Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 3 fréttir Vilmundur var sigurvegari dagsins ■ Skákkeppni þingmanna frá Hollandi og Islandi er háð þessa dagana í Þórshamri í Reykjavík. Hollensku þingmennirnir eru að endurgjalda heim- sókn íslendinga í fyrra. í Hollandi var keppt á fimm borðum, en nú aðeins á þrem, þar sem aðeins þrír hollenskir þingmenn komu hingað til leiks. Fyrsta umferð var tefld í gær. Þá hafði Guðmundur G. Þórarinsson hvítt á móti Dr. van Kleef á fyrsta borði og skildu þcir jafnir. Á öðru borði lék Vilmundur Gylfason svörtu mönnunum til sigurs á móti professor Bastian Gaey Fortman en Halldór Blöndal og professor Johan van Hulst skildu jafnir á þriðja borði. Önnur umferð verður tefld í dag og verða hollensku þingmennirnir við sömu borð áfram og Guðmundur G. teflir enn á fyrsta borði fyrir íslendinga, en Halldór teflir á öðru borði og Garðar Sigurðsson á þriðja. Þriðja og síðasta umferð verður tefld á morgun og þá er ckki ósennilegt að Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri leiki með, en hann var cinn þcirra scm tefldi fyrir íslcndinga í Hollandi. SV „Það rigndi heljar mikið í nótt og vætan kom af stað þessari aurskriðu," sagði Jóhannes Þórðarsson, lögreglu- varðstjóri á Siglufirði í samtali við Tímann í gær. „Sem betur fer náði aurinn ekki að komast að nokkru húsi. Það var mjótt á munum við Suðurgötu 86, sem er nýlegt einbýlishús," sagði Jóhannes. Aurskriðan var enn á hreyfingu þegar Tíminn talaði við Jóhannes í gærkvöldi. - Sjó. ■ Vilmundur var sigurvegari dagsins. Á móti honum situr professor Bastian Gaey Fortman. Á bak við professorinn sést í Guðmund G. Þórarinsson þungt hugsi og Garðar Sigurðsson fylgist með. Tímamynd GE Trésmiðir afboða verkföll: Láta yf irlýsingar frá vinnuveitendum nægja — um að þeir greiði laun eftir samningnum við Meistarasambandið ■ „Við erum ágætlega sáttir við þessar málalyktir, þetta er það sem við höfum verið að leita eftir“ sagði Grétar Þorsteinsson formaður Trésmíðafélags Reykjavíkur í samtali við Tímann en í gær var gengið frá samkomulagi í deilu trésmiða við Reykjavíkurborg og fyrir- tæki sem aðild eiga að Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna. Sættir hðfðu áður náðst með trésmiðum og ríki og aðilum innan VSÍ, verða verkföll því afboðuð. „Þessi deila sem við höfum verið þátttakendur í er kornin í höfn og gerðist þannig að yfirlýsingar komu frá þeim aðilum sem ekki höfðu áður samið en í þessum yfirlýsingum er í öllum aðal- atriðum fallist á ákvæði um kaup og kjör okkar samkvæmt þeim samningi sem félagið gcrði við Meistarasamband byggingamanna þann 14,júní s.l. og í samkomulaginu fellst afturvirkni til þess tíma, þannig að í raun er fallist á þann samning" sagði Grétar. Aðspurður um hvort þetta samkomu- lag væri uppsegjanlegt þann 1. sept 1983 sagði Grétar að í samkomulaginu væru gagnkvæmir fyrirvarar um uppsögn þess ef tilefni gæfist til. Eftir þetta stendur enn deila við Sveinafélag húsgagnasmiða sern boðað hefur verkfall frá miðnætti aðfararnótt miðvikudags hafi samkomulag ekki tekist. - FRl Siglufjörður: Aurskriða úr Hafnarfjalli ■ Mikil aurskriða féll niður úr Hafnar- fjalli, ofan við syðstu byggð á Siglufirði í gærmorgun. Skriðan rann niður úr gili í fjallinu og náði hún að dreifa mikið úr sér. Þegar aurinn kom niður að Suðurgötu stöðvaði- hann. Þá var hann kominn yfir lóðir nokkurra einbýlishúsa og vann hann á þeim talsverðar skemmdir. A OLLUM HÆÐUM I TORGINU IWmm . FÆNÆ)UR A AUlA FJÖLSKYLDUNM Austurstræti 10 sími: 27211

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.