Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 00-30 Varahlutir Mikiö úrval Ábyrgö á öllu Sendum um allt land Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafélag labnel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armiíla 24 Sími 36510 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 ■ Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir tekur fyrstu skólfustunguna að hinni nýju sjúkrastöð SÁÁ. Henni á vinstri hönd stendur Björgúlfur Guðmundsson formaður SÁÁ. Tímamynd GE Samtök áhugafólks um áfengisvandamálid: BYGQIfl NYJA SJIÍKRA- STÖÐ VID GRAFARVOG - forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir tók fyrstu skóflustunguna að sjúkrastöðinni ■ Forseti Islands Vigdís Finn- bogadóttir tók fyrstu skóflu- stunguna að nýrri sjúkrastöð sem SÁÁ mun byggja við Grafarvog og fór athöfnin fram á lau^ardag. Hin nýja sjúkrastöð SAÁ mun verða 2000 fm. að stærð og áætlaður byggingarkostnaður nemur um 30 millj. kr. Reykjavíkurborg úthlutaði SÁÁ lóð undir stöðina í nóvember á s.l. ári og var vinnustofan Klöpp ráðin til að annast hönnun en verkið síðan boðið út í heild sinni og samþykkt að taka tilboði Vörðufells hf. sem skilar af sér sjúkrastöðinni fullkláraðri 1. okt. 1983. Gert er ráð fyrir að nýja stöðin geti annað 60 sjúklingum, dvalartími þeirra er 7-10 dagar en starfsmenn stöðvarinnar verða 22. SÁÁ starfrækir auk sjúkra- stöðvar að Silungapolli, endur- hæfingarheimili fyrir 30 manns að Sogni, Ölfusi, endurhæfingar- heimili fyrir 30 manns að Staðarfelli, Dölum, fræðslu- og leiðbeiningarstöð í samvinnu við Áfengisvarnardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur f Síðumúla 3-5, Rvk., fræðslu í skólum, fyrirtækjum og félög- um, sem óska eftir því, útgáfu- starfsemi s.s. tímarit og bæklinga i kynningar - og fræðslufundi í samvinnu við ÁHR í Síðumúla 3-5, R. fyrir alla þá sem áhuga hafa, fræðslunámskeið o.fl. - FRI fréttir Harður árekstur tveggja bifreiða í Kópavogi ■ Ökumenn tveggja bíla voru fluttir á slysadeild eftir haröan árekstur sem varð á gatnamótum Kársnesbrautar og Sæbóls- vegar laust fyrir klukkan 17 í gær. Talsverðar skemmdir urðu á bílunum og mun annar þeirra hafa verið fluttur af vettvangi með kranabíl. Ekki tókst að fá upp- lýsingar um hversu alvar- leg meiðsli ökumannanna eru. - Sjó. Bíll stórskemmdist í eldi ■ Fólksbifreið stór- skemmdist þegar eldur kom upp í henni þar sem hún var kyrrstæð og mann- laus við íbúðarhús við Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrinótt. Þaö var laust fyrir klukkan fimm að slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að bifreiðinni og varþáíhennimikilleldur. Bifreiðinni var lagt fyrir utan húsið um klukkan átta á föstudagskvöldið. Síðan þá var ekki vitað til að nokkur maður hefði komið í hana. Eldsupptök eru ókunn. - Sjó. Blaðburðarbörn óskast Timai.. vantar fólk til blaðburðar I cftirtalin hverfi: Kópavogur:| Álfliólsveg, efri Þverbrekku og víðsvegar í Kópa- vogi Reykjavík: Hjallar, Tungur. dropar Súrefnis- leysi sjálf- stæðis- manna ■ Menn hafa verið undrandi hve stjórnarandstuðuhluti Sjálfstæðisflokksins hefur ver- ið slappur undanfarið, þótt ýmis tækifæri hafi gefist til að láta í sér heyra að undanfömu. Nú hefur sú skýring verið gefin að ástæðan sé fyrst og fremst súrefnisskortur í þingflokks- herbergi Sjálfstæðisflokksins. Eftir að forsvarsmenn fiokks- ins gerðu: sér grein fyrir þessu hefur verið hafist handa við endurbætur, og cr nú unnið við það baki brotnu að koma fyrir loftræstikerfi í her- berginu. Að því verki loknu vonast menn til að stjórnar- andstaðan vakni til lífsins, þó aðrir haldi því fram að heila- skemmdir vegna súrefnis- skortsins se'u orðnar það alvar- legar að ekkcrt verði við þessu gert. Bollan í Elliðavatni ■ Þá hefur nýjasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Okkar á milli ... verið frumsýnd með pomp og prakt og eins og gefur að skilja var heljarmikið frumsýningar- partý haldið eftir frum- sýninguna. Hófst það í Óðali að lokinni sýningu og var boðið upp á þrumugóðan kokteil eða bollu eins og sumir kalla það. Frá Óðali var síðan haldið að Elliðavatni í sumar- bústað einn sem þar er og partýinu haldið áfram. Kokteillinn var að sjálfsögðu fluttur þangað úr Óðali og sögðu einhverjir gárungar í hópnum, sem fylgdi á eftir veigunum upp að Elliðavatni, að sennilega hefði Hrafn aflað sér þar efnis í næstu mynd sem væntanlega kæmi þá til með að heita „Bolian í Elliðavatni“. Sakaði ekki ad Davíð var með ■ ....Þó Hrafn hafi boðið til veislunnar i Óðal segir sagan að það hafi verið sjálfur Óðalsbóndinn, Jón Hjaltason, sem borgaði „brúsann“, enda fær veitingastaðurinn ókeypis auglýsingu í títtnefndri kvik- mynd, þar sem sum atriði hennar eru tekin þarupp. Ekki sakaði að meðal boðsgesta í Óðali var Davíð Oddsson, gamli félagi Hrafns úr Matt- hildi, núverandi borgarstjóri, en þessa dagana eru borgar- yfirvold einmitt að taka af- stöðu til þess hvort Óðals- bóndanum verði heimilað að tyggja bowlinghöll og skemmtistað í Oskuhiíðinni. Krummi ... ...telur að gullsmiðirnir ættu að snúa sér um tíma að lásasmíðinni...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.