Tíminn - 15.08.1982, Page 27
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982
■ J. Robert Oppenheimer stjórnaði kjarnorkusprengjusmíð Bandaríkjanna.
verið ljósar endanlegar afleiðingar
gerða sinna fyrr en eftir að það var orðið
of seint fyrir íbúa Hírósíma og
Nagasakí, þá höfðu þeir mjög velt fyrir
sér siðferðislegum spurningum í þessu
sambandi áður en Enola Gay fór í loftið
- sprengjuflugvélin sem flutti The Thin
Man í háloftin yfir Hírósíma. Oppen-
heimer sjálfur hafði meðal annars tekið
saman röksemdir með og á móti notkun
sprengjunnar en tók svo sem enga
afstöðu sjálfur. Annars er það líka
eftirtektarvert hvílík áhrif fyrsta til-
raunasprengingin hafði á vísindamenn-
ina sem fylgdust með. Hún var sprengd
í eyðimörkinni í júlí '45 og jafnvel
jarðbundnustu áhorfendur voru ekki
aðeins snortnir af sjálfum sprengikraftin-
um, sem var meiri en þeir höfðu búist
við, heldur varð þeim hugsað hærra,
kannski alla leið til guðs; allt í einu
höfðu þeir fyrir augunum það afl sem
þeir höfðu leyst úr læðingi og þeim stóð
ógn af því. Djúp, frumstæð ógn og þeir
urðu ekkert kátir þó þeir sæu að
verkefnið hefði lukkast betur en á varð
kosið. Meira að segja Enrico Fermi varð
fyrir áfalli, en í umræðum starfsfélag-
anna síðustu vikurnar hafði hann jafnan
hreytt út úr sér: „Ég hlusta ekki á þetta
samviskuröfl! Það sem máli skiptir er að
þessi hlutur er frábær eðlisfræði!" Og
þegar Oppenheimer sjálfur sá sveppinn
rísa til himins kom honum í hug ljóðlína
úr Bhagavad Gita: „Ég er Dauðinn,
brjótuður veralda..." Eftir að afl
sprengjunnar fréttist í hópi vísinda-
mannanna skrifuðu starfsmenn í ýmsum
deildum Manhattan-áætlunarinnar undir
skjal þar sem þeir kröfðust þess að
sprengjan yrði ekki notuð gegn Japön-
um, nema fyrst yrði haldin nokkurs
konar opinber sýning og óvinunum sýnt
fram á að gegn þessu nýja vopni var
þeim hollast að gefast upp. Einstein
barðist af öllum sínum krafti gegn því
að bomban yrði notuð. Á þetta var ekki
hlustað, en það má Ifka hafa það í huga
að eftir að Japanir höfðu þolað
sprengjuna hvarflaði samt ekki að þeim
að lýsa sig sigraða fyrr en þeir höfðu
gengið úr skugga um að sjálfir höfðu þeir
ekki bolmagn til að smíða slíka sprengju
á þeim stutta tíma sem þeir gátu búist
við að þrauka gegn kjarnorkuárásum
Bandaríkjamanna.
Leit hann á sig
sem guð almáttugan?
En hvað - stríðið var skyndilega búið
og Oppenheimer var orðinn stjarna. í
blöðunum var hann kallaður „faðir
atómsprengjunnar" og klappað lof í lófa
af stjórnvöldum og almenningi sem létu
sig meira varða stríðslokin en siðferðis-
legar spurningar um kjarnorkusprengj-
ur. Hann var álitinn hafa komið í veg
fyrir að Bandaríkin þyrftu að þola einn
stríðsveturinn enn og mannskæða innrás
á japönsku eyjarnar, og það var meira
að segja litið á hann sem eins konar nýja
tegund af friðflytjanda - nú væru vopn
óþörf og friður myndi ríkja. Oppen-
heimer vissi fullvel að þetta var kjaftæði.
Hann þrætti alla tíð fyrir að vera „faðir
atómsprengjunnar" og lagði áherslu á
hópvinnuna í því sambandi, og hann
gerði sér ljósa grein fyrir því að
sprengjurnar sem varpað var á Hírósíma
og Nagasakí voru aðeins upphafið.
Handan sjóndeildarhrings biðu aðrar og
miklu stærri atómsprengjur, það hillti
undir vetnissprengjuna. Og Oppenheim-
er sá í hendi sér að kjarnorkuvopnabúr
Bandaríkjanna myndi leiða til þess að
Sovétríkin linntu ekki látum fyrr en þau
hefðu komið sér upp sínum eigin
bombum, þá væri hafið stórhættulegt
kapphlaup. Það hófst og stendur enn.
Allar þessar hugleiðingar urðu svo til
þess að Oppenheimer vissi varla í hvorn
fótinn hann átti að stíga um sinn. Hann
óttaðist mátt sprengjunnar eins og aðrir,
en taldi fráleitt að unnt væri að snúa
þróuninni við og fannst hann bera mikla
ábyrgð. Hann tók því þátt í því að móta
stefnu Bandaríkjanna í kjarnorkumál-
um en fyrir það missti hann fjölmarga
vini sína og kunningja, sem hömuðust
gegn atómsprengjunni við hvert tæki-
færi. Þeim þótti hann setja hagsmuni
eins ríkis ofar en hagsmuni mannkyns
eins og það lagði sig. Þeim þótti líka að
frægðin og athyglin sem honum var sýnd
hefði stigið honum til höfuðs. Það má til
sanns vegar færa. Hann hafði breyst, var
orðinn frábær skipuleggjandi og stjórn-
andi fremur en vísindamaður, og þótti
gaman að vera með höfðingjum í
Washington. Þar var hann bæði oft og
tíðum, var skipaður í óteljandi nefndir
á vegum stjórnarinnar og gaf ráð á báða
bóga. í október 1945 sagði hann af sér
sem yfirmaður stöðvarinnar í Los
Alamos og hafðist eftir það mest við í
Washington. Hann hafði alltaf verið
frábær kennari. Nú leit hann ekki aðeins
á sig sem kennara stjórnmálamannanna
og embættismannanna í Washington,
heldur allt að því andlegan leiðtoga.
Gamall uppáhaldsnemandi hans sagði:
„Þegar Oppie fór að tala um Dean
Acheson, utanríkisráðherra, sem
„Dean“, og meira að segja að kalla
Marshall hershöfðingja einfaldlega
„George", þá vissi ég að við töldumst
ekki lengur til sama hóps og hlutum að
skilja. Ég held að skyndileg frægðin hafi
valdið því að hann fór að líta á sig sem
guð almáttugan, og að hann væri fær um
að kippa öllum heiminum í lag.“
Deilur um
vetnissprengjuna
Og svo liðu nokkur ár. Oppenheimer
sýslaði í nefndum, stofnunum og
ráðuneytum en kom ekki mjög nálægt
sjálfum kjarnorkurannsóknunum sem
nú voru farnar að beinast fyrst og fremst
að vetnissprengjunni. Miklar og harka-
legar deilur voru um það í hópi
vísindamannanna hvort smíða skyldi
vetnissprengjuna, sem var ólíkt kraft-
meiri en atómsprengjan sem féll á
Hírósíma, og málið velktist fram og
aftur langa stund. Helsti stuðningsmað-
ur þess að sprengjan yrði smíðuð var
fyrrum undirmaður Oppenheimers í Los
Alamos, Edward Teller, og hann fékk
byr í báða vængi eftir að Sovétmenn
sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína
árið 1949, og útlit fyrir að forskot
Bandaríkjanna yrði unnið upp á nokkr-
um árum. Oppenheimer sjálfur tók
næsta lítinn þátt í þessum deilum til að
byrja með en þegar leið að því að
ákvörðun yrði tekin var óhjákvæmilegt
að til hans væri leitað. Og satt að segja
var Oppenheimer nóg boðið. Hann taldi
litlar líkur á því að mannkynið gæti lifað
af stríð sem háð væri með vetnissprengj-
um og því væri rökréttast að smíða þær
alls ekki. Teller, sem eins og Oppen-
heimer leit nokkuð stórt á sig, var aftur
á móti þeirrar skoðunar að byggi
mannkynið yfir nægilega öflugum vopn-
um til að eyða sjálfu sér leiddi af því að
þau vopn yrðu aldrei notuð. Auðvitað
hafði hann sigur að lokum. í nóvember
1952 hvarf Kyrrahafseyjan Elugelab af
yfirborði sjávar og hefur ekki sést síðan.
Hallar undan fæti
Þá höfðu gerst tíðindi í lífi J. Roberts
Oppenheimers. Hann hafði sagt af sér
formannsstöðu í ráðgjafanefnd við
kjarnorkustofnun Bandaríkjanna eftir
að sjónarmið hans og félaga hans höfðu
orðið undir í „borgarastríði vísinda-
mannanna" eins og deilurnar um
vetnissprengjuna voru kallaðar. Smátt
og smátt hætti stjórnin að leita til hans
nema endrum og eins en að sama skapi
óx orðstír hans meðal bandarísku
þjóðarinnar sem hafði þá fyllst óhug
vegna kjarnorkuvopnakapphlaupsins.
Oppenheimer var mjög lagið að höfða
til fólks og hann beitti sér mjög fyrir því
að brúa bilið milli almennings og
kjarnorkuvísindamanna, skýra út fyrir
fávísri alþýðu hvað væri á ferðinni innan
atómsins, og hann blés fjölda fólks í
brjóst eldmóði yfir framgangi vísind-
anna. En jafnframt litu margir til hans í
von um andlega leiðsögn; hann var
maðurinn sem skildi ekki aðeins þessi
flóknu atómfræði, heldur kunni hann að
færa þau í heimspekilegt og þjóðfélags-
legt samhengi. Á þessum árum var hann
orðinn svo hlaðinn viðurkenningum,
verðlaunum og heiðurstitlum af öllu tagi
að enginn hafði tölu á því nema hann
sjálfur. Honum þótti gaman að svona
löguðu og lét sig hafa það að blað
eitthvert kysi hann „föður ársins" af
einhverjum orsökum. Einnig átti hann
vandað úrklippusafn með öllu því sem
skrifað hafði verið um hann. Hann var
einn virtasti maðurinn í Bandaríkjun-
um. Gerði samt ekkert til að „endur-
reisa“ Haakon Chevalier sem átti í
mesta basli vegna lyga Oppenheimers
löngu fyrr.
Veturinn 1953 var svo komið að
Oppenheimer starfaði lítt eða ekki fyrir
Bandaríkjastjórn. Hann hafði engu að
síður aðgang að öllum rannsóknarstof-
um og - stofnunum sem hann hafði
áhuga á að heimsækja, og nýtti sér það
öðru hvoru, þegar hann vildi fylgjast
með í fræðunum. Þessi aðgangur
Oppenheimers að ríkisleyndarmálum
var einum ákveðnum manni þyrnir í
augum, og af því að sá maður hét J.
Edgar Hoover og var yfirmaður FBI, þá
átti Oppenheimer eftir að lenda í
klandri. Hoover tók að safna skýrslum
um hann af miklum móð uns voru hátt
á annan metra á hæð ef staflað var á
stofugólf, og tengsl Oppenheimers við
kommúnista hér á árum áður voru að
sjálfsögðu vatn á myllu FBI-forstjórans
óforskammaða. Úrval úr þessu mikla
skjalasafni Hoovers var í nóvember
1953 sent til ýmissa þingmanna og til
Eisenhowers forseta, og sumir fóru að
ýja að því að líklega væri J. Robert
Oppenheimer ekkert annað en spíón
fyrir Sovétmenn. Það hafði gerst áður.
Var ekki kjarnorkuvísindamaðurinn
Klaus Fuchs njósnari Sovétríkjanna?
„Réttarhöld“
yfir Oppenheimer
Um þetta leyti stóðu sem hæst
galdraofsóknir þær sem kenndar hafa
verið við McCarthy, öldungadeildar-
þingmann. Eisenhower forseti hafði þá
reglu að embætti hans skyldi ekki koma
nærri rannsóknum á fortíð og nútíð
þeirra sem grunaðir voru um vinstri-villu
en undantekning var gerð í máli
Oppenheimers. Sérstakur fundur var
haldinn í Hvíta húsinu með forsetanum
og nokkrum ráðherrum og ráðgjöfum og
þar var ákveðið að Oppenheimer skyldi
snimmcndis sviptur aðgangi sínum að
27
leyndarmálum ríkisins. Það var gert í
desember 1953 en í apríl á næsta ári
komst málið á forsíður blaðanna þegar
Oppenheimer lagði fram ýtarlegt svar
við ásökunum andstæðinga sinna. Al-
menningur varð steinhissa þegar hann
frétti að Oppenheimer, þessi dýrling-
ur, væri grunaður um alls konar ódæði,
meira að segja njósnir og landráð. Nær
allir kollegar hans, jafnvel þeir sem
þoldu hann ekki eða höfðu ekkert
samband haft við hann í fjölda ára,
fylktu sér að baki honum. Þann 12. apríl
1954 hófst rannsókn í málinu fyrir
sérstakri nefnd. Sagt var að alls ekki væri
um réttarhöld að ræða en allir málsaðilar
höguðu sér þó eins og þeir væru í
réttarsal. í raun hafði Robert Oppen-
heimer verið dreginn fyrir dóm.
Aðdróttanir gegn Oppenheimer voru
í 24 liðum. Fyrstu 23 liðirnir voru um
tengsl hans við kommúnista, en Oppen-
heimer sjálfum kom mest á óvart sá
síðasti. Þar var því haldið fram að
vísindamaðurinn hefði „barist af hörku
gegn smíði vetnissprengjunnar", en
sjálfur leit Oppenheimer aðeins svo á að
hann hefði sett fram efasemdir og •
hugleitt þær fram og til baka. Hann var
ólíkur sjálfum sér við rannsóknina.
Venjulega var hann sjálfsöruggur og
jafnvel þóttafullur, en í þetta sinn virtist
hann hikandi og eitthvað máttlaus.
Hann svaraði öllum spurningum greið-
lega en mælskan sem hann var kunnur
fyrir var víðsfjarri.
Sá maður sem í raun gegndi hlutverki
saksóknara við réttarhöld, Roger Robb,
átti ekki í miklum erfiðleikum með að
þjarma að Oppenheimer, koma honum
í bobba og flækja smáatriði þannig að
vísindamaðurinn varð ósamkvæmur
sjálfum sér. Þetta mál allt saman var
þvílíkt reiðarslag fyrir hann að hann var
ekki nema skugginn af sjálfum sér og
.sumir telja raunar að hann hafi aldrei
náð sér eftir þetta. En svo má líta svo á
að Roger Robb hafi gert Oppenheimer
mikinn greiða. Eftir þessa meðferð var
ekki lengur hægt að líta á hann sem
samviskulausan og jafnvel illgjarnan
„föður atómsprengjunnar" eins og var
skoðun margra kollega hans áður en til
þessa kom. Oppenheimer varð píslar-
vottur. í rauninni var ekki um annað að
ræða við þessa rannsókn en hvort veita
skyldi honum að nýju aðgang að
rannsóknarstofunum, en þegar því var
hafnað duldist engum að J. Robert
Oppenheimer var búinn að vera.
„Faðir vetnis-
sprengjunnar“ forsmáður
Það er athyglisvert að bera örlög
Oppenheimers saman við örlög þess
manns sem harðast gekk fram í því að
vetnissprengjan skyldi smíðuð. Edward
Teller var eini vísindamaðurinn sem
talaði gegn Oppenheimer, en hann hafði
um þetta leyti fengið í blöðunum nafnið
„faðir vetnissprengjunnar.“ Eftir fall
Oppenheimers var Teller fyrirlitinn og
smáður í flokki kollega sinna, þeir hefðu
ekki forðast hann meir þó hann hefði
verið holdsveikur. Auk þess sem hann
hafði vitnað gegn „Oppie“ gátu þeir ekki
fyrirgefið honum fyrir að hafa lagt mest
af mörkum til smíði vetnissprengjunnar,
sem flestir þeirra voru algerlega á móti.
í örvæntingu sinni krafðist Teller þess
að fá að skýra mál sitt fyrir hópi
starfsfélaga í Los Alamos, en þó þeir
hlustuðu á hann í ískaldri þögn tókst
honum ekki að sannfæra þá um eitt eða
neitt. Þá leitaði Teller til Enrico Fermi,
sem hann virti mjög mikils, en Fermi var
þá að deyja úr krabbameini. Fermi féllst
á að veita Teller nokkra aðstoð og
hjálpaði honum við að skrifa grein um
tilbúning vetnissprengjunnar þar sem
áhersla var lögð á að um hópvinnu hefði
verið að ræða, en ekki einkaframtak
Tellers eins og margir höfðu talið sér trú
um. Þessi grein þótti hógværlega skrifuð
og sannfærandi og Teller fékk aftur
inngöngu í samfélag kollega sinna. Samt
fyrirgáfu þeir honum aldrei að fullu. Þeir
litu svo á að hann væri svikari við sjálfa
hugsjón vísindanna, æsingamaður í
fyrirsagnaleit.
En hvað um J. Robert Oppenheimer?
Eftir rannsóknina '54 sneri hann sér
aftur að kennslu en fékkst reyndar við
ýmislegt. Hann þótti aldrei ná sér aftur
á strik og lést um miðjan sjöunda
áratuginn, rúmlega sextugur að aldri.
Hann orti ljóð og hefði kannski heldur
ájt að verða listamaður en vísindamað-
ur. Hvorttveggja hafði hann í sér.
- ij tók suman.