Tíminn - 15.08.1982, Side 12

Tíminn - 15.08.1982, Side 12
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST1982 12 leigupennar í útlöndum | ■ 1 upphafi er tilhlýðilegt að undir- ritaður og ykkar verulega einlægur biðji sér forláts fyrir ókristilega pennaleti og þaðanafleidda seinkun á öllum meiri háttar korrfspondenz héðan úr heims- borginni, og þvf mun fremur sem ætla má að öll atþýða manna hafi trauðla lagt /nerki til skíkra firna, né saknað árangursins sem exemplar í sitt herskara Tfmanna safn. Því vitaskuld má gera ráð fyrir þvf, að annála og alls kyns fréttafans f misgæfulegum fasa hafi borið uppá fjðrumar Frónsku f gríðar- legum upplðgum, og að það sé burður f bakkafullan lækinn að bæta þar nokkru við. Ekki telur þó höfundurinn stætt á þvf að hafa slfkar áætlanir f hávegum, né ætla þær marktækar frammúr viðurkenndu hófi, heldur mun gæfulegra að láta allt slíkt baul sem vind um eyru þjóta hávaðasaman en gagnslítinn til gjöreyðingar, og hans í stað upphefja slíka skriffinnsku, sem helst muni líkleg til forkortunar á þeim gráti öllum og gnístran tanna, sem syrgjendurnir fá- mennu og ofanskráðu viðhöfðu yfir missi sínum gæfusnauðum. Mun ég því, að settum næsta punkti, rekja héðan nýjustu og merkilegustu fréttir og stórtíðindi, og því mun lauslegar sem þær eru fleiri og merkilegri. ■ „Ég hefi farið tuttugu og sjö sinnum á pub-crawl, og aldrei orðið misdægurt,“ sagði Patrick Scott við blaðamann Tímans á heimili sínu í gær. fiskiþorpi ofarlega við Amazonfljótið. Til þess að fjármagna fyrirtækið hyggst hann brjóta undir sig áður ónotaðar gúmmítjráekrur, og rær að þessu öllum árum. Ekki fer þó allt sem til var stofnað, en ýmisleg ævintýr gérast í millitíðinni, og einatt er Enrico Caruso, sá gamli söngfugl, með í ráðum og gjaman settur á fóninn þegar fokið virðist í flest skjól. Sem sagt ágæt mynd, ha? Sökum þess hversu langt er frá síðasta bréfi, þá eru sumar „kúltúrfréttir" orðnar rosknar og ryðgaðar, og vafamál hvort stætt sé að rifja slík tíðendi upp. Þó mætti reyna að mæla með þeim leikritum sem undirritaður hefur séð, sem enn ganga hér í bæ. Þá ber fyrst að telja nakkvat ágæta sýningu á „All my sons“, eptir Arthur Miller, sem er sýnt í Wyndham’s Theatre, og óhætt er að mæla með. Einnig er óvenjulegt leikrit eptir Helen Hanff, „84 Charing Cross Road“ tilvalið til tilsýndar öllum þeim sem eru læsir og hafa gaman af bókum og bókamönnum. Þetta erí stuttu máli uppfærsla í teater á bréfaskriptum höfundarins við fornbókaverslun hér í London, og smábestnandi viðkynningu beggja eptir því sem viðskiptin jukust. 1 skemmtilegheitabransanum... H Hér má sjá hvcrnig auglýsendur gera sér mat úr mistökum Barbicans. í verkfallinu um daginn stöðvuðust bæði lestir og strætisvagnar, og urðu þá margir að grípa til sinna ráða. H í verkfallinu um daginn stöðvuðust bæði lestir og strætisvagnar, og urðu þá margir að grípa til sinna ráða. Ekki tel ég hæfilegt að viðhafa mörg orð né atkvæðamikil um þann neyðar- lega pataldur, sem enska landhelgis- gæslan átti við Argentínumenn ekki alls fyrir löngu, og snérist í meginþáttum um mörgæsafans og mannfjandsamlegar eyjar, auk ómældrar kássu af prinsipp- um og pólítískum lögmálum, og sem enti skiljanlega sem fjallhár valköstur, á hverjum breska Ijónið sat að kvöldi dags og hló við fót. Því þetta vita jú allir. Tel ég nægilegt að halda fram þeirri kenningu minni af hundalógíksortinni, að fyrr mun það verða að undirrituðum spretti grön að nokkru þjóðfélagslegu gagni, en að menn þakki þeim Léópold og Margréti fyrir vel unnin störf og drengilega. Og veit þó fyrifram úrslitin í þeirri ójöfnu keppni. Nei, góðu og lekkru hálsar, mér þykir líklegra til ánægju og yndisauka les- andans, að skráðir verði yndislegri þættir þjóðlífsins (þeas. þjóðlífsþættir- höf) á þessarri eyju, og rakin helstu tíðendi þau sem hvetja fremur til áframhaldandi lífernis, heldur en víg- ferlasögur feigra. Vitanlega brennast slíkar fyrirætlanir einatt slíku marki sem er höfundarins; þe. svo sannleiksást- fanginn maður sem ek kýs ávalt að hafa það sem sannara reynist, og freistar þess af veikum mætti að segja ekki frá öðru en því sem hann hefur sjálfur reynt og upp lifað á sinn prívat hátt og máta. I fyrri pistlum undiritaðs má glöggt lesa um kresni undirritaðs í skemmtileg- heitabransanum, og hversu honum verða leiðar til langframa innanbúðar- sögur úr konungshöllinni. Því varð það skammgóður vermir er fréttist af næturgesti drottningarinnar, þótt vita- skuld megi undrast nokkra hríð yfir ratvísi og dirfsku manntöturins. Þó varð þetta bjarsýnisklifur hans til þess að við skáspúsa mín hingað nýkomin urðum gripin landkönnuðartendens, og brugðum fyrir okkur betri fótnum, og skelltum okkur í eina álíka vandfarna hallarferð. Ekki þótti okkur samt tilhlýðilegt að visitera drottninguna óboðin, heldur mun fremur þjóðráð að kanna aðra höll, alþýðlegri og öllu nýrri af nálinni (Hvort má taka svo til orða um hallargérð veit ég fátt). Þetta er sumsé Barbícanhöllin nýja, sem er einskonar menningarbrodvei hér í borg, með tilheyrandi skýjakljúfum yfir- gnæfandi. Þama eru bæði hljómleika- salir og býjó, og leikhús og listasöfn og ég veit bara ekki hvað. Allt saman ákaflega fínt og pent, og svo haglega hannað, að engin leið er að átta sig hvár maður er niðurkominn, og eins víst að tónleikagestir finni sjálfa sig niður- sokkna í býjómynd eða bleikmálað salerni, og eigi þaðan ekki apturkvæmt fyrr en eptir dúk og disk, eða íþm. forleikinn. Það var ákaflega kaldhæðnis- legt, að okkar (skáspúsu minnar og mín) rannsóknarvísitasía var farin til þess að sjá þá gömlu og góðu mynd, Playtime, eptir Jaques Tati, en þar gérir hann einmitt stólpagrín að svona nútíma-arkitektúr, sem er svo yfir- hannaður að allt lendir í hinum mesta og versta óskunda. Saga þessa Barbícans er annars dæmigérð hrakfallasaga um hinn glæsta draum, sem verður að martröð fyrir ófyrirsjáanlega óheppni ogslysni. Þegar hugmyndin varð upphaflega til fyrir rúmum tuttugu árum, þá var Bretland enn í sigurvímu eptir síðari heims- styjöldina og hugðist sýna heiminum að úr öllu illu má gera gott. Því þótt London hafi farið ákaflega illa fyrir loptárásum Þjóðverja, þá voru það þó aðallega verstu hverfin, slömmarnir svokölluðu, sem eyddust, og því lán í ólani, því nú mátti byggja upp frá grunni hin vondu hverfi, og mun betur í þetta sinn. Og Barbícan - lóðin var sú síðasta, sem eptir var í miðborginni. En einmitt af því að hugmyndin var svo mögnuð og stórbrotin, þá tók tuttugu ár að géra hana að veruleika. I millitíðinni breyttist svo smekkur manna í húsagérðalist og umhverfismálum, að blessaður litli Bambi varð að nátttrölli ljótu við hinar erfiðu færðingarhríðir. Einnig sáum við í gær nýjustu myndina hennar Margarethe von Trotta, Die Bleierne Zeit (Sjá, dagar líða...), sem hlaut m.a. fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár. Sagan segir frá tveimur systrum, annarri sem er hermdarverkakona og hinni sem er blaðakona fyrir róttækt rauðsokka- tímarit, og eiga þessar konur að vera persónugérvingar Guðrúnar Ensslin, sem var atkvæðamikil í þeim ógæfulega félagskap Baader-Meinhof génginu, og systur hennar. í myndinni er reynt að lýsa hvernig strangtrúarlegt uppeldi þeirra annars vegar, og upplýsingar um hryllingsverk nasistanna hins vegar þvingar þær til athafna í þjóðfélags- málum, þótt þær fari giska ólíkar leiðir að markinu, og svo uppgjöri þeirra hvorri við aðra, þegar terroristinn, sú yngri, er lox komin bak við lás og slá. í lok myndarinnar, eptir að „Guðrún" hefur að sögn yfirvalda framið sjálfs- morð í svartholinu, en blaðakonan er ekki allskostar sátt við þann úrskurð, þá er sem renni í Ijós upp fyrir henni, að sprengjan sé eina kraftaverkemaðalið sem dugi gégn kérfinu. „Ég verð að ljúka hennar áætlunarverki", segir hún. Ákaflega nöturleg saga, þótt myndin sé vissulega góð sem slík, og má eflaust deila lengi um hvort skuli fengist við að' stilla upp sem píslarvottum þessu hermdarverkafólki, sem hefur þrifist og dafnað útum alla Evrópu sl. áratug, og lengur, og valdið meiri óskunda en orðum taki. Myndin er svo nýkomin hingað til London, að enn hafa engar umræður farið fram að gagni um hana, en fróðlegt verður að lesa gagnrýni manna í ljósi síðustu sprenginga I.R.A. manna. Ekki meir um það. Öllu yndislegri er nýjasta mynd annars Þjóðverja og frægari, hans Werner Herzog, „Fitzcarraldo", með honum Klaus Kinski í aðalhlutverki. Hér er aptur byggt á sönnum sögum, og segir frá írskum auðkýfingi og sérvitr- ing, FitzGerald að nafni, sem dreymir um að byggja óperuhús í örlitlu Svossem ekkért rúmbandi gúló, en rólegt og fallegt leikrit. Nýjasta leikhúsferðin var svo farin í það litla en ljómandi fína leikhús, Young Vic, til að sjá heillandi uppfærslu á því snjalla stykki Samúels Beckett, Beðið eptir Godot, sem er eflaust íslendingum í fersku minni eptir uppfærslu Odds Björnssonar á Lista- hátíð í árið hitt eð fyrra. Ekki ætla ég mér að freista þess að lýsa efni og/eða innihaldi leiksins, enda aðrir frómari fræðaþulir líklegri til árangurs í þeim bransa. En sjaldan hefur sögumaður átt betri stundir í leikhúsi, og tekur títtnefnd skáspúsa mín mjög svo álíka stefnu á álitsgérð sinni. Ef maður gérist svo frakkur að búast við að þeim sem hugleiða Lundúnareisu sé einhver greiði gérður með svona upptalningu, þá vil ég mæla með því að menn kanni glápmögu- leika á þessu fíneríji. Og sitthvað fleira mætti enn þylja upp, en því nenni ég ekki. Nú í lok pistilsins er við hæfi að sögumaður vendi sínu kvæði í kross, og villi fyrir þeim sem aðhyllast skoðana- samræmi í hita og þunga dagsins (bull), og lýsi fyrir fslendingum einni ágætri íþróttasort, en áður hafa menn kynnst sauðfjárralli á síðum Þjóðviljans. Þetta sport er líklega andsvar bæjarbúans við smalamennsku sveitavargsins, og kallast á ensku „pub crawl", eða, lauslega þýtt, ölstofuæði. Reglurnar eru sjúklega einfaldar, en að saman skapi áríðandi að þær séu hafðar í heiðri allt til loka leixins. Sumsagt: Tveir til átta manns ákveða sín á milli tvær staðsetningar innan borgarmúrsins, og skal annar merktur U-upphafsstaður, en hinn A-áfangastaður. Ekki má vera skémmra milli U og A en kvartþingmannaleið, og öll viðbót við þann spotta er vel séð. Hópurinn leggur svo af upphafsstað, og heldur sem leið liggur alla leið til A, en kémur við á hverjum pub (ölstofu), og drekkur pintu af bjórvatni. Skylda er að velja sér leið sem ekki spannar tilaðmynda Sauðfjárrallvöll eða forn- minjagraptarsvæði, þar sem ólíklegt er að slíkar víðáttur fóstri pöbb. Einnig skal þess gætt, að A bjóði upp á einhver þægindi, svosem rúm eða sjúkrahús, því opt gérast menn móðir þá nálgast síðasti áfanginn. Undirritaður hefur nokkrum sinnum tekið þátt í svona sporti, enda íþrótta- garpur fimur (og snjall, herra minn trúr!!), og gétur hixtalaust mælt með því, telur það reyndar ánægjulegra öðr- um íþróttagreinum sem hann hefur kynnst um dagana. (Vitaskuld þarf ekki að taka það fram, að allir greinarhöfund- ar Tímans eru kristnir og sofa á nóttunni; því er ekki um aðra íþrótta- ástundun að ræða). Ögn er þó súrt í brotið að komast aldrei að því hver er sigurvegarinn í hverri einstakri képpni. en svona er nú lífið, lagsmaður. <4* Gunnlaugur Ó. Johnson skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.