Tíminn - 30.07.1982, Side 20

Tíminn - 30.07.1982, Side 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sínfi (íl! ) 7 - 75-51. (91 ) 7 - X« - 3«. T-rTTTVTk TTT7' Skemmuvegi 20 ur . Kopavogi Mikiö úrval Opid virka daga 9 19- Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag V abriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 ARVEMHNII SKODAB IEYJUM ■ Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður haldin um aðra helgi í Herjólfsdal að vanda, og af því tilefni var blaðamönn- um boðið til Vestmannaeyja til að kynna dagskrá hátíðarinnar. Að þessu sinni heldur íþróttafélagið Þór hátíðina, en íþróttafélögin í Eyjum, Þór og Týr, skiptast á um að halda hátíðina, en fyrsta þjóðhátíðin var haldin árið 1874. „Það jafnast ekkert á við Þjóðhátíð- ina í Eyjum“ sagði Árni Johnsen, einn þeirra sem staðið hafa að undirbúningi hátíðarinnar, „nema ef vera skyldi karnevalið í Ríó“. Ekki er víst að allir séu sammála honum um það, en víst er að þjóðhátíð þeirra Eyjamanna er um margt sérstæð hátíð. í Herjólfsdal var undirbúningur kom- inn vel á veg, búið var að reisa brú yfir tjörnina í dalnum, en brúin er einn af föstum liðum í þjóðhátíðum þeim sem Þór heldur. Einnig var hálfnað að reisa gríðarmikinn bálköst á Fjósakletti fyrir ofan hátíðarsvæðið, en hann átti að sögn að vera að rúmmáli álíka stór og þriggja hæða hús. Verið var að koma fyrir flaggstöngum, en um sjötíu flaggstengur munu skreyta svæðið, auk þess sem hvorki meir né minna en 13-14 hundruð ljósaperur munu lýsa dalinn upp þegar skyggja tekur. Þrjár hljómsveitir munu spila á þjóðhátíðinni, hljómsveitin Radíus sem er úr Eyjum, Stuðmenn og Hljómsveit Stefáns P., en af skemmtiatriðum má nefna manntafl, þar sem eldri borgarar leika mennina, og þeir yngri peðin, en skákina tefla þeir Kári Sólmundarson og Guðmundur Búason kaupfélagsstjóri. Einnig verður bjargsig, brúðuleikhús, tískusýning og ýmsir tónlistarmenn koma fram, að ógleymdum brekku- söngnum, sem er eitt vinsælasta atriðið á hátíðinni. Á svæðinu verða tvö veitingatjöld, annað með dekkuðum borðum upp á gamla móðinn sem kirkjukórinn sér um, og sögðu þeir þjóðhátíðarnefndarmenn að meðlimir kórsins hefðu verið að baka alla síðustu viku, og væru nú eflaust komnir með nokkur tonn af randakök- um, jólakökum og kleinum. f hinu tjaldinu verða svo seldar franskar kartöflur og hamborgarar, og annað þjóðlegt fæði. Eitt af því sem setur svip á Þjóðhátíðina í Eyjum eru hústjöldin, sem Eyjamenn slá upp í dalnum. Þau eru í laginu eins og lítil hús og eru öll hvít að lit, en algengt er að 2-3 ■ Hluti þjóðhátíðamefndarinnar, en ■ ár sér íþróttafélagið Þór um hátíðina. fjölskyldur séu saman í tjaldi, og eiga margir sinn fasta blett á svæðinu. „Það er mikið atriði fyrir þá að vera á sínum stað við sína götu“ sagði Árni, en á tjaldsvæðinu eru skipulagðar götur, og bera þær hver sitt nafn, þannig að Herjólfsdalur er eins og lítill bær um þjóðhátíðardagana. Eftir stuttan stans í Eyjum var aftur haldið í loftið, og var sólin þá farin að skína á Eyjarnar, og sögðu þeir Eyjamenn að þetta væri bara sýnishorn af þjóðhátíðarveðrinu, sem jafnan kæmi til Vestmannaeyja á tilsettum tíma. -SVJ Fréttir Rafmagnsverð hækkar um 23% ■ Ákvörðun um gjald- skrárbreytingar orku- veitna 1. ágúst næstkom- andi liggur nú fyrir eftir að um þær hefur verið fjallað af gjaldskrárnefnd ríkis- stjórnarinnar að fengnum tillögum iðnaðarráðuneyt-1 is. j Gjaldskrár rafveitna hækka að jafnaði um 23% og er þá innifalin heild- söluverðshækkun Lands- virkjunar um 22%, en um helmingur hennar kemur fram sem afleidd hækkun í smásöluverði. Gjaldskrár hitaveitna hækka yfirleitt á bilinu 12-20%, t.d. er heimiluð 20% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur og er það um 7% umfram hækkun bygg- ingavísitölu, en 1. maí sl. fékk hitaveitan 17.5% hækkun. Nemur hitunar- kostnaður meðalíbúðar í • Reykjavík nú um 16% af áætluðum olíuhitunar- kostnaði. Hins vegar er hitunarkostnaður ýmissa nýlegra hitaveitna nú um 55-60% af olíuhitunar- kostnaði og til eru hita- veitur með talsvert óhag- stæðara hlutfall. Verð á raforku til húshit- unar hækkar um 23% eins og aðrir taxtar hjá Raf- magnsveitum ríkisins og Orkubúi Vestfjarða og nemur rafhitunarkostnað- ur þannig um 80% af áætluðum olíukyndingar- kostnaði. í maí sl. gaf ríkisstjómin út yfirlýsingu um jöfnun upphitunarkostnaðar, þar sem segir m.a.: „Er að því stefnt að upphitunarkostn- aður sambærilegs íbúðar- húsnæðis verði yfirleitt ekki meiri en gerist hjá nýjum og hagkvæmum hitaveitum, sbr. Hitaveitu Akureyrar og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð- ar. Verður á næstunni gerð áætlun um hvernig ná megi slíku markmiði í áföngum, m.a. með endurskoðun á gjaldskrá veitufyrirtækja á næstu 12 mánuðum.“ - Sjó. Rfkið og Húsafell opið ■ Einhverra hluta vegna hef- ur Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, ákveðið að ríkis- verslanir með áfengi verði opnar föstudaginn fyrir versl- unarmannahelgi. Hvort það er vegna slæmrar reynslu af lokuninni föstudaginn fyrir sl. hvítasunnuhelgi skal ósagt látið. Hins vegar muna lesendur eftir því að þá helgi var mikið fjör og mikil drykkja í Húsa- felli, og gaf landeigandinn út þá yfirlýsingu í útvarpi að um 2% dvalargesta hefðu verið „edrú“, þrátt fyrir föstudags- lokun vínbúðanna. í framhaldi af þessu gaf sá hinn sami út yfirlýsingu um að það sem eftir lifði sumars yrðu tjaldstæði bönnuð í landi Húsafclls. Nú hefur ráðherra ákveðið að gera ekkert í dag í lokunarmálum, þannig að rík- ið verður opið, og þá bregður svo við að landeigandinn í Húsafelli tilkynnir að hver sem er megi tjalda hjá honum. Hann ætlar greinilega að kanna hvort hlutfallstala ó- fullra fari hækkandi miðað við þessar breyttu forsendur. Annars hafa Dropar frétt að Áfengisvamarráð sé í fríi um þessar mundir, og þvi sé landsmönnum óhætt að staupa sig, enda stutt í það að Landsamtökin gegn áfengis- varnarbölinu verði stofnuð. Bullandi þágufalls- sýki ■ Dropar sáu auglýsingu í Morgunblaðinu í gær frá skóla- meistara Menntaskólans í Kópavogi þar sem segir: „Menntaskólanum í Kópa- vogi vantar húsnæði fyrír starfsemi sína“ ...o.s.frv. Það er greinilegt miðað við þá þágufallssýki sem kemur fram í auglýsingunni að íslensku- kennslu virðist fara hnignandi í menntaskólum landsins, nema þágufallssýkin sé orðin lenska og þyki nú góð og gegn íslenska? ,...sá í stjömuspá DV í gær að Ellert rítstjóra er ráðlagt að framkvæma a.m.k. eina af hugsjónum sínum og hann muni aldrei iðrast þess. Nú er tækifæríð Ellert! dropar Menntaskólanum Kópavogi vantar husnæöi fyrir starfsemi sma i na- grenni skólans. Uppl. á fræösluskrifstofu Kópavogs, sími 41863 og í Menntaskólanum milli kl. 11 og 12, í síma 43861. Skólameistari. Krummi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.