Tíminn - 15.08.1982, Page 10

Tíminn - 15.08.1982, Page 10
bergmál 'X ■ Og þá verður frumsýnd ný kvikmynd. Okkar á milli og svo framvegis. Þetta er, reiknast mér til, níunda íslenska kvikmyndin sem frumsýnd er á örfáum árum, og það er í sjálfu sér nokkurt afrek af svo lítilli þjóð og byggir þetta land. Og ekki nóg með það. Nú mun vera unnið af ullum krafti að að minnsta kosti fjórum kvik- myndum til viðbótar, sem væntan- lega verða allar frumsýndar á næstu mánuðum og altént áður en ár er liðið frá fyrstu sýningu myndarinnar hans Hrafns. Þetta eru Stuðmannamyndin, Trúnaðar- mál Egils Eðvarðssonar og þeirra, mynd Kristínar Jóhannesdóttur og loks Atómstöðin sem Þorsteinn Jónsson stýrir. Auk þess ganga sögur um að Friðrik Þór Friðriks- son hafi hug á að setja saman Rokk í Reykjavík II, úr því efni sem afgangs varð í fyrri myndina, en illa hefur gengið að fá það staðfest. Altént er það greinilegt íslenskar kvikmyndir á síðustu hefði því mátt ætla að ekki aðeins aðdáendur hljómsveitanna kæmu að sjá myndina,heldur og eldra fólk að kynna sér hlutina. En eitthvað virðist hafa brugðist. Áhuginn sýndist ekki vera nægur. Hvert á að vera hlutverk kvikmynda? Er nokkuð galið að halda því fram að ídealt væri ef kvikmynd gæti sagt áhorfenda eitthvað, til dæmis um hann eða samfélag hans eða samtímann eða eitthvað svoleiðis? Rokk í Reykjavík var fyrsta myndin sem fékkst að ráði við þá borgara- menningu sem hér hefur myndast, Reykjavík, eða að minnsta kosti tiltekinn hluta hennar. Hún var að vísu ekki leikin, sem kann að hafa haft sitt að segja, en skyldi það vera staðreynd að íslendingar hafi ekki neinn áhuga á að horfa á myndir sem - ofangreint. Á það reynir nú, þegar mynd Hrafns Gunnlaugssonar er frumsýnd, en ef marka má það sem hann hefur látið hafa eftir sér fjallar myndin einmitt um íslenskan raunveru- leika dagsins í dag, nánar sagt mann sem á miðjum aldri verður að endurskoða líf sitt frá grunni. Auðvitað verður hér ekkert sagt um myndina af viti - ég hef ekki séð hana ennþá fremur en aðrir, ef Hrafn og hans menn eru undanskildir - en efnið virðist nokkuð forvitnilegt og Hrafni náttúrlega trúandi til að fara um það höndum á eftirtektarverðan hátt. Það er að minnsta kosti FRUMSYNING AFTUR! árum fara að slaga hátt í annan tuginn, ef svo heldur áfram sem horfir. Þó nokkrar bíómyndir munu aukinheldur vera í bígerð, hér og þar í bænum, en á mjög mismun- andi vinnslustigum, ef þær eru þá yfirleitt komnar í gang. Svo gróskan er ótvíræð. En vitanlega eru það gæðin sem skipta máli, ekki magnið. Og hversu góðar eru þessar myndir, bæði tæknilega og að innihaldi? Það segir sig sjálft að engin þjóð nær fullnaðarvaldi á kvikmynda- gerð á nokkrum árum, og gildir þá einu hversu vel menntaðir og hæfileikaríkir kvikmyndagerðar- mennirnir eru: ákveðin hefð verð- ur einfaldlega að vera til staðar. Hversu lengi sú hefð er að myndast er alls óvíst, en furðan- legt langt við erum komin. Flestar þær myndir sem gerðar hafa verið hafa haft eitthvað gott í sér, og sumar bara verið glettilega góðar. Verra er aftur á móti að í öðrum hefur höndunum verið kastað til verksins, og er þá ekki átt við fyrirsjáanleg byrjanavandræði. Einhverjir hafa vafalaust ætlað sér að sigla á nýrisinni bylgju, treyst því að íslendingar myndu hópast á myndina og því ekki vandað sig. Þetta hefur líka tekist að mestu leyti, en eins og kunnugir vita virðist nú vera að verða breyting á. íslendingar sem sé hættir að sækja kvikmyndir eingöngu af því að þær eru íslenskar, og um leið skýtur upp kollinum sú hætta, að íslendingar gætu tekið upp á því að sniðganga myndir einmitt af því að þær eru íslenskar. Svo held ég að gæti farið, ef bíógestir yrðu varir við að íslensku myndirnar næðu ekki í framtíð erlendum standard í tækni sem öðru. Eða héldu sig verða vara við þetta. Örlög Rokks í Reykjavík eru dæmi um þetta. Að vísu mun sú mynd ekki hafa fallið jafn illa og útlit var fyrir í byrjun - eða svo er mér sagt - en samt sem áður urðu áhorfendur ekki jafn margir og búist hafði verið við. Sem er mjög skrýtið vegna þess að myndin var mjög vel gerð tæknilega, og átti auk þess ótvírætt erindi: bæði var í henni böns af góðum, eða altént skemmtilegum hljómsveitum, og eins er Rokkið einfaldlega merki- leg heimild um það tímabil og þann kúltúr sem hún segir frá. Það Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar piciymoiMi ÆVINTÝRAHEIMUR BARNANNA SENDUM í PÓSTKRÖFU. LEÍKFANGA VERSLUN V HALL VEIGARSTÍG 1 SÍMI26010 J enginn vafi á því að sjálft efnið á erindi til mjög margra, úrvinnslan er spurning enn sem komið er en hér er að minnsta kosti komin mynd sem vill taka til meðferðar efni sem vissulega er í brennidepli nú eins og áður. Það verður gaman að sjá hvernig myndinni reiðir af - eða altént forvitnilegt. Eins og Hrafn sagði frá í viðtali hér í Helgar-Tímanum fyrir hálf- um mánuði þá er aðstaða kvik- myndgerðarmanna nú slík að þeir verða helst að leggja allt að veði sem þeir eiga, og meira til, ef takast á að fjármagna myndirnar - sem þó eru hræbillegar á alþjóð- legan mælikvarða. Þessi söngur hefur heyrst oft áður, og vonandi kemur fljótlega að því að hið opinbera fari að hlusta. Eins og nú örlar á í mynd Hrafns og þeim kvikmyndum sem enn eru í vinnslu eru kvikmyndagerðar- menn nú að verða reiðubúnir til að takast á við samtímann sinn og allt það - slíkt hljóta menn að gera á persónulegan hátt og taka jafn- framt með því nokkra áhættu. Það liggur í augum úti að aldrei munu allar kvikmyndir skila hagnaði og það liggur líka í augum úti að sumar þeirra mynda sem tap er á, eru miklu betri og mikilvægari myndir en hinar sem skila gróða. Setjum nú svo að hvorki Okkar á milli né hinar myndirnar sem fyrir- hugaðar eru, gangi vel. Þá er ansi hætt við því að menn hugsi sig um tvisvar áður en þeir Ieggja útí að gera myndir sem snefill af áhættu fylgir. Afleiðingin sú að hér verði annaðhvort engar myndir gerðar, eða þá bara myndir sem pottþétt er að fá aðsókn - filmur byggðar á vinsælum bókum og gerðar svo saklausar að allir geti sætt sig við þær, etc. Það er varla þetta sem talið er æskilegt. En þá verður, eins og margtekið hefur verið fram, eitthvað að gera í málunum. En það er alla vega frumsýnd nú kvikmynd. Gleðilegur viðburður hvernig sem á allt er litið og vonandi að vel hafi tekist til. Ég hlakka til.!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.