Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 5 fréttir Innbrotsþjófar idnir um helgina: REYNT AD BRIÓTASTINN í SEX SKARTGRIPAVERSLANIR — Gífurlegum verðmætum stolið úr þremur þeirra ■ Skartgrípaþjófar voru iðnir við kolann um helgina. Reynt var að brjótast inn í sex skartgripaverslanir í Reykjavík. I þremur tilvikum hjá Módelskartgrípum við Hverfisgötu, hjá Halldóri á Skólavörðustíg og hjá Magnúsi Asmundssyni við Ingólfsstræti 3 tókst þjófunum (eða þjófnum) að komast inn. í hinum tilvikunum þremur, hjá Kornelíusi við Bankastræti, hjá Jóni Sigmundssyni í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg og hjá Arna Höskulds- syni við Bergstaðastræti komust þjófarn- ir ekki inn. Þó mátti sjá greinileg merki þess að það hafði verið reynt. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn aflaði sér hjá rannsóknarlögreglu ríkis- ins, er ómögulegt í fljótu bragði að gera sér grein fyrir verðmæti þýfisins úr verslununum. Þó mun ljóst vera að hér er um gífurleg verðmæti að ræða. Mestu verðmætin hurfu úr Módel- ■•kartgripum við Hverfisgötu. Þar var nánast allt gull hreinsað út. Auk þess hurfu þar peningar. Hjá Magnúsi Asmundssyni var brotin rúða og tekið nokkuð af skartgripum. Stærstur hluti þeirra var í viðgerð. Hjá Halldóri á Skólavörðustíg var farið inn um hurð á bakhlið hússins. Þar voru teknir skart- gripir og 1500 krónur. -Sjó „Við viljum auka öryggiskröfurnar'’ — segir Héðinn Emilsson, deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum ■ „Það er nú kannski fullmikið sagt að við séum orðnir tregir til að tryggja skartgripaverslanir gegn svona innbrot- um. Hins vegar viljum við auka öryggiskröfumar. I tæknivæddum heimi er óþarfi að liggja flatur fyrír svona áföllum,“ sagði Héðinn Emilsson, deild- arstjóri hjá Samvinnutryggingum, þegar Tíminn ræddi við hann um innbrot í skartgripaverslanir í gær. „Það eru til mjög öflug viðvörunar- kerfi sem hægt er að tengja bæði löggæslu og einkaaðilum sem taka að sér öryggisgæslu. Einnig eru til viðvörunar- kerfi sem taka kvikmyndir af vettvangi, jafnvel að næturlagi. Þegar svona óöld rt's er ekki nema sjálfsagt að þær varnir sem á boðstólum eru séu notaðar. Sérstaklega þegar litið er til þess að þær eru ekkert óeðlilega dýrar. A.m.k. ef miðað er við þá hagsmuni sem í húfi eru.“ - Er nóg gert til að kynna svona útbúnað? „Við höfum heimsótt okkar trygginga- taka og bent þeim á tiltölulega góðar tæknilegar varnir. Þótt enn höfum við ekki sett það sem reglu, þá er talað um það að hafa það fyrir skilyrði, þegar innbrotstrygging í skartgripaverslanir og hliðstæð fyrirtæki er fengin, að þau verji sig með þeim tæknibúnaði, sem fáan- legur er og skynsamlegur getur talist. Ég tel að það sé alls ekki óaðgengilegt fyrir fyrirtæki sem svo mikilla hagsmuna hafa að gæta,“ sagði Héðinn. -Sjó Þú getur gert VOIVO LAPPLANDER aðglœsilegum farkosti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.