Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 ______13 fþróttir Framarar á botninum ■ Síðasti leikurinn í 14. umferðinni í 1. deild var leikinn í gærkvöjdi. í>á léku KR-ingar og Framarar og sigruðu KR-ingar með tveimur mörkum gegn engu. Þar með skildu KR-ingar Fram eftir á botni 1. deildar með aðeins 12 stig og þeir eiga fyrir höndum harða fallbaráttu á næstu vikum. Ekki voru mörg færi í fyrri hálf- leiknum. Þó fengu þeir Óskar og Sæbjörn færi á 8. og 10. mín. en án árangurs. En er langt var liðið á fyrri hálfleikinn skoruðu KR-ingar mark. Staðan ■ Staðan í 1. deild eftir 14. umferð: Víkingur.......... 13 5 7 1 21:15 17 KR................ 14 4 8 2 11:10 16 Valur ............ 15 5 4 6 16:14 14 Akranes .......... 14 5 4 5 16:16 14 ísafjörður ....... 15 5 4 6 22:25 14 Breiðablik........ 15 5 4 6 13:17 14 KA................ 15 4 5 6 14:16 13 Keflavík ......... 14 5 3 6 13:17 13 Fram.............. 14 3 6 5 14:15 12 Næsti leikur er í kvöld kl. 19.00. Þá leika V íkingur og ÍB V á Laugardalsvelli. sh KR-ingar tóku aukaspyrnu og sendu háan bolta inn í vítateig Fram og Marteinn Geirsson varð fyrir því óhappi að reka fótinn í knöttinn sem sveif í netið hjá Guðmundi markverði, sem kom engum vörnum við. Staðan 1-0 og við það sat í háifleik. f byrjun síðari hálfleiksvirtust Fram- arar heldur hressast, en þeir náðu samt ekki að skapa sér afgerandi marktæki- færi. KR-ingar áttu nokkur færi, Hálfdán átti skot sem fór fram hjá og Óskar einlék inn á markteig, en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Á 13. mínútu stóðu margir KR-ingar fyrir framan markið, en náðu ekki að koma knettinum á réttan stað og því varð ekkert úr. Á 17. mínútu átti Guðmundur Torfasongóða sendingu fyrir markið hjá KR og Halldór Arason skallaði yfir í góðu færi. Skömmu síðar var dæmd aukaspyma á KR-inga og Framarar skoruðu, en markið var dæmt af. Ástæða þess var ókunn og sama má raunar segja um aukaspyrnudóminn á KR. Skömmu síðar fékk Valdimar Stefáns- son knöttinn í góðu færi, en skot hans fór framhjá. Á þessu tímabili töldu menn mestar líkur á að Framliðið myndi jafna, en Óskar Ingimundarson KR-ing- ur var ekki á þcirri skoðun. Hann fékk góðan „stungubolta" frá Hálfdáni fyrir opnu marki og skoraði annað mark 2-0. Vel var að þessu marki staðið hjá KR-liðinu. Þeir teygðu vel á fram- vörninni og sendu knöttinn síðan laglega frá hægri til vinstri og skoruðu upp úr því. Það sem eftir lifði ieiksins gerðist fátt fréttnæmt. Hann var frekar þóf- kenndur og fátt um færi. Besti maður Fram i leiknum í gærkvöldi var Sverrir Einarsson. Ég óttast að ef hans nyti ekki við, þá væri vörn liðsins ekki til stórræðanna. Hjá KR léku þeir Ottó og Jósteinn vel og stýrðu vörninni. í heildina er KR-iiðið jafnt, þó sýnir Sæbjörn Guðmundsson þessa dagana ótvíræð tilþrif, sem eru alltof sjaldgæf í íslenskri knattspyrnu. Og því var hann valinn maður leiksins af forráðamönnum Fram. Dómarinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son dæmdi þennan leik alls ekki vel. Hann hleypti honum út í fullmikla hörku og var að mínu mati of spar á litaspjöldin þegar menn brutu fautalega af sér, en full nákvæmur á smáatriði sem engu breyttu. sh Þróttarar ætla í l.deild ■ Miklar líkur eru á, að lið Þróttar Reykjavík undir stjórn Ásgeirs Elías- sonar leiki í 1. deild í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. Þróttarar unnu á iaugardag góðan sigur gegn FH á Kapaikrikavclli í Hafnarfirði. Úrslitin urðu 4-0. Mörk Þróttara skoruðu Daði Harðarson, Sverrir Pétursson, Rúnar Sverrisson og nýliði í liðinu Haukur Magnússon. Með þessum sigri eru Þróttarar 5 stigum á undan næsta liði og því ætti eftirleikurinn að reynast þeim auðveldur. í Sandgerði léku heimamenn gegn Þór frá Akureyri. Sigur Þórsara í þeim leik kemur þeim upp í annað sæti í 2. deildinni. Mörk Þórsara í 3-1 sigri skoruðu Guðjón Guðmundsson, Haf- þór Helgason og Einar Arason. Ómar Björnsson skoraði fyrir Reynismenn. Þróttur Neskaupstað virðist ekki vera á þeim buxunum að falla í 3. deildina og til að undirstrika það unnu þeir sigur gegn Njarðvík í Neskaupstað á laugar- dag. Þar sá Hörður Rafnsson um að skora úr vítaspyrnu. Eftir sigur Völsungs á Þrótti um síðustu helgi áttu fæstir von á að Skallagrímur frá Borgarnesi yrði þeim fjötur um fót. Sú varð þó raunin, því að Skallagrímur sigraði Völsung á Húsavík með þremur mörkum gegn einu. Fyrsta mark þeirra skoraði Ævar Rafnsson og Björn Axelsson bætti öðru við 15 mínútum síðar. Jónas Sigvaldason minnkaði síðan muninn fyrir Völsung, en Gunnar Orrason gulltryggði sigur Skallagríms í síðari hálfleik. Síðari leikurinn í umferðinni í 2. deild var svo háður á sunnudaginn á Jafntefli hjá Val og ÍBV ■ Á laugardaginn mættust lið Vals og ÍBV á Laugardalsvelli. Leikurinn átti að hefjast klukkan 14.00, en vegna seink- unar á flugi frá Vestmannaeyjum hófst hann ekki fyrr en klukkustund síðar eða klukkan 15.00. Ekki virtist þessi töf hafa slæm áhrif á Eyjamenn, því að strax á þriðju mínútu tóku þeir forystu í leiknum. Sveinn Sveinsson sendi knöttinn inn fyrir Valsvömina og svo virtist sem varnarmaður næði honum, en Sigurlás Þorleifsson hafði betur og skoraði öragglega frá vítateigslínu. Staðan 1-0 og óhætt að tala um óskabyrjun hjá ÍBV: Eftir markið virtust liðin eiga erfitt með að finna taktinn og fór leikurinn mest fram á miðjum vellinum, en frekar var fátt um beittar sóknarlotur. Þó átti Hilmar Sighvatsson skot að marki ÍBV, en Páll varði. Á 29. mínútu fékk Sigurlás síðan gott færi til að auka forystuna, en skaut framhjá. Hinum megin átti Þorsteinn Sigurðsson svo skot í hliðar- netið á marki Eyjamanna. Á 37. mínútu sendi Örn Óskarsson góða sendingu á Sigurlás, en honum brást bogalistin og sendi knöttinn framhjá markinu. Strax í byrjun síðari hálfleiks sóttu Laugardalsvelli. Þar sigruðu Einherja- menn Fylki með einu marki gegn engu. Mark Vopnfirðinga skoraði Páll Björns- son rétt fyrir leikslok. Staðan í 2. deild eftir leiki helgarinnar er sem hér segir: Þróttur, R . . . . 14 9 4 1 22:7 22 Þór, Ak.......... 14 5 7 2 25:13 17 Reynir, Sandg. . 14 6 3 5 20:14 15 FH.............. 14 5 5 4 16:19 15 Einherji..... 14 6 2 6 19:21 14 Njarðvík..... 14 5 3 5 20:22 13 Völsungur .... 14 4 4 6 15:17 12 Fylkir....... 14 1 10 3 12:15 12 Skallagrímur ... 14 4 3 7 14:23 11 Þróttur N.... 14 3 3 8 6:20 9 O Tindastóll, KS og Selfoss í úrslit Vestmannaeyingar ákaft að Valsmark- inu og eftir hálfgerðan hrærigraut í vítateig Valsmanna var bjargað á línu. Á 22. mínútu síðari hálfleiks náðu Valsmenn svo að jafna. Ingi Björn Albertsson átti skot að marki, sem Páll Pálmason virtist halda, en hann missti knöttinn frá sér og náði Guðmundur Þorbjörnsson til hans og skoraði. Átta mínútum síðar átti Sveinn Sveinsson langskot að marki Vals, en Brynjar varði vel. Ekki gerðist margt fleira markvert. Sé á heildina litið var leikurinn frekar slakur. Valsmenn virtust þó öllu spræk- ari, en þeim gekk illa að skapa sér tækifæri. Bestu menn hjá Valsmönnum voru Grímur Sæmundsen og Þorgrímur Þráinsson. Hjá Vestmannaeyingum var Sveinn Sveinsson góður og einnig lék Örn Óskarsson vel. Sigurlás átti einnig góða spretti inn á milli. Það reyndi fremur lítið á markverð- ina, þar sem leikurinn fór að mestu leyti fram frekar fjarri mörkunum, eða á miðhluta vallarins. Veður var frekar kalt og næðingur á vellinum og hefur það án efa haft slæm áhrif á leikmenn beggja liða. BH/sh ■ Um helgina var leikin síðasta umferð í riðlakeppni 3. deildar í knattspyrnu. Eftir leiki helgarinnar er Ijóst hvaða lið koma til með að leika um réttinn til að leika í 2. deild að ári. Sú keppni hefst næstkomandi laugardag. í A-riðli vora eftirtaldir leikir um helgina: Snæfell-Víkingur Ó 1-0 Víðir-Selfoss 3-0 ÍK Haukar 3-1 Grindavík-HV 1-0 Samkvæmt þessu verða það lið Víðis og Selfos; sem leika munu til úrslita úr A-riðli og keppinautar þeirra úr B-riðli eru lið Tindastóls frá Sauðárkróki og KS frá Siglufirði. 1-2 3-3 2-9 0-2 Úrslit leika í B-riðli: HSÞ-Sindri Magni-Huginn Árroðinn-KS Austri-Tindastóll Þær reglur gilda um úrslitakeppnina að innbyrðis viðureignir félaganna í riðlunum gilda í úrslitakeppninni og er það Víði og Tindastóli mjög í hag. Þannig leggja Víðismenn af stað með 4 stig, þeir hafa tvívegis sigrað Selfoss og Tindastóll hefur annars vegar sigrað KS og hins vegar gerðu liðin jafntefli á Siglufirði á dögunum. Þess vegna er Tindastóll með 3 stig og KS með 1 og lestina reka Selfyssingar sem eru án stiga er þeir hefja baráttuna fyrir sæti í 2. deild að nýju. sh Skagamenn sigruðu Keflvíkinga ■ Úrslitaliðin í bikarkeppni KSÍ mætt- ust á laugardaginn á Akranesi. Þar sigruðu Skagamenn í „rokleik" með tveimur mörkum gegn einu. Skagamcnn tóku forystu í fyrri hálfleik, cr Sigþór Ómarsson skoraði eftir misskilning Þorsteins markvarðar og varnarleikmanns ÍBK. En í síðari hálfleiknum náðu Keflvík- ingar að jafna með marki Einars Ásbjarnar Ölafssonar. Var vel að því marki staðið hjá Einari, en hann fékk knöttinn frá Óla Þór. Sigurmark Skagamanna kom eftir að Sigurður Jónsson hafði sent góða stungusendingu inn fyrir vörn Keflvík- inga á Sigþór, sem skaut en Þorsteinn varði og þá náði Kristján Olgeirsson knettinum og skoraði auðveldlega í opið markið. Bestu menn liðanna voru miðverð- irnir hjá Skagamönnum, einkum þó Sigurður Lárusson, en yfirburðamaður í liði Keflvíkinga var Þorsteinn Bjarnason markvörður. Urslitakeppnin í 4. flokki íslandsmótsins: Mark Arraljóts tryggði Fram titilinn Fram sigraði því með yfirburðum, ■ Fram varð íslandsmeistari í 4. flokki í knattspyrnu, en úrslitakeppnin fór fram á Ákureyri um helgina. Fram lék til úrslita gegn Val, og sigraði Fram með einu marki gegn engu. Markið kom í síðari hálfleik, og var þar að verki Arnljótur Davíðsson. Knattspyrnan sem piltarnir í úrslita- keppninni sýndu var oft á tíðum mjög góð, og keppnisgleðin var í fyrirrúmi ásamt hæfilegri baráttu. Fram og Valur sigldu nokkuð létt í gegn um riðlakeppnina og höfðu sennilega bestu liðin í þessari keppni. Alls mættu 8 lið í úrslitakeppnina. Þau léku í tveimur riðlum og urðu úrslitin í riðlakeppninni sem hér segir: A-riðill: KA-KR 0:4 KA-FH 2:4 KA-Fram 3:4 KR-FH 2:1 KR-Fram 0:5 FHrFram 0:4 hlaut 6 stig og markatala liðsins var 13:3. B-ríðill: Þróttur N.-Stjarnan 3:2 Þróttur N.-ÍBK 1:2 Þróttur N.-Valur 1:3 Stjarnan-ÍBK 0:0 Stjarnan-Valur 1:3 ÍBK-Valur 0:1 Valsmenn öruggir sigurvegarar og markatala þeirra 7:2. Þá var leikið um öll sætin í keppninni og urðu úrslit þessi: 7.-8 sætið Stjaman-KA 3:1 5.-6. sætið Þróttur N.-FH 1:1 3.-4. sætið KR-ÍBK 0:0 1.-2. sætið Fram-Valur 1:0 gk-Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.