, en sú kvikmynd hlaut mjög góðar móttök- ur á vesturlöndum og fékk m.a. Oskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin árið 1975. Og svo Kage.nusha, sem hlaut gullpálmann í Cannes 1980. ÍGNBOGir tr ío ooo Sólin var vitni Spennandi og bráðskemmtileg ný ensk litmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christie. Aðalhlutverið Hercule Poirot leikur hinn frábæri Peter Ustinov af sinni alkunnu snilld, ásamt Jane Birkin - Nicholas Clay - James mason - Diana Rigg - Maggle Smith o.m.fl. Leikstjóri: Guy hamilton. islenskur texti - HÆkkað verð. Sýnd kl. 3 - 5.30 - 9 og 11.15. Dauðinn í vatninu Hörkuspennandi litmynd um drápsfiska og fjársjóð sem þeir geyma. Aðalhlutverk: Lee Majors - Karen Black. Bönnuð börnum. Endursýnd kl. 3.05 - 5.05 - 7.05 - 9.05 -og 11.05. Tossabekkurinn Bráðskemmtileg gamanmynd i litum með Glendu Jackson - Oliver Reed. Endursýnd kl. 3.10 - 5.10 - 7.10 - 9.10 og 11.00. Svik að leiðarlokum Geysispennandi litmynd gerð eftir sögu Alistair Mac Lean, sem komið hefurút í íslenskri þýðingu. Aðalhlutverk: Peter Fonda - Britt Ekland. Sýndkl. 3.15-5.15-7.15-9.15 og 11.15. 28*1-89-36 Byssurnar frá Navarone (The Guns ol Navarone) Heimsfræg verðlaunakvik- | mynd með úrvalsleikunjm. Aðal- hlutverk: Greogory Peck, David Niven, Anthony Quinn, Anthony Quayle. Islenskur texti. Sýnd kl. 9 Bönnuð bömum innan 12 ára. Sfðustu sýnlngar. Bláa lónið Hin bráðskemmtilega úrvals- I kvikmynd með Brooke Shields | og Christoper Atklns. Endursýnd kl. 5 og 7. B-salur Cat Ballou Bráðskemmtileg kvikmynd með Jane Fonda, Lee Marvin o.fl. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. "lonabíól 28*3-11-82 Njósnarinn sem elskaði mig (THe Spy Who Loved Me) James Bond svíkur engan. þessari mynd á hann í höggi við | risann með stáltennumar. Aðalhlutverk: Roger Moore. Islenskur texti. Endursýnd kl. 5 - 7.20 og 9.30 21*1-15-44 Frankenstein hinn ungi Ein albesta gamanmynd Mel Brooks með hinum óviðjafnan- legu og sprenghlasgilegu grínuntm Gene Wilder og Marty Feldman. Endursýnd í dag og á morgun kl. 5, á sunnudag kl. 3 og 5. Mánudag frídag verslunarmanna kl.5 Kagemusha (The Shadow Warrior) Meistaraverk Akira Kurosawa sem vakið hefur heimsathygli og geysilegt lof pressunnar. Vest- ræna útgáfa myndarinnar er gerð undir stjórn George Lucas og Francis Ford Coppola. Frumsýnd kl. 7.30 og áfram á sama fc-. '• verslunarmanna- helgina. Og að sjálfsögðu munum við halda áfram að sýna hina frábæru og sívinsælu mynd Rocky Horror (hryllingsóperuna) kl. 11. Flóttinn til Aþenu Spennandi og skemmtileg Pana- vision-litmynd, um ali sérstæðan flótta í heimstyrjöldinni siðari, með: Roger Moore - Telly Savalas - Elliott Gould og Claudia Cardinale. fslenskur texti. Endursýnd kl. 6 - 9 og 11.15. 2S* 1 -1 3-84 Ein frægasta grín- mynd allra tíma: Kappasturinn mikii Fessi kvikmynd var sýnd í Austurbæjarbiói fyrir 12 árum við metaðsókn. Hún er talin ein allra besta gamanmynd, sem gerð hefur verið enda framleidd og stjómað af Blake Edwards. - Myndin er í litum og Cinema Scope. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Natalle Wood, Tony Curtis, Peter Falk. Sýnd k. 5,7.30 og 10. 25* 3-20-75 Snarfari Ný hörkuspennandi banda- rísk mynd um samsæri innan fang- elsismúra, myndin er gerð eftir bókinni „The Rap" sem samin er af fyrrverandi fangelsisverði i SAN QUENTIN fangelsinu. Aðalhlutverk: James Woods, „Holocaust“ - Tom Maclntire „Bruebaker" og Kay Lenz „The Passage". Sýnd kl. 7 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. fslenskur textl. Darraðardans Endursýnum þessa frábæru gamanmynd með Walter Matt- hau, Glendu Jackson og Her- bertLom.Verkefni: Fletta ofan af CIA - FBI - KGB og sjálfum sér. Sýnd kl. 5 og 9. 2F 2-21-40 Atvinnumaður í ástum (American Gigolo) Ný spennandi sakamálamynd. Atvinnumaður í ástum eignast oft góðar vinkonur, en öfundar- og hatursmenn fylgja starfinu líka. Handrit og leikstjórn: Paul Schrader.Aðalhlutverk : Ric- hard Gere, Lauren Hutton. Bönnuð innan 16 ára. Hækkað verð. Sýndkl. 7-9.10 og 11.20. Fjallaljónið ofsótta (Run, Cougar, Run) productions Spennandi og skemmtileg bandarisk kvikmynd frá Disney- félaginu. Aðalhlutverkin leika: Stuart Whitman—Alfonso Arau. Islenskur texti. Sýnd kl. 5 og 7. Hinn ósýnilegi Bandarisk hrollvekja. Endursýnd kl. 9. StjörvDugjöf Tfmans ★ * * * frábær ■ * + * mjög göð - * * góö • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.