Tíminn - 15.08.1982, Qupperneq 20

Tíminn - 15.08.1982, Qupperneq 20
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 20__________ á bókamarkaði John Pilling: An Intoduction to 50 Modern European Poets Pan Books1982 ■ Þessi bók er aðeins ein af inngangsritum um bókmenntir sem Pan-forlagið á Englandi er að dunda sér við að gefa út. Hér hefur John Pilling sett saman kynningar á 50 Ijóðskáldum frá meginlandi Evrópu, en Pilling þessi er annars prófessor í enskum bókmenntum við Reading- háskóla og auk þess mikill Beckett- fræðingur, hvernig svo sem stendur á því. Hér er fjallað um skáld allt frá Charles Baudelaire til Joseph og þó bókin sé ansi væn að síðufjölda segir sig sjálft að umfjöllun um hvert skáld er í allra stysta lagi. Pilling segir sjálfur að hann ætli sér ekki annað en reyna að vekja áhuga á þessum skáldum og kaflar hans eru raunar ágætir til þcss brúks. Það má vænta þess að margir geti haft gagn af þessari bók, en þess má geta að auk evrópskra skálda eru hér suður-ame- rísk Ijóðskáld einnig tekin fyrir - sökum þess að þau skrifa á spænsku. Hér kennig margra og líkra grasa, suma höfundana kannast líklega flestir við en aðrir eru minna þekktir eins og gengur. Af bókinni má fræðast nokkuð um þá. Norman Bogner: Califomia Drcamers Sphere 1982 ■ Hinn glitrandi hcimur Holly- wood og Los Angeles hefur freistað margra rithöfunda af ýmsum sortum. Hér er komin ein bókin enn um þennan heim - hvort á að kalla hana róman eða reyfara? Það skiptir varla höfuðmáli. Hér er það fallega fólkið, ríka fólkið sem við fáum að kíkja inn á gafl hjá, og sjá: þaö er nú aldeilis stór maðkur í mysunni. Kemur ekki bara í ljós að fallega fólkið og ríka fólkið er mannlegt eins og við hin, fullt af ógnvænlegum ástríðum, losta, vondum hugsunum og glæpa- hneigð, græðgi etc etc etc. Aðalper- sónan er Bobby, ungur arkitekt sem hefur gengið peningavaldinu á hönd, Clarie sem fylgdi honum úr sveitinni en reynist eiga vel heima þarna í hinum syndum spillta heimi L.A., einnig frá hinni kynósandi Hillary sem borgaði ástríður sínar dýru verði, og Giovanni, maður sem allt í einu finnur svolítið gott í sjálfum sér, - ha? „Þau selja líkama sinn og sál fyrir draum um paradís" er sagt um þetta fólk. Sennilega ekki verri bók en hver önnur til að gleyma sér yfir og lifa sig inn í heim fína fólksins. BRIGHTEi 11 A THOUSAND SUNS A PER80NAL HI8T0RY OF THE ATOMIC SCIENTISTS 'By farlhe most mtemsting hatofical work on the atomic bomb I hnowoP-C.PSnowintheiVPwStatiM'Ran Robert Jungk: Brighter Than a Thousand Suns Penguin 1982 ■ Þessi bók kom fyrst út á þýsku árið 1956, var fljótlega þýdd á ensku og hefur verið endurútgefin marg- sinnis síðan. Hún segir líka merki- lega sögu - þetta er sagan um kjarnorkuvísindamennina sem stuðl- uðu að því að unnt reyndist að búa til atómsprengju. Eiginlega harm- saga, segir Bertrand Russell, um hóp óvenjulega vel gefinna hugsjóna- manna sem álitu sig í fyrstu vera að vinna þarft verk en smátt og smátt voru þeir ginntir í þjónustu djöfuls- ins. Það má áreiðanlega orða þetta svona, en kjarnorkusprengja hefði auðvitað verið smíðuð hvort sem þessir menn hefðu komið við sögu eða ekki. Þróuninni verður ekki snúið við, eða hvað? En hér segir frá Einstein og Oppenheimer og ótal fleiri mönnum sem hófu störf fullir ákafa en enduðu margir sem iðrandi syndarar sem fannst þeir hafa drýgt hræðilegan glæp: að færa mannkyn- inu þessi ógurlegu vopn. Bókin er afar góð. Hún cr bæði Iæsileg og spennandi sem slík, tekst einnig að sýna okkur ofan í sálarhirslur mannanna sem smíðuðu fyrstu sprengjurnar. Lawrence Sanders: The Tenth Commandmcnt Panther / Granada 1982 ■ Lawrence Sanders er vel heima í Biblíunni, mætti ætla. Hann hefur skrifað bækur sem heita eftir dauða- syndunum sjö og boðorðunum tíu, en það skal vandlega tckið fram að ekki er um neinar Biblíusögur að ræða! Þetta er amerískir reyfarar og býsna harðsoðnir sem slíkir. Þeir eru feikna vinsælir vestra og ku seljast vel hér líka - þó þeir séu ekki óþarflega frumlegir er frásögnin hröð og blönduð hæðni, plott Sanders eru flest trúverðug og þó goðgá væri að segja að hann stundaði þjóðfélagsrýni í bókum sínum tekst honum þó að varpa nokkuð góðu ljósi á ýmsar skuggahliðar mannlífs- ins. Hérna segir frá séra Godfrey Knurr, vammlausum og góðum að því er virðist. En þegar Joshua Bigg, rannsóknarlögreglumaður, fer að grafa í fortíð hans og nútíð kemur ýmislegt mjög óvænt og satt að segja ansi óskemmtilegt upp á yfirborðið. Knurr virðist ekki allur þar sem hann er séður: þegar nafn hans er nefnt við gamla vini eða fyrrum eiginkonu hans má sjá á andlitum þeirra óttann uppmálaðan. Mjög þokkalegur reyfari. ■ Bzkomar hér að ofan eru fengnar i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal firam að hér er um kynníngar að rxða en öngva ritdóma. Þýtt oní Kmverja — Vestrænar bækur fást nú að nýju i Kínaveldi ■ Eftir að Maó Zedong dó drottni sínum (hver sem það nú var) hefur kínverskt þjóðfélag breyst óhemju mikið. Leifar menningarbyltingarinnar hafa verið upprættar, áhersla er lögð á iðnað og tæknivæðingu fremur en stranga hugmyndafræði, og gluggi hefur verið opnaður til Vesturlanda. Kínverj- ar eru nú þeirrar sælu aðnjótandi að geta drukkið kók eins og annað fólk, þeir fá heimsóknir sinfóníuhljómsveita og talað er um rokkgrúppur, vestrænar tískuvör- ur flæða yfir landið. Að vísu reyna yfirvöld að hafa hemil á ástandinu, svo breytingar verði ekki of hratt, en umskiptin eru óneitanlega mjög mikil, segja þeir sem til þekkja. Nú má til dæmis aftur kaupa vestrænar bækur í kínverskum þýðingum en slíkt var náttúrlega út í hött meðan menningar- byltingin stóð sem hæst og púrítanismi ríkti í landinu. Fyrir stuttu var bandarísk sendinefnd rithöfunda og útgefenda á ferð í Kína og vakti það athygli nefndarmanna hversu vestrænar bækur virðast í miklum metum. Bóksala er að vísu ekki neitt yfirgengileg, miðað við hlutfallstölur frá til að mynda Bandaríkj- unum eða Evrópu, en ljóst að vestrænar bókmenntir eru að sækja í sig veðrið austur þar. Annars vakti það ekki minni athygli þessara Bandaríkjamanna hvaða bækur það voru sem best seldust í Kína, og hvaða bækur yfirleitt voru gefnar út. Vinsælasti rithöfundurinn er nefnilega Herman nokkur Wouk - bók hans, The Winds of War, er um þessar mundir efst á sölulistum verslana víðs vegar um Kínaveldi. Wouk þessi er Bandarikja- maður, höfundur þykkra og efnismikilla metsölubóka - hann þykir með skárri „bcstseller" höfundum, sem segir að vísu meira um þessa kategóríu bók- mennta en um hæfileika Wouks sjálfs. Bók þessi gerist í síðari heimsstyrjöld- inni, mestanpart, að því er heimildir okkar segja, og það mun einmitt vera ástæðan fyrir því hversu vinsæl hún er. ■ Franz Kafka. Verða bxkur hans Kínverjum ailegóríur um menningar- byltinguna? Kínverskir lesendur finni í henni nokkuð sem þeir kannast flestir við, ef ekki af eigin reynslu þá úr nýliðinni sögu: sem sé stríð gegn fasisma. Reyndar viðurkenndu kínverskir útgef- endur einnig að veigamikil ástæða þess að Wouk væri prentaður í svo stórum upplögum sem raun bæri vitni væri sú að „hugmyndafræðilega" væri hann hættulaus. Tekur enga þá afstöðu sem hróflað gæti við heimsmynd Kínverja. í framhaldi af þessum upplýsingum kom nefndarmönnum nokkuð á óvart er þeim var tjáð að sá erlendi höfundur sem seldist best í heild væri Saul Bellow, Nóbelsverðlaunahafi frá Bandaríkjun- um, en Bellow þykir næsta íhaldssamur. Komust nefndarmenn að þeirri niður- stöðu eftir samræður við Kínverja að þeir væru hreint ekki í öllum tilvikum færir um að greina milli þeirra vestrænu höfunda sem okkur finnst vera íhalds- pakk og hinna sem litið er á sem kommarusl. Enda ber kannski ekki alltaf mikið á milli. Fáfræði kínversku útgefendanna kemur fram á fleiri sviðum. Þó töluvert mikið hafi verið gefið út af þýddum bókmenntum á síðustu árum virðist Vesturlandabúum að æpandi skörð séu í röð þeirra höfunda sem fást gefnir út. Þar er oftar um að kenna þekkingar- leysi en vísvitandi sniðgöngu. Er Kínverjar voru til dæmis spurðir hví þeir hefðu ekkert gefið út eftir kólombíska rithöfundinn Gabriel Garcia Marquez hristu þeir bara höfuðið: höfðu aldrei heyrt hann nefndan. Hins vegar eru þeir nokkuð vel að sér um reyfarahöfunda, og margir gamalgrónir kínverskir leið- togar kvarta reyndar mjög undan öllum þeim reyfurum sem nú hafa verið þýddir og eru yfirleitt lesnir upp til agna af Kínverjum. Þar er Sidney Sheldon fremstur í flokki, en einhverjar bækur hans munu hafa komið út á íslensku. Agata Christie er einnig gefin út í stórum upplögum og selst vel. Þá hafa verið endurútgefnar ýmsar bækur sem vinsælar voru í Kína fyrir valdatöku kommúnista og menningarbyltinguna margumtöluðu, Charles Dickens höfðar sterklega til kínverskra lesenda að því er virðist, einnig Jules Verne, Arthur Conan Doyle og - þótt fáránlegt megi virðast - Theodore Dreiser. Nú upp á síðkastið hafa svo verið þýddar í fyrsta sinn ýmsar bækur sem kínversk yfírvöld búast við, og vona, að verði lesendum nokkurs konar allegóríur um menning- arbyltinguna sem nú verður seint of fordæmd. Þar má nefa leikrit Arthur Millers, The Crucible, sem m.a. fjallar um McCarthy-ofsóknirnar. Það var nýlega sýnt í Kína en áhorfendur, þó þeir kynnu að meta það sem slíkt, skildu hins vega lítið í hugsanlegum saman- burði við kínverskar aðstæður. Nú stendur fyrir dyrum að gefa út Kafka. Leiðbeiningar til rithöfunda: Hverníg má græða á bók sem ddd selst! ■ Rithöfundar eiga, sem kunnugt er, ýmissa kosta völ við að koma sér og verkum sínum á framfæri. Einn kostur- inn er til dæmis sá að skrifa góðar bækur, en hann þykir oft gefast vel. Aftur á móti höfðaði þessi kostur hvorki til Stephen nokkurs Sheppard né umboðsmanns hans, Ed Victor - þeir ákváðu að fara „hina leiðina". Og með þeim árangri að áður en eitt einasta eintak af bók Sheppards, Tho Four Hundred, hafði selst árið 1979 var höfundurinn búinn að græða fimm hundruð þúsund ensk sterlingspund, eða um það bil hálfa elleftu milljón íslenskra króna. Leiðbeiningar til tilvonandi rit- höfunda? Tja, aðstæður á Bretlandi eru náttúrlega aðrar en hér. En þetta er dálftið kúnstugt dæmi. Upphaf málsins er það að árið 1978 gekk ungur maður að nafni Stephen Sheppard inn á skrifstofu Ed Victors, sem starfar sem umboðsmaður rithöfunda. Þeim félög- um kom vel saman og Victor setti það ekki fyrir sig þó Sheppard væri aðeins búinn með einn einasta kafla skáldsögu þeirrar sem hann hafði í smíðum. Umboðsmaðurinn ákvað að koma pilti á framfæri. Á einhvern furðulegan hátt tókst honum að sannfæra ýmsa sjóaða útgefendur um að þarna væri nýr metsöluhöfundur á ferðinni, sem rétt væri að hlúa að, og fékk Sheppard ótrúlega háar fyrirframgreiðslur fyrir bókina, miðað við að hér var um að ræða fyrstu bók alls óþekkts höfundar. Ed Victor sá einnig um aö þetta fréttist út og upphæðirnar vöktu mikla athygli. Á endanum voru allir orðnir svo vissir um að meistarastykki væri í smíðum að kvikmyndafyrirtækið Warner Brothers keyptu kvikmyndaréttinn fyrir eina milljón sterlingspunda - án þess að hafa lesið söguna fullgerða! En að lokum kom bókin út: reyfari um fjóra Bandaríkjamenn sem freista þess að fremja rán í Englandsbanka. Bókinn var vel fylgt eftir með auglýsing- um en engu að síður seldust aðeins 14 þúsund eintök í „hardcover" útgáfu og 100 þúsund í pappírskilju. Þessi sala var aðeins brot af því sem forlögin Secker and Warburg og Penguin höfðu reiknað með eftir allt uppistandið. Maður skyldi ætla að útgáfufyrirtækin gættu sín á Stephen Sheppard í framtíðinni, en ekki bcr á öðru en allt sé að gcrast upp á nýtt. Rithöfundurinn Sheppard er nýkominn til Bretlands frá Monte Carlo þar sem hann hafðist við til að þurfa ekki að borga skatta af gróða sínum ^f The Four Hundred. I farangrinum hefur hann handrit af nýrri bók, sem heitir einfaldlega Monte Carlo og fjallar um lífið þar syðra. Eins og fyrri daginn er það Ed Victor sem heldur um stjórnvölinn. Honum hefur þegar tekist að sannfæra Secker and Warburg um að gefa bókina út í „hardcover" og Penguin-forlagið er að hugleiða hvort það eigi að splæsa í pappískilju. Breskur blaðamaður spurði Tom Rosenthal, framkvæmdastjóra Secker and Warburg nýlega um þetta mál, en hann vildi lítið láta hafa eftir sér. Sagði aðeins nokkuð kaldhæðinn: „Þú mátt treysta því að þegar við erum tilbúnir þá komum við skríðandi og segjum: „Viltu taka viðtal við þennan frábæra rit- höfund, gerðu það!“ Það vakti reyndar athygli að þegar nýja bókin var auglýst í bæklingi frá Secker og Warburg fyrir skömmu var ekki minnst á að þessi Stephen Sheppard hefði áður skrifað bókina The Four Hundred. Afar óvenjulegt er að ekki sé getið fyrri bóka höfundar, nema um hafi verið að ræða algert „flopp". Og síðustu fréttir herma að útkomu bókarinnar hafi verið frestað frá október fram í mars svo Sheppard hafi tíma til að endurskrifa hana, að kröfu útgefanda. Ekki fer sögum af kvikmyndatilboð- um, ennþá. ■ „Metsöluhöfundurinn“ Stephen Sheppard

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.