Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 15
14 mmvrn SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST1982 ts M'in mrgmi 16 siður og luUk <» , *^H síJÓBW A.S.I. beb EIN ÁBVBCÐ Hóla sloívun landhclgisgaiilu ' ft V EtlK rÖEEDNDM ( - iiJjlU bitl i(Vlií(|4mtr;mnt lil u’r'tijantlniii íciUljlilílíjanM 5)0 og myrkvun Reykjavíkui! Stáiiitj tl3»»ell kominónliii og Hwitiitli i DliMlnwt rslts ’ •sitts trnii! slis- Il*u6ty„ ,a slrjsl. J Jushir Oiivium ; 2000 MANNS Á FUNDUM VERKLÝÐSFÉLAGANNA v*rMýi*,ím stMn ; „a %imdo íamon W2 .gur er unnhn aimtil." 'i rUiill i fiy.liliú.mii |„ f.| frá „„.jj |y . ..Sefnun feafio ‘ 16 siðnr cS au tmlvbibU* ,■.««<< »<i*iwh*** e; <ssT.il' r é~~^z Slii j^A*t~^»h3rnaaist J &%S3Ss. 'AtMw/rxl . wjn. t*J -<-»«»».»»■»■>.> i ni uufori v r£>, i liwi* trtjSnu V»(k*Hhíil:sir. S t«m »4 v«tlt(Á|iÍM timi* * ‘i friulotM. Tj^at 9t«fc*lÝíi!Éf«|j . R.rkj.viá, B*j»krí» TJ, |.(»t»MÍ«B*M*, líj*, ftl,, v«l$»i»íat6Ut ,1 V«ikðk*»ítMtltf^),i Fcawkn Vtl8» ÍU Wut. i ■'ift *«l|s Jtí on % Jr,t. jMsm. *i*s»í •* kðrtlUrifíí (íVií S ilitti* •«*» áiíttnutt «g *r fryfevísVot v«ii,lýí»t tUiiÁhtat,) •*»*£ j> «*»* í *la*í *»*U Ivttífcgv »ni tl«( «i ;’•*£ «*»»í»rkiin<Iiiriuit ... i »*A«ítW*!»t*M* tffívttB TskiAiislí f^»fweRÍ*,Bi.í V’ ** *,4v*Ha* *» wi<íj4u< i 18MB IISII ryfí1!,,M;*ttÆ **le w**»í*«imitiír*t ft* „ *l.»«*»l*s»r Mi« tVki ulítí fpi, F-I«l»i»(í»» FriiinxóknHríuittlttr ALi>JÓIIASAMIIANH KOMMÚNISTA íiEO FÉ I VERKFALLIO HLKLEMOIS „ ,1lMvtawsr* jiJfngirmenn fvrir a3 kattpa íslciwkan , lisk, en vili Itoraa fyrir eyðiltgg- raÉTTiKaivinnnlíM , , jttjj,, r.;!; Jjxwitg) isr<r«i«í iú vtJ L5.1 «j U«BSS*tef*í SGUijfðiltitAW iiÚÐVILIINN J®™N lætur »sérfræðinga« |INA SEMJA SMANARTILL8GU t.M B-ncl.t <11 vlrt ItrJífnr v.-rU,a,r.-l«au„00 rilí <>Shu„<„ „l.l.tl . _ t. r-aw ^M$S£SS8P*tAJMVr; y-rU“" • «">»«*•" tfine Ma4,-»ik*í «UuBfM *<f;r-|. * ** *• • Eimihower hoifitr lil „ ý *!«»«> «••■•’' .- ,, —, --------K * «***.'*» •»»> *»•*-->*»*»>•*< ***«««** »•>>-»• Or»>»fe»o* >*>•**** >« <•« > ««><» tmlolIUw. . »2» »£►*■— —* -•*•• “’rtWe •>»* UHMOtrs *«<«*» j*)*! t'*')*:■'■***> *! m m> «Mrt. 0* M«rrt M HA«ri«*.lWil AðalinnliiU i n»«*I» Mirgolios vuru viðtkiplavtmtnimjur við fvluiul o« llciri *lík „lundvini ingur.ki • fyiti þaí <ai kaM Inméti tH öaeía I Prag .asjssigtj ►t»*"yjóS~‘ái4aa«*s riíðifi'/mi IIIII KómimnJa^jg.gg^KgíyaSarSS.’i.'iattS rsxJssiu. _ - c. - _, _»_ ™~*» • Juiti Vifif*i»*ac«ftU4ÍM tujikft*. k*M-i ....fl. d*»v*kti IS5ií, *t»i»*«tíf ft«tlft(< k«iní: <!ttf< <lrt nif»k«ad« «s IikfírtÍ»»o*r *i kusií* í tym . ♦•««»«w:» íéiiititt huff *<j !*M*t*fM *«*»*•■ 8hi»w irt»k- ' -— ír*Æí&3í»aif35: .: Stt U;i far.ffajías ki*W ititxlimt Kwalns* <»>: k.«Mi ýlir jifif* «íe.d(t4*í »flj* Jtl**«tt*e.»* jjJ <-'a>áa w»*ti wb i»ofð k*ilA tatt k(«l»» »tti<- >ök:« ***Mún *w »f*« ftthtt satutt *» »k«'*: J «fl«» **• “«1*9 «i v*it* v«»kf*llísa «w vitkittU* í wrtfíiiujéíinn Hajpr HvalirE iieilaí a3 rata MlrtnnrtMknlr _ IUw, VJIir Mvl««.H*erti,! amninganefndorfundir hófusf loks atfur i qœrkvóld r**~á :jtí tttaOiigínu i «)Ktrtut uá > tttidStíi Taka ilanfleya fvrirmæittm s. tlm santúðarvituiusliiðvanir. Httg ftlóu ntit’ afi tietl, wHatll. l'TofckMKÍoÓitMH sEtit.ífi CíMK Oxjvi-r*.- DHI 1 *•»«< l*lt»saií«r j kvöá ... .. " « *T« VHI V \ > í>i’"ii:ii» íits sfriA »f»«an fi'kis. stj<'ifiufin«ar *(•»»»«<* . V AócImh <*init Mtninin^* „r..„.1» ttllur . irHJtnt „..v,, .i*, ai*H«uti VAMttititt ör iiintttu n Fnnrl«f l«»l« 1 .nVMtrt^rf >>rk.í^v».«»».M. Dagvtm helur •*««»,* acvíHí tt Áktpvi Va,.f-»x<i. W *-ii>»acíW't«í< < ‘> Asa«>»»(- <» ,*•*>* «.«»»« i »ac*H«M <W< <•'»< ' . uírt se»8o.V'* <«*<;» rfcttJ** 1 s~ís®i Andstað komm an gegn óstjórn únistastjórnar Póllands eykst «**»*J>q>fc ■ >>X*<>>>»«.-*jqj: r-.-iH fcr>éi~’^s'!aSir i — "TÍHSEc'nSKy: ttiIMjíS- af««iÍ8r ilíkTjM*** fwf ,<>/»■(' W*8* , irt+%- T, ‘áT ývl.»*fm**V* nut líi kkr.u ú |fciJ«(nv!iniiii 1 ****■’« *»mtó U1 itirfj í verklelliuc WrS*.»H>>4M. *-nl. i «*«| uTk jíiw* ’ Wiw <r '<» t-c«K W : Wrr.fcr., «<*},». »* < I «*>'xrtv*> M «: IVlmwi. ,. t*,IV ,6H5 <* »ian<ktK>P slnum i nótt mó m.* b“* r19 ^1’*Cr‘°r0,kvœ3? «reiS5,u "fH vmóitar- ^ ilboð Í verklydsfelogunum I dog 5S2 'erfífeilsmenn munu þé tryggja sigur með þvi a5 ““ lafiia smánar&oðinu af einhug og festu f ratir »f vtrk- •^íT; íallíiHf rrn á fi, “ K',.víA«. fnar ! j Klt á stjáni .........'•-■•''* f-(iAj-si*fr-),n»: » fasrf ...... •-■«- >■ f,:v< 15, S9»»r r.rUfíne. þ*?«( WnM fó* l »«**.*»**•** ;!■;> »tus Jxtfhtói njHtaiati. PHrX,,»f.« - : ~W»inÍ >,~i TsrrkJ^í^wtóJogi^ rfTOU*fÝ r.aooíwtúa l.tu IjfHt ttJkknL* rfMiara, M vS8 <»£££$£ ***?/?£: ,._;:.<it!<-gs* kMjti-Roa. «att tkkf as»0« •!» '■* »*>• a*>»<«. ■ !-<-:i -xt«l*»«rðiA hitf té aernti M 3!Ót» víí' ■',ufc* (frrt'fc*1 <4<UÍ*fc«i*^L.Tft4 Sie* *< t». «4 »ínt* *0 ilV«íl«9*r atst4t««! k*8 J ’ZZJ ;tlfetetj! «p» 1 *MJ 4 Jt«ita vreaiMffl m» t»ik*. «»V< !■«. ». «»* ,.. ^É*t«!tía f*«4o fi«S mzk&taixs kiSÍBtt :!,-!*«. AWíl vtitt* tí t..:« wkUfUfað 41% Reykvíkinga og fjöidi iágtekju- manna úti á landi yrðu skattfrjálsfr «« þpMtt þaH UumíÍ rikittMþía m attt fí-ft mtli}. •£kr. ~ rt HmtHþfíhtitar VrrAn tithÍQur HÚMÍatlKia MMrt Itrhlutn *t;*rtt* *i lágtrkjuut • • .<■',. ■..- ’* T«^< 8«»fc;t>ífvj .«w»jw| «««».•< *» (HttáV.ífc***.*, < fc»-*>fcy« « ■• •' -, v'< *-«*tttwttrfk^rtitiWttifrjy ■ > , :•. •■■>'' > ■> ' 'K>p ■c-v&jttfcfc.Mtv m«> Sfiiuo ..fc'tó »513? ,-(4ft(6 m * Url'i fcJt.tWJfcfctl* Iktt- aam** ■ttjiJA A«'rA«»r J»/t L1 ta-lvtvMA! tittiMÍit ttJvltítttttt-* , (iíkiMéXfcf eei-ú pó trkk? «•*<* 3V» *ílljí«j ’JJTÍ^Í*k>- n irHl *ktM M iUttiitMil 8*y»*)kf<«« »J v% 51 £>?HJV2* «£ >2 .reiftjíetf t'ain «»::*Si «1 »'«tw<*I.W«: lök* «1«*; >.v,v>'»- y <.«„ »** )fci<#£'rft»ááíifí ->_ * Tíf*l»k*»>‘? (■*«>» »4«« ») |<2S > k«f dd f*m • v»» frt V-Tatéiwi-Jfcfc r»k)» «m «>it *t *«> ií *«lrf 6kj tr.tli* ir*u j fc^* >» ** " H - -------;**<«. ibrtrt.1 ____________ z.’a&iZ r«fc*í,’%r :,V fc** S « *«13S r^sg ^ ........... .... íoðviliinn ---' -!-.!L!-~>•»-.•>.-.■ LakaWraun ríknsliórnannnar lil ,5 <undro ZíhLs^m: MANARBOÐ ENN LAGT FRAM’ ifi rikijstiórnm ekki lótiS af fjandskap sinum i nótt mó . K«|lt«ljr ksr- ittok»e<jar too:. í ...n^uvs... ...... ífs.TÍvt:!!„r.v». .: •;■... *T'' ^í.3>» !«**« et«4 Bfpiilttilí* kfáítuo slcsnfc ‘ÍÍ3Í* .fc,fc <•<•->»! 'Wt íp? f d*9 fil »T<»J»«*.Wr,! «** k»*Ait>*í AJ wsttfaó*' í*2»ö«sá‘g^ •*■#*?* if x» KiÍArF&ttSáttSS tidsU (wlftttí MSiart :: >; vt a$ v'jáffcia tufiU áóláíS tot aiój 't":«• ■< <v> <•» «« -,A rtetíífóírUtsaufc ö3S#M: <t> Ixtau »>>*« st £■« fcr !»» f : *t.lJÚfe»»<&5< h^Jtk (kðWxÍJJS ■ jS»” ■J Ríií«4|ór»ÍHaí fcfc4 T •*#•■» •* -tv» ——- „ Rikissljórnin IwfSI ó yaltfi sínu oð leysa vlnnudeiluna iSia en iii verkfatts kom •i'.T.IÍ r>.Z't.viM >.!■: .>■: ’■: ,:-.v>*!, ' -»<♦•*••■ ’< ••* •'• íyrt^ . • Fs;ús* tú»k»»W« fttUfíð Kl**u4* «fcÚ*u4 ttj*«*«tw» !♦'.«»I *««•“*• >*fc»ifc»->»***'*♦*»• !**"”** ' ■ > * >v,e JT^Í' >«*** <ttf '•<»>«, «4* »■*>•• <»**»"* : j.. k„*< v.rt <*•*»•** : _____».*** fc^rtj Darwkar ^ ,ap>»fc<vfc- fcfcn- . ' j „» r tf ícnivilionn : Í!,CT2< ^hóntrTat'k* °Íd?°nl*T ^omáliagsamheldni^n hun þarf aó skapa ser sferka og samhenla farasfu | lERKFALLINU LAUK í GÆR . |)a„>lh-iinaramnnmu „„ ftilllrúum i,',k-i „,*# kirófvl„i uA kiivja fram vmilfuar kjuralui-tur frá jivi xiii ríki»lj. jwiió. - Kn ti|i|>"jnf o„ »vik fiiistakra VlUttanna valfla |iví að ftill- ,|r nfíiir vannrt ekki, jiráll fyrir fiinar iiiiklu fórtiir vcrkalýíteiii, '-1 »>»“» ^msvara II -«“> knigkíkkvB, tn uppkafitgn kri'l.nm.«» »>t fal - .* ■*? ■::':-.a í w il ' v. <*} *t»<«i!í* y*tiW!í Zktatou *»■ ' ■ * n M* h*,3s>.t* UUl 8* "■ ftenr&núA *m i& nía 4f .hwfrfig y*. *'s-S' ?*'%**>■*&$** uMbut rhíM<ált aar«B»trj*tt . iw *** ;; ' T' *'*■■< tt'->3<A <{s«UM«fc rirfat *l Tf "■ ' ~kr'f «■»»»«.■»»•'* íwfátt «ií íw»f,2 . . ,J| »«:.”<* :*tii »Á <fk<<**Tfc;*H’ jín<ep « v"M’S-V“; '«• „»<r tsMM* f “ ' '....' !ai K'í.rj t; ’.'.A l.íij.j i.-jixI , . ***e - <4»SIS£XmÍ&m£ ___..'*ríh. „rw": 'i-'. AB-menn vildu engo vísttölu- uppbót iit ióglounofóiks *»'«•>*•» >1, trt Hfc<, <.»*•> MM ÍH ' :vl« »!*>:* »H««»»«rt>oMt«*i-' ■■"■ '•. ' ‘<* *>»*<t (.»«*•». « «• - Alt-bittdlA auftl»Nti (évifcin i fyrfelttkíll mrO- hii MimnÍMiiar vi.niu p*c«u liw«| ■ Verkfall. Þessu fyrirbæri úr atvinnu- lífinu hafa flestir núlifandi íslendingar kynnst oftar en einu sinni, - þegar samningaviðræður hafa strandað og hvor aðilinn um sig situr við sinn keip. Þá er undantekningalítið gangurinn sá að stjórnvöld leita eftir fresti á frest ofan, sem loks er strengilega hafnað og verkfall fastsett með ; auglýsingu. Hagfræðingar, i stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar hafa áratug eftir áratug þjarkað um verkfallsvopnið, hvort það sé úrelt eða eina úrræði launafólksins og sýnist hverjum sitt. Eitt er þó víst, - á íslandi er þetta „vopn“ enn í fullu gildi og hefur verið það frá því er sjómenn settu á „skrúfu", eins og það hét þá, í upphafi aldarinnar. Hins vegar hefur ytri búningur verkfalla á íslandi breyst og ólík eru verkföll nútímans þeim gömlu. Munur er á þeim mönnum sem nú skiptast prúðmannlega á skoðunum við andstæðinginn á „panel“ uppi í h sjónvarpi og þeim sem hvöttu fram erfiðismenn og konur í „Nóvuslagnum" og „Gatnaslagnum" áður. En sjötti áratugurinn var líka áratugur stórverkfalla og upp í hugann koma árin 1952 og 1955. Til upprifjunar höfum við tínt hér saman stiklur um verkfallið 1952, sem var með öðru sniði en fyrstu verkföllin og verkföll nútímans. Þetta verkfall sem háð var í hita kalda stríðsins, stríðsgróðinn var að mestu úr sögunni og enginn vafi á að tilveran var á þessum tíma erfið hjá ýmsum, - þætti það a.m.k. nú. Þrjátíu ár eru liðin frá þessu verkfalli sem skall á í desemberbyrjun 1952. Þá var Gerpla rétt að koma á markaðinn, íslenskir sjómenn urðu fyrir árásum úti í Hull vegna útfærslunnar í 4 mílur og blöðin birta stórar fyrirsagnir um nýtt furðuverk nútímans, - málningarrúl- luna! Mikið var rætt um hvort útlendur hundur í Vopnafirði væri valdur að fjársköðum í héraðinu. Það var sem sé fimmtudaginn 27. nóvember að samninganefnd verkalýð- sfélaganna sneri sér til ríkisstjórnarinnar og tjáði henni að atvinnurekendur hefðu sagt sér að þeir gætu ekki risið undir kauphækkunum. Stjórnin stakk upp á því að skipa nefnd, sem athugaði nokkur atriði er verkalýðshreyfingin hafði bent á sem hugsanlegan grundvöll samkomu- lags og bað um frest meðan nefndin sæti. Þessu höfnuðu verkalýðsfélögin í bréfi þann 29. nóvember sem forsætisráðherra fékk í hendur klukkan 22 það kvöld. Forsætisráðherra var um þessar mundir Steingrímur Steinþórsson, Ólafur Thors var atvinnumálaráðherra, og Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra. Formaður ASÍ var Helgi Hannesson, formaður Dagsbrúnar Sigurður Guðm- undsson, formaður Iðju Björn Bjama- son og formaður samninganefndar verkalýðsfélaganna Hannibal Valdim- arsson. Verkfallið hófst svo klukkan 12 á miðnætti, aðfaranótt 1. desember. Það voru 22 félög í Reykjavík og nágrenni sem byrjuðu slaginn, en brátt bættust mörg í hópinn. Strætisvagnar af Studebaker og Volvo-gerð römbuðu síðustu ferð sína niður á Lækjartorg, - Sólvellir, Blesugróf, Vogar, Sundlaugar, Hlíð- ar. Kolakraninn við Reykjavíkurhöfn stóð kynlega þögull og hreyfingarlaus og enginn sinnti Jökulfellinu sem þennan dag kom frá Bandaríkjunum og Reykjafossi sem einnig kom frá útlöndum, en farmurinn var m.a. olía til þess að hita upp híbýli stórs hluta bæjarbúa og nokkuð af ávöxtum til jólanna, sem skammt voru undan. 1. desember kom togarinn Skúli Magnússon til Reykjavíkur úr sölu- ferð og var þegar kyrrsettur, en fyrir í höfn lágu þeir Geir og Pétur Halldórsson frá Reykjavík og Bjarni Ólafsson frá Akranesi. En ekki voru allir togarar ofurseldir því dauðyflislega hlutskipti að festast við Reykjavíkurbryggju. Togarinn Jörundur var að selja í Þýskalandi, eftir að honum hafði verið snúið frá Aberdeen, þar sem Hull-togarar höfðu komið siglandi norður þangað til þess að bjóða niður afla hans á markaðinum. íslendingar voru nefni- lega ekki vinsælir þessa dagana meðal Breta og skipverjar af Lagarfossi sögðu sínar farir ekki sléttar, þegar þeir komu heim: Höfðu tveir þeirra orðið fyrir hatrammlegri árás, þegar skipið kom að landi í Hull. Stefáni Jóhanni velt úr sessi Það voru að vonum Þjóðviljinn og Alþýðublaðið sem voru helstu mál- gögn verkfallsmanna og á yfirborðinu sóttu þessir samherjar, Sósíalista- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn fram að sama markmiði. Grunnt var þó á gömlum væringum og ekki laust við að það hlakki í Þjóðviljamönnum, þegar Stefáni Jóhanni Stefánssyni er velt úr sessi formanns Alþýðuflokks- ins þann 3ja desember og Hannibal Valdimarsson verður formaður í hans stað, enda voru talsverð undirmál búin að eiga sér stað hjá krötum fyrir þennan atburð. Gekk sá brandari um Stefán Jóhann, sem var „akkeri" flokksins, að hann væri fastur í botni og skipið (þ.e. flokkurinn) kæmist ekki afturábak né áfram. Samúðarverkföll Félögum sem þátt tóku í verk- fallinu fór óðum fjölgandi og þann 5. desember var svo komið að 31 félag var komið í verkfall og 14 höfðu boðað verkföll í vikunni á eftir. Var hér um að ræða 21 félag í Reykjavík, þrjú í Hafnarfirði, tvö á Akureyri og eitt á Selfossi, í Borgamesi, Miðnes- hreppi og Gerðahreppi. Nokkur félög felldu þó tillögur um að efna til samúðarverkfalla. Samningatilraunir fóru fram alla daga. Verkf all á jólaf östunni 1952 Þjóðlíf í skugga kjaraátaka fyrir 30 árum • 100 manna flokkur ætlaði að brjóta verkfallsvörsluna niður með aðstoð tíu hjóla trukks • Mjólk hellt niður á Kalkofnsvegi og bensíntunnum velt út í skurði I Hannibal hótar myrkvun Reykjavíkur Þegar verkfallið hafði staðið í fjóra daga var farið að bera á vöruskorti, - kaffi alveg þrotið, smjörlíki og kjöt á þrotum og sýnt að innan skamms yrði erfitt að afla nauðsynlegustu mat- fanga á reykvískum heimilum. Óbærilegast varð þó ástandið vegna mjólkurleysisins. Þegar fyrsta verkfalls- daginn voru mjólkurbúðir lokaðar, en brauðbúðir seldu mjólk, sem Samsalan fékk ekið út daginn áður. Leyfði verkfallsstjórnin sölu á 8 þúsund lítrum á mjólk daglega, sem sérstakri skömmtunarnefnd var falið að sjá um að dreifa, einkum til barna og sjúkrahúsa. Tormerki urðu þó á að útvega þetta magn, þar sem leyfi til vinnu við dreifinguna fékkst aðeins í Reykjavík en ekki eystra á sölusvæði Mjólkurbús i Flóamanna. Var mjólkurskammturinn afgreiddur í búðunum frá kl. 14-18 daglega og var magnið 0.75 lítrar handa börnum fæddum 1951 og 52 og hið sama til gamalmenna yfir sjötugu. Var þessi mjólk afgreidd út á sjúkrasamlags- skírteini. Ljós bókmenntanna í myrkrinu í þessu skammdegismyrkri sem verk- fallið gerði enn svartara, brá þá fyrir ljósi, þegar menn gátu hlakkað til að sjá „bókina sem beðið hafði verið eftir" frá hendi Halldórs Laxness. Hún kom á markaðinn þann 5. desember og daginn áður segir skáldið á blaðamannafundi: „Þetta er bók sem ég hef unnið að síðastliðin fjögur ár. Hún gerist á tímabilinu frá því árið 1000 til 1030 og gerist að kalla í öllum þeim löndum sem norrænir menn gistu á þeim árum. Hún hefst á söguþræði Fóstbræðrasögu, en hverfur síðan frá honum." Ekki þarf að fjölyrða um að Gerpla er mikið rædd manna á meðal næstu dagana og hér í Tímanum á ungur og upprennandi rithöfundur innblásið við- tal við skáldið, - Indriði G. Þorsteins- son: „Máske verður Gerpla nokkurs konar Skálda þjóðarinnar, berandi með sér kaldan bláma vestfirskra fjalla, blandaðan anda þeirra víkinga og garpa, skálda og konunga, sem HKL hefir nú flutt heiðursvöku sína,“ segir hann í niðurlagi viðtalsins. Útifundur og ósiðlæti Laugardaginn 6. desember boðaði samninganefnd verkalýðsfélaganna til ■ VerkfaDsverðir við virki sitt uppi hjá Geithálsi. Gerð garðsins, sem hlaðinn var úr grjóti, vakti mikinn heiftaranda í hugum margra. Liðstjóri verkfallsvarða var Þorvaldur heitinn Þórarinsson, lögfræðingur. ■ Umbónaður virkisins á brónni hjá Lambhaga. Járnvarinn skór stóð á brónni, en flutningabQl lokaði leiðinni um hinn1 helming vegarins. Þegar bflar nálguðust var beint að þeim sterkum Ijósakösturum og leitað vendilega að forboðnum vamingi, - mjólk, kjöti, smjöri og bensíni. útifundar á Lækjartorgi. Var fundurinn allvel sóttur þótt ekki væri Þjóðviljinn á sama máli og Morgunblaðið um fjölda fundarmanna. Áleit Þjóðviljinn að fundarmenn hefðu verið á þriðja þúsund, en Morgunblaðið áætlaði þá um 1500, en láta mun nærri að 8000 manns í Reykjavík hafi verið í verkfalli þessa dagana. Helstu ræðumenn voru þeir Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar og Hanni- bal Valdimarsson, formaður samninga- nefndarinnar. Lýsti Hannibal þeim afleiðingum sem af kynnu að hljótast ef ekki yrði gengið að kröfum verkalýðs- félaganna og nefndi m.a. að landhelgis- gæslan gæti stöðvast, svo og Sogs- virkjun. Morgunblaðið greip þessi orð þegar á lofti og ræddi um digurmæli kommúnista, sem bæði hótuðu stöðvun landhelgisgæslunnar og kolmyrkvun Reykjavíkur. Landhelgisgæslumálin voru auðvitað sérlega viðkvæm vegna átakanna við Breta. Enn kreppir að og þann 9. desember er mjólkurskammturinn minnkaður í hálfan lítra til bama. Vanfærar konur skyldu fá sama skammt og sjúklingar og gamalmenni utan sjúkrahúsa ekki neitt. En fleirum reyndist örðugt að ná sér í eitthvað á pelann og þann 9. desember getur Tíminn skýrt svo frá að „fáliðað" hafi verið í kjallara lögreglunnar eftir að áfengisbúðum var lokað. Enn var þó ekkert dregið úr siðferðisþrótti þjóðarinnar að marki. 9. desember hefjast sýningar að nýju á kvikmynd eftir Óskar Gíslason, sem fáum dögum áður hafði verið bönnuð, vegna þess hvílíkur viðbjóður þótti í myndinni sýndur. M.a. það atriði er prestur stelur af deyjandi sóknarbami sínu, felur þýfið innan í Biblíunni og er drepinn á heimleiðinni(l) Sýningar em leyfðar aftur á þeim forsendum að myndin sé svo „ómerkileg" að ekki taki því að banna hana. Þá segir Þjóðviljinn frá „amerískum klámkúlupennum'' sem til sölu em í ónefndri verslun, þar sem „næstum naktar" konur hreyfa sig með lostafullum hreyfingum undir gleri, þegar ljós fellur á myndina. Pennarnir kosta níu krónur og em mikið keyptir af unglingum 10-14 ára. Atök við Elliðaárnar Inni við Elliðaár stóðu verkfalls- verðirum 30 saman vörð dag og nótt með rauð bindi um arminn og digran viðarbút, sem reistur var upp á endann og mátti fella yfir þveran veg, ætluðu einhverjar bifreiðar að laumast framhjá þeim. Urðu nokkur átök þriðjudaginn 9. desember við ámar, þegar menn urðu uppvísir að því að hafa meðferðis brúsa og tunnur með bensíni í bílum sínum. Höfðu þeir keypt þetta uppi í Hvalfirði og við Vallá í Kjalamesi og Eyri í Kjós. Verkfall skall hins vegar á í Hvalfjarðar- stöðinni þann 11. desember. Varnokkru af bensíni varpað af bílum og tunnum og brúsum kastað út í vegarskurðinn. Lögregla var kvödd til, en fékk við engu gert. Héldu verkfallsmenn því fram að flutningabíll hlaðinn bensíni hefði komist til bæjarins að kvöldi hins 8. desember og selt farminn uppi í Digraneshálsi í Kópavogi. Þá var lítilsháttar hellt niður af mjólk hjá einstaklingum en mönnum með bensín og mjólk var einnig gefinn kostur á að snúa við með varning sinn burt frá bænum. Enn syrtir í álinn hjá gleðimönnum í bænum, því 12. desembersegjadagblöð- in að leynivínsalar séu orðnir uppi- skroppa. Enn er þó það litla sem til er selt á vanalegu verði, 120 krónur, en spíri hefur fengist hjá farmönnum á bjórflöskum fyrir 100 krónur. Sögur em komnar á kreik um 400 krónur fyrir þriggja pela flösku á „svörtum." Nú þykir sýnt að útlendi hundurinn í Vopnafirði sé saklaus af kindadrápinu, því enn finnast bitnar ær, en hundurinn lokaður inni. Hnútur fljúga um borð Þjóðviljinn og Alþýðublaðið vanda ríkisstjóminni og atvinnurekendum ekki kveðjumar og sömuleiðis fá ' verkfallsverðir og foringjar verkfalls- manna beiskar ákúmr frá stjómar- blöðunum: Tíminn segir þann 12. desember frá „foringja kommúnista í Borgamesi sem á dálítið kúabú á jörð uppi í Borgarhreppi. Maður þessi beitti sér fyrir verkfalli og nær stöðvun á mjólkurvinnslu í Borgarnesi, en gengur nú daglega milli húsa í kauptúninu og býður mjólkina frá kúabúi sínu til sölu. “ Þjóðviljinn brýnir menn að gefa í verkfallssjóðinn og blaðamenn hans og aðrir starfsmenn ganga á undan með góðu fordæmi og gefa ein dagslaun sín, - samtals 4002.04 krónur. Mánudaginn 15. desember hefur svo Dagsbrún úthlutun úr verkfallsstjóði. Öll stærstu verkalýðsfélögin í Reykjavík halda fjölmenna fundi hinn 11. desember og samþykkt er að hvika hvergi. Stóra bomban Verkfallið hefur vakið athygli utan íslands og Þjóðviljinn segir svo frá: „Barátta íslenskra verkamanna fyrir lífsafkomu sinni er rómuð í blöðum verkalýðsins um alla álfuna og kemur þar í ljós greinileg aðdáun á hetjuskap og þrautseigju þeirra. Verkfallið er af öllum talið eitt algerasta, sem nokkm sinni hefur verið háð í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar um allan heim....“ Morgunblaðið kemst hins vegar með hníf sinn í feitt þann 14. desember: „Alþjóðasamband kommúnista ber fé í verkfallið hérlendis, segir í fyrirsögn yfir þvera forsíðu þess. Er efni fréttarinnar það að Björn Bjarnason, formaður Iðju, hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að leita fjárhagslegrar ásjár hjá verkalýðs- sambandinu WFTU, en í því vom helstu máttarstólpar verkalýðssambönd Austur-Evrópuríkja. Svarar sambandið skeytinu og er reiðubúið að styðja íslenska verkfallið og Iýkur svarbréfi sínu með orðunum „Lengi lifi verkfall hins íslenska verkalýðs." Þessa setningu er þó ekki að finna svona orðaða í frásogn Þjóðviljans af svarinu, en Morgunblaðið sver og sárt við leggur að í útgáfu af svarinu sem blaðið hafi undir höndum sé þetta svona. „Það er með öðrum orðum einlæg ósk „aðalstöð- vanna'* í Vín, að þetta verkfall megi standa sem lengst og verða íslenskum bjargræðisvegum og íslensku fólki til sem mest tjóns og vandræða!!!" segir Morgunblaðið. Segja má að þetta hafi orðið því skæðara innlegg í deilur dagsins sem um þessar mundir standa yfir ógnvænleg réttarhöld í Prag yfir leiðtogum kommúnistaflokksins þar, sem skotnir em þessa jólaföstudaga í tíu manna kippum, en synir þeirra og eiginkonur formæla nafni þeirra í réttarsölunum. Jólin nálgast Jólin nálgast og Mæðrastyrksnefnd og Vetrarhjálpin kalla. Er það sammæli beggja að miklu fleiri hafa nú beðið hjálpar en áður og á fyrstu þremur dögunum eftir að Vetrarhjálpin opnar skrifstofu sína berast henni 140 hjálpar- beiðnir. Mæðrastyrksnefndin tekur fram að sérstaklega sé kærkomið að fá föt, þar sem margir sem til nefndarinnar leita séu illa fataðir. Mjólkurskorturinn er nú orðinn afar tilfinnanlegur og 11. desember fór nefnd frá Læknafélagi Reykjavíkur á fund verkfalismanna og bað um aukningu á mjólkurskammti til sjúkra, barna og gamalmenna. Fékk nefndin algera synjun. Sama dag em áfram skæmr út af mjólkurflutningum og bílstjóri úr Fló- anum sem hafði meðferðis talsvert af mjólk til kunningja í Reykjavík varð að horfa upp á það er verkfallsverðir helltu mjólkinni niður á bílastæðinu við Ferðaskrifstofuna við Kalkofnsveg. Bíl- stjóri úr Þykkvabænum kemst hins vegar óáreittur með mjólk sfna á ákvörðunar- stað, eftir að fulltrúi lögreglunnar hefur úrskurðað að óheimilt væri að leggja hald á hana. Tíminn beinir skeytum sínum austur á Neskaupstað í sama blaði og skýrt er frá þessum raunum bílstjóranna: „í Neskaupstað, þar sem kommúnist- ar ráða í bæjarstjórn, gerir verkfallið mönnum lítil óþægindi og sjá kommúnistar sjálfir um það. Báðir togaramir sem kommúnistar stjórna eru úti á ísfiskveiðum og verða að sjálfsögðu að fá að leggju upp afla sinn til vinnslu, því annars kemur það niður á foringjun- um sjálfum...“ Dronning Alexandrine er komin til landsins með margar Iestir af jólapósti, en hvorki fæst leyfi til þess að taka póstinn í land, né skipa íslenskum pósti um borð. Þetta er síðasta póstferð til Norðurlanda fyrir jólin. Skærur Skærur halda áfram. Stöðugt reyna menn að smygla bensíni eða mjólk fram hjá verkfallsvörðum og er svo langt gengið að grunur leikur á að mjólkur- brúsum við brúsapalla er stolið til þess að nota þá undir bensínleka. Ókenni- legir menn stöðva bíl við Grafarholt í leit að mjólk, kjöti, smjöri eða öðrum landbúnaðarafurðum, og segjast þeir vera starfsmenn Heilbrigðiseftirlits. Ekkert finnst og ekki er kannast við að menn þessir séu verkfallsverðir. Lýst er eftir bifreið þeirra, sem ber númerið M-30 og er gul og brún að lit. Sáttatillögur lagðar fram Þann 17. desember leggur ríkis- stjórnin sáttanefndinni, sem vinnur að lausn deilunnar í hendur víðtækar tillögur til sátta í deilunni. f þessum tillögum felast lækkanir á mörgum nauðsynjavörum og auknar fjölskyldu- bætur. T.d. skal mjólk lækka úr kr. 3.25 í kr. 2.71, kartöflur úr kr. 2.45 í 1.75 og kaffi úr kr. 45.20 f 40.80. Þá beitir ríkisstjórnin sér fyrir lækkun á bensíni um 4 aura, og flutningsgjöld til landsins skulu lækka um 5%. Þá heita kaupmenn og kaupfélög að lækka álagningu á 14 vöruflokkum af annarri nauðsynjavöru. Nóttina áður en sáttatillögur voru lagðar fram lá við að til stórátaka kæmi milli fjölmennrar sveitar mjólkur- flutningamanna og verkfallsvarða. Hafði fylking bfla farið úr Reykjavík austur fyrir fjall, alls um 100 menn á vörubílum, rútubílum og fólksbílum. Lagði fylking þessi svo af stað til bæjarins og fór tíu hjóla trukkur fremstur. Voru austanmenn ráðnir í að Iáta bíl þann ryðja úr vegi öllum tálmum sem á leiðinni yrðu. Lögreglan fór á móti flokki þessum og fylgdi honum niður að Hólmsá, þar sem um 40 verkfallsverðir höfðu búist um. Höfðu þeir bifreiðar á veginum og stóran vörubíl um þveran veg. Eftir mikið þref, þar sem nærri lá að til mikilla átaka kæmi, var öll hersingin færð á lögreglustöðina. Varð úr að þeir bílar sem mjólk höfðu meðferðis fengu að halda henni, en „bensínbíla" tók lögreglan í sína vörslu. Viðbrögðin Föstudaginn 19. desember koma sáttatillögumar fyrir almennings sjónir í smærri atriðum, - felst í þeim auk vöruverðlækkana aukið orlof, full vísi- tala á 2100 kr. á mánuði, lægri útsvarsstigi og lágtekjur útsvarsfríar. Segir í greinargerð sáttanefndar að boðið jafngildi 4400 kr. tekjuaukningu hjá bammörgum fjölskylduföður. Þjóðviljinn barðist hart gegn sam- þykkt tillagnanna, en Alþýðublaðið var á báðum áttum. Þjóðviljinn nefndi tillöguna „smánartillögu," gerða að undirlagi Eysteins. „Ekkigengið tilmóts við kröfur verkalýðsfélaganna um eitt einasta atriði," segir blaðið 16. desember. „Sýndartillögur um niður- greiðslur og pappírsverðlækkanir." Áfram berst Þjóðviljinn gegn „smánar- boðinu'' þann 19. desember og hvetur verkfallsmenn til að hafna því af „einhug og festu." Tillögurnar vom lagðar fram í félögunum að kvöldi hins 19. desember. Gengu félögin öll að þeim og þar á meðal Iðja og Dagsbrún. Kærði Þjóð- viljinn Alþýðuflokksmenn fyrir svik á örlagastundu og fullyrti að stómm hagfelldari samningar hefðu náðst, j hefðu menn þraukað enn um hríð. ] En verkfallinu var lokið En verkfallinu var lokið. 1 hádegis- útvarpinu 19. desember tóku félögin að boða fundi og um kvöldið dreif að tilkynningar þeirra um að verkfallið væri afstaðið. Þegar um kvöldið var unnið að uppskipun við allar bryggjur og hinn 20. var farið að skipa jólatrjánum upp úr Gullfossi, svo og jólaávöxtum, sem reynt hafði verið að halda óskemmdum um borð í Jökulfellinu með því að dæla á þá köldu lofti. Allt athafnasvæði við höfnina var fullnýtt, nema Kanturinn þar sem Hæringur hafði legið frá því í ævintýrinu um Faxaflóasíldina. Gífurlegur fjöldi manna flykktist niður að höfn í atvinnuleit, en ekki höfðu allir erindi sem erfiði. Mikið var að gera hjá Flugfélagi Islands og til þess tekið að þann 20. desember flugu vélar félagsins með 100 manns út á land, - sumar fóm tvær ferðir. Verðlækkanimar komu þegar til framkvæmda og hinn 21. desember var síðasti mjólkurskömmtunardagurinn. Jólakvikmyndirnar voru komnar í kvik- myndahúsin og menn gátu nú skroppið að sjá „Jóladraum'* í Tjamarbíói, „Aladdín og lampann" f Trípólibíói, „Dæturnar þrjár“ í Austurbæjarbíói eða „Hetjur Hróa Hattar'' í Stjörnubíói. Endasleppt var þó jólagleðin hjá þremur fjölskyldum í Múlakampi við Suðurlandsbraut, í svonefndum Múla- búðum, en þar brann ofan af þeim bragginn fyrir jólin. Stóðu allar þessar fjölskyldur uppi með tvær hendur tómar. Árið 1952 var að renna í aldanna ; skaut og engan gat órað fyrir hvað framtíðin bæri í skauti sér, - hvað þá öllum þeim fjölda verkfalla, sem yfir þjóðina átti eftir að dynja, svo sem verkfaliinu 1955, sem stóð í einar sex vikur. En verkföllin tóku smám saman að breyta um svip eins og annað í þjóðfélaginu og vígreifar fylkingar verkfallsvarða og verkfallsbrjóta standa ekki lengur hver framan í annarri, búnar til handalögmála, ef í það fer. Nú sitja menn í makindum yfir vídeói og sjónvarpi, í verkfallinu, meðan barist er með tölvuspám yfir vígvöll úr „panel.“ - AM HHRR0BSHHHBBBB9H0 -t j,— —•: HðUKWBB mmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.